Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
Stjórnmálaályktun
Heimdallar SUS:
Höfuðverkefeiið að
draga úr hrika-
legri verðbólgu
Samþvkkt á framhaldsaðal-
fundi samtakanna 26. nðv. 1975
Heimdallur, Samtök ungra
sjálfstæðismanna I Reykjavfk
grundvallar stefnu sfna enn
sem fyrr á frjálshyggju, at-
hafnafrelsi einstaklinga og bar-
áttu fyrir jöfnum möguleikum
allra þegna þjóðfélagsins. Við’
úrlausn aðsteðjandi vanda I
efnahags- og fjármáium er rfk-
ari ástæða en jafnan áður að
hafa þessi meginsjónarmið f
huga. Framfarir og bætt Iffs-
kjör eru komin undir atorku
einstaklinga og félaga þeirra.
Þjóðin stendur nú frammi
fyrir einhverjum alvarlegasta
efnahagsvanda, sem hún hefur
átt við að glfma áratugum sam-
an. Höfuðverkefnið er að draga
úr þeirri hrikalegu verðbólgu,
sem hér hefur geisað og grafið
undan meginstoðum heilbrigðs
þjóðskipulags. Stjórnmála-
menn hafa á sfðustu árum látið
stjórnast af rótgrónum verð-
bólguhugsunarhætti. Nú er
óumflýjanlegt að snúa við blað-
inu. Kröfugerð hagsmunahóps
og yfirboð óábyrgrar stjórnar-
andstöðu verða nú að vfkja
fyrir markvissum aðhaldsað-
gerðum.
Þjóðarútgjöld hafa á sfðustu
árum farið langt fram úr
þjóðartekjum. Eyðsla þjóðar-
innar hefur því að verulegu
leyti byggzt á erlendum lánum.
Um leið og ein króna af hverj-
um tfu, sem þjóðin veltir, er
fengin að láni er verið að binda
komandi kynslóð þyngri bagga
en hún getur risið undir.
Núkynslóðin er að hlaupast
undan þeirri ábyrgð, sem hún
ber.
Ungir sjálfstæðismenn í
Reykjavík fagna þeirri stefnu-
breytingu, sem felst í fjarlaga-
frumvarpi rfkisstjórnarinnar.
Þar gætir í fyrsta skipti um
árabil aðhaldsstefnu f rfkisfjár-
málum. Það er krafa ungra
sjálfstæðismanna f Reykjavfk,
að þingmenn flokksins fylgi
fast eftir þeirri stefnu, sem
mörkuð hefur verið f þessum
efnum. Með þessu er þó aðeins
stigið fyrsta skrefið á átt að
skipulögðum samdrætti f rfkis-
kerfinu. Stefna þarf markvisst
að þvf að lækka rfkisútgjöld f
hlutfalli við þjóðartekjur. Að
þvf verkefni þarf að vinna með
skipulegum hætti.
Heimdallur S.U.S. vekur at-
hygli á nauðsyn þess að koma f
veg fyrir það misrétti, sem nú
viðgengst f skattamálum.
Ójöfnuður f þessum efnum
kemur fyrst og fremst fram f
sambandl við álagningu tekju-
skatts. Launamenn sitja þar
ekki við sama borð og
stórir hópar atvinnurekenda.
Til þess að bæta úr þessu mis-
rétti og einfalda skattheimtu-
kerfið, leggja ungir sjálfstæðis-
menn f Reykjavfk til, að tekju-
skattur verði afnuminn með
öllu. I stað þess verði óbeinii
neyzlu- og eyðsluskattar auknii
þannig, að skattborgararnii
ráði f rfkari mæli en nú er,
hvernig þeir verja fjármunum
sfnum. Jafnframt verði skatta-
eftirlit stóreflt.
Efnahagslegt sjálfstæði
borgaranna er grundvallar-
atriði f frjálsu þjóðfélagi.
Heimdallur S.U.S. minnír á, að
einkaeign á fbúðarhúsnæði er
ein áhrifamesta leiðin til þess
að treysta fjárhagslegt sjálf-
stæði borgaranna og varar
sterklega við þvf, að fólki sé
refsað fyrir ráðdeildarsemi
með þvf að leggja á óhóflega
fasteignaskatta.
Heimdallur S.U.S. krefst
þess, að stjórnvöld hefjist
handa um endurskoðun kjör-
dæmaskipunarinnar með það
fyrst og fremst f huga að jafna
kosningarétt fólksins f landinu.
Sá ójöfnuður, sem nú við
gengst f þessum efnum er með
öllu óþolandi. Við endurskoðun
kjördæmaskipunarinnar þarf
ennfremur að gæta þess, að
kjósendur geti f rfkari mæli en
nú er valið á milli einstaklinga
en ekki einvörðungu flokks-
lista. Þessum markmiðum má
ná með blönduðu kosninga-
kerfi.
Heimdallur S.U.S. ftrekar
enn andstöðu sfna við flokks-
pólitfskt eftirlitsmanna- og
fyrirgreiðslukerfi f opinberri
stjórnsýslu. Heimdallur S.U.S.
leggur þvf áherzlu á, í fram-
haldi af fyrri samþykktum sfn-
um, að þessir stjórnarhættir
verði upprættir í Fram-
kvæmdastofnun rfkisins og sú
stofnun verði leyst upp f sjálf-
stæðar stjórnsýslueiningar f
samræmi við grundvallar-
reglur frjálsrar þjóðfélags-
skipunar.
Heimdallur S.U.S. vekur
athygli á þvf, að verkmenntun
hefur árum saman verið horn-
reka f fslenzka skólakerfinu.
Lengur verður ekki við svo
búið. Óhjákvæmilegt er og
nauðsynlegt að auka til mikilla
muna hlutdeild verkmenntun-
ar f almennri fræðslustarfsemi
og veita þeim sem slfkt nám
stunda strax fulla aðild að
sjóði fslenzkra námsmanna.
Öryggi landsins hefur f aldar-
f jórðung verið tryggt með aðild
Islands að varnarbandalagi
þjóða Vestur-Evrópu og Norð-
ur-Amerfku og sérstöku varnar-
samstarfi við Bandarfkin.
Heimdallur leggur áherzlu á,
að þessari stefnu verði enn um
sinn fylgt fram af fullri einurð.
Heimdallur S.U.S. f Reykja-
vfk fagnar útfærslu landhelg-
innar í 200 mflur.
Heimdallur, Samtök ungra
sjálfstæðismanna f Reykjavfk,
er sammála þvf, að ná samning-
um við aðrar þjóðir um veiði-
heimildir innan nýju fiskveiði-
lögsögunnar.
Miðað við aðstæður og þá sér-
staklega óbilgirni Breta og yfir-
gang á miðunum telur Heim-
dallur eðlilegt að samþykkja
framkomin samkomulagsdrög
við Vestur-Þjóðverja.
Heimdallur S.U.S. bendir þó
á eftirfarandi atriði, sem sam-
tökin telja að eigi að vera
grundvallarviðmiðun f samn-
ingum við aðrar þjóðir, en ekki
er tekið nægilegt tillit til í
samningsdrögunum við Vestur-
Þjóðverja.
1. Enga samninga innan 50
mflna markanna.
2. Réttur okkar til 200 mflna
landhelgi verði viðurkennd-
ur af samningsaðilum.
3. Miðað verði við styttra
samningstfmabil en gert er f
samningsdrögunum við
Vestur-Þjóðverja.
4. Erlendar þjóðir dragi veru-
Framhald á bls. 25
Þrjú málverk gefin Landakotsspítala
% Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. og kona hans Herdfs Þorvaldsdóttir hafa fært Landakotspftala að
gjöf þrjú olfumálverk eftir Karl Kvaran. Málverkin eru Vor, Haust og Skammdegi, hvert um sig 140x210
sm. I gjafabréfi með myndunum segir að gjöf þessi sé þakklætisvottur til systranna f Landakoti, sem
unnið hafi mómetanleg störf f þágu lands og þjóðar og einnig vegna þess að þær séu í hópi þeirra manna
sem hafi gert lsland að sfnu landi. Þá segir einnig m.a. f bréfinu að gjöfin sé gefin til þess að málverkin
geti orðið sjúklingum og starfsfólki til afþreyingar og uppörvunar.
Menning og meinsemdir
JÓN Steffensen: Menning og
meinsemdir. Ritgerðasafn um
mótunarsögu íslenzkrar þjóðar
og baráttu hennar við hungur
og sóttir. 464 bls., 15 mynda-
sfður, atriðaskrá. Sögufélag gaf
út, Helgi Þorláksson cand. mag.
annaðist útgáfu, Kristján Eld-
járn ritar inngangsorð.
Jón Steffensen var prófessor
við læknadeild Hí 1937—1972
og mun lærifaðir flestra
núlifandi lækna íslenzkra.
Umsagnar Jóns hefur jafnan
verið leitað um fundin bein f
jörðu. Hin þöglu bein hefur Jón
knúið sagna um uppruna og af-
komu íslenzkrar þjóðar, oft
með þeim hætti, að aðdáun
mun vekja, sbr. grein hans frá
1943 um Þjórsdæli, sem uppi
voru fyrir Heklugos 1104. Jón
svarar þar spurningum, sem
nútímamenn spyrja, en höfund-
ur hinnar glötuðu Gauks sögu
Trandilssonar mun hvorki hafa
spurt né svarað, s.s. um fjöl-
menni byggðar, uppruna
byggðarfólks almennt og matar-
æði og heilbrigði. Þjórsdælir
voru töluvert lægri vexti en
nútímamenn að meðaltali, sátu
mjög á hækjum sér eða kreppt-
ir og höfðu áberandi lágan
sköflung. Þjórsdælaskar konur
munu hafa elt skinn með tönn-
um, tannáta var óþekkt, skyr-
bjúgur, liðagigt og berklar
þjáðu, en merki mannvíga ekki
sjáanleg. Um mataræði eru
settar fram rökstuddar tilgátur.
Einna kunnastar munu rit-
gerðir Jóns um uppruna
íslendinga. Fornar beinagrind-
ur, blóðflokkar og fornleifar
eru honum sterk vísbending
um að frásögn Landnámu af
ætt og uppruna landnema sé
ekki sem nákvæmust. Jón setur
fram skýringar sínar á uppruna
íslendinga, en lætur sér það
ekki nægja heldur tekst á við
þann vanda að meta gildi
ritaðra heimilda um þessi efni.
Bein benda að mati Jóns til
tveggja víkingastofna, en
þeirra getur ekki í rituðum
heimildum. Jón dregur ætt
Haralds hárfagra inn í athugan-
ir sínar og setur sögu hennar í
Jón Steffensen
nýtt samhengi. Ekki þykir Jóni
mikið til um sagnfræðileg
vinnubrögð Snorra, en telur
timatal Ara réttara en fræði-
menn vilja almennt vera láta.
Athuganir Jóns í læknis-
fræði, líffræði og mannfræði
leiða hann með ofangreindum
hætti inn á svið sagnfræði og
ættfræði, eins og lýsir sér í
fyrstu tveimur köflum bókar-
innar Uppruni og landnám og
Beinarannsóknir, en kemur
skýrast fram í þriðja kafla eða
ritgerðaflokki Ur fslenzkri
menningarsögu. Jón er sérlega
glöggskyggn á ótraustleika
hejmilda og fundvís á veikleika
röksemda, t.d. á haldleysi rök-
semda fyrir að rúnum hafi lítt
verið beitt við bókmenntaiðju
hér á landi. Óvæntar og nýstár-
legar munu þykja athuganir
Jóns á eddukvæðum og
kenning hans um notkun þeirra
við lækningar.
1 fjórða og sfðasta kafla
bókarinnar, Vöxtur og sótt,
fjallar Jón um sjúkdómasögu
og líkamsþroska þjóðarinnar,
um baráttu hennar við hungur
og sóttir og mannfjölda
hérlendis á ýmsum tímum. I
þessum kafla mun ritgerðin um
Pest á íslandi ekki sízt vekja
athygli, en þar er fjallað um
svarta dauða, og verður
að telja, að uppruni og
eðli þeirrar sóttar hér á
landi séu þar skýrð f fyrsta sinn
með viðunandi hætti. Greinin
Bólusótt á íslandi er mjög fróð-
leg, ekki sízt um stóru bólu
1707. Hvorug þessara greina
hefur birzt á prenti fyrr, en
greinin Hungursóttir á Islandi
var aðeins til í sérútgáfu. I
öllum þessum greinum er um
að ræða ítarlega úttekt heim-
ilda, en vart verður með
öllu gleggri hætti lýst erfiðari
og oft átakanlegri lífs-
baráttu íslenzkrar þjóðar
en í greininni um hung-
ursóttir. í tveimur síðustu
greinum bókarinnar eru farnar
nýjar leiðir í ályktunum um
mannfjölda hér á fyrri öldum
en önnur greinin hefur áður
aðeins birzt á dönsku.
Alls eru ritgerðir Jóns í bók-
inni 22 að tölu, og hafa þær 20,
sem áður voru prentaðar,
dreifzt á eigi færri en 10 staði.
Með bók þessari fæst í fyrsta
sinn glöggt yfirlit yfir hin
miklu vísindastörf Jóns á sviði
mannfræði og sagnfræði, og er
að henni mikill fengur.
Jóni Steffensen er tamara en
flestum, sem um ofangreind
efni hafa fjallað, að nota töflur
og lfnurit, og er fjöldi þeirra i
bókinni. Jóni tekst vel að gera
lesanda ljósa grein þess, hvað
hann ætlast fyrir, kemst strax
að kjarna málsins, en forðast
málskrúð og útúrdúra.
Frágangur bókarinnar er að
flestu leyti góður, og ítarlegar
skrár fylgja, sem gera lesend-
um kleift að rifja upp með auð-
veldum hætti hin ýmsu atriði,
s.s. taksótt, kveisu, rúnir, graf-
siði o.s.frv. Munu margir
eigendur líklega oft grípa til
bókarinnar.
Með greinum sínum sýnir
Jón Steffensen hvernig fslenzk
sagnfræði getur fært sér i nyt
vitneskju, sem aðrar greinar
veita, hann hefur beint
athugunum inn á nýjar brautir
og notað heimildir með nýjum
hætti. Allt er þetta mjög lær-
dómsrfkt, vekur hugmyndir og
nýjar spurningar og hvetur til
dáða þá sem yngri eru.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.
Fræg valsamynd á
vegum GERMANÍU
FÉLAGIÐ Germanía hefir
fengið til sýningar nú um
jólin eina af hinum frægu
þýSKU valsamyndum, sem
sýndar voru við mikinn
fögnuð fyrir heimsstyrjöld-
ina síðustu. Myndin heitir
„Walzerkrieg" og greinir
frá kátlegum átökum valsa-
jöfranna Strauss og
Offenbachs.
Meðal leikara er Willy
Fritsch, sem allra þýskra
leikara var vinsælastur á
árunum eftir 1930. Myndin
verður sýnd í Nýja Bíó á
þriðja í jólum, laugar-
daginn 27. des. kl. 2 e.h.
Öllum er heimill (ókeypis)
aðgangur á meðan húsrúm
leyfir.