Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjö/n Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, símíl22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Afgreiðsla fjárlaga Alþingi hefur nú lokið störfum á þessu ári og þingmenn halda til sinna heimabyggða, til jólahalds. Mikilvaegusta verkefni þingsins á síðustu vikum hefur verið afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1976 og lauk atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið síðast- liðinn laugardag. Þegar frum- varp að fjárlögum fyrir árið 1976 var lagt fram á Alþingi í októbermánuði, var gert ráð fyrir, að útgjaldaaukning ríkis- ins á næsta ári mundi nema um 21.5% frá fjárlögum yfir- standandi árs, en til saman- burðar má geta þess, að fjárlög hækkuðu um 60,6% milli ár- anna 1974 og 1975. Niður- staða fjárlagaafgreiðslunnar varð sú, að útgjaldaaukning fjárlaga á næsta ári nemur 24,7% og verður það að teljast býsna góður árangur miðað við þá miklu verðbólgu, sem geis- að hefur i landinu á þessu ári. Ekki verður annað sagt en að Alþingi hafi tekizt furðu vel að halda fjárlagaafgreiðslunni innan þess ramma, sem henni var settur með fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. í sambandi við fjárlagaaf- greiðsluna hefur tvennt fyrst og fremst vakið athygli. í fyrsta lagi var því lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, þegar fjár- lagafrumvarpið var lagt fram, að stefnt væri að 2000 milljón króna sparnaði í almannatrygg- ingakerfinu og hefur verið unn- ið að tillögugerð um slíkan sparnað á undanförnum vik- um. Niðurstaða þeirra athug- ana varð sú, að til þess að hægt væri að koma við svo umfangsmiklum sparnaði í tryggingakerfinu þyrfti frekari könnun að fara fram á því, en hins vegar var tekin ákvörðun um að létta ýmsum útgjöldum af ríkissjóði, með því að hækka greiðslur fyrir lyf og sérfræði- þjónustu og leggja 1 % gjald á brúttótekjur skattgreiðenda, sem rénna skal til sjúkrasam- laga og á að standa undir hluta af kostnaði við heilsugæzlu og þá fyrst og fremst rekstur sjúkrahúsa. Kostnaður við heilsugæzlu og sjúkrahúsa- rekstur er orðinn mjög hár hér á landi. Við viljum hafa þá þjónustu, sem heilbrigðiskerfið veitir einstaklingum eins full- komna og mögulegt er. Á hinn bóginn verður að horfast! augu við það að þessi þjónusta kost- ar mikla fjármuni og ekki er hægt að auka hana stórkost- lega án þess að sjá einnig fyrir tekjustofnum á móti. Með þessum aðgerðum hefur ríkis- stjórnin tryggt nauðsynlegt fjármagn til þess að halda uppi óskertri heilbrigðisþjónustu á næsta ári, en nauðsynlegt er að halda áfram athugunum á þvi, hvort unnt er að ná fram raun- verulegum sparnaði í trygg- ingarkerfinu og þá ekki sizt á sviði sjúkratrygginga, sem þanizt hafa út á undanförnum árum. í öðru lagi hefur það að sjálf- sögðu vakið athygli, að vöru- gjaldið, sem lýst var yfir við framlagningu fjárlagafrum- varps, að yrði fellt niður um áramót, hefur verið framlengt, en að vísu lækkað í 10% um áramót og lækkar síðan enn í 6% hinn 1. september á næsta ári. Það er að sjálfsögðu illt, að ekki var hægt að standa við fyrri yfirlýsingar um niðurfell- ingu vörugjalds, en ekki þýðir annað en að horfast í augu við staðreyndir. Þótt mikilli aðhald- semi hafi verið beitt við útgjöld rikissjóðs á næsta ári, er Ijóst, að hann þarf á þessum fjár- munum að halda og áreiðan- lega er sársaukaminna fyrir alla aðila að halda þeim tekjustofni, sem kominn er inn í verðlagið heldur en að afnema vörugjald- ið og leggja nýja skatta á í þess stað. í umræðum um verðbólguna á undanförnum mánuðum hef- ur hvað eftir annað verið vakin athygli á því, að einn af þeim þáttum sem ná þyrftí tökum á til þess að hægt væri að ráða niðurlögum verðbólgunnar væri ríkisfjármálin. Eins og fyrr getur nam útgjaldaaukning fjárlaga milli áranna 1974 og 1975 hvorki meira né minna en 60,6% Sú staðreynd, að útgjaldaaukning milli áranna 1975 og 1976 nemur ekki nema 24,7% er staðfesting á þvi, að þrátt fyrir allt hefur ríkisstjórn og Alþingi tekizt að ná þeim tökum á fjárlagagerð- inni og rikisfjármálunum, að ef fjárlögin verða í framkvæmd innan þess ramma, sem ríkis- stjórn og Alþingi hafa nú sett, ættu fjármál ríkisins að stuðla að þvi að úr verðbólgunni dragi á næsta ári. Þetta er það mark- mið, sem að hefur verið stefnt við fjárlagaafgreiðsluna nú, og þess er að vænta, að það megi takast í framkvæmd á næsta ári. Eldsumbrotin Norðanlands: Jarðsig og sprui anir á 50 km lö Hraunrennslið úr gossprungunni við Leirhnjúk stóð dagstund HRAUNRENNSLIÐ úr sprungugosinu norðan Leirhnjúks við Kröflu hefur að öllum líkindum ekki staðið lengur en í 3—4 klukkutíma s.l. laugardag og síðan hefur ekkert hraun runnið þar þótt kraumað hafi í nokkrum pyttum, en þar mátti sjá bulla saman leir, glóandi hraunmola og lofttegundir með öskusáldri. Þegar blaða- menn Morgunblaðsins komu fyrstir frétta- manna að hraunsprung- unni milli kl. 3 og 4 á laugardág var hraun- rennslið búið, en þá opnaðist síðasti pyttur- inn efst í sjálfum Leir- hnjúk. í pyttinum, sem er um 10 m í þvermál, sást aldrei í glóð og hefur hann aðallega pusað leir- leðju upp úr sér. Miðað við eldgos síðustu ára- tuga er þetta eldgos norðan Leirhnjúks með kraftminni gosum, a.m.k. enn sem komið er og sjálf sprungan sem hraunið kom úr er með fínlegri gossprungum síðari ára. Tíðir jarðskjálftar voru á laugardag við Kröflu, en síðan varð vart jarðskjálfta mjög víða, m.a. á Þeistareykj- um, í Kelduhverfi, Reykjahlíð, Axarfirði, Vopnafirði, Húsavík og víðar. Fjölmargir jarðfræð- ingar komu á vettvang strax á laugardag og m.a. voru þar Stefán Arnþórsson og Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingar en þeir eru báðir ráðgefandi hjá Orku- stofnun. Þeir aðilar sem sjá um framkvæmdir við Kröflu hafa verið á fundum um helgina með jarðfræðingunum og öðr- um sérfræðingum til þess „Margir bendla Húsavíkur-Jón við uppátækið” Rætt við lögregluþjóna frá Húsavík á gosvakt „enda gekk heilt helv... á. Annars er þetta allt mjög rólegt; en hiris vegar,“ bætti hann við hlæjandi, „er varla hægt að segja að við höfum nokkurt gos til að stjórna, hvað þá meira.“ Gunnar sagði að nokkuð væri um hráslagahúmor í sambandi við þessi eldsumbrot. Kvað hann marga bendla Húsavíkur- Jón við uppátækið og fylgdi það sögunni að Jónki væri fúll yfir dropanum sem hann hefði misst i sambandi við Kröflu- virkjunina, en öðrum þætti þetta eldgos þunnur þrettándi, sem hetur færi. VIÐ GOSSTÖÐVARNAR hitt- um við tvo lögregluþjóna frá Húsavfk á vakt, en lögreglan hefur verið á vakt við eld- stöðvarnar frá því á laugardag. Lögregluþjónarnir, Guðmund- ur Gunnlaugsson og Gunnar Smith, sögðust hafa verið á vakt á eldstöðvunum fram til kl. 8 laugardagskvöld, en sfðan hefðu aðrir tekið við um nótt- ina. Þeir sögðu að fólk hefði hringt talsvert á lögreglustöð- ina á Húsavík aðfaranótt sunnudags, sérstaklega eftir snarpan jarðskjálftakipp sem varð laust fyrir 2 um nóttina. „Fólk varð aðeins hrætt um það leyti,“ sagði Guðmundur, Guðmundur Gunnlaugsson og Gunnar Smith á gosvakt f Leirhnjúk. </* . * Séð yfir gossvæðið úr hlfð Leirhnjúks. H langur, sá til hægri aðeins styttri og þriðji við mökkinn. Gígtappinn gamli á miili frem Leirpytturinn sem opnaðist efst f Leirhnjúl engin meiriháttar breyting orðið á við goss Víða við sprunguna voru gufustrókar Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.