Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 1
HANDBOK VERZLUNARMAUNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 HANDBOK VERZLUNARMANNA ÁSKRIFTARSÍMI 16688 16688 16688 110. tbl. — Þriðjudagur 18. maí 1965 — 49. árg. MERKINGAR A HVÖLUM AÐ HEFJAST HÉR Þyrlan lenti á Óðni Síðas,tliðinn laugardag lenti íslenzka þyrlan í fyrsta skipti á varðskipinu Óðni. Þetta gerðist út af Vestfjörðum og tókust lendingarnar vel, en þær urðu alls átta áður en frá var horfið. r\rt lrimiirtt r\v Vv o r\w og Landhelgisgæzlunnar og hafa nú opnazt nýir möguleikar við björgunarstarf, þegar Óð- inn, vegna lendingarpallsins, og þyrlan geta unnið saman við aðstæður, sem voru næsta von- lausar áður. Eftir þessa vel- heppnuðu lendingaræfingar á laugardaginn komu Óðinn og þyrlan inn til Isafjarðar. Flug- maður í þessu æfingaflugi vestra var Björn Jónsson. Mynd in hér að neðan var tekin vestra, þegar þyrlan var að lenda í einni atrennunni. Til hliðar sér í merkjamann, sem veifar þyrlunni niður. (Ljósm. Jón Eyjólfsson). JHM-Reykjavík mánudag. f gær, sunnudag, fór einn ;;f hvalbátunum frá Hval h. f. í leið angur til að merkja hvali. Ferðin er farin á vegum Fiskideiidar At- vinnudeildar Háskólans, og Hval- h. f., en Jón Jónsson fiskifræðing ur, er leiðangursstjórinn í ferðinni Þetta er fyrsta ferðin sem farin er af íslendingum til hvalmerk- inga. Það er Hvalur 7, sem notað Prinsinn hættir Sðils-Khöfn, mánudag. Ekstrabladet í Kaupmannahöfn segir frá því í dag, að Sameinaða gnfuskipafélagið muni neyðast til þess á hausti komanda að skipta um skip í siglingamar milli Dan- merkur og íslands, en ekki sé full- ráðið enn þá, hvaða skip komi í staðinn fyrir Kronprins Olaf, sem tók við af Drottningunni í vor. Blaðið segir, að hið hraðskreiða og fallega skip sé ekki heppilegt til siglinga á Norður-Atlantshafinu að haust- eða vetrarlagi, eins og sýnt hafi sig í fyrstu ferð þess til íslands nú í vor. Að sjálfsögðu er engin hætta því samfara að hafa Krónprinsinn í þessum siglingum allt árið um kring, en hins vegar kom í ljós, að skipið veltur mikið, eða allt að 20 gráðum, og það segir sig sjálft, að það er óþægi- legt, bæði fyrir farþega og áhöfn- ina. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það, hvaða skip tekur við af Kronprins Olaf, en líkur eru á því, að það verði annað hvort Kronprins Frederik eða Kronprinsesse Ingrid, segir blað- ið. ux er í þessari ferð, og mun hann koma aftur n.k. föstudag. Tíminn skýrði frá því í des- embermánuði s. 1. að hafizt yrði handa nú í vor að merkja hvali hér við landið. íslendingar vita harla lítið um hegðun þeirra hvalategunda sem eru hér í kring um landið. Þessar merkingar eiga því að geta gefið meiri upplýsíng ar um lifnaðarhætti hvalsins. Að því er blaðið bezt veit, er ætlunin að merkja aðallega langreyðina. Merkingarnar eru gerðar með þeim hætti að merkj um er skotið með byssum inn í spiklagið á hvalnum, þar sem þau síðan sitja föst. Eins og fyrr segir, hafa ís- lendingar aldrei fengizt við slík ar merkingar fyrr, en Englending ar og Norðmenn hafa gert mikið af þessu í Suðurhöfum. Á seinni árum eru það aðajlega Japanir sem fást við hvalamerkingar. Hvalur 7 fer á hvaiámiðin hér út af Faxaflóanum og fer fyrst suðureftir, og síðan norður, eða það sem hvalveiðimenn kalla „hringinn". Ein af þeim mörgu ráðgátum varðandi hvalinn hér við land, er að hér veiðast aðeins karldýr Framhala a t4. slðu. Flugmálastjóra var falið að ákvarða vaktatímann JHM-IGÞ-Reykjavík, mánudag. Deilan um vaktatímann milli flugmanna á RR400 og Loftleiða leystist nú um helgina eftir löng og ströng fundahöld með því að Loftleiðir drógu til baka uppsögn, er félagið hafði sent Inga Kolbeins- syni, aðstoðarflugmanni. Jafnframt BJÓÐA UPP Á „FRÍAR" BÆKUR GEGN ÁSKRIFT JHM-Reykjavík, mánudag. Hér í borg eru nú staddir tveir bandarískir bókasölu- menn, sem eru að bjóða mönn um upp á „fríar“ alfræðiorða bækur ef viðskiptavinurinn gengst inn á að kaupa árlegar endurnýjanir í nokkur ár fyr- ir 30 dollara á ári. f fyrra voru hér sex útlendingar sem voru i leyfisleysi að selja lands- mönnum áskriftir að erlendum tímaritum. Af þeim ástæðum athugaði Tíminn hvort Banda ríkjamennirnir hefðu söluleyfi hér. Þessir bókasölumenn bjóða fólki 14 binda alfræði- orðabók, sem heitir New Stand ard Encyclopedia. Þeir segja viðskiptavinunum að þeir séu sérstaklega „útvaldir" og eigi að fá öll 14 bindin frí, ef þeir skrifi undir samning um að kaupa árlegar endumýjanir, eins og fyrr getur. Blaðíð sneri sér fyrst til Gríms Gíslasonar hjá Innkaupa sambandi bóksala, og spurði hann hvort Bandaríkjamenn irnir hefðu söluleyfi. Hann sagðist ekki vita til þess að Framhald S 14. síðu var spursmálið um vaktatíma flug- manna meðan á gerðardómi stend ur Iagt fyrir Agnar Kofoed-Han- sen, flugmálastjóra, til ákvörðun- ar. Má það telja farsæla lausn á miklu vandamáli, sem meðal ann- ars kostaði það, að allir flugmenn hjá Loftleiðum lögðu niður vinnu um helgina. Tíminn hefur frétt, að uppsögn Inga Kolbeinssonar, aðstoðarflug- manns, hafi vægast sagt vakið mikla reiði í röðum flugmanna, og sízt orðið til að lægja öldurnar, vegna þess að það var alls ekki í hans valdi sem aðstoðarflugmanns að ákvarða, hvort skyldi fljúga eða ekki í umrædd þrjú skipti, sem sýnt þótti, að vaktin myndi standa lengur en tólf tíma. Það var flugstjóra hverju sinni að ákvarða þetta og ákvörðunin því óviðkom- andi Inga Kolbeinssyni. En úr þessu öllu rættist nú um helgina með því að uppsögnin var tekin aftur og vaktamálið síðan lagt í dóm flugmálastjóra. Varð þetta að undangengnum miklum fundahöldum, nú síðast milli Loft leiðamanna og samninganefndar flugmanna, og stóð sá fundur fram undir morgun í dag, mánudag. Loftleiðir urðu fyrir minnihátt- ar óþægindum út af vinnustöðvun flugmanna. Komu þau aðallega fram í seinkun flugferða, og að minnsta kosti ein flugvél stöðvað- ist erlendis. Varð félagið þar af leiðandi að leigja eina flugvél. Áður en fyrrgreind uppsögn kom til skjalanna, höfðu fulltrú- ar félagsins og flugmanna komið saman til nokkurra funda, þar sem rætt var um flugstundatölu á RR400. Loftleiðir og FÍA sendu sameig- inlega út fréttatilkynningu um deiluna og lausn hennar og fer hún hér á eftir: „Eins og kunnugt er af frétt- um hefur staðið yfir deila milli Loftleiða og Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna vegna uppsagnar Inga Kolbeinssonar, aðstoðarflug- manns. Ósamkomulagið varð upphaflega vegna þeirrar ákvörðunar Félags Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.