Morgunblaðið - 23.12.1975, Page 18

Morgunblaðið - 23.12.1975, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 3ja umræða fjárlaga: Kjördæmissjónarmið í öndvegi ÞRIÐJA umræða fjárlaga fór fram f sameinuðu Alþingi sl. föstudag. I upphafi umræðna gerði Matthías Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra, grein fyrir láns- fjáráætlun ríkisstjórnarinnar, sem er merkt nýmæli í stjórnun ríkisfjármála. Sú ræða birtist í heild í Mbl. sl. laugardag. I lok umræðna dró ráðherra saman helztu atriði fjárlagagerðar nú, en í ár er aldarafmæli fyrstu fjár- Iagagerðar á Islandi. Sú ræða birt- ist væntanlega í Mbl. f dag. Jón Árnason, formaður fjárveitinga- nefndar, hafði við I. umræðu fjár- laga gert ítarlega grein fyrir fjár- lagagerðinni í ræðu, sem einnig hefur birzt í Mbl. Við 3. umræðu gerði hann grein fyrir breytingar- tillögum fjárveitinganefndar, sem nefndin bar fram sem heild, sem og breytingartillögum meiri- hluta nefndarinnar. Friðjón Þórðarson, formaður samvinnu- nefndar samgöngumála, gerði grein fyrir tillögum nefndar- Fjárlög afgreidd: FJÁRLÖG fyrir árið 1976 voru afgreidd á Alþingi á laugardag en í ræðu, sem Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra flutti við 3. umræðu fjárlaga í fyrradag, skýrði hann frá þvf, að á þessu ári væru 100 ár liðin frá þvf að fyrsta fjárlagafrumvarpið var afgreitt frá Alþingi. Það var hinn 24. ágúst 1875, sem samþykkt voru fjárlög fyrir árin 1876 og 1877. Fjármálaráðherra sagði, að því væri ekki að neita, að efni fjárlagaumræðunnar væri yfir- leitt þannig, að ætla mætti að fjármálaráðherra væri svipað innanbrjósts og Páli Ólafssyni, þegar hann sagði: Á þessum tímamótum mér mál er við að standa umhverfis því augað sér ekkert nema vanda. Fjármálaráðherra upplýsti, að fyrstu fjárlögin hefðu numið 452 þúsund krónum og höfðu hækkað í meðförum Alþingis um 9,2%. Hefði þessi upphæð naumast innar, sem einkum varða styrki til rekstrar flóabáta og vetrarsam- gangna. Hér á eftir verða lauslega raktur (efnislega) málatil- búnaður einstakra þingmanna, þar sem m.a. koma fram sjónar- mið stjórnarandstöðunnar. Geir Gunnarsson (k) rakti fyrst þau óviðunandi vinnuskilyrði, m.a. vegna ónógs tíma, sem rfkisstjórn- in skammtaði þingmönnum til fjárlagagerðar, þar sem undir- stöðugögn kæmu ekki fram fyrr en u.þ.b. sem Ijúka þyrfti fjár- lagagerð. Svokallað aðhald stjórnarflokka kæmi einkum AIMAGI verið hærri hluti af þjóðarfram- leiðslu en 3%. I ræðu sjnni i fyrradag sagði Matthías Á. Mathiesen, að heildarútgjöld fjárlaga væru nú áætluð um 29—29,5% áætlaðrar þjóðarframleiðslu á næsta ári. Heildartekjur fjárlagafrv. eru hins vegar áætlaðar um 60.300 milljónir sem er um 27% hækkun frá fjárlögum ársins 1975, en 21% hækkun frá áætlaðri útkomu árs- ins f ár. Fjármálaráðherra sagði ennfremur, að bein skattbyrði einstaklinga í ár væri áætluð 15,3% af tekjum ársins 1974 en yrði á næsta ári um 16% af tekj- um ársins 1975 eftir því, hvernig álagningu útsvars yrði háttað á næsta ári, en þá væri búið að reikna með áhrifum sérstakrar útsvarsálagningar vegna sjúkra- trygginga. Greiðsluafgangur fjárlaga á næsta ári er áætlaður um 360 milljónir króna sem er 140 milljónum króna hærri upphæð en ráðgert var í frv. Nánar verður skýrt frá ræðu fjármálaráðherra í Morgunblaðinu á þriðjudag. fram í sparnaði f félagslegri þjón- ustu og framkvæmdum en rekstrarútgjöld ríkisbáknsins yxu sífellt. Verkefnaflutningur til sveitarfélaga væri ekki sparnaður í raun, þó ríkið feldi þau útgjöld að baki sveitarfélaga. Það væri og öfugsnúið aðhald og kynlegur sparnaður sem kæmi fram í ört- vaxandi skattheimtu á almenn- ing. Vörugjaldið héldi áfram, þrátt fyrir gefin fyrirheit. Inn- heimta ætti sérstakt brúttógjald til almannatrygginga á skatt- skyldar tekjur útsvarsgreiðenda og sérþjónusta til sjúkra og aldraðra hækkaði f verði. Hins- vegar væru léttar byrðar nær skattfrjáls atvinnurekstrar og auðmanna í engu þyngdar. Geir sagði að skuldasöfnun, þ.e. erlendar lántökur, hefði tvítug- faldazt milli áranna 1974 og 1976, miðað við endanlegt fjárlaga- frumvarp nú. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann hefði um sl. áramót reynzt fjórum sinnum hærri en reiknað hefði verið með. Vaxta- greiðslur ríkissjóðs margfölduð- ust að sama skapi og skulda- söfnunin, erlend og innlend; og vaxta- og skuldabyrðin væri e.t.v. aðalorsök þess, að ríkisstjórnin hefði ekki getað staðið við loforð sín um niðurfellingu vörugjalds- ins. Þá ræddi Geir um lánasjóð námsmanna og jafna aðstöðu til náms, án tillits til auðs eða búsetu, en f tfð núverandi ríkis- stjórnar miðaði þar aftur á bak en ekki áleiðis. Menntunaraðstaða ætti ekki að verða forréttindi heldur jafn réttur allra. Hann ræddi og um væntanlega vega- áætlun á næsta ári og þann vanda, sem virtist á fjármögnun vega- framkvæmda. I lok ræðu sinnar sagði Geir að fjárlögin fælu f sér stórfelldar nýjar álögur á almenning, án þess að nokkur vandi væri leystur, heldur velt yfir á framtíðina; álögur, sem einkum bitnuðu á launafólki og þeim, sem verst væru á vegi staddir í þjóðfélaginu þ.e. þeim, er njóta ættu almanna- trygginga. I engu væri hinsvegar hróflað við þeim tekjuskattsregl- um, sem væru skattskjöldur auðugra og atvinnurekstrar. Það væri varla við að búast að laun- þegasamtökin f landinu sættu sig við slíka stjórnarstefnu. Karvel Pálmason (SFV) gerði grein fyrir nokkrum breytingar- tillögum, sem hann flutti ásamt öðrum þingmönnum, sem fjölluðu einvörðungu um kjördæmisbund- in atriði: sjúkraflug á Vestfjörð- Greiðsluafgangur áætlaður 360 milljónir — 100 ár liðin frá afgreiðslu fyrstu fjárlaga Fasteignamat og eignaskattur: Sérstaða tveggja st j órn arþingm ann a SEM KUNNUGT er var sam- þykkt lagabreyting, samhliða fjárlagagerð, sem hækkar fast- eignamat til eignaskatts til ríkisins (ekki fasteignaskatts til sveitarfélaga) þann veg, að matið frá áramótum 1969—1970 er 2.7—faldað sem gjaldstofn. Jafnframt er skatt- frjáls nettóeign hækkuð í 2 milljónir króna ( úr einni milljón), 0,6% skattur kemur síðan á nettóeign frá 2 milljón- um króna að 3,5 milljónum króna (í stað 1—2ja m. kr.) og 1% á nettóeign yfir 3,5 m kr. (í stað 2ja m.kr. áður). Guðmundur H. Garðarsson (S) sagðist að ýmsu leyti sam- mála því að samræma þurfi eignarskattsálagningu hækkun- um á gangverði fasteigna al- mennt f landinu og brúa bil milli almennrar hækkunar fast- eignamats. Hér þyrfti þó ýmis- legt að athuga. Þessi breyting kynni að koma illa við margan aðila í þjóðfélaginu, sem ætti skuldlausa eigin íbúð en hefði litlar ráðstöfunartekjur, eins og væri um margt eldra fólk. Ef samræma hefði átt fasteigna- mat og eignarskattsálagningu raunhæft með hliðsjón af stöðu þeirra, er eignir ættu, hefði eignarupphæð til frádráttar þurft að hækka í allt að 6 m. kr. til að halda samræmi við það sem var 1970 í þessu efni. Ég mun að vel athuguðu máli greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi. Albert Guðmundsson (S) skilað séráliti I efri deild um þetta frumvarp, svohljóðandi: „Þar sem ég tel eignarskatt óréttlátan skatt til tekjuöflunar rfkissjóðs mæli ég gegn hækk- un þeirri, sem nú er fyrirhug- uð, og tel að stefna beri að því að leggja eignarskatta niður. Gjaldþol fólks þolir ekki í- þyngjandi álögur eins og mál- um er nú komið. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir hækkun tekna til rfkis- sjóðs af eignarskatti af ein- staklingum og félögum frá fjár- lögum 1975 úr 443 millj. kr. í 952 millj. kr. Er hér um að ræða 509 millj kr. viðbótarálag á um- rædda skattgreiðendur sem ég met sem lið f eignaupptöku og leyfi mér að vara við. Ungum og öldnum, sem lagt hafa afrakstur erfiðis síns til eignasköpunar f þjóðfélagslífi er hegnt með sfhækkandi eignarsköttum. Þessu vil ég leggjast gegn og mun því mót- mæla þessum hækkunum með þvf, að greiða atkvæði gegn ofangreindu ákvæði til bráða- birgða sem felst f frumvarpi til laga um tekjuskatt og eigna- skatt." Friðjón Þórðarson Karvel Pálmason Geir Gunnarsson Lúvfk Jósepsson Helgi F. Seljan Sigurlaug Stefán Jónsson Bjarnadóttir Svava Jakobsdóttir Ragnar Arnalds. Sighvatur Axel Jónsson Björgvinsson um, Menntaskólann á tsafirði, flóabátinn Fagranes, hafnargerð o.fl. Lúðvfk Jósepsson (K) mælti fyrir nokkrum breytingartillög- um, v. flugvelli á Vopnafirði og Djúpavogi, iðnskóla f Neskaup- stað, byggingu sjúkrahúss og umbætur á dreifikerfi hljóðvarps og sjónvarps. Helgi F. Seljan (K) ræddi um námsaðstöðu stjálbýlisnemenda og tillögur námsstyrkjanefndar, sem lítt væru virtar við þessa fjárlagagerð, dagvistunarheimili á Egilsstöðum, byggingu sjúkra- húsa og heilsugæzlustöðva og fl. kjördæmisbundin verkefni, sem hann flutti breytingartillögur um. Sigurlaug Bjarnadóttir (S). Hún lagði m.a. áherzlu á, að við- unandi öryggi í heilbrigðis- og læknaþjónustu byggist óhjá- kvæmilega á sanlgönguþætti strjálli býla, ekki sfzt nú, er læknisþjónusta væri færð saman í læknamiðstöðvum og vegalengdir milli læknis og fólks í strjálbýli lengdust. Þetta yrði að hafa í huga er tryggðar væru vetrarsam- göngur, bæði í lofti, á landi og á legi. Ræddi hún sérstaklega vetrarsamgöngur á Vestfjörðum og þátt flóabátsins Fagraness I þeim, er landsamgöngur tepptust af snjóum. Oliukostnaður hefði hækkað um 84% á árinu 1975, sem ylli flóabátum verulegum rekstrarerfiðleikum. Þá minnti hún og á þær breytingar í skóla- kerfi, sem gerði flutning barna og unglinga til og frá skóla nauðsyn- legan sem og nauðsyn þess, að bændur gætu jafnan komið afurð- um sfnum á markað. Góðar samgöngur væru undirstaða byggða í landinu öllu. Stefán Jónsson (K) ræddi sama atriði og Sigurlaug og taldi núver- andi ríkisstjórn fjandsamlega bændum og fólki á landsbyggð- inni. Hann sagði hana láta sam- dráttarstefnu bitna einvörðungu á strjálli byggð. Þá ræddi hann um matvælaframleiðslu sem höfuðatvinnuveg landsmanna á komandi tíð. Svava Jakobsdóttir (K) ræddi um námslánasjóð og þörf á hækkuðu framlagi til hans. Ragnar Árnalds (K) mælti fyrir nokkrum breytingartillög- um, sem hann stóð að. Mælti hann með breytingum tekjuskattslaga, sem hann sagði að færa myndu ríkinu tvo milljarða frá atvinnu- fyrirtækjum. Helming þeirrar Framhald á bls. 27 Fundum Alþingis frestað til 26. janúar 1976: Fjárlög ársins 1976 samþykkt með 40 samhljóða atkvæðum ALÞINGI samþykkti á laugardag frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1976 — á aldarafmæli fjárlaga- gerðar á íslandi, en hinn 24. ágúst 1875 voru fyrstu fjárlögin í sögu landsins samþykkt, þá til tveggja ára, 1876 og 1877, eins og kom fram í ræðu fjármála- ráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, við þriðju umræðu fjárlaga í fyrra- kvöld, sem birt er á öðrum stað í blaðinu í dag. Við lokaafgreiðslu fjárlaga voru samþykktar allmargar breyt- ingartillögur við fjárlagafrum- varpið, sem fluttar voru af fjár- veitinganefnd f sameiningu eða meirihluta hennar, en allar breyt- ingartillögur stjórnarandstöðu voru felldar. Fjárlagafrumvarpið, með áorðnum breytingum, var síðan samþykkt í sameinuðu þingi í gærmorgun, að viðhöfðu nafna- kalli, með 40 samhljóða atkvæðum. 18 þingmenn sátu hjá____ og 2 voru fjarverandi. Niðurstöðutölur tekjuliðar fjár- laga eru 60 milljarðar og rúmar 300 milljónir króna. Gjaldaliðir þess hljóða upp á 58 milljarði 869 milljónir króna. Að frádregnum halla á lánareikningi er gert ráð fyrir 360 m. kr. greiðsluafgangi ríkissjóðs á komandi ári. Asgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs þings, þakkaði þingmönn- um og starfsliði Alþingis störf það sem af er vetri og bar fram jóla- og nýjársóskir. Lúðvfk Jósepsson þakkaði forseta óskir hans, rétt- láta fundarstjórn og bar honum óskír þingmanna um ánægjuleg jól og giftu á komandi ári. Geir Hallgrfmsson forsætisráð- herra las sfðan forsetabréf um frestun funda Alþingis frá 20. desember, enda verði það kvatt saman á ný eigi sfðar en 26. janúar nk. Hann færði þingmönn- um og starfsliði Alþingis þakkir sínar fyrir samstarf á vetrinum og óskaði þingi og þjóð gleðilegra jóla og góðs og farsæls komandi árs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.