Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 27 Aðalfundur r Islenzka mannfræði- félagsins AÐALFUNDUR íslenzka mann- fræðifélagsins verður haldinn mánudaginn 29. desember 1975 í Norræna húsinu klukkan 18. For- maður ræður um mannfræðilega starfsemi síðastliðin ár. Tillögur um lagabreytingar. — Gosið Framhald af bls. 14 allt fram til ársins 1967, er hraun rann í eynni og tryggði tilveru hennar, en þá var sjór- inn nokkrum sinnum búinn að eyða vikur- og sandeyjum, sem myndast höfðu. Óþarfi mun vera að rifja upp síðustu tvö gosin, gosið í Heklu 1970 og í Heimaey 1973, þar sem þau eru fólki ennþá f fersku minni. Og svo er það gosið í Leirknúk, sem byrjaði 20. desember og enginn veit hvað úr verður. — Eldsumbrot Framhald af bls. 21 I gær, mánudag, héldu jarðskjálftarnir áfram víða á þessu svæði og gufuhveravirknin í gos- sprungunni við Leir- hnjúk hélt einnig áfram, hraunrennsli var ekkert, en þar sem gufuhvera virknin minnkaði urðu leirhverir virkir. — a.j. — Spánn Framhald af bls. 1 lækkun og nýju starfsmati, sem getur kostað marga þeirra vinn- una. Stóðu mótmælaaðgerðir þeirra í 2 klukkustundir og voru þær látnar afskiptalausar af lög- reglu. I bænum Pontevedra, sem er á landamærunum við Portúgal, söfnuðust um 1000 manns saman fyrir framan fangelsi bæjarins og kröfðust algerrar náðunar póli- tískra fanga. Þeim var dreift með friðsamlegum hætti. — Átti að sökkva Framhald af bls. 3 Kl. 13.23: Skipherrann á Galateu spyr Lloydsman hvort hann geti staðfest að Þór sé að sökkva, en Lloydsman segist ekki geta staðfest það. Eftir því sem þeir bezt sjái haldi Þór í átt til Seyðisfjarðar á hægri ferð og virðist ekki vera siginn í sjó. KI. 13.27: Lloydsman segir Galateu að Star Aquarius tilkynni minni háttar skemmd- ir hjá sér. Galatea spyr Lloydsman hvar Star Polaris hafi verið staðsettur þegar Star Aquarius hafi lent í árekstrinum við Þór og Lloydsman segir að hann hafi verið tveimur sjómílum utar og í engri hættu. Kl. 13.30: Galatea spyr Lloydsman hvort þeir hafi náð einhverjum myndum af atburðunum, en Lloydsman svarar því neitandi, — enginn um borð hafi verið með mynda- vél við hendina, en íslenzk flug- vél hafi verið yfir svæðinu og sennilega myndað atburðina. Einnig biður Galatea um full- komna skýrslu frá Lloydsman um atburðina og hún verði send á bylgju flotans. Þess ber að geta að við sjó- próf í máli þesju töldu allir, sem fyrir réttinn komu, að það hefðí verið ásetningur dráttar- bátanna að sökkva Þór, en einn stýrimannanna, Friðgeir Olgeirsson, fyrsti stýrimaður, taldi þó ekki að um ásetning hafi verið að ræða, þar sem Bretar hefðu þá siglt framar á skipið. Þeim mun framar sem ásigling hefði átt sér stað á Þór, þeim mun meiri hætta var búin skipi og áhöfn. — 3. umræða Framhald af bls. 18 fjárhæðar ætti að nota til að hækka bætur almannatrygginga. Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir tillögu um sjónvarps- bingó, framlagi til ferjubryggju á Vestfjörðum, styrk til námskeiða- halds til að hætta reykingum o.fl. Axel Jónsson (S) mælti fyrir nefndaráliti um heiðurslaun til listamanna. Þar var lagt til að listamennirnir Valur Gfslason, Ieikari, og Snorri Hjartarson, skáld, skipuðu bekk listamanna, er nytu heiðurslauna, i stað tveggja látinna listamanna, Gunnars Gunnarssonar, rithöf- undar, og Brynjólfs Jóhannes- sonar, leikara. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða — en til- lögur stjórnarandstöðu felldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.