Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 8

Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 Dulheimar Arni Óla: DULHEIMAR IS- LANDS. 185 bls. Setberg. Rvfk 1975. ÞJÓÐTRÚ — hjátrú — hvað er það? Hugarburður? Raunveru- leiki? Eða eitthvað þar á milli? I Dulheimum Islands ræðir Árni Óla fræðilega um þessa hluti og einmitt á þann hátt sem hér var spurt. Fyrst skil- greinir hann hugtakið hjátrú og segir meðal annars um það: „Hjá þýðir: fast við, í námunda við, nálægt, við hliðina á ein- hverju. Hjátrúin er því aðeins til hliðar við trúna, er hliðstæð henni... I þessari bók verður nafnið hjátrú notað i sinni upp- haflegu merkingu, en ekki sem hégilja eða hindurvitni." Fáir núlifandi Islendingar munu vera færari að fjalla um þetta efni sakir þess hve Árni þekkir náið landið og sögu þess, bæði hið stóra og smáa í íslenskri náttúru. Áratugum saman var hann ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins og fór þá um hendur hans margs konar þjóðlegur fróðleikur auk þess sem hann lagði sjálfur til ærið þess konar efni. Þegar tekið er fyrir viðfangs- efni af þessu tagi verður að sjálfsögðu fyrst að bera hjá- trúna hér saman við sams konar trú annars staðar. Þegar borið hefur verið saman og fundin eru ýmis undirstöðu- tákn sem víða eru kunn og sam- eiginleg í hjátrú margra þjóða verður næst fyrir að spyrja hvaðan og hvernig þau séu komin inn í hugarheim þjóð- anna. Til að mynda drekarnir — hver er uppruni þeirra? Og með hvaða hætti hafa þeir orðið til í hugmyndaheimi kyn- slóðanna? Slíkar kynjaverur eru ekki til á jörðinni nú en voru til fyrir milljónum ára, t.d. sá frægi dínósárus, risaeðlan, sem vera mun útdauð fyrir hér um bil sextíu milljónum ára. Arni Óla hefur sínar hugmynd- ir um hlutdeild hennar í upp- runa hjátrúarinnar og spyr: „Getur ekki verið að þær furðu- skepnur, sem talist hafa vættir, og þá aðallega landvættir, sé minningar frá þeim tíma, er alls konar furðudýr voru á jörð- unni; jafnvel að mannkynið rámi enn í eðlurnar gömlu, sem engum öðrum skepnum voru líkar, og gátu bæði gengið og flogið?“ Og Arni Óla styður til- gátuna persónulegum endur- minningum: „Á kveldvökunum heima var alltaf lesið upphátt fyrir fólkið, ekki sfst fornsögur. En eins og menn vita, mora þær allar af frásögnum um kynjaverur og furðuskepnur. Við krakkarnir þurftum einskis að spyrja um þessar verur. Þær stóðu okkur lifandi fyrir hugarsjónum, hvar sem þeim skaut upp: Miðgarðs- ormur, Fáfnir, dvergur í oturs- ham, Möndull dvergur, Loft- hæna f skessuham, Gusi konungur, eiturspúandi flug- drekar og finngálkn, Elgfróði, Óðinn á Sleipni áttfættum, Val- kyrjur þeysandi í loftinu, Brúsi jötunn og kettan móðir hans, blótrisi Skota, Járngrfmur í Njálu, tröllskessan, sem hamp- aði kempunni Örvar-Oddi eins og hann væri barn o.s.frv. — Þess má geta, að við höfðum aldrei séð myndir af þessum ímynduðu verum, né myndir af fornaldardýrum. En þegar við bárum saman, okkar á milli, hvernig hver af þessum verum hafði verið í hátt, þá bar sára- lítið á milli.“ Og höfundur spyr: „Var þetta árþúsunda gömul minning um furðulegar verur, eða höfðum við öll sameiginlegt ímyndunarafl?" Ekki telur sá, er þetta ritar, sig færan um að svara þessari spurning. En meira legg ég upp úr kvöldvökum I Kelduhverfi um aldamót en hugarórum Eriks v. Dánikens sem Arni Ola vitnar í tilgátum sínum til stuðnings — „að minnið geymist í minnismólekúlum og að RNA og DNA mólekúl skipa niður minnisinnihaldinu og flytja það.“ Hvort sem nú þjóðtrúin á stoð I draumi eða duldum raunveru- leika er eðli hennar að ýkja og stækka, eða að hinu leytinu að smækka og þá einnig til að auka áhrifagildi, samanber tröll og dverga sem hafa útlit manna og eiginleika, en hvort tveggja I öðrum hlutföllum, Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Árni Óla. sumt meira og annað minna eftir atvikum. Eðlur eru til um vfða veröld. En rétt er það, ekki eru þær að stærð sambærilegar við dínósárus eða Fáfni og ekki bar þær fyrir augu íslenskra barna norður i Þingeyjar- sýslum um aldamót — nema hugskotsaugun. Árna Óla verður tíðrætt um táknin í skjaldarmerki tslands en þau byggjast sem kunnugt er á sögunni um landvættirnar fjórar. Vitnar hann til tveggja manna, Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og Jónasar Guðmundssonar ritstjóra Dag- renningar, sem báðir rekja upp- runa sögunnar til Biblíunnar, Matthías til Esekíels spámanns „þar sem hann segir frá hinum fjórum Kerúbum, er hann sá í vitran,“ og Jónas til þess staðar í Opinberunarbókinni þar sem segir: „Hásæti var reist á himni og einhver sat í hásætinu. — Og umhverfis hásætið voru fjórar lifandi verur alsettar augum í bak og fyrir. Og fyrsta veran var lík ljóni, og önnur veran var Ifk uxa, og þriðja veran hafði ásjónu sem maður, og fjórða veran var lík fljúgandi erni. Frá þessu greinir í þeim kafla bókar Árna Óla er Land- vættir nefnist. Annar kafli ber svo heitið Skjaldarmerki Is- lands en þar segir Arni Óla sögu þess og ber það saman við skjaldarmerki nokkurra rfkja annarra. Þó hér hafi verið staldrað við eitt til tvö atriði í Dulheimum Islands ber ekki svo að skilja að þau skipi þar neitt meginrúm heldur er drepið hér á þau sem sýnishorn þess hvernig höfund- ur ræðir mál hvert út frá ýmsum sjónarhornum og styður hvaðeina bæði sjálfs reynslu og annarra áliti. I Dulheimum Islands er lýst öllum megineinkennum ís- lenskrar hjátrúar og mikið efni saman dregið. Og öllu er þarna fyrir komið skipulega og fræði- lega eins og höfundarins var von og vísa. □ Guðný Sigurðardóttir: Það er bara svona. □ Bókaforlag Odds Björnssonar 1975. Þetta er þriðja bók Guðnýjar Sigurðardóttur, og hún er gerð af talsverðri leikni, og þó að skynbær lesandi haldi fyrst að sagan ætli að verða hálfgildings leiðindaþvæla þó í skemmti- sagnastfl, verður til söguþráður sem á sér raunverulega rætur í Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN mannlegu eðli og samfélagsað- stæðum. Hjón með tvö börn flytjast til ársdvalar í Reykjavík úr smá- þorpi úti á landsbyggðinni, þar eð húsföðurnum gefst af sér- stökum ástæðum kostur á góðri atvinnu og rúmgóðri fbúð. Ibúðin er í allstóru fjölbýlis- húsi, þar sem býr mislitur hópur. Við sögu kemur einkum kvenfólkið og samskipti þess við „nýju fjölskylduna“. Tvær kellur lifa mjög á ávirðingum sambýlisfólks síns, og nú hefur þeim borizt allgóður fengur þar sem er sveitakonan og börn hennar. Sú þriðja er haldin þeirri alkunnu áráttu að koma karlmönnum til við sig, þ' t gift sé — og ekki síður kvæi. um en lausum og liðugum. S fjórða hefur löngu bitið K,- uðið af skömminni, er fyrir- sæta, sem striplast gjarnan nakin eða svo gott sem um fbúð sína. Loks er það Esther, dóttir daðurdrósarinnar Evu, mennta- skólastúlka, sem er í bókinni fulltrúi heilbrigðrar æsku í andstöðu við sýndarmennsku, tildur og margvísleg óheilindi, einkum í samskiptum kynj- anna. Sú „innflutta", Elín að nafni, er uppalin við siðlæti á ömmuvísu í hugsunarhætti og breytni. Að henni hænist Esther, finnur, að þótt ótrúlegt sé, muni hún vera að minnsta kosti hreinskiptin í tilfinninga- málum. Og Esther fræðir þessa konu á þvf að I Reykjavík þyki framhjáhald karls og konu ekkert tiltökumál þó að hjón skilji ekki. Og Esther varar Elínu alveg sérstaklega við móður sinni, sem hjónabandi Elínar og Karls bónda hennar, stafi af bráð hætta. Þetta virðist svo vera að koma á daginn, meira að segja kunni frú Elínu að geta hent að laðast um of að gömlum vini þeirra hjóna enda játar hann henni ást sfna. Þarna hefði sem sé mátt búast við harmleik, en sann- leikurinn er sá að nú hef ég látið lesanda, minn bragða á sýrunni í sögunni. Svo er eftir sætsaftin til bragðbætis. Allt ræðst sem sé á bezta veg, og raunar er ekki óhönduglega á blöndunni haldið. Þá ber þess að geta, að við könnumst yfir- leitt við kvenpersónur sögu- konunnar úr daglegu lífi, en öðru máli er að gegna um karl- mennina tvo sem nokkuð geta heitið koma við sögu. Annar má heita tuskukarl hinn tálgaður haglega úr mjúkum viði. Jú slfkir menn eru til, en ekki gerast þeir aðilar að neinu því sem valdi straumhvörfum í lífi eins eða annars. Sýra o g sætsaft Þörfhandbók HEIMSKRINGLA hefur sent frá sér pappfrskilju, sem ber nafnið „Handbók í félagsstörf- um“ og er höfundur hennar Jón Sigurðsson. Bókinni er skipt í fimm meginkafla. Hinn fyrsti fjallar um félög almennt, hvernig ber að stofna þau, hvernig eigi að setja félagslög, kjósa stjórn og annast rekstur félags. Annar kaflinn fjallar um fundi og fundarstjórn. Þar er rakið hver fundarskipan eigi að vera, hvernig undirbúa skuli fund, hvernig skuli setja hann og slíta honum, hvernig fundur sé lögmætur, hvernig fundir skiptist eftir tegundum í aðal- fundi, félagsfundi, ráðstefnur o.sv.frv. Einnig er rætt nokkuð um hvernig stýra skuli fundi, halda uppi aga og góðum fundaranda. Þriðji kaflinn ber heitið ,,Um kosningar og með- ferð tillagna“. Eins og nafnið bendir til er þar fjallað um það, hvernig skuli haga kosningum á fundum, hvaða reglur gildi almennt um atkvæðisrétt og kjörgengi, hvað sé meirihluti, Bðkmenntlr eftir JÓN Þ. ÞÓR hver séu áhrif forkosninga og margt fleira. Fjórði kafli fjallar um ræðu- mennsku. Þar segir frá því, hvernig mönnum beri að haga sér I ræðustól, greint er frá ýmsum tegundum ræðu og loks er skýrt hvernig mönnum beri að undirbúa ræður og byggja þær upp. Smákafli fylgir einnig um áróður og nokkuð er greint frá rökfræði. Fimmti og síðasti kaflinn fjallar um félagsmála- námskeið og í bókarlok er bent á nokkur rit á íslenzku, sem þjónað gætu sem viðbótarles- efni. Ekki þarf að draga I efa, að þessi litla bók verður mörgum kærkomin. öllum er kunnugt að hér á landi eru stofnuð fjöl- mörg félög á ár^ hverju I ýms- um tilgangi. Oft er það þó svo, að þeir, sem félögin stofna, hafa harla litla hugmynd um félagsstörf, hvernig bezt sé að haga þeim og hvaða reglur gildi um þau. Allir slíkir áhugamenn geta sótt nokkurn fróðleik i þessa bók þótt hún sé auðvitað fjarri því að vera tæmandi á nokkurn hátt. I sumum félög- um er jafnvel bezt að hafa engar reglur. Þeir eru lfka margir, sem hafa verið í fjölmörgum félög- um, en hafa þó aldrei getað nýtt aðild sína til fulls vegna þess að þeir áttu erfitt með að halda ræður og skýra skoðanir sínar. Þessir menn geta líka numið margt af kveri þessu. Og sama gildir um þá sem þurfa, eða telja sig þurfa að flytja skála- ræður. Þeir geta lært af þessari bók og hafi þeir auk hennar við höndina, sýnisbók um ljóðagerð og islenzka fyndni ættu þeir að vera færir í flestan sjó. Af öllu þessu ætti að vera Ijóst, að bók Jóns Sigurðssonar getur orðið mörgum að gagni og verður vafalaust mörgum, kærkomin. Hún hefur líka þann stóra kost, að framsetning er öll mjög skýr og ákveðin; engar vífillengjur. Þörf bók Bðkmenntlr eftir JÓN Þ. ÞÓR BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins hef- ur sent frá sér nýtt bindi af alfræði Menningarsjóðs. Það fjallar um hagfræði og er eftir Ólaf Björnsson prófessor. I inngangskafla segir höfund- ur að fyrir svo sem tíu árum hafi verið ákveðið að hann skrifaði skýringar á þeim upp- sláttarorðum um hagfræði, sem fyrirhuguð voru í alfræðiorða- bók, sem Menningarsjóður átti að gefa út. Af þeirri útgáfu varð ekkert en þessi bók, sem nú birtist, er að nokkru leyti árangur vinnu höfundar að alfræðiritinu. Þetta er ekki stór bók, 68 bls., en f henni er mikill fjöldi hag- fræðilegra hugtaka skýrður á skýran og skilmerkilegan hátt svo hver maður má skilja um hvað er fjallað. Höfundur getur þess I formála, að oft hafi verið erfitt um vik, þar sem ekki eru til íslenzk orð yfir öll þau hug- tök, sem notuð eru i hagfræði almennt. Verður þvf að notast við erlend orð á stöku stað, en víða eru notuð skemmtileg ný- yrði. Auk þeirra hugtaka, sem beinlínis geta kallast hagfræði leg, er gerð grein fyrir ýmsum stofnunum og samtökum, sem oft ber á góma í umræðum um efnahags- og atvinnumál. Má þar nefna sem dæmi Alþýðu- samband Islands, almanna- tryggingar, Fríverzlunarbanda- lag Evrópu, Efnahagsbandalag Evrópu, o.sv. frv. Einnig er gerð grein fyrir ýmsum fræg- ustu hagfræðingum sögunnar, skýrt frá kenningum þeirra og þýðingu þeirra. Þessi bók á vafalaust eftir að reynast mörgum nytsamleg. Þarna er margt skilgreint, sem við erum sífellt að tala um, en vitum þó varla hvað er I raun og veru. Ég vil nefna nokkur dæmi, sem válin eru af handa- hófi: arður, ágóði, dánartala, Ólafur Björnsson dýrtíð, framleiðsluþættir, greiðslugeta, gullfótur, hag- vöxtur, viðskiptakjör, virðis- auki, þjóðarauki. Þannig mætti lengi telja. Skilgreiningar Ólafs Björns- sonar eru sem fyrr segir mjög skýrar og ættu að koma öllum að nokkru gagni. Sérstaklega skal fólki bent á að hafa þetta rit við höndina þegar það hlustar á stjórnmálamenn ræða fjármál í fjölmiðlum. Þetta er þörf bók og þakkarverð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.