Morgunblaðið - 23.12.1975, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
Hjörtur E. Guðmundsson
forstjóri — Minningarorð
Leiftur frá
Laxamýri
Q Þorgeir Þorgeirsson:
□ ÞAÐ ER EITTHVAÐ
SEM ENGINN VEIT.
□ Iðnunn 1975.
ÉG býst við því að Þorgeir Þor-
geirsson hafi skráð þessar
endurminningar Líneyjar Jó-
hannesdóttur frá Laxamýri
eins nákvæmlega og honum var
unnt, látið hennar eigin frá-
sagnarhátt njóta sfn. Eftir
lestur Það er eitthvað sem eng-
inn veit trúir maður þessu. Þar
,með er ekki öll sagan sögð. Að
skipa efninu I rétt samhengi,
velja og hafna, er verk Þor-
geirs. Honum ber þvf hrós fyrir
þessa bók. Af samstarfi þeirra
Líneyjar hefur ekki sprottið
nein stórbrotin ættarsaga, held-
ur röð smámynda, leiftra Iiðins
tíma. Þegar þeim er raðað
saman, sumt getur nú reyndar
staðið alveg sjálfstætt, fæst
Lfney Jóhannesdóttir
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
glögg heildarmynd. Laxamýri
hefur verið sérstakur heimur
og úr honum spratt m.a. Jóhann
Sigurjónsson. Hvaðan kemur
skáldskapurinn? „Það er eitt-
hvað sem enginn veit,“ segir
Líney Jóhannesdóttir þegar
hún ræðir um frænda sinn.
Skýrust er mynd bókarinnar
af „pabba gamla“ Jóhannesi
Sigurjónssyni föður Líneyjar.
Þessi föðurlýsing er engin gyll-
ing frekar en annað í bókinni,
en sýnir okkur mann, sem bæði
var venjulegur og óvenjulegur,
„einmana speking með barns-
hjarta" að sögn Líneyjar. Þegar
hann kom að heimsækja dætur
sfnar í Reykjavík dansaði hann
indfánadansa fyrir börnin á
götunni og það þótti að vonum
furðulegt. Líney lýsir því
hvernig Laxamýrarfólkið
hljóðnaði inní sig“ við mótlæti.
Þegar Jóhannes frétti lát Jó-
hanns bróður síns 30. ágúst
1919 þá lokaði hann sig inni og
fór ekki út allan þann dag: „Þá
hljóðnaði. Ef eitthvað kom
fyrir þá hljóðnaði svo ekki
heyrðist nema í fossunum og
fuglunum."
Konurnar í ættinni eru líka
eftirminnilegar. Þeim var gert-
hátt undir höfði. En að karl-
mennirnir væru veikara kynið í
Laxamýrarættinni eins og ein-
hver sagði samþykkir Líney
ekki: „En hitt er satt að það er
eins og minni munur á kynjun-
um í þessari ætt en öðrum.“
Þegar segir af Grímu, dóttur
Jóhanns Sigurjónssonar, fáum
við aðra mynd af konu hans, Ib,
en við erum vön. Lfney tengir
samskipti þeirra þriggja við lok
Fjalla-Eyvindar þegar Halla
Þorgeir Þorgeirsson
fleygir barninu f fossinn. Hér
eru mörg umhugsunarefni
fyrir þá, sem vilja kynna sér
nánar Jóhann Sigurjónsson og
verk hans.
Það er eitthvað sem enginn
veit er þó ekki einungis saga
um Jóhann Sigurjónsson og
Laxamýri. Fjöldi fólks kemur
við þessa sögu. I frásögn Lín-
eyjar verður það allt jafn
merkilegt. Ekki má gleyma
landinu, náttúrunni. Stundum
verður frásögnin að mildri ljóð-
rænu. En það er stutt í glóðina,
skap, sem fær lesandann til að
hrökkva upp frá draumi sínum.
Það er galdur þessarar bókar að
hún minnir á hljóðlátar sam-
ræður, sem skyndilega spegla
mikil örlög. Lesandinn Iítur
hugsi upp frá bókinni. Sfðan
heldur lesturinn áfram og eftir
að honum lýkur er heimur
bókarinnar ekki gleymdur.
Hann er eins og fosshljóðið,
sem verður hátt í kyrrðinni.
I Það er eitthvað sem enginn
veit eru einnig margar ljós-
myndir af fólki, húsum, lands-
lagi, bréfum.
Fáein þakkarorð
Fæddur 26. febrúar 1913.
Dáinn 18. desember 1975.
I dag fer fram jarðarför Hjartar
E. Guðmundssonar, forstjóra
Kirkjugarða Reykjavíkur. Hann
andaðist í Landspítalanum 18.
des. Við fráfall Hjartar hverfur af
sjónarsviðinu dugmikill og valin-
kunnur sómamaður, sem mikill
sjónarsviptir er að.
Hjörtur fæddist 26/2 1913.
Voru foreldrar hans þau hjónin
Sigrún Eiríksdóttir og Guð-
mundur Hjartarson, Eyvinds-
sonar hreppstjóra í Austurhlíð í
Biskupstungum. Þau fluttust til
Manitoba i Kanada árið 1913,
þegar Hjörtur var á fyrsta ári.
Hann þótti of ungur til þeirrar
ferðar og var hann þvf skilinn
eftir, eins og ráðgert var, fyrst um
sinn, til dvalar hjá þeim merku
hjónum, föðursystur Hjartar, frú
Steinunni, og Brynjólfi H.
Bjarnasyni, kaupmanni í Reykja-
vík. Það fór þó á annan veg en
ætlað var, því að hann ílengdist
hjá þeim hjónum og ölst þar upp á
þvi ágætis heimili, eins og væri
hann þeirra eigin sonur. Nokkru
eftir fermingaraldur fór hann þó
til fjölskyldu sinnar, vestur um
haf, en festi ekki rætur þar,
heldur kom aftur heim til Islands,
þar sem hann lifði og starfaði upp
frá því allt til dauðadags.
Eftir að hafa lokið prófi úr
Samvinnuskólanum, gekk hann i
þjónustu lögreglunnar f Reykja-
vík, þar sem hann starfaði síðan
um áratuga skeið. Bar hann sig
vel i því starfi. Kempulegur á
velli og fyrirmannlegur, prúð-
menni hið mesta og háttvís í fram-
komu.
Hann var gæddur ríkri rétt-
lætiskennd, án þess þó að vera
dómharður. Mér er kunnugt um
það, að þegar hann starfaði við
umferðardómstólinn, tók hann
sér það starf jafnan nokkuð
nærri. Þess vegna held ég að
honum hafi verið það nokkur
léttir, er hann var valinn til þess
að gegna því embætti, er hann
síðan gegndi til hinstu stundar, að
veita forstöðu Kirkjugörðum
Reykjavíkur. Þeirri stöðu gegndi
hann með röggsemi og virðuleik,
samfara mildi og hluttekningu
gagnvart þeim, sem áttu skipti við
hann, oft undir erfiðum kringum-
stæðum sorgar og saknaðar.
Hjörtur var maður kristinn
meira en að nafninu til. Hann
hafði ekki einungis tileinkað sér
hina kristnu lífsskoðun, heldur
átti hann kristna sannfæringu,
sem hlaut að fá útrás i starfi að
útbreiðslu Guðs ríkis, ekki aðeins
meðal okkar þjóðar, heldur og
meðal heiðinna þjóða, enda var
hann góður stuðningsmaður
kristniboðsins f Konsó. Honum
var ijós sú staðreynd, sem svo
mörgum hér á landi virðist óljós,
að maður verður ekki sjálfkrafa
kristinn við það að fæðast inn í
þennan heim, heldur verður að
kristna hverja nýja kynslóð, ef
hún á ekki að verða guðleysinu að
bráð, því guðleysi, sem meðal
annars er fólgið í hinum margvís-
legu „ismurn" nútímans, bæði
París 19. desember —AP
Alþjóða-ráðherraráðstefnunni
um orku og hráefnamál lauk 1
dag meðsamþvkki málamiðlunar-
yfirlýsingar sem I raun felur ekki
annað f sér en að öllum vanda-
málum er slegið á frest þar til á
næsta ári. Hinar mismunandi
túlkanir á yfirlýsingunni sem
fulltrúar létu I Ijós benda til
þess að sömu ágreiningsefnin og
settu svip sinn á ráðstefnuna,
skjóti aftur upp kollinum þegar
næst verður fjallað um þessi mál
f lok janúar.
Mismunur á túlkun yfirlýs-
ingarinnar undirstrikar gagn-
kvæmt vantraust, sem enn ríkir á
stjórnmálalegum og trúarlegum
sem fólk virðist svo sólgið í, fólk,
sem stöðugt er að leita sann-
leikans, og leitar þá gjarnan langt
yfir skammt, því að Hann, sem
sagði: „Ég er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið“, er ekki að
finna nema 1 Hans orði, Guðs orði.
Þetta var Hirti ljóst og þess vegna
gjörðist hann Gídeonfélagi fyrir
11 árum og hefur sfðan verið
virkur í starfi að útbreiðslu Guðs
orðs.
Mér er það minnisstætt, þegar
okkur Hirti, ásamt þriðja manni,
var það falið eitt haustið að fara
saman með Nýjatestamentin
handa 11 ára skólabörnum í einn
barnaskólann hér í borg, hversu
mjög hann lagði áherslu á gildi
Guðs orðs fyrir þau og alla menn.
Það var auðheyrt, að talað var af
hjartans sannfæringu þess
manns, sem átti þá trúarreynslu
sem Guðs orð skapar í hjarta
þeirra, sem handgengnir eru orði
Guðs, já „lesa Guðs orð og varð-
veita það“.
Hjörtur var og lengi í sóknar-
nefnd Laugarnessafnaðar og um
árabil formaður sóknarnefnd-
arinnar. Ég var safnaðarfulltrúi
Laugarnessóknar þau árin, sem
hann var formaður, og átti þess
því kost að fylgjast með störfum
hans í þágu safnaðarins. Hann
reyndist vera röggsamur for-
maður, fylginn sér og fastur fyrir
og þó samvinnuþýður. Hann var
nákvæmur í meðferð mála og er
hann hafði yfirvegað þau og
skoðað frá öllum hliðum stóð ekki
á framkvæmd þeirra af hans
hendi.
Hjörtur var kvæntur hinni
ágætustu konu, Eygló Vigfús-
dóttur Hjaltalín frá Brokey á
Breiðafirði og lifir hún mann sinn
ásamt fjórum myndarlegum
sonum þeirra hjóna. En þeir eru:
Vigfús, fulltrúi hjá skattrann-
sóknarstjóra, ókv„ Sigursteinn,
tæknifræðingur, kvæntur Jytte
fæddri Thyre, Pálmi, kennari,
ókv., og Guðmundur, versl-
unarm., kvæntur Björgu D.
Snorradóttur.
Frú Eygló var manni sínum
rajög samhent og studdi hann
heilshugar í öllum hans áhuga-
málum. Heimilisbragur var allur
til fyrirmyndar. Kristileg áhrif og
kærleiksandi mótaði allt heimilis-
Iff þeirra og bera synir þeirra
hjóna því órækan vott. Tveir
þeirra hafa meðal annars gerst
Gídeonfélagar eins og faðir þeirra
var.
Við Gídeonfélagar munum allir
sakna Hjartar, sem við þökkum
allt samstarf að útbreiðslu hinnar
Helgu Bókar, Biblíunnar, sem
hefur orðið og verða mun hinni
íslensku þjóð til þeirrar bless-
unar, sem hún þarfnast framar
öllu að „Ieita Guðs ríkis og þess
réttlætis, þvf þá mun hún eignast
allt annað að auki“.
Þó að okkar söknuður sé mikill,
þá er söknuður eiginkonu hans og
sona og fjölskyldna þeirra þó
meiri. En huggun er það harmi
gegn, að Hann, sem heilög jól eiga
að minna okkur á með sérstökum
millí hinna 8 iðnaðarþjóða og 19
vanþróuðu þjóða, sem þátt tóku í
ráðstefnunni. Þetta gagnkvæma
vantraust leiddi til þess að sér-
fræðingar, sem undirbjuggu
stefnuna í september urðu að láta
ágreiningsefnin ganga til ráð-
herrafundarins, sem nú lætur þau
ganga aftur til sérfræðinganna,
sem hittast í janúarlok.
Bandaríkin og flest iðnríkin
vildu halda óbreyttu orðalagi yfir-
lýsingardraganna, sem gerð voru
í október, en Alsír ásamt nokkr-
um þróunarríkjum beitti sér fyrir
orðalagsbreytingum.
Komið var á fót fjórum nefnd-
um sem eiga að koma saman 16.
hætti, Frelsarinn Jesús Kristur,
sem kom í þennan heim til að
frelsa heiminn og til að upplýsa
hvern mann, eins og segir í
Jóh.guðspj., fór, samkv. því, sem
hann sjálfur sagði, burt að búa
þeim stað, sem honum vilja til-
heyra, og það hygg ég að Hjörtur
hafi gert af hjartans einlægni.
Blessuð veri minning hans.
Þorkell G. Sigurbjörnsson.
1 dag verður Hjörtur E. Guð-
mundsson forstjóri Kirkjugarða
Reykjavíkur borinn til grafar.
Hann fæddist þann 26. febrúar
1913 að Gljúfri í Ölvusi. Foreldrar
hans voru hjónin Guðmundur
Hjartarson frá Austurhlfð í
Biskupstungum og Sigrún Eiríks-
dóttir frá Miðbýli á Skeiðum.
Þegar foreldrar Hjartar fluttust
með eldri börnin vestur til
Amerfku, tóku þau Brynjólfur H.
Bjarnason, kaupmaður í Rvk. og
frú Steinunn, kona hans, Hjört til
sfn, þá eins árs gamlan, en Stein-
unn var föðursystir Hjartar.
Hann ólst því upp hér í miðborg-
inni við Aðalstræti hjá þeim
merku og kunnu hjónum.
Ungur gjörðist Hjörtur
lögreglumaður hér í borg og
gegndi því starfi um áraraðir, svo
að flestir eldri Reykvíkingar
þekktu hann í sjón eða af af-
spurn.
Ég á Hirti Guðmundssyni mikla
þakkarskuld að gjalda, fyrir
mikið og gott starf f Laugarnes-
söfnuði. Hann átti sæti í sóknar-
nefndinni um 20 ára skeið og var
formaður hennar mörg síðari
árin. Hann lét sér ákaflega annt
bæði um safnaðarstarfið og um
kirkjuhúsið ytra sem innra. 1 for-
mannstíð hans fékk kirkjan
nýjan, fallegan skírnarfont,
sömuleiðis nýtt eikaraltari með
þykkri fslenzkri grásteinsplötu.
Eins var um Ijósin f kirkjunni og
teppi á gólfum og heyrnarkerfið í
kirkjunni. Þetta var allt ýmist
fengið eða endurnýjað í for-
mannstíð Hjartar og ber allt vott
um samvizkusemi hans og smekk-
vísi í öllum greinum.
Hjörtur var maður hár og
herðabreiður, bjartur yfirlitum,
þéttur á velli og þéttur í lund og
mikill og hlýr heimilisfaðir.
Trúmaður var hann af hjarta og
mótaði það ævi hans og störf og
viðhorf öll — bæði til lífsins og
dauðans.
Sóknarnefnd og safnaðarfull-
trúi Laugarnessóknar, ásamt
undirrituðum, senda frú Eygló og
sonunum og öðrum ástvinum
öllum, innilegar samúðarkveðjur.
Garðar Svavarsson.
febrúar til að ræða orkumál,
hráefni, þróun og efnahagsmál.
Bandaríkin og Saudi-Arabía skipa
forsæti í orkumálanefndinni.
Bandaríkin og iðnríkin vildu
hafa yfirlýsinguna með almenn-
ara orðalagi en drögin eru, en
olfuframleiðsluríkin ásamt lönd-
um þriðja heimsins vildu
nákvæmara orðalag til þess að
geta bundið iðnríkin til viðræðna
um mál eins og viðhald á kaup-
getu hrávöruútflutningsþjóða, út-
flutning f tækni, efnahagsaðstoð
og annað.
Málamiðlunaryfirlýsingin
hljóðaði einfaldlega á þá leið að
háttsettir embættismenn frá
báðum hliðum myndu hittast
aftur í janúar til að endurskoða
álit nefndanna innan ramma
októberdraganna. Fulltrúar
þróunarlandanna kváðust túlka
þetta svo að drögin yrðu gerð
skorinorðari, en fulltrúar Efna-
hagsbandalagsrfkjanna og Banda-
ríkjanna sögðust leggja þann
skilning í að októberdrögin yrðu
óbreytt.
Hinn 8. október þ. á. átti ég 85
ára afmæli. Og hinn 3. nóvember
hélt stúkan Framtíðin fund, m.a.
mér til heiðurs og ánægju, að við-
stöddum börnum mínum sem
mætt gátu og tengdafólki, ásamt
stjórnarnefnd Grundar, en for-
stjóri Gísli Sigurbjörnsson hafði
undirbúið fundinn ásamt æt.
stúkunnar.
Á þessum fundi afhenti for-
stjórinn Framtíðinni veglega af-
mælisgjöf til mín og minningar-
gjöf um látna 2 stjórnarnefndar-
formenn Grundar, þá séra Sigur-
björn Á. Gíslason og Flosa
Sigurðsson, sem báðir voru félag-
ar stúkunnar ásamt mér.
Fyrir þessa frábæru rausn
þakka ég innilega, ekki einungis
forstjóra og stjórnarnefnd
Grundar, heldur og stúkunni og
öllum öðrum skyldum og vanda-
lausum, sem hlut áttu að máli, að
gera mér daginn alveg ógleyman-
legan með nærveru sinni og hlý-
legum ávörpum.
Ég endurtek þakklæti mitt til
ykkar allra og óska ykkur góðrar
og gleðilegrar jólahátíðar.
1 guðs friði. -
Jón Gunnlaugsson.
Orkumálaráðstefn-
an velti vandamál-
unum á undan sér