Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 7 Nýlenduveldi 1 andarslitrunum f mánaðarritinu „Fréttir frá fslandi," sem gefið er út á ensku af tfmaritinu „lceland Review." birtist I nýútkomnu tölublaði forystugrein um land- helgismálið þar sem segir ma: „f fyrsta skipti I sög- unni hefur fsland sent kæru til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna vegna aðgerða Breta. f fyrri þorskastriðum gerðist ýmislegt á fiskimiðunum en þeir atburðir voru þó ekki eins ögrandi og nú og á andstæðingurinn þó að heita bandamaður okkar. Þrátt fyrir mikinn alþjóð- legan stuðning við 200 i milna lögsögu hefur Bret- land gripið til valdbeit- ingar i þriðja sinn frá 1958 til verndar togurum sinum. Bandarikin, Kanada, Mexikó, Noregur og fleiri riki og jafnvel einnig Bretland, munu bráðlega taka upp 200 milna fiskveiðilög- sögu. Brezkir fiskifræð- ingar eru i grundvallar- atriðum sammála islenzk- um visindamönnum um, að það verði að draga stórlega úr afla nú til þess að koma i veg fyrir hrun aflans siðar. Bersýnilegt er að beina verður hluta fslenzka veiðiflotans, sem er mjög þýðingarmikill fyrir efnahagslif lands- manna, að öðrum veiðum en þorskveiðum. en þetta skiptir Breta engu máli. Bretland hefur sent til fs- lands flotann, sem einu sinni réð hafinu, til þess að taka i lurginn á fslend- ingum. Andstæðingurinn hefur komið fram af meiri ruddaskap en áður. Hroki brezkra samningamanna hefur verið mikill, fréttir hafa verið falsaðar, jafnvel f brezka útvarpinu BBC, og nú hafa brezkir dráttarbátar að ásettu ráði siglt á islenzkt varð- skip, ekki á umdeildu haf- svæði heldur innan viður- kenndrar fjögurra milna lögsögu fslands. Rikis- stjórn Bretlands hefur sýnt, að hún hefur ekkert lært af mistökum fyrri ára þegar ihaldsmenn voru við stjórnvölinn. Fram- ferði Breta er sigilt dæmi um viðbrögð nýlenduveld- is. Við erum fámenn þjóð, sem viljum lifa i friði en stöndum frammi fyrir aðil- um, sem hafa bersýnilega ekki gert sér neina grein fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á siðustu timum og i fyrirsvari fyrir þessum aðgerðum er Verkamannaflokkurinn i Bretlandi, sem eitt sinn gaf nýlendunum frelsi. En timinn vinnur með okkur, nýlendukúgun heyrir til liðinni tið. Jafnvel þótt Bretar mundu gjarnan vilja drepa siðasta þorsk- inn hafa þeir ekki úthald til þess. Við unnum tvö sfðustu þorskastrið og nýlenduveldið brezka er i andarslitrunum." Þessi skelegga forystu- grein birtizt i fréttablaði sem kemur fyrir augu margra útlendinga og er vissulega ástæða til þess að við notum hvert tæki- færi, sem gefst til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Ásiglingar Breta i sfðasta þorskastriði kom það smátt og smátt i Ijós, að markmið brezku dráttarbátanna, sem þá voru á fslandsmiðum, var beinlinis að skemma Islenzku varðskipin svo mjög með ásiglingum, að þau yrðu meira og minna bundin við bryggju meðan á við- stæði, og gætu þvi lit- ið sinnt þvi verkefni að stugga við brezkum togur- um við ólöglegar veiðar. Bersýnilegt er, að baráttu- aðferðir Breta eru hinar sömu nú. Þeir láta sér ekki nægja að beira frei- í gátum og dráttarbát- um til þess að halda- Islenzkum varðskip- | um frá togaraflotan- um brezka. Bardagaað- ferðir þeirra eru mun I árásarkenndari og ber- sýnilegt, að þeir nota hvert tækifæri til þess að sigla á islenzk varðskip I þvf augnamiði að valda svo miklum skemmdum á þeim, að þau verði að fara f langar viðgerðir. Versta dæmið um þetta er að sjálfsögðu aðförin að Þór úti fyrir mynni Seyðis- fjarðar en siðustu atburðir frá miðunum staðfesta, að þessar eru aðferðir Breta. Hér er að sjálfsögðu um mjög alvarlegt athæfi af Breta hálfu að ræða og islenzk stjómvöld hljóta að ihuga mjög vandlega hvemig við á að bregðast. Aðfarir Breta eru ótrúlega ögrandi og benda ekki til þess, að þeir hafi minnsta áhuga á samningum eða viðræðum við fslendinga. Ritsafn Bólu-Hjálmars Hjálmar Jónsson frð Bólu: RITSAFN I,—III. Isafold. Rvfk 1975. BÓLU-HJÁLMAR fæddist við EyjafjOrð og hvarf ekki þaðan fyrr en tuttugu og fjögurra ára og þá vestur í Blönduhlíð f Skagafirði. Þar átti hann svo eftir að lifa og yrkja hálfa öld og nokkrum árum betur. Ekki bjó hann lengst í Bólstaðar- gerði — stytt í Bólu — sem hann var síðar kenndur við heldur á Minniökrum i sömu sveit. Við Bólu mun hann hins vegar kenndur fyrir þá sök að á búskaparárum sfnum þar varð hann ýmissa hluta vegna þekkt- ur maður þar um slóðir. Þjóð- kunnur mun hann tæpast hafa orðið fyrr en síðar. Svo er talið að Hjálmar hafi komist best af, efnalega, þegar hann bjó, ungur bóndi, á Nýja- bæ, langt inni í Austurdal. Þar má enn líta bæjarrústir. Annars var Hjálmar alla tíð fá- tækur. Og andaðist í beitarhús- um! Hjálmar lifði ekki að sjá kvæði sín prentuð á bók. Það var þó í undirbúningi þegar hann dó. Nú er hvort tveggja kveðskapur hans og laust mál, komið út í fallegri heildarút- gáfu. Þannig snýst heimsins gæfuhjól stundum f vil eftir dauðann. Hjálmar stendur vissulega nokkuð sér á parti meðal ís- lenskra nítjándu aldar skálda. Aldri sfnum samkvæmt hefði hann átt að yrkja um kappa og kvenhetjur í fornöld ellegar bændabýlin þekku undir sól- roðnum fjöllum. Og fallegar, rjóðar og prúðar heimasætur með ljóst hár og skotthúfu, barmafullar af hreinni ást á guði, kónginum, landinu og unnustanum. Nei, Hjálmar orti ekki þannig. íþrótt hans stóð á göml- um merg alþýðukveðskapar og var sprottin beint upp úr dag- legri lífsbaráttu sem var hörð; óþarfi að taka það fram. Að upphafi hagyrðingur, síðan skáld — þannig þróaðist skáldferill hans. Hjálmar var skarpgreindur, skapmikill, fljótur til, kerskinn. Gleymum hinu síðast talda. Merguð staka um til að mynda kvensaman prest flaug út um borg og bý, Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ^ Bólu-Hjálmar var lærð, framkölluð á skermi hugans um allar jarðir. Skáldið hlaut hvorki lof né ritlaun fyrir vikið (nema sfður væri). Og enga frægð í nútimaskilningi. En upp frá því var tilvist þess staðreynd. Enda þótt Hjálmar gerðist ekki rómantískt skáld að hætti jafnaldra sinna hafði nftjánda öldin sfn áhrif á hann, hjálpaði honum, hann vissi af henni, efldist að metnaði og vand- virkni, varð þjóðskáld. Þegar hann hvarf af sjónarsviðinu, gamall og saddur lífdaga, var að koma fram ný bókmennta- stefna, nýir menn sem tóku ádeilu hans eins og kærkomnu framlagi til sfns málstaðar, sinnar stefnu; báru minning hans fram til fullrar og óskoraðrar viðurkenningar. Furðulegar eru krókaleiðir frægðarinnar. Þegar augum er rennt yfir ævi og lífsstarf Hjálmars, basl hans I Skagafirði og heimsóknir vestur yfir Vatnsskarð á efri árum þar sem hann þá greiða fyrir skemmtun, blasir við þessi mynd sem margur hefur til þessa dags tekið á móti og fest sér i minni gagnrýnislaust: Skagfirðingar, en einkum þó Blöndhliðingar, voru svíðingar og kunnu ekki að meta skáld. En Húnvetningar voru góðir. Kannski var málið ekki svo ein- falt. Hitt er einfalt mál að Hjálmar var einn þeirra mörgu sem féllu ekki — alls ekki — inn í það þjóðlífsmynstur sem sveitasamfélagið gamla bauð upp á. Hann var á rangri hillu. t samfélagi þar sem allir búa eins má enginn vera öðru vísi. Það getur kostað æruna. Hin nýja heildarútgáfa Isa- foldar skiptist þannig. Fyrst eitt bindi með kvæðum Hjálmars, síðan annað með rím- um. Loks eru f hinu þriðja þjóð- sögur hans og fáein bréf ásamt ágætri ævisögu eftir umsjónar- mann útgáfunnar, Finn Sig- mundsson, alls á fjórtánda hundrað blaðsíður. Við fyrstu sýn undrar mann mest hversu mikið liggur eftir Hjálmar. Þegar öllu er á botn- innhvolfthefur eftirtekja hvers árs ekki verið giska rýr, öðru nær. Þó þetta sé ekki fyrsta stórútgáfan af verkum Hjálmars hefur hann hingað til verið kunnur af tiltölulega fáum úrvalskvæðum. Almennir lesendur hafa að sönnu vitað að mikið magn liggur eftir hann, t.d. að hann orti rímur. En sára- fáir hafa lesið þær. Á því sviði — og á þvf einu (það er að segja sem rímnaskáld) varð Hjálmar á eftir tímanum. Eigi að sfður skyldi maður gefa sér tíma til að lesa rfmur Hjálmars. Satt er það að við getum tæpast lesið þvilík verk nú með sama hugarfari og baðstofu- og kvöld- vökufólk fyrr á tíð. Einmitt það sem áður þótti svo æsi- spennandi í rímunum kemur manni kómískast fyrir sjónir nú. Allt um það gegnir sama máli um margar rímur — þar með taldar rímur Bólu-Hjámars — og t.d. Passíusálmana og Vfdalínspostillu að þær búa yfir ærinni lffspeki. t man- söngvunum (sem oftast mun þó hafa verið sleppt þegar rfmur voru kveðnar á kvöldvökum) afklæddust skáldin frammi fyrir alþjóð og sýndu nakinn veruleikann, lýstu kjörum sín- um, tilfinningum, viðhorfum; og aldarfari almennt. í upphafi Perusar rfmna Framhald á bls. 27 Parið flytur 1 stærra húsnæði I nóvembermánuði s.l. flutti tískuverslunin PARIÐ í nýtt hús- næði að Hafnarstræti 15 en þar var áður til húsa verslunin Elling- sen. Þetta nýja húsnæði er stórt og rúmgott og hefur verslunin PARIÐ þar á boðstólum meira vöruúrval en áður fyrir dömur, herra og börn. Einnig hefur PARIÐ á boðstólum mikið úrval af tækifærisfatnaði en verzlunin hefur einkaumboð hér á landi fyrir fatnað frá fyrirtækinu DERES í Kaupmannahöfn. Inn- réttingar í versluninni eru með mjög nýstárlegum hætti en þær eru gerðar úr léttum rörum, sem hægt er að færa eftir vild. Þessi mynd var tekin i verslunini og fremst á henni sjást eigendurnir Elisabet Guðmundsdóttir (t.v.) og Henný Hermannsdóttir. „Aldnir hafa orðið” — bók skrásett af Erlingi Davíðssyni „ALDNIR hafa orðið“ nefnist bók, sem Erlingur Davíðsson hefur skráð. Eru þar frásagnir sex karla og einnar konu, sem komið hafa við sögu á síðustu áratugum, en aldurinn færist nú yfir. Þeir, sem rætt er við í bókinni eru: Björn Axfjörð, Eysteinn Jónsson, Grímur Valdimarsson, Guðmundur Frfmann, Jón Friðriksson, Zophonias Jónasson og Þorgerður Siggeirsdóttir. Á kápusíðu segir m.a.: „Þetta fólk er úr ólíkum jarðvegi sprottið og vettvangur starfsins fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frásagnir þess spegla liðna tíma, sem i fljótu bragði virðast orðnir svo fjarlægir, vegna hinna öru breytinga á flestum sviðum hins daglega lífs á okkar öld.“ Bókin er 304 bls. að stærð. Út- gefandi er Skjaldborg sf. „Konan frá Vínarborg” — bók um ævintýri Maríu Juttner „KONAN frá Vfnarborg" nefnist ný bók eftir Erling Davfðsson, „ótrúleg en sönn ævintýri lista- konunnar Marfu B. Jiittner'*. „Ævintýrin í þessari bók eru öll sönn, þótt sum þeirra séu ótrú- leg,“ segir á kápusíðu. „Sögu- hetjan, dr. Maria Bayer Jtittner er einlæg kona og opinská i öllum frásögnum. Ævintýrin eltu hana frá barnæsku og mörg þeirra eru hreinar perlur." Dr. María Jtittner er há- menntuð tónlistarkona frá Austurríki. Hún lifði af hörm- ungar tveggja heimsstyrjalda, varð fjallgönguhetja og fiðluleik- ari, en síðar lá leiðin til tslands og var hún um tíma kennari við Tón- listarskóla Akureyrar. Bókin er 176 bls. að stærð. Ut- gefandi er Skjaldborg á Akureyri. með ÚTSÝN í GLÆSIBÆ 1. janúar 1976 Ferðaskrifstofan Utsýn og Veitingahúsið Glæsibæ halda 2. nýárshátfð sína f VEITINGAHÚSINU GLÆSIBÆ 1. janúar n.k. SÖNGKONAN: JONI ADAMS ásamt hljómsveit Hermanns Wegewijs skemmta Ásar leika fyrir dansi. Ósóttar pantanir seldar f dag eftir kl. 14.00 f Ferðaskrifstofunni ÚTSÝN FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.