Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
r
Matthías A. Mathiesen,
fjármálaráðherra:
Stefnt að
þvl að auka
ekkí hlut ríkisútgjalda
í þjóðarframleiðslu
J6n Árnason, formaður fjárveítinganefndar Alþingis, og Matthfas
A. Mathiesen, fjármálaráðherra. Á herðum þessara tveggja manna
hvfldi f járlagaafgreiðslan fyrst og fremst.
VIÐ ÞRIÐJU og síðustu
umræðu fjárlagafrv.
flutti fjármálaráðherra
ræðu, þar sem hann
gerði grein fyrir lokanið-
urstöðum fjárlagaaf-
greiðslunnar. Fer ræða
fjármálaráðherra hér á
eftir:
ÞJÓÐHAGSHORFUR
OG TEKJUHLIÐ
FRUMVARPSINS.
Upphafleg tekjuáætlun fjár-
lagafrumvarps var í aðalatrið-
um miðuð við kauplag og verð-
lag eins og það var f október-
mánuði síðastliðnum, til sam-
ræmis við áætlunargrundvöll
gjaldahliðar frumvarpsins.
Meginforsenda um magnbreyt-
ingar veltustærða á árinu 1976
var sú, að almenn þjóðafútgjöld
yrðu sem næst óbreytt að
magni frá því, sem spáð var
fyrir árið í ár.
Tekjuáætlun frumvarps hef-
ur nú verið endurskoðuð með
tilliti til betri vitneskju um lfð-
andi ár auk þess sem nú er
miðað við verðlag og kauplag í
desember. Forsendur um
magnbreytingar veltustærða
eru nánast óbreyttar frá frum-
varpi enda eru þær í aðalatrið-
um svipaðar og niðurstaða síð-
ustu þjóðhagsspár fyrir næsta
ár, sem þingmenn hafa haft
tækifæri til að kynna sér.
Af helztu niðurstöðum þjóð-
hagsspárinnar má nefna:
Að vænta megi 'A—1% aukn-
ingar þjóðarframleiðslu á
næsta ári og viðskiptakjör gætu
batnað lftilsháttar, þannig að
þjóðartekjur ykjust um nálægt
1%
Þessi framleiðsluaukning er
minni en nemur náttúrlegri
fjölgun fólks á vinnumarkaði
og því dregið úr eftirspurn eftir
vinnuafli, þó ekki svo að til
atvinnuleysis ætti að koma.
Að þjóðarútgjöld dragist sam-
an um 3—4% á næsta ári — en
1—2% sé sérstakri fjármuna-
myndun og birgðabreytingum
sleppt —. Einkaneyzla og sam-
neyzla haldist óbreytt, m.a. með
tilliti til útgjalda fjárlagafrum-
varps, en fjármunamyndun
minnki um 9—10%
Að óhagstæður viðskiptajöfn-
uður við útlönd verðí mun
minni en f ár, bæði í beinum
tölum og í hlutfalli við þjóðar-
framleiðslu.
Að dregið geti verulega úr
verðhækkunum innanlands á
árinu, en meginforsenda þessa
eru hófsamir kjarasamningar.
Gangi þessar spár eftir má
telja það viðunandi árangur f
þeirri viðleitni að minnka veru-
lega viðskiptahallann við út-
lönd, draga úr verðbólgu en
tryggja jafnframt fulla at-
vinnu.
Við gerð tekjuáætlunar fjár-
lagafrumvarps var f aðalatrið-
um stuðzt við innheimtu-
reynslu fyrstu átta mánaða árs-
ins 1975 og voru tekjur ríkis-
sjóðs í ár þá áætlaðar 49.721
m.kr. Þar af voru markaðar
tekjur 6.544 m.kr. og almennar
tekjur 43.176 m.kr. Þessi áætl-
un hefur nú verið endurskoðuð
með tilliti til innheimtureynslu
til októberloka og vísbendinga
um innheimtar tekjur í nóvem-
ber og er heildarniðurstaða
nær hin sama og áður eða
49.821 m.kr. Markaðar tekjur
eru þó áætlaðar heldur minni
nú en áður eða 6.283 m.kr. End-
urskoðun tekjuáætlunar frum-
varps er reist á þessari nýju
áætlun fyrir árið f ár auk þess
sem miðað er við verðlag og
kauplag í desember.
Niðurstaða endurskoðunar
tekjuhliðar frumvarpsins fyrir
1976 að mati Þjóðhagsstofnun-
ar felur í sér nær 1.500 m.kr.
hækkun almennra tekna frá
upphaflegu frumvarpi. Frá
þessu þarf að draga 520 m.kr.
vegna aukinnar hlutdeildar
sveitarfélaga í söluskatti, en til
viðbótar koma 2.200 m.kr.
vegna allra áhrifa framlenging-
ar hins sérstaka, tímabundna
vörugjalds. Samtals hækka
þannig almennar tekjur rfkis-
sjóðs um 3.150 m.kr. frá upp-
haflegri tekjuáætlun frum-
varps, en markaðar tekjur
lækka um 220 m.kr., fyrst og
fremst vegna minni tekna vega-
gerðar. Samkvæmt þessum
áætlunum verða heildartekjur
ríkissjóðs á árinu 1976 um
60.300 m.kr. sem er um 27%
hækkun frá fjárlögum 1975 en
um 21% hækkun frá áætlaðri
útkomu ársins í ár.
Forsendur um tekjuskatt ein-
staklinga eru hinar sömu og
voru í upphaflegri áætlun
frumvarpsins enda er tekju-
breytíng milli áranna 1974 og
1975 nú áætluð nær hin sama
og búizt var við í sumar og
ákvæði um skattvísitölu eru
óbreytt, þ.e. að hún hækki um
25% eða til jafns við tekjur.
Áætlun um eignarskatt er einn-
ig óbreytt frá frumvarpi, þar
sem reiknað er með, að hækkun
fasteignamats til eignarskatts
ásamt þeim breytingum, sem
gerðar verða á skattstiga, gefi
sömu útkomu og miðað var við í
upphaflegri áætlun.
Bein skattbyrði einstaklinga
er í ár áætluð 15,3% af tekjum
ársins 1974 en yrði á næsta ári
samkvæmt framansögðu 16%
af tekjum ársins 1975 eftir þvf
hvernig álagningu útsvars
verður háttað á næsta ári, en þá
er búið að reikna með áhrifum
sérstakrar útsvarsálagningar
vegna sjúkratrygginga.
Aðrar breytingar á tekjuáætl-
un frá upphaflegu frumvarpi
en þær, sem hér hafa sérstak-
lega verið nefndar, eru ein-
göngu vegna breyttra for-
sendna um innheimtu í ár frá
því sem áður var og vegna
breyttra verðlags- og launafor-
sendna, eins og áður sagði.
Þannig er t.d. áfram gert ráð
fyrir lækkun tolla um næstu
áramót í samræmi við samn-
inga við EFTA og Efnahags-
bandalagið og gildandi toll-
skrárlög.
GJALDAHLIÐIN OG
LÁNAHREYFINGAR.
í ræðu minni við 1. umræðu
fjárlagafrumvarpsins vakti ég
athygli á nokkrum atriðum,
sem eigi lágu ljós fyrir, þegar
frumvarpið var samið. Vék ég
þar að væntanlegum samning-
um um skuldir rikissjóðs vegna
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins, fyrirsjáanlegum lántökum
ríkissjóðs, verðábyrgðar vegna
Iántöku til að endurlána togara-
eigendum og ekki síst að veik
fjárhagsstaða ríkissjóðs myndi
kalla á auknar endurgreiðslur
lána og vaxta á næsta ári.
I framsögu formanns fjár-
veitinganefndar fyrir áliti
meiri hluta nefndarinnar var
gerð ítarleg grein fyrir eiristök-
um breytingum á frumvarpinu
milli umræðna. Ég ætla mér
aðeins að fara örfáum orðum
um helztu atriði þeirra breyt-
inga, sem orðið hafa frá því að
frumvarpið var fyrst lagt fram.
Gjöld færð á rekstrarreikning
og fjárfestingu hjá A-hluta
stofnunum hafa hækkað úr
57.400 milljónum króna f 58.900
milljónir. Þessi breyting hefur
þó orðið bæði með hækkun og
lækkun gjalda. í fyrsta lagi er
hér reiknað með færslu verk-
efna til sveitarfélaga að fjár-
hæð um 400 m.kr. skv. upphaf-
legum tölum frumvarpsins,
sem hins vegar að sameiginlegu
mati sveitarstjórna og ráðu-
neyta væri réttar metið sem
nær 460 m.kr. Þá hafa gjöld
markaðra tekjustofna alls
Iækkað um 200 m.kr. frá frv. en
hins vegar nemur hækkun á
öðrum gjaldaliðum um 2.000
m.kr., þannig að nettó hækkun
er um 1.500 m.kr. Meginástæð-
ur gjaldahækkunarinnar eru
eftirtalin atriði:
Til ríkisábyrgðasjóðs 200
m.kr. vegna togara til samræm-
is við nýjar launa- og verðlags-
forsendur 200 m.kr., stöður
áður án heimilda 75 m.kr., til
Byggingasjóðs verkamanna 120
m.kr., til niðurgreiðslna 700
m.kr. og loks vaxtagreiðslur um
500 m.kr.
Þar sem tekjuhliðin hefur
skv. því sem ég sagði hér áðan
hækkað í 60.300 m.kr., þegar
tillit hefur verið tekið til fram-
lengingar vörugjaldsins og
áhrifa umfram gjöld um 1.500
millj. króna. Hins vegar verður
niðurstaða lánahreyfinga nú
neikvæð um nálægt 1.100 m.kr.
í stað jákvæðrar niðurstöðu um
200 m.kr. í frv. Þessa breytingu
um 1.300 m.kr. er einkum að
rekja til þess, að almennar af-
borganir af skuldum rfkissjóðs
eru nú áætlaðar um 1.150 m.kr.
hærri en áður. Hér vega þyngst
afborgun af yfirdráttarskuld
við Seðlabanda, 600 m.kr., og
greiðsfur vegna gengisbóta og
annarra skuldbindinga vegna
verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins, 420 m.kr. Þessar síðast
töldu greiðslur eru mjög mikil-
vægar til þess að koma á jafn-
vægi f rfkisfjármálum og pen-
ingamálum landsins á næstu
misserum.
Heildarniðurstaðan verður
áætlaður greiðsluafgangur um
360 m.kr. eða 140 m.kr. hærri
en í frv.
Eins og fram kom hér áðan
þá verður niðurstaðan sú, að
heildarútgjöld 'fjárlagafrum-
varps eru nú áætluð um 58.869
m.kr., sem er um 29—29,5%
áætlaðrar þjóðarframleiðslu
ársins 1976. Þetta er svipað
hlutfall og gert var ráð fyrir f
upphaflegri gerð fjárlagafrum-
varpsins, þegar tillit er tekið til
aukinnar hlutdeildar sveitarfé-
laga í söluskatti og samsvarandi
tilfærslu gjalda. í þessu sam-
bandi er einnig rétt að nefna
aukin útgjöld á útsvar, sem
nemur tæplega 0,5% af áætl-
aðri þjóðarframleiðsu. Sfðustu
áætlanir um útgjöld rfkissjóðs
og þjóðarframleiðslu í ár benda
til þess, að hlutur ríkisútgjalda
í þjóðarframleiðslu verði rúm-
léfea 30% í ár. Þetta er nokkru
stærra hlutfall en reiknað var
með í upphafi ársins, en þó
heldur lægra en á árinu 1974.
Með fjárlagafrumvarpinu og
þeim ráðstöfunum öðrum, sem
þvf eru tengdar, er þannig
stefnt að því að auka alls ekki
hlut rfkisútgjalda í þjóðarfram-
leiðsluá árinu 1976 frá því, sem
búast má við í ár. Tilfærsla
verkefna til sveitarfélaga eins
og sú sem nú er gert ráð fyrir,
er þótt ýmsum hafi þótt hún
orka tvímælis, hiklaust skref f
rétta átt, þ.e. í átt til valddreif-
ingar og beinni verka- og
ábyrgðarskiptingar. Það er at-
hyglisvert nú sem fyrr, að þótt
ýmsir játi því og fagni raunar í
almennum umræðum, að rétt sé
að færa verkefni og tekjur til
sveitarfélaga þá hefur á stund-
um reynzt erfitt að fá sömu
menn til að fallast á raunveru-
lega einstaka Iiði þessarar til-
færslu. Þetta liggur f eðli máls-
ins og er ekki um að sakast.
AUKIÐ AÐHALD MEÐ
RlKISSTOFNUNUM
Það er ásetningur rfkisstjórn-
arinnar, að auka svo aðhald
með rekstri stofnana og ríkis-
fyrirtækja, að tryggt verði eftir
mætti, að starfað verði innan
ramma fjárlaga á næsta ári.
Að undanförnu hefur verið
unnið að því f fjármálaráðu-
neytinu, rfkisbókhaldi og ríkis-
endurskoðun að semja reglu-
gerðir um skil innheimtu-
manna á innheimtufé ríkissjóðs
og um bókhald ríkisins. Mun ég
staðfesta reglugerðir þessar í
dag. Helstu nýmæli reglugerð-
ar um bókhald eru þessi:
1) Tekinn verður f notkun nýr
talnalykinn bókhalds og fjár-
laga til að nota hjá öllum ríkis-
aðilum f A og B-hluta ríkis-
reiknings.
2) Greina skal útgjöld f bundin
og óbundin. Bundinn hluti
gjalda, og útgjöld vegna efnis-
legra fjármuna, eru þær ráð-
stafanir, sem eigi verður kom-
ist hjá, ef halda skal viðkom-
andi starfsemi í lágmarki innan
viðkomandi reikningsárs.
Óbundinn hluti gjalda og út-
gjöld vegna efnislegra fjár-
muna, eru þær fjárráðstafanir,
sem fresta má á reikningsárinu.
Tilgangur með aðgreiningu
þessari er að skapa aukinn
sveigjanleik f fjármálastjórn
ríkisins.
3) öllum ríkisaðilum er skylt
að gera áætlun um greiðslu-
streymi samkvæmt fjárlögum
fyrir hvern mánuð reiknings-
ársins. Aætlunargerð þessi á að
Framhald á bls. 15