Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965. 5 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN l Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. rtitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Rristjánsson. Jón Heigason og indriði G. Þorsteinsson Fulltnli ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsing-astj.: Steingrtmur Glslason Ritstj.skrifstofui • Eddu búsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastrætí < Af- greiðslusiml 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar sknfstofur, síml 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands - 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f Skaðlegur dráttur V!ð því mun almennt hafa verið búizt, að ríkisstjórnin tæki til óspilltra mála, þegar störfum Alþingis lyki, við lausn þeirra stórfelldu kjarasamninga, sem bíða framund- an. Kjarasamningamir renna út í byrjun næsta mánaðar og er tfminn til stefnu því ekki langur. Ríkisstjórnin gat með vissum hætti réttlætt, að hún hefði ekki nægan tíma ta að sinna þessum málum meðan lokaafgreiðsla mála stæði yfir í þinginu. Þeim mun meiri ástæða var til þess að strax yrði hafizt handa að þingi loknu. Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin. í stað þess hefur forsætisráðherrann farið í skemmtiferð til Noregs og mun dvelja þar á aðra viku. Enginn láir forsætisráðherr- j anum það, að hann þáði boð norsku stjórnarinnar. Hitt er einkennilegra, að ráðherrann skyldi velja þennan tíma til ferðarinnar, en vitanlega hefðu Norðmenn tekið á móti honum hvenær sem hann hefði helzt óskað. Afleið- ing þess, að forsætisráðherra velur þennan tíma til ferð- arinnar verður óhjákvæmilega sú, að viðræður um nýja kjarasamninga, er hefðu a. m. k. getað byrjað strax eftir þinglokin, hefjast í fyrsta lagi hálfum mánuði síðar. Vitanlega er það rétt, sem kemur fram í Alþýðublaðinu á sunnudaginn, að viðræður gátu hafizt strax í vetur með- an Alþingi sat að störfum, enda mun Alþýðufipkkurin^ hafa lagt það til. Þeim mun óafsakaniegri er sá %áttjírA sem nú verður á viðræðunum. Það er hins vegar ljóst, að hér veltur allt á ríkisstjórn- inni. Eftir afstöðu hennar fer það, hvort samkomulag næst eða ekki. Það bil, sem er milli launþega og atvinnu- rekenda, brúast ekki nema ríkisstjórnin geri hvort tveggja að veita launþegum kjarabætur með lækkun álaga og létti byrðum af atvinnuvegunum, sem auðveldi þeim að rísa undir kauphækkunum. Hvort tveggja er hægt, ef vilji er fyrir hendi. Framsóknarmenn fluttu tillögur um báðar þessar leiðir á Alþingi, þ. e. annars vegar um lækkun tekjuskatts og útsvara á einstaklingum og hins vegar um lækkun tolla á framleiðslutækjum, lækkun vaxta og rýmri lán atvinnuvegunum til handa. Vonandi bætir forsætisráðherrann dráttinn upp með því að öðlast meiri víðsýni í ferðalaginu en hann hafði til að bera, þegar hann var að láta fella umræddar tillög- ur Framsóknarmanna á Alþingi. Hyggilegast hefði þó verið, að þessi dráttur hefði enginn orðið, heldur strax verið hafizt handa um viðræður og samniríga. Ummæli Eskelands Bjarni Benediktsson ætti að geta lært ýmislegt af Norðmönnum. Oft undanfarið hefur hann hreytt ónotum í tvo sænska menntamenn, sem í viðtali við Tímann létu í ljós ugg vegna einokunaraðstöðu hermannasjónvarpsins á íslandi. Nýlega var hér á ferð formaður norska útvarps- ráðsins, Ivar Eskeland. Hann flutti hér erindi um sjón- varps- og útvarpsmál, sem hefur verið birt í Mbl. Þar sagði hann m. a.: „Ég lít svo á, að sú einokunarstaða, sem hefur skapazt hér fyrir eina erlenda sjónvarpsstöð, hafi í för með sér lífshættu ‘fyrir íslenzka þjóð, íslenzka menningu og ís- lenzkt mál“. Vonandi lærir Bjarni það af þessu norska viðhorfi, að hann ver ekki næstu þjóðhátíðarræðu sinni til að réttlæta hermannasjónvarpið og þann undirlægjuhátt. sem íslenzk stjórnarvöld hafa sýnt í sambandi við það. TÍMINN Krístján Benediktsson: LÖGIN UM LANDSVIRKJUN Eitt af síðustu verkum þess Alþingis, sem nú er nýlokið, var að samþykkja lögin um Landsvirkjun. Áður hafði Borg arstjórn Reykjavíkur tjáð sig í megindráttum samþykka fru.m varpinu. Stóðu að þeirri sam- þykkt allir fulltrúar borgar- stjórnar, nema borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins, sem lögðu til, að Búrfellsvirkjun yrði hafnað, en svonefnd smávirkj- anaieið valin í staðinn, hvort sem um það næðist samkomu- lag við ríkið eða ekki. Lögin um Landsvirkjun kveða sem kunnugt er svo á, að ríkisstjórnin og borgar- : stjórn Reykjavíkur stofni virkj 'I anafyrirtæki, er nefnist Lands , virkjun, og reisi allt að 210 þús. kW orkuver í Þjórsá við Búrfell. En 210 þús. kW orku- ver við Búrfell er fullnaðar- virkjun á þeim stað í Þjórsá. Lög þessi skipta að sjálfsögðu mjög miklu máli fyrir Reykja víkurborg og ber margt til þess. f fyrsta lagi skal hið nýja fyrirtæki, Landsvirkjun, vera sameignarfyrirtæki ríkisins og Reykjavíkurborgar og eigi hvor aðili jafnan hlut. Gert er þó ráð fyrir í lögunum, að Laxár- virkjun geti síðar sameinazt Landsvirkjun og eigi þá Reykja víkurborg og Laxárvirkjun helming móti ríkinu eftir þá sameiningu. ’-iöðrþ lagi á Landsvirkjun áp yfirtglta Sogsvirkjunina, taka við eignum hennar og rekstri. Eins og kunnugt er, hefur Sogsvirkjunin verið sameignar- fyrirtæki ríkisins og Reykja- víkurborgar samkvæmt sérstök um lögum, sem á sínum tíma voru sett um virkjun Sogsins. Hafa þessir aðilar átt Sogs- virkjunina að jöfnu. nú síðustu árin, í þriðja lagi skal hvor aðili um sig, ríkið og Reykjavíkur borg, leggja hinu nýja virkjana fyrirtæki til sem stofnframlag 50 milljónir króna. Einnig leggi Reykjavíkurborg af mörkum eimhverfilsstöðina við Elliða- árnar og ríkið vatnsréttindi þau í Þjórsá, sem þarf til virkj unar þeirrar, er lögin heimila. Þetta hvort tveggja verði að sjálfsögðu metið til verðs. f fjórða lagi er svo hinu nýja fyrirtæki ætlað að sjá orkuveitusvæði Sogsins og þar með Reykvíkingum fyrir nægjanlegri raforku í framtíð inni. Skiptir vitanlega miklu máli að vel takist til í þeim efnum. • Á ELLEFTU STUNDU. Ákvörðun um nýja virkjun hér Sunnanlands mátti ekki dragast lengur. Eru allar horf ur á, að tilfinnanlegur raf- magnsskortur verði orðinn hér um það leyti, sem fyrsta áfanga Búrfellsvirkjunar lýkur, nema til komi nýjar ráðstafanir, sem ekki eru ráðgerðar nú. Þegar er farið að bera á raf magnsskorti þann tíma, sem álagið er mest. Hins vegar eykst orkunotkunin á Sogssvæð inu það mikið, að talið er að þurfi sem næst 10 þús. kW afl að bætast við árlega til að mæta aukningunni eins og nú er. KRISTJÁN BENEDIKTSSON Framkvæmdir við Búrfells- virkjun, þar til fyrsta áfanga lýkur, munu aldrei taka skemmri tíma en 3V2 ár, þann ig að rafmagn þaðan verður í fyrsta lagi tiltækt um ára mót 1968—69. Þær framkvæmdir í raforku málunum, sem áformaðar eru á næstunni og brúa eiga bilið fram til ársloka 1968 eru stækk un á Elliðaárstöðinni um 11. 500 kW upp í 19 þús. kW og ný 7.500 kW vélasamstæða í Ljósafossstöðinni. Verður þá aflið í Soginu fullvirkjað með 96.300 kW. i En þó að við bætist á næstu 3Vi ári um 19 þús. kW dugar það ekki. Rafmagnsskortur verð ur því orðinn á árinu 1968 og sennilega fyrr, nema nýjar ráð stafanir komi til. Rafmagns- skortur getur hins vegar liaft í för með sér alvarlegar af- Ieiðingar fyrir atvinnulífið í borginni, sérstaklega iðnaðinn, sem öllum atvinnugreinum fremur byggir tilveru sína á raforkunni. Því verður að leggja á það höfuðáherzlu, að framkvæmdir við Búrfell gangi sem greiðast og áætlunum verði fylgt um hraða framkvæmdanna. ÖLD RAFMAGNSINS. Með réttu má kalla 20. öld- ina öld rafmagnsins. Og öðru vísi væri umhorfs í heiminum í dag, væri rafmagnið ekki til staðar. Sífellt vex notkun þess og notagildi. Talið er að um 95% íslendinga búi nií við rafmagn. Hjá okkur er það lika svo til jafngamalt öldinni. Fyrstu rafljósin hérlendis voru tendruð í Hafnarfirði seint á árinu 1904. Eftir fyrstu 30 árin, eða við upphaf Sogsvirkjunarinnar 1933, var sameiginlegt afl allra rafstöðva landsins aðeins 5000 kW og árleg orkuvinnsla aðeins 10 millj. kílówattstundir. Rúm um þrjátíu árum síðar eða í árslok 1964 var sameiginlegt afl allra rafveitna landsins um 150 þús. kW og orkuvinnslan um 650 millj. kílówattastunda á ári. Hver hefði haft slíkt óhemju hugmyndaflug árið 1933 að spá því, að næstu 30 ár mundu bera það í skauti sínu í rafmagnsmálunum, að aflið mundi þrítugfaldast og orkuvinnslan sextugfaldast? Ef einhver hefði borið fram slíkan spádóm 1933, hefði eng- inn lagt á hann trúnað og hann hlotið nafníð skýjaglópska. Eg nefni þetta hér til að sýna, hve aukningin í raforku notkuninni hefur verið stór- stíg og farið fram úr öllum áætlunum, sem gerðar hafa verið á undanförnum áratug um. HVAÐ ER STÓRVIRKJUN? Engin ástæða er til annars en gera ráð fvrir, að raforku- þörfin haldi áfram að vaxa með hlutfallslega ekki minni hraða en verið hefur síðustu árin. f byrjun árs 1969, eða þegar í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að 1. áfangi Búrfellsvirkjunar verði tilbúinn, ,má samkvæmt því sem ég sagði hér að fram- an, gera ráð fyrir að allmikils rafmagnsskorts verði farið að gæta þannig að þá þegar mundi af þeim sökum verða til staðar markaður fyrir 20 til 30 þús. kW. Ekkcrt er svo eðlilegra en að.Elliðaárstöðin verði látin hætta stöðugri raforkufram- leiðslu, cn verði þess í stað aðeins nntuð sem varastöð. Þannig mundi strax verða markaðir hér innanlands fyrir 40—50 þús. af þcitn 70 þús. kW, sem gert er ráð fyrir að fáist úr 1. áfanga Búrfellsvirkj unar. Afgangurinn mu.ndi síðan full nýtast á næstu 2—3 árum. Þótt virkjun við BúrfeJl sé á ís- lenzkan mælikvarða mikið fyr- irtæki, er Iiún þó ekki stærri en svo, að hæfir þörfum okkar sjálfra að nýta þá raforku, sem þaðan fæst með virkjun, sem framkvæmd væri í 5 áföng um. Hinum fyrsta 70 þús. kW og hinum 35 þús. kW hverjum um sig. Umframorka virðist ekki vera svo mikil, að hún skapi neitt vandamál. Þeirra hluta vegna getum við virkjað við Búrfell, án þess að stór- iðja komi til. EIGIÐ FJÁRMAGN. Raforkuver okkar hafa fram til þessa að verulegu leyti ver- ið reist fyrir erlent lánsfé. Raforkuverðið síðan við það miðað að standa undir eðlileg um reksturskostnaði og greiðslu stofnlánanna. Sjóðir hafa ekki myndazt svo neinu nemi, enda beinlínis ákvæði í lögunum um virkjun Sogsins, sem takmörkuðu heildsöluálagn ingu á raforkunni við 5% há- mark. í lögunum um Landsvirkjun er gert ráð fyrir, að stjórn fyr irtækisins ákveði heildsöluverð ið á raforkunni og skuli það miðast við að greiðsluafgangur verði það mikill, að með eigin- fjármagni og hæfilegum lán- tökum, geti fyrirtækið jafnan tryggt notendum sínum næga raforku. Hér er farið inn á nýja braut, þar sem ætlunin er að verðleggja raforkuna frá Lands virkjun það ríflega, að sjóðir safnist til nota síðar, þegar ráðizt verður í áframhaldandi Framhalil a 14 síl»n BÖRGARMÁL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.