Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 Stjórn HHÍ mun fylgjast með ráð- stöfun fjármunanna SVO SEM fram hefur komið í fréttatilkynningu frá stjðrn Happdrættis Háskóla tslands hefur happdrættið um nokkurt 50 til 100 á útifundi FAMENNT var á útifundi, sem nokkur stjórnmálafélög ungs fólks boðuðu til á Lækjartorgi eftir hádegi á laugardag, vegna fiskveiði- deilu tslendinga og Breta. Að sögn lögreglunnar voru þar á milli 50 og 100 manns, þegar flest var. Til fundarins boðuðu Félag ungra framsóknar- manna, Félag ungra jafnaðar- manna, Æskulýðsnefnd Al- þýðubandalagsins, Æskulýðs- nefnd Samtaka frjálslvndra og vinstrimanna, Kommúnista- samtökin Marxistarnir lenin- istarnir og Reykjavíkurdeild Einingarsamtaka kommún- ista. Þessi félög afhentu forsætis- ráðherra kröfur f sfðustu viku um að stjórnmálasambandi við Breta vrði tafarlaust slitið og að aðild lslands að Atlants- hafsbandalaginu yrði endur- skoðuð vegna fiskveiðideil- unnar. Var fundurinn boðaður til áréttingar þessum kröfum. árabil verið innstæðueigandi f Al- þýðubankanum og í fréttatilkynn- ingu frá rfkissaksóknara er skýrt frá þvf, að framkvæmdastjóri happdrættisins Páll H. Pálsson og fyrirtækis hans, Bakki hf., eru f hópi þeirra sjö skuldunauta Al- þýðubankans sem nú hefur verið óskað opinberrar rannsóknar á vegna viðskipta við bankann. Morgunblaðið sneri sér til Guð- laugs Þorvaldssonar háskóla- rektors og spurðist fyrir hversu lengi happdrættið hefði verið með innstæðufé varðveitt f Al- þýðubankanum og hvort það hefði verið með vitneskju stjórn- ar happdrættisins. Guðlaugur kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um það, hvenær happdrættið hefði hafið viðskipti við Alþýðubankann og sagði, að yfirleitt hefði stjórn happdrættis- ins ekki haft mikil afskipti af innlánsmálunum. I fyrirtækjum af þessu tagi væri framkvæmda- stjórunum alla jafnan falið það atriði, og Guðlaugur sagði það sína persónulegu skoðun, að það væri bankanna að varðveita og ávaxta innstæðufé, innstæðueig- endurnir ættu að koma þar sem minnst nærri sjálfir, heldur treysta bankastjórum og banka- stjórnunum fyrir því að varðveita Framhald á bls. 22 175 þúsund Heklupeysur seldar til Sovétríkjanna UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Sambands fs- lenzka samvinnufélaga og Razno- export f Moskvu um sölu á 175.000 Heklupeysum til Sovét- rfkjanna fyrir 280 milljónir fs- lenzkra króna. Samningaviðræð- ur fóru fram f Moskvu. Ennfremur voru undirritaðir samningar við sovéska samvinnu- sambandið um gagnkvæm við- skipti á árinu 1976. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á gas- olíu, mjöli og matvörum fyrir um það bil 374 millj. kr. Til jafnvirðis þessum kaupum selur Sambandið ullarteppi og peysur frá verk- smiðjunum á Akureyri. Enn- fremur prjónavörur framleiddar í ýmsum prjónastofum, sem starfa víðsvegar á landinu. Nú í fyrsta skipti hefur verið samið um sölu á 2.000 mokkakáp- um. Þetta magn má svo auka í allt að 10.000 stk. á árinu, ef samn- ingar nást um verð. Ekki tókst að ná samkomulagi um verð fyrir værðarvoðir frá Ullarverksmiðjunni Gefjun, en samningatilraunum verður haldið áfram hér í Reykjavík. I samninganefnd Sambandsins voru Hjörtur Eirfksson framkvstj., Andrés Þorvarðarson viðskiptafulltrúi og Ásgrímur Stefánsson verksmiðjustjóri. Nimrod kom í að Ægir ír veg fyr- klippti BREZK Nimrod njósnavél kom f veg fyrir að varðskipið Ægi tæk- ist að koma tveimur brezkum tog- urum að óvörum f gær, þar sem þeir voru að veiðum um 50 mflur frá aðalflotanum. Þessi atburður átti sér stað 500 mflur NNA af Glettinganesi. Tveir brezkir togarar höfðu dregið sig út úr aðal togarahópn- um sem heldur sig úti af Langa- nesi og í vernd herskipa. Land- helgisgæzlan fékk spurnir af þessum togurum og átti Ægir að- eins eftir ófarnar 8 mflur að tog- urunum þegar Nimrod þotan kom auga á skipið. Skipstjórum togar- anna var þegar tilkynnt um varð- skipið og hffðu þeir inn trollin Framhald á bls. 22 Jólalesbók EFNI jólalesbókar, sem fylgir blaðinu i dag: Minningarljóð um Stubb — nýtt ljóð eftir Tómas Guð- mundsson Að gera jólasiðina verðmæta — eftir séra Arna Pálsson I tilefni jólanna — hugleiðing- ar nokkurra borgara um hátfð- ina Spegilbrot — eftir Helga Sæ- mundsson Nótt f Tchad — frásögn Har- alds Olafssonar Næturstaður f Sviss — smásaga eftir Hannes Pétursson Bernskujól — frásögn Þorvalds Sæmundssonar Jólanótt — ljóð eftir Hrafn Gunnlaugsson Með hugarfari barnsins — myndlistarkynning Jólabarnið — frásögn Sveins Bergsveinssonar Kristmyndarherbergið — smá- saga eftir Matthías Johannes- sen Aðfangadagskvöld jóla 1912 — ljóð Stefáns frá Hvítadal Viðtal við Sigurð Björnsson óperusöngvara Jólaljóð — eftir Steingerði Guðmundsdóttur og Sigurjón Guðjónsson Krækiber — Verðlaunakross- gáta — Myndagáta — Ástríkur. Tekur Vísir við rekstri Alþýðublaðsins? FORYSTUMENN Alþýðuflokks- ins komu sarnan til fundar f gær og ræddu um hugsanlega yfirtöku Reykjaprents hf, sem er útgáfu- félag Vfsis, á rekstri Alþýðublaðs- ins. Mbl. reyndi f gærkvöldi að ná f forystumenn flokksins til að spyrja þá frétta af málinu, en það bar ekki árangur. Hins vegar náði Mbl. tali af Ingimundi Sigfús- syni, stjórnarformanni Reykja- prents hf. Hann staðfesti að við- ræður hefðu átt sér stað að undanförnu milli stjórnar Reykjaprents og forystumanna Alþýðuflokksins, en ekkert væri frágengið ennþá. Annað kvaðst hann ekki geta sagt um þetta að svo komnu máli. Morgunblaðið hefur hins vegar fregnað, að þær hugmyndir hafi fengið mestan hljómgrunn á þess- um fundum að blöðin verði rekin Framhald á bls. 22 F ramleiðslu verð- mætið orðið 970 millj. króna ÞAÐ sem af er þessu ári, er fram- leiðsluverðmæti fyrirtækja starf- andi í sjávarútvegi á Eskifirði orðið um 970 millj. króna, og er þar hlutur Hraðfrystthúss Eski- fjarðar langstærstur. lbúar á Eskifirði eru rétt um 1000. Mikil atvinna er á Eskifirði. Unnið er I frystihúsinu alla virka daga og oft á laugardögum. Smá- bátar hafa aflað vel þegar gefið hefur, og í aflanum hefur verið óvenjustór þorskur. Nú er verið að vinna fisk úr skuttogaranum Hólmatindi, en hinn skuttogarinn, Hólmanes, kom til hafnar í gær og verður aflinn úr honum unnin milli jóla og nýárs. Báðir togararnir verða inni um hátíðarnar. V öruskiptajöínuðurinn óhag- stæður um 23 milljarða VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN varð óhagstæður um 3.038,4 millj. króna f nóvember mánuði s.l. og er hann þá orðinn óhagstæður um 23.684.6 millj. króna frá áramót- um. Fyrstu 11 mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 42.401.6 millj. kr„ en á sama tfma í fyrra fyrir 29.401,5 millj. kr. Þá voru fluttar inn vörur fyrir 44.931,4 millj. kr. en fyrstu 11 mánuði þessa árs fyrir 66.086,2 millj. kr. Athugasemd frá Toyota- varahlutaumboðinu h.f. AF GEFNU tilefni vill Toyota- varahlutaumboðið h/f, Ármúla 23, og Ventill H/F, s. st., taka fram að engin tengsl eru milli fyrirtækjanna og Toyotaumboðs- ins h.f. og fyrirtækin hafa engin viðskipti við Alþýðubankann. Reykjavík 22. desember Jóhann Jóhannsson framkvst. Það sem af er þessu ári hefur ál og álmelmi verið flutt út fyrir 4.566,3 millj. kr. og f nóvember- mánuði voru álvörur fluttar út fyrir 970,2 millj. kr. A árinu hafa skip verið flutt inn fyrir 3.662,8 millj. kr. á móti 2.873,6 millj. kr. f fvrra. Flugvélar hafa verið fluttar inn fyrir 26,0 millj. kr. á árinu en fyrir 152,2 millj. kr. á s.l. ári. Framhald á bls. 22 Undirbúningur næstu loðnuvertíðar hafinn Baknefnd A.S.I. boð- uð til fundar 5. jan. Sjávarútvegsráðherra skipaði f lok sfðustu viku nefnd til að hafa yfirumsjón með loðnuveiðum á næstu vertfð og er nefndin þegar byrjuð að undirbúa vertfðina. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur tjáði Mbl. f gær að búast mætti við svipaðri loðnugengd og f fyrra. Rannsóknaskipið Arni Friðriksson fer f loðnuleiðangur strax 2. janúar og búast má við þvf að fyrstu veiðiskipin haldi út f byrjun janúar. 1 fyrra stunduðu um 100 bátar loðnuveiðar og sagði Kristján Ragnarsson, formaður Ll(I, við Mbl. að fátt benti til þess að skipin yrðu færri á vertíðinni nú, þótt óvissa væri um verð og fleiri atriði. Tvær verksmiðjur, sem voru óvirkar á vertfðinni f fyrra, Hafsfld á Seyðisfirði og Sfldarvinnslan á Neskaupstað munu að öllum lfkindum taka við loðnu á komandi vertfð. Hins vegar er enn ekki ákveiðið hvort norska bræðsluskipið Norglobal kemur. Formaður loðnunefndar verður eins og á undanförnum vertíðum Gylfi Þdrðarson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, til- nefndur af ráðherra. Andrés Finnbogason verður einnig áfram í nefndinni, tilnefndur af loðnu- seljendum og Karl Bjarnason kemur inn í nefndina tilnefndur af loðnukaupendum, en hann Framhald á bls. 22 "JícMri Styú/t/ZtntÍ AKVEÐIÐ hefur verið að bak- nefnd A.S.l. komi saman til fundar 5. janúar n.k. 1 nefndinni eiga sæti milli 50 og 60 manns. Þessi ákvörðun var tekin á fundi samninganefnda A.S.f. og vinnu- veitenda hjá sáttasemjara f gær. Björn Jónsson, forseti A.S.Í. sagði að afloknum fundinum í gær, að rætt hefði verið um stjórnmálalegu hliðina á samn- ingunum. Vinnuveitendur hefðu lagt fram svör við punktunum, sem settir hefðu verið fram af A.S.I. á síðasta fundi og A.S.t. svarað aftur, en ekki hefðu komið ný svör frá vinnuveitendum. Sagði Björn að næsti samninga- fundur yrði 6. janúar n.k. og hvor- ugur aðilínn hefði talið raunhæft að halda áfram samningaumleit- unum yfir hátíðarnar. Þakkarorð Innilega þakka ég frændum, vinum og samstarfs- mönnum vinsemd og sóma á sextugsafmæli mínu 18. desember sl. Ég bið ykkur öllum, landi okkar og þjóð blessunar í nútíð og framtíð. Sigurður Bjarnason frá Vigur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.