Morgunblaðið - 23.12.1975, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
t SIGRlÐUR ÞÓRA TRAUSTADÓTTIR lést af slysförum þann 1 9 des. Jarðarförin verður ákveðin slðar. Jóna Gunnarsdóttir, Guðmundur Pétursson. Kristln Guðmundsdóttir. Trausti Þorleifsson, Sigrlður Benjamlnsdóttir, Þorleifur SigurSsson.
t Sonur minn, ÓLAFURG. JÓNSSON, lézt 21. þ.m. Margrét Gunnarsdóttir.
t Eiginmaður minn og faðir okkar lúðvIk jónsson meinatæknir, Hitúni 32. Keflavlk andaðist laugardaginn 20 des. 1 Landsspitalanum Guðrún Sæmundsdóttir og bömin
t Móðir okkar, JÓNFRfÐUR ELlASDÓTTIR fri Miðhúsum I Vatnsfjarðarsveit. andaðist 20 desember. Jarðarförin verður auglýst síðar Ámi Stefinsson, Arndls Stefinsdóttir, Kristln Stefinsdóttir, Pill Stefinsson.
t Móðir okkar MAGNEA EINARSDÓTTIR, fri Bræðratungu, Stokkseyri. andaðist á Borgarsjúkrahúsinu 18. des. Bömin.
Eiginmaður minn HJÖRTUR E. GUÐMUNDSSON, forstjóri, Hrlsateigi 27, Reykjavlk, sem lést I Landspitalanum fimmtudaginn 18. desember s.l., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju I dag þriðjudaginn 23. desember kl. 13 30 Þeim sem vilja minnast hans, er bent á K.F.U.M. eða Hjartavernd. Eygló V. Hjaltalln.
t Móðir min, tengdamóðir og amma GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, saumakona, Hrauntungu 33, Kópavogi sem lést 19. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29 desember kl 1.30. Sesselja Þorsteinsdóttir Einar Finnbogason og barnabörn.
t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi AÐALSTEINN NORBERG forstjóri andaðist 19 desember s.l. 1 Landspitalanum i Reykjavik Ása Norberg, Guðrún Norberg, Sigfús Sigfússon, Steinunn Norberg, Jón Birgir Jónsson, Ingibjörg Norberg. Birgir Rafn Jónsson. og barnabörn.
t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGURBJORG ÞORSTEINSDÓTTIR, Álfabyggð 24, Akureyri sem andaðist 1 5 des. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardag- inn 27. des. kl 10.30 f.h. Þórir Leifsson Kristjana Leifsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Þorsteinn Leifsson, Hrafnhildur Baldvinsdóttir, Þröstur Leifsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir barnaböm og systkini.
Þórður Guðmundsson
skipstjóri - Kveðjuorð
I Gerði nærri Akranesi fæddist
drengur er hlaut nafnið ÞÓrður.
Sjórinn átti eftir að heilla hann til
sfn, eins og svo marga aðra
Skagamenn, og því gerði hann
sjómennskuna að ævistarfi sínu.
Það starf átti eftir að gera nafn
hans þekkt langt út fyrir raðir
sjómanna.
I dag hefði þessi drengur orðið
80 ára, ef heilsa og líf hefðu leyft,
og við gömlu félagar hans hefðum
reynt að gera honum daginn
minnisstæðan. I þess stað mætum
við er útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag.
Þórður Guðmundsson fæddist á
Gerði í Innri-Akraneshreppi 23.
desember 1895. Foreldrar hans
voru hjónin Valgerður Jónsdóttir
og Guðmundur Brynjólfsson.
Þórður hóf sjómannsstarfið 1910,
þá 15 ára að aldri. Var hann á
ýmsum skipum frá Akranesi,
Reykjavfk og Hafnarfirði. Má lesa
um þann kafla ævi hans i bók-
inni Skipstjórar og skip. Þórður
gekk f Skipstjórafélag Islands
árið 1945. Hann kvæntist Maríu
Sigurjónsdóttur frá Bakkagerði f
Reyðarfirði 18. nóvember 1921.
Hún lést 27. desember 1958. Þau
eignuðust tvo syni, Sigurjón, sem
kvæntur er Sigrúnu Sigurðardótt-
ur og er búsettur f Reykjavík; og
Guðmund, sem kvæntur er Ester
Jónsdóttur, en þau búa á Sauðár-
króki.
Leiðir okkar Þórðar lágu fyrst
saman á gömlu Esju 24. febrúar
1931, með hinum landskunna
skipstjóra Ásgeiri Sigurðssyni. A
Esju sigldum við saman óslitið í 6
ár. Allan þann tíma var Þórður
bátsmaður. Hans starf var að sjá
t
Útför mannsins mins, föður okkar og afa
JÓNS B. HJÁLMARSSONAR,
prentsmiðjustjóra,
Brúnavegi 12,
fer fram laugardaginn 27. desember kl. 10.30 frá Dómkirkjunni.
Laufey Karlsdóttir,
Aðalheiður Jónsdóttir. Erlendur Björnsson.
Sigrlður Erla Jónsdóttir.
Hjálmar Jónsson
og barnabörn.
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma
ÁSTRÍÐUR S. SIGURÐARDÓTTIR
Grenimel 43
verður jarðsungin frá Dómkikjunni í dag þriðjudaginn 23. desember
(Þorláksmessu) kl 10.30.
Blóm vinsamlegast afbeðin Kristinn Gu8nason
Helga Kristinsdóttir, Ólafur Magnússon,
Ása Kristinsdóttir, Svavar Björnsson,
Ólafur Kristinsson, Auður Linda Zebitz
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR SIGURBJÖRNSSONAR
yfirtollvarBar
Ingibjörg Sigurðardóttir
Margrét Sigurðardóttir Sigurður Steingrlmsson
Ágústa Sigurðardóttir Sigurbjöm Pálsson
Guðbjörg Sigurðardóttir Heiðar Albertsson
Sigurbjörn Sigurðsson Ásgerður Pálmadóttir.
Sigrlður Ólöf Þóra Sigurðardóttir,
barnaböm
og aðrir aðstandendur.
Skrifstofa og verkstæði Kirkjugarða Reykjavíkur
VERÐA LOKUÐ
eftir hádegi 1 dag, þriðjudag, vegna jarðarfarar
HJARTAR E. GUÐMUNDSSONAR.
forstjóra
Kirkjugarðar Reykjavíkur.
LOKAÐIDAG
frá kl. 8 til kl. 1 vegna jarðarfarar
ÁSTRÍÐAR S. SIGURÐARDÓTTUR.
Kristinn Guðnason h.f.,
Suðurlandsbraut 20.
Lokað fyrir hádegi
í dag vegna jarðarfarar
ÁSTRÍÐAR S. SIGURÐARDÓTTUR.
Hverfiprent.
um allar vörur að og frá borði á
hinum mörgu höfnum, þar sem
skipið hafði viðkomu f hverri
hringferð. Þetta var mikið og erf-
itt starf, því sigling milli hafna
tók stuttan tíma, einkum á fjörð-
unum austan- og vestanlands, og
oft var tíminn milli hafna notaður
til þess að leggja vörur f stroffur
og með því var hægt að stytta
viðdvöl í hverri höfn. Vörur voru
losaðar helga sem rúmhelga daga,
jafnt á nóttu sem degi.
I bátsmannsstarfinu kom sér
vel hversu hraustur og þrekmikill
Þórður var, og stálminni er hann
var gæddur, létti honum starfið
við farmskrárnar, sem stundum
gátu verið erfiðar viðureignar. Á
siglingu umhverfis landið, í þann
tíð er við Þórður sigldum saman,
var öldin önnur en hún er í dag.
Vitar fáir og ljósmagn á þeim
lítið. Leiðar- og Iegumerkjum á
höfnunum mjög ábótavant. Því
var það mikil náðargjöf fyrir
vérðandi skipstjórnarmann að
hafa góða sjón og það var einn af
mörgum góðum kostum Þorðar.
Hann hafði fálkasjón.
Leiðir okkar Þórðar skildu
1937, en lágu svo aftur saman á
m/s Laxfossi fram til 1941. Síðar
urðum við enn samstarfsmenn er
Þórður gerðist hafnsögumaður
við Reykjavíkurhöfn árið 1952.
Úr því starfi fór hann vorið 1955
skipstjóri á hið nýja skip h/f
Skallagríms AKRABORG, og er
með hana þar til hann lætur af
störfum fyrir aldurs sakir. Fáir ef
nokkrir af samstarfsmönnum
mfnum, eiga jafn margbreytilega
sjómannsævi og Þórður. Hann
mun líka eiga met í þvi að hafa
flutt stóran hluta af íslensku
þjóðinni á fleyi sfnu milli Borgar-
ness, Akraness og Reykjavíkur.
Fyrir frábært starf hlaut hann
heiðursmerki sjómannsdagsins á
Akranesi 4. júnf 1961, og Riddara-
kross fálkaorðunnar 1964.
Fyrir nokkrum vikum heimsótti
ég Þórð, en hann dvaldi þá á
Vífilsstöðum vegna lungna-
þembu, er dró hann til dauða. Við
rifjuðum upp gamlar minningar
frá fyrri árum, og yljuðum okkur
við að upplifa atburði manndóms-
áranna og að síðustu var rætt um
ferðina, sem framundan er hjá
öllum, bara misjafnlega fljótt.
Þórður kvaðst ánægður að kveðja
jarðlífið og leggja á djúpið í þeirri
trú að betra tæki við i næstu höfn.
Ég vona að honum verði að trú
sinni og að stefnan sem hann tek-
ur leiði hann að lokum að fórskör
Frelsarans. Ég sendi sonum Þórð-
ar vinar míns og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Theodór Gfslason.
t
Móðir mln,
SIGRfÐUR FANNEY
GUÐMUNDSDÓTTIR,
frí Kolviðarnesi.
andaðist 20 þ.m.
Sigurveig Guðmundsdóttir.
Útfaraskreyllngar
blómouol
Groóurhúsió v/Sigtun simi 36770