Morgunblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
Y egurJóns Olafssonar í W asli
ington v ar ævintýri líkastur
„VISSULEGA bendir sitthvað
til þess, að ævintýramennskan
hafi verið nokkuð rfk f Jóni
Ölafssyni en mér er ómögulegt
að halda þvf fram, að hann hafi
verið neinn ómerkingur. Eg
held hann hafi trúað á hug-
sjónir sfnar og barðttumá!
meðan hann vann að þeim, en
hann skorti áreiðanlega út-
hald. Botninn vildi oft detta
ansi fljótt úr þvf sem hann var
með á prjónunum."
Það er Hjörtur Pálsson cand.
mag. sem mælir svo en
Menningarsjóður hefur nú
nýlega gefið út bók hans um
Alaskaför Jóns Ólafssonar
1874. Er þetta raunar fjórða
bókin í flokknum Sagnfræða-
rannsóknir — Studia Historica,
sem Sagnfræðistofnun Háskóla
Islands annast og Þórhallur
Vilmundarson ritstýrir. Að því
er Hjörtur tjáði blaðamanni
Morgunblaðsins, á þessi bók
rætur sínar að rekja til fyrri-
hlutaprófsritgerðar, sem allir
verðandi kandídatar þurftu að
gangast undir hér áður fyrr.
Hjörtur kvaðst strax hafa verið
staðráðinn í því að taka
bókmenntir fyrir í Iokaprófsrit-
gerð og þótti þá tilvalið að taka
sögu ásamt málfræði í fyrri-
hlutanum.
„Eg þurfti á sínum tíma að
leita mér að einhverju efni og
vildi gjarnan velja mér
viðfangsefni sem tengja mætti
bókmenntasögunni á einhvern
hátt,“ sagði Hjörtur. „Nú kom
Jón Ólafsson talsvert við sögu
skáldskapar og blaðamennsku á
sinni tíð svo að í Jóni þóttist ég
finna þennan tengilið sem ég
var að leita að. Þetta var líka
spennandi viðfangsefni að því
leyti að Jón hafði lengi legið
óbættur hjá garði, og honum
hafa enn aðeins verið gerð tak-
mörkuð skil. En eins og allir
vita stóð talsverður styr um
Jón, það var oft ævintýrablær
yfir honum og viðfangsefnum
hans og af þeirri ástæðu dálítið
kitlandi að kynnast manninum
nánar.“
Jón varð til að mynda
tvívegis landflótta á ævinni
vegna blaðaskrifa sinna, og
Hjörtur segir að í fyrstunni
hefði orðið að ráði milli hans og
Þórhalls Vilmundarsonar, sem
var kennari Hjartar að hann
athugaði Björgvinjardvöl Jóns
veturinn 1870—71. „Ég fór þá
að kanna heimildir én þær
reyndust vera af skornum
skammti — hér heima að
minnsta kosti segir Hjörtur enn
fremur. Hins vegar var ég
sjálfur búinn að vera vestan
hafs fáeina mánuði og eftir
nokkra heimildakönnun til
viðbótar varð það að ráði að ég
skrifaði fremur um Ameríku-
dvöl hans. Þá urðu fljótlega
fyrir mér bréfasöfn, sem eru
aðalheimildi- þessarar bókar,
þ.e.a.s. eftirrit bréfa frá Jóni
Ólafssyni til sr. Jóns Bjarna-
sonar, sem Landsbókasafn
hafði nýlega fengið send og
Finnbogi Guðmundsson lands-
bókav. benti mér á þegar ég
byrjaði að vinna að þessari rit-
gerð, og bréf sem fóru á milli
Jóns Ólafssonar og bandaríska
lögfræðingsins Marstons Niles,
en þau voru I fórum dóttur-
sonar Jóns, Hákonar Bjarna-
sonar, skógræktarstjóra. Þriðja
bréfasafnið var hins vegar frá
sr. Jóni Bjarnasyni til Jóns
Ólafssonar og það var einnig
geymt hjá Hákoni en ég vissi
hins vegar ekki af tilvist þess
fyrr en þessi bók var komin I 1.
próförk. Það kom þó ekki að
sök, því að satt að segja bættu
þau bréf ekki miklu við heldur
staðfestu fremur það sem
maður hafði verið að spá í. En
sem sagt — ritgerðin var
upphaflega samin á árunum
1964—66 en lá svo óhreyfð i 9
ár. I millitiðinni hófst útgáfa
Sagnfræðirannsókna á vegum
Menningarsjóðs og Þórhallur
Vilmundarson bauð mér að
gefa út þessa bók í flokknum.
Ég tók mig svo til í vor meðan
ég var enn i fríi úti í Árósum og
endurskrifaði hana, reyndi að
afla mér fleiri heimilda, m.a.
vestan um haf með bréfaskrift-
um og fyrírspurnum, svo að
þetta var ansi mikil fyrirhöfn.
Það segir sig líka sjálft að sitt-
hvað það sem mátti liggja milli
hluta í prófritgerð verður hins
vegar að vera fyrir hendi í bók
fyrir almenning Ég nefni t.d.
nafnaskrá auk þess sem í
bókinni er töluvert af myndum,
þar á meðal óbirtum svo sem af
herskipinu Portsmouth er
flutti þá Jón og félaga hans til
Alaska og mynd af Jóni sjálfum
Hjörtur Pálsson
í einkennisbúningi bandaríska
flotans.”
Aðdragandi þess að Jón
Ólafsson flýði til Ameriku var
að í apríl 1873 gerðist sá at-
burður við landshöfðingja-
bústaðinn, að svartur fáni var
dreginn þar að húni árla
morguns og bar hann áletrun-
ina: Niður með • lands-
höfðingjann. Til að undirstrika
móðgunina voru stafirnir auk
þess á hvolfi. Jón Ólafsson var
þá ritstjóri Göngu-Hrólfs, og
bárust böndin fljótlega að
honum. Hilmar Finsen, lands-
höfðingi, hóf siðan málsókn
gegn Jóni, sem var dæmdur I
svo háar fjársektir að hann
treysti sér ekki til að borga og
flýði land með aðstoð Páls
bróður síns.
„Þegar Jón kom til Banda-
rikjanna settist hann að i
Wisconsin, stutt frá Milwaukee,
þar sem mestur hluti íslenzku
vesturfarannna hélt sig fyrst í
stað eftir að vesturferðir héðan
hófust árið 1870 1 þessum hópi
voru vinir og vandamenn Jóns
svo sem sr. Jón Bjarnason sem
áður er getið og systursonur
hans, Páll Björnsson. Fyrstu
vesturfarana dreymdi um að
stofna sjálfstæða íslenzka
nýlendu í Ameríku og fá land-
svæði til umráða þar sem þeir
gætu verið út af fyrir sig. Jón
er síðan ekki búinn að vera
lengi fyrir vestan, er hann fær
óvænt bréf frá Marston Niles
vorið 1874 með þeirri bón, að
hann þýði lýsingu á Alaska á
íslenzku. Jón þekkti þá ekkert
til Niles, sem var eins og áður
segir vel metinn lögfræðingur i
New York. Niles hefur þá með
einhverjum hætti (mér dettur í
hug frá Williard Fiske án þess
þó að geta fullyrt það) verið
búinn að fá fréttir af þessum
draumi íslenzku landnemanna
um eigið landsvæði og af Jóni
Ólafssyni," segir Hjörtur enn-
fremur.
Er skemmst frá því að segja,
að upp úr þessu tekst nánin
samvinna og kynni milli þeirra
Jóns og Marstons Niles, sem
leiðir af sér Alaskaförina og
alla þá- baráttu sem fram fór
fyrir landnámi íslendinga þar
um slóðir. „Ég held að það sé þó
nýtt í niðurstöðum mínum, að
sýnt er fram á það, að Niles hafi
átt hugmyndina að Alaska-
förinni en ekki Jón Ólafsson
eins og fram til þessa hefur
verið talið en hins vegar gerir
hann þessa hugmynd þegar i
stað að sinni. Marston styður
hins vegar Jón áfram af oddi og
egg, og er þannig ásamt Jóni
potturinn og pannan í þeirri
baráttu sem í hönd fer,“ segir
Hjörtur. „Marston Niles stakk
t.d. upp á því við Jón í þann
mund sem íslendingarnir
vestan hafs voru að halda upp á
1000 ára afmæli íslands-
byggðar, að þeir sendu Grant
Bandaríkjaforseta bænarskrá
þar sem farið væri fram á
aðstoð hans og stjórnarinnar til
stofnunar nýlendu í Alaska og
færu í því sambandi fram á
styrk til Alaskaferðar í því
skyni að kynna sér land og
landkosti. Fyrir atbeina for-
setans, flotamáls- og utanríkis-
ráðherrans og fleiri valda-
manna fékkst slíkur styrkur og
völdust til fararinnar þeir Jón
Olafsson, frændi hans Páll
Björnsson og Ólafur Ólafsson
frá Espihóli. Þeir voru allir
skráðir í bandaríska sjóherinn
og undir þá lagt herskipið
Portsmouth með 200 manna
áhöfn og 18 fallbyssum. Það
hafði upphaflega átt að fara til
sjómælinga en nú var hætt við
það og stefnan tekin á Alaska
haustið 1874.
Hjörtur segir, að íslendingar
hafi skoðað sig um í Alaska
seinast i október og nóvember-
byrjun það ár. Ólafur og Páll
urðu síðan eftir á Kodiak-eyju
yfir veturinn en Jón fór með
skipinu aftur til San Fransisco
og þaðan til New York og
Washington til að vinna áfram
að framgangi málsins. „Jón
hitti Niles þegar hann kom
aftur til New York og talaðist
svo til þeirra í milli að Jón
semdi skýrslu um förina, sem
hann afhenti Grant forseta
sjálfum. Þetta var laust fyrir
jólin 1874. Niðurstaða Alaska-
faranna var nú, að landið væri
kjörið fyrir landnám íslend-
inga. Þeim leizt einkum vel á
tvo staði sem þeir skoðuðu —
Cooksflóa og Kodiak-eyju. Að
vísu fer tvennum sögum að því
hversu vel þeir Ólafur og Páll
báru Alaska söguna eftir að
hafa haft þar vetursetu en ég
held samt að þeim hafi þrátt
fyrir allt litizt vel á staðinn en
að aðbúnaður þeirra hafi verið
heldur lélegur — það voru
lélegar póstsamgöngur við
Kodiakeyju frá Bandaríkjun-
um þennan vetur og þeim mis-
líkaði hversu lítið þeir fréttu af
framvindu mála. Ég held
þannig að það hafi fyrst og
fremst verið persónulgar
ástæður sem ollu óánægju
þeirra en ekki það að þeim félli
ekki við landið."
Af Jóni er það hins vegar að
segja að hann sezt um kyrrt í
Washington og er þar fram á
vorið 1875. „Hann einbeitti sér
að því á þessum tíma að reyna
að fá Bandaríkjaþing til að sam-
þykkja frumvarp um að
heimila Islendingum landnám i
Alaska og styrkja þá til þess
með fjárframlögum og á ýmsan
annan hátt, segir Hjörtur enn-
fremur. „Meginatriðið fyrir
utan sjálfa landnámsheimild-
ina var að fá því framgengt að
íslenzku landnemarnir fengju
ókeypis ferðir sem mestan
hluta leiðarinnar. Sitt aðal-
vandamálið fyrir íslendingana
sem fluttust héðan vestur um
haf um einmitt hinn gífurlegi
ferðakostnaður sem auðvitað
hefði orðið ennþá hærri og
þeim líklega flestum ofviða, ef
síðan hefði átt að bætast við
leiðin frá Bandaríkjunum norð-
ur til Alaska. Þess vegna voru
þeir Jón og Marston Niles
með hugmyndir um það að fá
bandarísk herskip til að flytja
Islendingana. Niles hafði verið
í flotanum fyrr á árum og
virðist sem hann hafi enn verið
vel kunnugur ýmsum háttsett-
um mönnum innan flotans. Jón
notaði hins vegar tímann til að
ræða við einstaka þingmenn og
aðra ráðamenn til að koma
þessu máli í gegn. Jón og Niles
þóttust vita að stjórnin væri vel
tilkippileg í þessu máli, en
hún virðist hafa talið vissara að
baktryggja sig með því að fá
þingið til að samþykkja þessar
fyrirætlanir — minnug þeirrar
gagnrýni sem stjórnvöld höfðu
orðið fyrir vegna kaupanna á
Alaska á sínum tíma. Jón hefur
þannig fengið tækifæri til að
kynnast bandarísku stjórn-
málalífi og baráttu frá fyrstu
hendi þennan tima sem hann
dvaldist í Washington, og gefur
hann á því skemmtilegar lýs-
ingar. A honum er að heyra að
meginástæðan til þess að málið
náði ekki fram að ganga hafi
verið einhverskonar mála-
tilbúnaður í „lobbýinu" (sem
Jón kallar forstofuna), sem
hann réð ekki við.“
Aðstaða íslenzku land-
nemanna sjálfra átti einnig
sinn þátt í því að Alaskaáform-
in urðu aldrei að veruleika.
„Þingið afgreiddi aldrei málið
heldur frestaði því eða lagði I
salt til næsta þings, svo að
formlega var ekkert því til fyr-
irstöðu að það yrði tekið þá upp
að nýju“ segir Hjörtur.
„íslenzku vesturfararnir hafa
þá verið orðnir býsna margir,
og vafalaust hefði nokkur hluti
þeirra flutzt norður til Alaska,
ef málið hefði hiotið stuðning.
En nú frestaðist það og allt var
óvíst um framvinduna. Á sama
tíma var atvinnuástand í
Bandaríkjunum og ýmsar aðrar
ástæður þannig, að fólkið gat
ekki beðið. Einmitt sumarið
eftir að málið var lagt í salt eða
1875 hófst landnámið á Nýja
Islandi í Kanada. Þangað lá þá
straumurinn og upp frá því
var draumurinn um fslenzka
búsetu á Alaska úr sögunni.“
Jón Ólafsson hafði ekki gefið
upp alla von þrátt fyrir þessi
viðskipti við Bandaríkjaþing að
þvf er Hjörtur segir, því að
þegar hann hélt aftur heim til
Islands snemma í maí 1875
hafði hann meðferðis bækling á
íslenzku um Alaska, sem
prentaður hafði verið á kostnað
Bandarfkjastjórnar, og sagði
Hjörfur að það væri dómur
prentfróðra manna að þetta
væri fyrsta ritið sem prentað er
á íslenzku í Bandaríkiunum.
„Þegar Jón fór hem hefur
hann því verið staðráðinn f að
berjast fyrir Alaska-málinu hér
heima og hann ætlaði sér að
fara vestur aftur seinna um
sumarið. En ýmsar ástæður
lágu að baki því að hann settist
um kyrrt og hætti við vesturför-
ina um haustið; hann hefur þá
bæði verið búinn að fá fréttir af
landnáminu á Nýja íslandi og
betur hefur rætzt úr hans mál-
um hér heima en hann hefur
þorað að vona. Svo að þar með
var saga þessara áforma um
Alaska runnin út í sandinn."
Hjörtur segir ennfremur að
meðal nýrra upplýsinga, sem
fram koma í bók hans séu þær
að það hafi í fyrsta lagi verið
Niles sem átti hugmyndina að
Alaska-málinu en ekki Jón og
verið atkvæðameiri í því máli
öllu en menn hefur hingað til
grunað. Þá færir Hjörtur rök
fyrir þvf að trúmáladeilur sem
löngum voru drjúgur þáttur í
lífi V-lslendinga, hafi skipt
mönnum þar vestra i flokka
miklu fyrr en ætlað var,
Astæðan var m.a. sú að Páll
Þorláksson, sem lauk stúdents-
prófi hér á landi áður en hann
fluttist vestur um haf en varð
síðar guðfræðingur og prestur
við norsku sýnóduna, vildi að
Islendingar settust að innan
um Norðmennina f Wisconsin.
A þetta máttu hvorki sr. Jón
Bjarnason né Jón Ólafsson
heyra minnzt og vill Hjörtur
þannig meina að óskir ýmissa
forustumanna íslendinga um
sérstök landsvæði til handa
íslenzku vesturförunum eigi
m.a. rætur sfnar að rekja til
ágreinings um trúmál.
„Annars er vegur Jóns Ólafs-
sonar vestanhafs ævintýri
líkastur," segir Hjörtur. „Hann
er ekki nema rétt tvítugur þeg-
ar hann fer til Bandaríkj-
anna og það er stórfurðulegt
hvað hann kemst á ekki lengri
tíma. Það er alveg ljðst að
Jón Ólafsson hefur haft mikla
persónu til að bera, verið
höfðingjadjarfur og stórhuga.
Það munar minnstu að honum
takist að tryggja Islendingum
ákveðin sérréttindi hvað
snertir hugsanlega búsetu
þeirra í Alaska og bandarísk
stjórnvöld ganga meira að segja
svo langt að skrá hann og sam-
ferðamenn hans tvo þegar í
stað í herinn svo að hægt sé að
láta undir þá skip til Alaska-
ferðar. 1 bréfum Marstons
Niles má einnig sjá að það
hefur komið til tals, að Jón
Ólafsson gengi í bandarísku
leyniþjónustuna en með því
móti hefði hann getað ferðazt
Framhald á bls. 25
Hér segir frá manninum, sem nærri hafði
orðið Bandaríkjastjórn úti um afsökun
fyrir kaupunum á Alaska með áformum
um að flytja þangað íslenzka
vesturfara til búsetu