Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 3 Þór klippti á víra jólasveinsins!!! SKÖMMU fyrir jól fór brezka frei- gátan Lowestoft á fslandsmið til þess að vernda brezka landhelgisbrjóta. Aðmírállinn, Sir Anthony Troup, gaf við brottför skipsins áhöfninni heljar- stóra jólatertu, sem samkvæmt upplýsingum brezka sjóhersins vó 10 kg. Á kökunni er jólasveinninn á sleða og er hann dreginn af tveimur hrein- dýrum. Varðskipið Þór er nýbúið að klippa á báða tauma jólasveinsins og er komið út á eitt hornið á kökunni. Þá fékk áhöfnin á Lowestoft einnig jóla- tré sem sést á efri myndinni svo að hún gæti haldið jól úti fyrir fslands- ströndum. Ekki er Ijóst hver hefur gætt sér á varðskipinu á jóladag, en haft er fyrir satt að það hafi verið yfirmaður freigátunnar og hafi hann notið bragðsins vel og lengi. Morgun- blaðið fékk myndirnar sendar frá brezka flotanum. Nöfn nýju búðanna í Þor- lákshöfn enda öll á „berg” Bakaríið á staðnum fær ekki að selja mjólk Þorlákshöfn 29. des. TVÆR verzlanir og bakarí voru nýlega opnuð f Þorlákshöfn. Heita verzlanirnar Valberg og Háberg og bakarfið Brauðberg. Hinn 3. október s.l. opnuðu þær frú Bryndís Kristinsdóttir og frú Ólöf Kristmundsdóttir verzlun sína Valberg á Knarrarbergi 2 í Þorlákshöfn. Þar er á boðstólum fatnaður fyrir börn og fullorðna, hannyrðavörur, snyrtivörur og fleira og fleira. Hinn 18. desemb- er var opnuð ný matvöruverzlun, verzlunin Háberg á Selvogsbraut 43. Framkvæmdastjóri hennar er Hörður Bjartmarsson á Lýsubergi 10. Verzlunin er i nýju húsnæði sem byggt var með það fyrir aug- um að þjóna sem bezt hlutverki sfnu sem verzlunarhúsnæði. Kjöt- iðnaðarmaður vinnur þarna því góð tæki til kjötvinnslu eru á staðnum og góðar kæligeymslur. 1 sama húsi var opnað þennan dag bakaríið Brauðberg. Bakarinn heitir Guðmundur P. Jónsson, Lýsubergi 10. Verzlunin og bakaríið eru mið- svæðis i þorpinu, en það var orðið æði langt fyrir þá sem vestast búa í einu matvöruverzlunina sem hér Framhald á bls. 27 Grindavíkurkirkju færðar stórgjafir TÓMAS Þorvaldsson forstjóri f Grindavfk afhenti kirkjunni þar 1 millj. kr. að gjöf rétt fvrir jólin í tilefni farsæls samstarfs eigenda fyrirtækisins Þorbjörns h.f. s.l. 22 ár, bæði til sjós og lands, en gefendur auk Tómasar eru Hulda Björnsdóttir, Sigurður Magnússon, Kristinn Ólafsson og Sæmundur Sigurðsson. Á s.l. rúmu ári hafa eftirtalin fyrirtæki gefið höfðinglegar gjaf- ir til kirkjunnar: Fiskimjöl og lýsi 1 millj. kr. Arnarvík h.f. eitt hundrað þús. kr., Kvenfelag Grindavíkur 1. millj. kr., ónefnt fyrirtæki gaf 1/2 millj. kr. vegna mannbjargar af skipi fyrirtækis- ins, en skipið fórst á s.l. vetri. Þá lagði Grindavíkurbær fram 3 millj. kr. til kirkjunnar á þessu ári. Happdrætti Grindavíkurkirkju gaf af sér 1 millj. kr., en áður hafa félög og einstaklingar gefið veru- legar upphæðir til kirkju- byggingarinnar. Bæjarbúar hafa sýnt mikinn áhuga sinn í verki með sjálfboðavinnu, svo og Lions- klúbburinn, fyrirtæki hafa lánað bíla sína og ökumenn þeirra ekið öllu efni í lóð kirkjunnar og gefið vinnu sína, en mikill áhugi er á að Ijúka byggingunni sem fyrst. Ekki hefur enn þurft að taka nein lán vegna framkvæmdarinnar, en nú er búið að fullsteypa kirkju- húsið. Eftir er að byggja safnaðar- heimilið og turn kirkjunnar, en lokið er við grunnplötu. Samtímis þessum framkvæmdum hefur kirkjugarðurinn að Stað í Grind- vík verið stækkaður um 1600 ferm ásamt hleðslu kirkjugarðs- ins. Stækkun garðsins mun hafa kostað um 2 millj. kr. Öllum fram- kvæmdum við kirkjubygginguna hefur stjórnað með mestu prýði ðlafur Sigurðsson múrara- meistari og formaður- byggingar- nefndar Grindavíkurkirkju. — Guðfinnur. C1 ••• 1 • A* ðmjorbirgoir í lágmarki FYRSTU 10 mánuði þessa árs tóku mjólkursamlögin á móti 98.073.307 kg af mjólk og er það 3,1% minna magn en á sama tfmabili árið 1974. Á þessum tíma hefur orðið veruleg aukning á sölu mjólkur eða tæplega 3 millj. ltr. og nemur aukningin 7,5% Skyrsala hefur dregizt nokkuð saman, eða um 2,7% en meðal- neyzla á hvern íbúa var 0,65 kg á mánuði fyrstu 10 mánuði þessa árs. Verulegur samdráttur hefur orðið í neyzlu smjörs en fram- leiðsla þess hefur minnkað um 12,5% á árinu. Meðalsala á mánuði var 126 smálestir og er það 32% minni sala en i fyrra. Meðalneyzla smjörs á hvern íbúa landsins í ár verður rétt um 7 kg. Af mjólkurosti voru framleiddar 1.805 smálestir, þar af fara til sölu Framhald á bls. 27 (irkjuhús hinnar nýju kirkju í Grindavik. Ljósmynd Mbl. Guðfinnur. tlokk Smamiðohi Kveðjið árið rtiomidahappdr.vtti ■kauða ■ KROSSINS flok 1975 + 25 ppd rauða KROSSINS + 2 5 ÍF 1975 Smamidahappdr.vtti ■rauda ■ KROSSINS veró kr. 25 + Smámi ðahappdrættinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.