Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965.
TÍMINN
varla komið okkur fyrir á okkar stað, þegar sendiboði kom
og sagði að allir yfirforingjarnir brezku ættu að koma sam-
stundis að varðhúsinu, en við vorum þrjátíu og fimm tals-
ins. Þegar við komum, sáum við æðsta mann okkar Alex-
ander, en honum hafði verið skipað að vera eftir. þegar
við fórum, og nú var Bamboo byrjaður að hita honum. Hann
barði hann með krepptum hnefunum, sló hann niður, og
dró hann á fætur aftur og svo endurtók sagan sig enn á
ný. Maðurinn hafði greinilega fengið allt, r,em hann gat af-
borið og var nú hvítur eins og lak í framan. Þegar hann
stóð við hlið hans og studdi hann — hætti Bamboo bar-
smíðinni um stund. Hann hafði kjálkabrotið Alexander.
Þá var okkur skipað að taka okkur stöðu í þrefaldri
röð. Ég var til vinstri í öftustu röðinni. Um það bil sex
kóreanskir verðir voru viðstaddir og Kasiyama flaðraði upp
um Bamboo, sem var brjálaður af reiði. Bamboo tók sé.r
stöðu fyrir framan okkur og lét dæluna ganga á japönsku,
en Kasiyama þýddi orð og orð yfir á ensku. Aðalinntakið
var, að skipunum Japananna hefði ekki verið hlýtt, og
greinilegt væri, að við yfirforingjarnir hefðum staðið fyrir
því, og sagt hinum, að bjóða sig ekki fram af sjálfsdáð-
um til viðgerðarvinnunnar. Þetta væri allt okkur að kenna.
Reyndar höfðum við tekið þessa ákvörðun allir sem einn,
og við höfðum ekki haft áhrif á einn einasta mann.
Bamboo fór úr jakkanum sínum og. stóð fyrir framan
okkur eins og górilla með mjúkan hatt á höfðinu, í hvítri
skyrtu, víðum buxum og stígvélum. Svo benti hann á mann,
sem stóð hægra megin í fremstu röðinni, sagði eitthvað
sem líktist — Hai, og greinilega þýddi — komdu hingað.
Liðsforinginn steig nokkur skref fram á við, og þegar
hann var kominn nógu nálægt barði Bamboo hann beint í
andlitið. Maðurinn féll, en reis á fætur og tók sér stöðu
á sínum stað aftur. Þá var kallað. á næsta mann og hann
hann átti að sveigja til höfuðið, svo höggið kæmi ekki eins
illa á, stóð það af sér. í eitt skipti lágu fimm háttsettir
liðsforingjar á jörðinnþí einu.
Þegar athöfnin var um það bil hálfnuð steig Greg fram
fyrir íylkinguna og hrópaði hugrakkur, — Halló! Hættið
þessu. Hvað er eiginlega að? Hvaða skipunum höfum við
óhlýðnazt?
Þetta var kjarklega gert en um leið bráðræðislegt, vegna
þess ao Nipparnir ót.tuðust alltaf þá, sem nálguðust þá, og
voru líklegir til þess að verða hættulegir. Kóreönsku verðirn-
ir með Kasiyama í fararbroddi, flestir vopnaðir einhverjum
bareftum, hlupu í átt til Greg, börðu hann niður og byrjuðu
að lumbra á honum og sparka í hann. Hann varði sig og hélt
áfram að hrópa. — Þið segið, að við höfum öhiýðnazt skipun-
um. Hvaða skipunum? Kasiyama skildi, hvað hann sagði.
Þegar hér var komið var Bamboo búinn með fyrstu tvær
raðirnar. Mín röð var beint fyrir framan hann, og þarna
stóð ég augliti til auglits við hann. Hann leit einu sinni
á mig, og það næsta, sem ég vissi, var að ég var kominn
í röðina áftur. Ég sagði við þann, sem stóð við hlið mína,
— Hvað kom fyrir mig? Ég finn til í mjöðminni.
Hann svaraði, — Þú fékkst vel útilátið högg, og féllst um
koll. Þegar þú reyndir að standa á fætur aftur, sparkaði
hann þér um og tróð á mjöðminni á þér.
Ég trúði varla því, sem hann sagði, þar sem ég mundi
ekki eftir neinu, en hann sagði þá. — Guði sé lof fyrir,
að mér tókst að standa á fætur aftur. Ég leit á hann tor-
trygginn. — Vinur minn, sagði ég, — það er greinilegt,
að þú. Jentir í skítnum.
Hann neitaði því, og var mjög reiður við mig, fyrir að
segja þetta, og mér varð ljóst að við þjáðumst báðir af
tímabundnu minnisleysi.
Bamboo bar búinn. að veita tuttugu og sjö af þrjátíu og
fimm Hðsforingjum ráðningu. áður en athyglj hans beino-
ist að kröfum Greg, sem nú var uœkringdur vðrðunum.
Hann endurtók kröfur sínar. og Kasiyama þýddi. Öllum til
mikillar undrunar fór Bamboo aðeins í jakkann sinn og
þrammaði í burtu um leið og hann skipaði okkur að fylkja
liði á ný. Það var eins með hann og Yoshida, loginn og út-
brunninn.
Við fórum til félaga okkar, sem höfðu fylgzt meo fullir
meðaumkunar. En það var samt sýnilegt, að við vorum
ekki alveg lausir við Bamboo. Hann liaíði náð aftur virð-
barinn, og svo koll af kolli allir í fremstu röðinni, og
síðan þeir í miðröðinni. Sumir féllu, aðrir stóðu átaM uiJtiijjffíinganni qg bjargað Kasiyama, en hann-hafði ©nn ekki náð
Einn hinna eldri, sem verið hafði boxari, og vissí;, hveínig. i.íáftiir".virmngu sinni fyrir skapofsann, sem hann hafðiisýnt
iwrm
15
í sígarettu, blés frá sér reyknum
og sagði:
— Þetta er víst svokallaður anti
klimax, ekki satt, Burger?
Burger settist þyngslalega við
skrifborðið og sagði:
— Þér hafið náttúrlega ekki
leitað almennilega, frú Krause!
Þetta hreif! Hún reisti sig upp
eins og reiður köttur.
— Ég held að ég hafi ekki skil-
ið, hvað foringinn sagði!
— Ó, jú, þér gerðuð það! Sæk-
ið inn farangur hennar! Allt!
— Þetta er í fyrsta skipti sem
nokkur hefur gagnrýnt mína
vinnu!
Þetta hreif líka. Burger roðn-
aði við og sagði:
— Gerið eins og ég segi!
Frúin gekk fram að dyrum.
Hann kallaði á eftir henni:
— Misskiljið mig ekki, frú
Krause. Ég veit vel, að þér eruð
duglegar. isn þetta er þýðingar-
mikið og hér hafa orðið einhver
mistök.
Hún sheri sér við i dyrunum.
— Já, það er hverju orði sann-
ara, sagði_ hún og lagði áherzlu á
orð sín. Ég veit vel, að hér hafa
einhverjum orði á mistök!
Ég hallaði mér aftur á bak í
stólinn og hugsaði: Þú ert ekki
hólpinn enn. Það hlýtur að vera
eitthvað bogið við þetta prjóna-
dót. Hvers vegna skyldi Karl ann-
ars átt að fórna lífinu til að koma
því til mín?
, Gösta sagði:
— Ég spyr yður í síðasta sinn,
Burger. Fæ ég að senda skeyti,
eða fæ ég það ekki?
— Andartak . . .
— Klukkan er nú orðin ellefu.
Viljið þér segja mér, hvernig ég
á að komast til Vínarborgar í
nótl?
— Herra forstjóri, ég fullvissa
yður, að jafnskjótt og þetta mál
hefur verið upplýst skal öllu kippt
í lag.
— Málið er upplýst, sagði
Gösta.
Frú Krause kom inn aftur og
hin konan á hæla henni með koff-
ortið mitt. Burger réðst á farang-
ur minn, eins og soltinn úlfur og
brátt lágu allar eigur mínar —
eða réttara 'sagt eigur frú Bengt-
son — dreifðar út um gólfið
Hann minnti helzt á stóra pöddu,
þar sem hann skreið um í öllu dót-
inu og gramsaði. Ég varð að láta
eins og ég væri áhugalaus, en aug
augun hvörfluðu ósjálfrátt eft
ir prjónadótinu. Aha, þarna! Hnyk
illinn hafði verið rakinn upp —
og engin skjöl sjáanleg.
Burger :,kar upp veskið mitt í
smátætlur og grandskoðaði hvern
einasta smáhlut. Svo kom röðin
að prjónlesinu og í fyrsta skipti
gat ég virt það almennilega fyrir
mér. Þetta voru sterklegir herra
sokkar úr svartri og hvítri ull,
ósköp snoturt og ekkert framyf-
ir það. Hann lagði það frá sér og
réðst aftur á leifamar af veskinu
mínu.
Ég sagði:
— Ég vona að þér gefið mér
nýtt veski í jólagjöf.
Það liðu enn tíu mínútur, loks
reis hann upp, burstaði ryk af
brókunum sínum, andlitið var
blóðrautt og sveitt.
— Pakkið saman, sagði hann.
— Þér höfðuð á rétt að standa,
frú Krause.
— Fæ ég þá að senda skeyti?
sagði Gösta.
Burger pataði með höndunum
og ég gat ekki annað en vorkennt
honum.
— Það getið þér auðvitað gert,
ef þér viljið, sagði hann. Mér hef-
ur skjátlazt og ég býzt ekki við
að það þýði neitt að segja að ég
harma þetta allt.
— Hamingjan sælav maður
minn, sagði Gösta. — Ég vil yður
ekkert slæmt, en ég verð að fá
að útskýra fyrir ráðherranum,
hvers vegna ég kemst ekki til Vín-
ar.
Andlit Burges Ijómaði upp og
hann varð vinalegur eins og gam-
ali jólasveinn.
— Auðvitað mun ég sjá til þess
að þér komizt til Vínar, herra
forstjóri! Eftir stundarfjórðung
verður bifreið til taks. Hún ekur
yður út á flugvöll við Dreiecke og
eftir tvo tíma eruð þér í Vín.
Get ég pantað hótelherbergi
handa ykkur?
— Þökk fyrir, það gerði ég
sjálfur frá Berlín í morgun.
— Á „Karli Keisara" ef mér
leyfist að spyrja?
— Nei. „Franz Jósep“.
— Já, það er gott gistihús, þið
kunnið sjálfsagt vel við ykkur
þar. Eigum við þá að segja að
við . . . frestum skeytasending-
unni?
Gösta hló.
— Allt lagi, Burger, sagði
hann göfuglyndur. Við segjum það
í þetta skipti. En ef þér fáið aftur
þá hugmynd að ég sé einhvers
konar njósnari, þá getið þér
ábyrgzt að ég mun velgja yður
undir uggum.
Hann hló hjartanlega, en ég er
ekki viss um að honum hafi fund
izt þetta sérstaklega sniðugt.
— Hú, hú, ósköp er að heyra
hvað forstjórinn segir! sagði hann
hunangsblíðrum rómi.
— Við erum ekkert að klípa
utan af því í Svíþjóð, þegar við
látum skoðanir okkar í ljós, sagði
Gösta.
Ég lokaði koffortinu minu og
u
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
| eigum dún- og fiðurheld ver,
æðardúns og gæsadúnssængur
og kodda af vmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- oq
. fiðurhremsun
Vatnsstíg s — Sími 18740.
(Örfá skref frá Laugavegi).
andvarpaði feginsamlega. Rann-
sóknarnefndin hafði farið illa
með fötin mín, en flest mátti lag-
færa annað en veskið. Það var bú-
ið að vera og ég henti því í papp-
írskörfuna.
Það var þögn á litlu skrifstof-
unni þar sem okkur hafði verið
vísað inn og við vorum út af
fyrir okkur. Burger og félagar
voru önnum kafnir að gera lífið
téjtt fyrir hirium farþegunum úti í
biðsalnum. Ekkert rauf þögnina
nema skeytasendirinn. Hann tikk-
aði fram og áftur og myndaði
púnkta og strik í með þægilegu
suði og ég hafði frið til þess að
hugsa.
Eitthvað hafði farið öðruvísi
en ætlað var. Karl hlaut að hafa
orðið einhver skyssa á —• eða
hafði ég gert skyssu? Hafði ég
hreinlega misst skjölin? Ómögu-
iegt, þá hefðu þau fyrir löngu
verið komin í leitirnar Eitthvað
'nafði gengið úrskeiðis og ég var
ekki meiri manneskja en svo að
ég gladdist yfir því. Nú var öllum
áhyggjum létt af mér um þetta
mál, nú þurfti ég ekki að hugsa
;:m annað en sjálfa mig og ég
hafði góða von um, að við kæm-
umst heilu cg höldnu til Stokk-
hólms, eftir að ég hafði kynnzt
hversu festulega Gösta kom fram
við yfirvöldin. Ég horfði á hann
og var hrifin af því, hve fljótur
hann var að skipta skapi. Nú var
hann ekki lengur eins og ofsa-
reiður hani, nú var hann ungur
og geðfelldur kaupsýslumaður
sem sökkti sér niður í dagblaðið
sitt.
— Jæja, Gösta, sagði ég. — Það
var nú og.
— Já, sagði hann. Þetta var ekk-
ert til að minnast á.
— Varstu eins reiður og þú
leizt út fyrir að vera?
— Eg er aldrei reiður, sagði
hann og hló. — En ég þekki
Þjóðverjana. Það eina sem þeir
skilja er ef maður brúkar kjaft
við þá.
— Ég er dauðskelkuð, sagði ég.
— Ég hefði aldrei trúað við slytm
um frá þessu. Þú hlýtur að vera
það sem við — það sem Amerí-
kanar kalla „big noise“ hér i land
inu.
Hann lagði frá sér blaðið og
brosti til mín.
— Það er ekkert skrítið, sagði
hann. — Einmitt núna eru þeir í
mestu vandræðum og hafa ekki
ráð á að móðga okkur.
— Hvers vegna? spurði ég.
Hann hló.
— Ef þú hefur áhuga á alþjóð-
legum viðskiptamálum, skal ég
gefa þér smáskýralu.