Morgunblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
19
Afbólum og pestum á Islandi
SÖGUFÉLAGIÐ hefur nýlega gefiS
út Menningu og meinsemdir —
ritgerðasafn um mótunarsögu
Islenzkrar þjóðar og barðttu
hennar við hungur og sóttir eftir
Jón Steffensen prófessor.
Meginhluti bókarinnar er
óbreytt endurprentun i eldri
greinum en þó er I bókarhluta
þeim sem höfundur nefnir Vöxtur
og sótt að finna tvær greinar, sem
ekki hafa verið prentaðar áður.
Eru þetta greinarnar „Bólusótt á
íslandi" og „Pest á íslandi" en
hin slðamefnda kemur á Islenzku
samtlmis því sem hún birtist á
ensku I Nordisk Medicinhistorisk
Arsbok. Verður hér á eftir leitast
við að draga fram kjama þessara
greina beggja.
í grein sinni um Bólusótt á fslandi
segir prófessor Jón Steffensen að
Islenzkar heimildir um bólusótt eigi
nokkurri sérstöðu að fagna meðal
hliðstæðra heimilda þjóða, og beri
þar aðallega þrennt til. Bólnasótt,
bóla eða bólusótt hafi frá upphafi
verið notað I Islenzku um veriola og
enga aðra farsótt, sem auðveldi
mjög að rekja feril hennar aftur I
aldir. f annan stað hafi aldrei fyrir
daga kúabólusetningar verið það
mikið þéttbýli hérlendis, að sjúk-
dómur eins og bóla, sem láti eftir sig
ævilangt ónæmi, gæti Ilenzt hér og
þvl orðið að barnasjúkdómi. Hins
vegar hafi það viðast hvar verið
orðin staðreynd I gamla heiminum,
þegar haldgóðar lýsingar á sjúk-
dóminum voru fyrst festar á bókfell.
Af þeim sökum séu islenzku bólu-
sóttarfaraldrarnir fátiðari, en að
sama skapi þyngri en I þeim
löndum, þar sem bólan var landlæg.
f þriðja lagi sé fsland eyja. langt frá
næsta byggða bóli, og auðveldi það
einnig mjög að átta sig á upptökum
sóttarinnar.
Jón dregur saman heimildir sínar
i lok greinarinnar og segir þar:
„það hefur komið i Ijós, að frá þvi
bólusótt kemur fyrst fyrir i islenzk-
um heimildum á siðari hluta 13.
aldar og alla tlð síðan, er það eða
styttingarheitið bóla aðeins notað
sem sérheiti á variola, án samkurls
við mislinga eða aðrar bráðar út-
brotasóttir, þar með talda sárasótt.
Og það eru engar haldgóðar
heimildir fyrir þvi, að nokkurt annað
heiti I málinu hafi verið notað sam-
hliða bóluheitunum.
Það eru öruggar heimildir fyrir
þvi, að bólusótt hefur i 21 skipti
gengið á fslandi, og eru þeir
faraldrar teknir saman í töflu 5
ásamt þvi helzta, sem um þá er
vitað.
f þau skipti, sem einhver deili eru
sögð á bólufaraldri, má ráða, að
hann hafi farið um mestallt landið,
og ér langliklegast, að svo hafi verið
um alla þá, sem gengu, áður en
kúabólusetning hófst, nema
faraldurinn 1766 Hann fór aðeins
um Vestfirði, sem eflaust kemur til
af þvi að faraldurinn 1761—64
mun ekki hafa komið á þá, og fimm
ár er sýnilega of skammur timi til að
búa I haginn fyrir nýjan faraldur um
allt landið. Þess er niu sinnum getið,
á hvaða árstima faraldur berst til
landsins. og koma þar allar árstiðir
við sögu nema vetur (vor i 3 skipti,
sumar 4 og haust 2). Það er eins og
vænta mátti á þeim árstima, þegar
sigling til landsins var mest, hvort
heldur var um kaup- eða fiskiskip að
ræða.
Fyrir 1600 er aðeins vitað um
einn bólufaraldur, hvaðan hann
barst til landsins, nefnilega þann,
sem gekk 1379—80. Hann kom á
kaupförum frá Noregi, og er mjög
liklegt, að það sama eigi við um alla
þjóðarinnar. Um síðara atriðið er við
eftirfarandi að styðjast: Árin
1696—1702 eru öll hungurfellis-
ár, sem fækka þjóðinni um 4000,
og 1 706 er enn mannfall af vaneldi.
Eftir stóru bólu og til 1741 er ekkert
Glefsur úr tveimur áður óbirtum
greinum í ritgerðabók
Jóns Steffensens prófessors,
,Menning og meinsemdir
.tf
faraldrana fyrir þann tlma, þvi að þá
eru öll aðalviðskipti okkar við Noreg
og erlend fiskiskip ekki farin að
sækja á miðin hér við land. Kringum
aldamótin 1400 hefjast verzlunar-
viðskipti við Englendinga, og þeir
taka að venja komur slnar til lands-
ins, bæði I verzlunarerindum og til
fiskveiða. Þar sem báðir pestar-
faraldrarnir berast hingað frá Bret-
landseyjum (sjá bls. 334), má telja
liklegt, að það eigi einnig við um
báða bólufaraldrana, sem gengu hér
á 1 5. öld. Þeir fjórir bólufaraldrar,
sem gengu á 16. öld, hafa senni-
lega flutzt til landsins með þýzkum
og enskum skipum, því báðar
þessar þjóðir höfðu sig mjög i
frammi hér á landi þá.
Eftir að einokunarverzlun Dana á
íslandi hefst 1602, er þeim einum
leyfð hér verzlun, en þð er það
aðeins tvisvar, að dönsk kaupför
flytja bólusótt til landsins (sjá töflu
5). Það eru langtíðast erlendar fiski-
duggur, sem verða til þess að bera
veikina til landsins, enskar á 17.
öld, hollenzkar á 18. öld og þá
siðustu frönsk fiskiskúta.
Við ákvörðun tfmalengdar milli
bólufaraldra er öruggast að miða við
upphafsár þeirra, þvl það mun vera
það ár, sem heimildir greina, sé
faraldursins aðeins getið við eitt ár,
eins og tiðast er um þá faraldra, er
gengu fyrir 1 600. En það er vist, að
bólufaraldur, sem fer um mestallt
landið, deyr aldrei út á sama ári og
hann hefst, og oftast er óöruggt.
hvenær honum lýkur. Þegar þannig
er reiknað, sést af töflu 5, að
15—52 ár eru á milli upphafa
faraldranna. sem fara yfir mestallt
landið, I sjö skipti 15—20 ár, tvö
21—30 ár, sex 31—40 ár og þrjú
41—52 ár.
Af bólufaröldrum á 17. og 18.
öld (öðrum en þeim 1766) virðist
enginn þeirra hafa skemmri viðdvöl
Bólufaraldrar á fslandi.
Ár Kom inn i landið Upprunaland
1240 ? ?
1291 ? 7
1310 ? ?
1347—48 Sunnanlands ?
1379—80 ? Noregur
1431 ? ?
1472 ? ?
1511 —12 ? ?
1555—56 ? ?
1 573 ? ?
1590 ? ?
1616—17 Sandur, Snæfellsnes England
1635—37 Dýrafjörður, Vestfirðir England
1655—58 Dýrafjörður, Vestfirðir England
1670—72 Arnarfjarðardalir, Vestfirðir ?
1707—09(171 1) Eyrarbakki, Suðurland Danmörk
1 741—43 Norðfjörður, Austurland Holland
1761—64 Langanes, N-Austurland Holland
1766 Súgandafjörður, Vestfirðir Holland
1785—87 Hafnarfjörður, S-Vesturland Danmörk
1839—40 Vestmannaeyjar, Suðurland Frakkland
en um tvö ár og lengst um 3Vi ár,
og er þá gert ráð fyrir, að ungbarna-
bólan 1711 sé sérstakur faraldur,
að vísu sprottinn upp úr þeim
1707—1709, en eftir allt að árs
hléi bólulausu. Engin ástæða er til
að ætla, að nokkur hinna fyrri
faraldra hafi haft öllu skemmri við-
dvöl en tvö ár.
Útbreiðsluhraði bólusóttar um
landið er sýnilega mjög háður árs-
tiðabundnum ferðalögum fólks i
sambandi við atvinnuhætti og
alþing. Um vorið og fyrri part
sumars er fólksstraumurinn úr
verstöðvum i sveitina, en á haustin
og snemma vetrar gengur fólks-
straumurinn i gagnstæða átt. 8. júli
eiga menn að vera komnir til þings,
og því lýkur venjulega á tveim vik-
um Bóla, sem berst til landsins um
vor og fyrri hluta sumars, mun að
öðru jöfnu breiðast örar út en sú,
sem hefst að hausti til. Ennfremur
mun sótt, sem tekur land á afskekkt-
um stöðum, berast séinna um
landið en sú, sem hefst í stærri
verstöðvum og verzlunarplássum.
Annað veigamikið atriði fyrir út-
breiðsluhraða bólunnar er, hve
margir eru næmir fyrir henni eða
með öðrum orðum, hve langt er,
siðan næsti faraldur á undan var á
ferðinni. Um faraldrana 1573,
1655—58, 1670—72 og
1761—64 er tekið fram, að þeir
fari hægt yfir, og um tvo þeirra,
1761—64 og 1655—58, er
kunnugt. að viðdvöl þeirra á landinu
er sú lengsta, sem vitað er um, eða
3 og 316 ár. Allir þessir 4 faraldrar
koma 15—20 árum eftir upphaf
næsta faraldurs á undan, og eru þá
ekki nema 27—37% af þjóðinni
næm fyrir bólu.
Mannfall af bólu mun aðallega
ráðast af þremur atriðum, sýkingar-
mætti bóluveirunnar, fjöldi þeirra,
sem næmir eru fyrir henni, og al-
mennum viðnámsþrótti þjóðarinn-
ar gegn sjúkdómnum hverju sinni.
Það er aðeins I tveimur bólufaröldr-
um, sem vitað er með sæmilegu
öryggi um mannfallið, þ.e. stóru
bólu 1707—09, er 26,4% ibú-
anna létust úr veikinni, og faraldrin-
um 1 785-—87, er tæp 4% létust úr
bólu Faraldrarnir 1741—43 og
1761—64 voru vægir, og mun
ekki fjarri lagi að áætla manndauð-
ann I þeim 2—216% ibúanna (sjá
bls. 309), og minni manndauða en
þvl mun ekki hægt að gera ráð fyrir i
neinum þeim bólufaraldri, sem fer
um mikinn hluta landsins. Það er
lærdómsrikt að bera saman faraldr-
ana 1707—09 og 1741—43. l'
þeim má gera ráð fyrir, að álika
mikill hluti þjóðarinnar hafi verið
næmur fyrir bólu, þar sem líkur timi
er liðinn frá upphafi næsta faraldurs
á undan, eða 37 og 34 ár. Þrátt fyrir
það er vart hægt að hugsa sér meiri
mun á þyngd sóttanna, sem þá ætti
að byggjast á hinum tveim þáttun-
um, mismun á sýkingarmætti veir-
unnar oo mismiklum viðnámsþrótti
ár, sem ég hef talið örugglega um
mannfall af vaneldi að ræða, en
vafasöm eru talin árin 1718, 1723
og 1738 (sjá kaflann um hungur-
sóttir).
Þegar tafla 5 er athuguð nánar,
kemur I Ijós, að um 1555—56
verða greinileg þáttaskil i henni.
Fyrir þann faraldur liða að jafnaði
liðlega 39 ár á milli upphafsára
þeirra, en eftir 1555—56 aðeins
23 ár að meðaltali. Heimildirnar eru
i heild meiri og betri um yngra
timabilið en það eldra, en þegar það
þarf að koma 5—6 nýjum
faröldrum inn I raðir þeirra eldri til
að ná sömu tlmalengd milli þeirra
og á yngra timabilinu, mun erfitt að
skrifa mismuninn eingöngu á reikn-
ing heimildaskorts.
Um miðja 1 6. öld verða siðaskipti
hér á landi, og þeim fylgdi, að
verulegur hluti af auði og veldi kirkj-
unnar komst i hendur konungs, sem
þá jafnframt hófst handa um að
hnekkja verzlun Englendinga og
Hansakaupmanna á Islandi og koma
henni á danskar hendur, sem og
tókst til fullnustu með einokunar-
verzluninni 1602. Fyrir siðskiptin
ráku Englendingar og Hansakaup-
menn hér umfangsmikla verzlun i
harðri samkeppnisbaráttu. Þeir
höfðu hér vetursetu og gerðu út
héðan fjölda fiskibáta, mannaða fs-
lendingum. Konungur lét gera fiski-
bátana upptæka og bannaði alla
verzlun útlendinga á íslandi. Þessu
svöruðu Englendingar með aukinni
útgerð frá heimahöfnum á fslands-
mið og ólöglegum samskiptum
enskra sjómanna við fslendinga.
Afleiðingin varð meðal annars tiðari
bólusóttarsmitun."
Pestir á íslandi
Prófessor Jón segir i grein sinni
um pestir að það sé eitt af þvi
sérstæða i háttum þess sjúkdóms,
að hann komi fyrir I tveimur mynd-
um, sem séu svo ólikar að útliti og
háttum að ætla mætti að um
óskylda sjúkdóma væri að ræða en
ekki að sjúkdómsvaldurinn væri
hinn sami I báðum myndunum.
Annars vegar er kýlapest, sem er
langtiðasta myndin, og nánast mjög
litt smitandi þvi að sýkillinn þurfi að
komast beint inn i holdið til að
smita Auðkenni hinnar myndar-
innar, iungnapestar, er lungna-
bólga. sem eftir sólarhrings veikindi
lýsir sér oftast með hósta og miklum
blóðlituðum uppgangi. f þessari
mynd segir prófessor Jón að pestin
sé bráðsmitandi þvl að í uppgangin-
um sé grúi pestarsýkla, sem þyrlist
með hóstanum út i umhverfið og
geti með andrúmsloftinu borizt til
lungna nærstaddra. Dánartala i
lungnapest er yfirleitt talin 100%
og alla jafnan er öllu lokið áður en 4
sóttarsólarhringar eru taldir.
Jón sýnir fram á, að hvergi i
islenzkum sagnfræðiritum komi
fram minnsti efi um að sóttir þær
sem gengið hafi hér á 15. öld hafi
verið sama kyns og sú er fór um
Norðurálfu á árunum 1347 — 51 og
siðar hlaut nafnið svarti dauði. Hann
segir að fornar islenzkar heimildir
geti nánar þriggja pestarfaraldra.
þótt hinn fyrsti hafi að vlsu ekki
gengið á Islandi en hann gefi engu
að slður hugmynd um álit innlendra
manna á þessari veiki. Fyrsti
faralduririn er sá er gekk yfir Evrópu
á árunum 1347 — 51 og oftast
gengur undir nafninu svarti dauði,
þótt sú nafngift verði ekki almenn
fyrr en síðar á öldum. Elzta heimild-
in um þetta heiti. mors nigra, sé i
kvæði frá um 1350 eftir Simon de
Covino um pestina er þá gekk i
Frakklandi, en I íslenzkum heimild-
um.muni heitið „svarti dauði" fyrst
koma fyrir I biskupatali Björns á
Skarðsá skráðu um 1640 en þar
segir: „i Björgvin hafa þesse
biskupanöfn fundist á eirne
islendskre bok, inn til þess stora eða
svarta dauða (sem þá kallaðist) anno
1350."
Jón rekur Itarlega islenzkar frá-
sagnir af svarta dauða, sérstaklega í
Noregi, og segir að hin greinargóða
lýsing íslenzku annálanna á veikinni
taki af öll tvimæli um, að það hafi
verið lungnapest, sem gekk í
Noregi, en engar heimildir séu fyrir,
að kýlapest hafi jafnframt verið á
ferðinni Síðan rekur Jón frásagnir á
annálum af komu sjúkdómsins
hingað til lands, og segir að með þvi
að fella saman heimildir megi með
sæmilegu öryggi gera sér i hugar-
lund hvernig upphaf pestarinnar
hafi verið, ef um pest hafi verið að
ræða
„Einar Herjólfsson hefur komið
skipi sinu i Hvalfjörð siðsumars
1402, og þegar er tekið var til við
losun skipsins, munu menn hafa
smitazt af pest, þannig að i varn-
ingnum hafa leynzt magatepptar
flær, sem þá hafa fengið tækifæri til
að komast á menn og bita þá Þeir
hafa síðan veikzt af kýlapest og
einhver þeirra fengið pneumonia
secundaria, sem hefur orðið kveikj-
an að lungnapestarfaraldrinum Álí
Svarthöfðason og sveinar hans eru
með þeim fyrstú, sem veikjast af
lungnapest. Þeir hafa eflaust komið
til Hvalfjarðar á vegum Skálholts-
biskups til að kaupa varning Um
haustið og fyrri part vetrar gengur
pestin sunnan lands, og verður
Skálholt mjög hart úti, sem við erað ,
búast, þvi að þar er fólkið flest, alltaf
100—200 manns, en þar eru að-
eins 3 á llfi undir áramótin Ef
treysta má þessari frásögn, er sýni-
legt, að dánartalan i veikinni hefur
verið um 100% og er þá naumast
annarri sótt til að dreifa en lungna-
pest."
Um pláguna síðari, hinn faraldur-
inn sem hlaut pláguheiti í Islenzkum
heimildum, er getið m.a. i Gott-
skálksannál með þessum hætti:
„1495 Sótt og plága mikil um allt
land nema um Vestfjörðu, svo að
hreppar eyddust og sveitir að
mestu....." Jón vitnar einnig til
Gisla biskups Oddssonar, sem segir
sóttina ekki hafa rénað fyrr en um
Marteinsmessu og segir Jón að
biskup muni þar eiga við nóvember
1495 en heimildir séu örugglega
fyrir þvi að sóttin hafi verið I Húna-
vatnssýslu eftir 19 janúar 1495
Og hafi hún byrjað I júli 1494, hafi
hún aldrei haft skemmri viðdvöl á
landinu en 1 7 mánuði eða likt og
fyrri plágan. Jón segir ennfremur að
i Skandinaviu og Danmörku sé ekki
getið pestar um það leyti sem hún
gekk hér, en 1494 sé hennar getið I
mörgum þýzkum borgum. Hins
vegar séu heimildir fyrir þvi að meiri
háttar faraldrar hafi ekki verið i Eng-
landi á þessum tima, en hingað átti
síðari plágan einmitt að hafa borizt
með ensku skipi
Siðan segir Jón Steffsensson,
prófessor:
„Eins og fram hefur komið, eru til
sæmilegar heimildir um feril beggja
plágnanna á fslandi en engar um
kyn sóttanna, likt og var um pestina
i Noregi 1349—1350. Það vaknar
þá eðlilega sú spurning, hvort um
lungnapest hafi verið að ræða, sér-
staklega i sambandi við smitunar
máta hennar. Er það mögulegt að
viðhalda veikinni meðal mannfólks
ins i 116 ár i jafn strjálbýlu landi og
ísland var, þegar menn eru aðeins
smitandi 1 —3 daga og þá fárveikir?
Ég myndi állta það mjög vafasamt,
Framhald á bls. 17.