Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2n«r0tmbUibit> ALGLYSINGASIMIN'N ER: 22480 JftUrgunbfobib ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 4 menn í gæzluvarð- haldi grunaðir um morð Arekstur Týs og Andromedu á sunnudagsmorguninn. Myndin er tekin um borð i freigátunni af árekstrinum, send með loftskeytum frá freigátunni og sfðan sfmsend frá London til Reykjavfkur f gærkvöldi. Þess vegna eru myndgæði ekki eins og bezt verður á kosið. Brezka varnarmálaráðuneytið dreifði myndinni f gær og segir, að myndin sýni hvernig áreksturinn hafi verið óhjákvæmilegur. (Sjá frétt á bls. 2) 2—3 þúsund lestir af saltfiski til Portúgals FJORIR ungir menn sitja nú I gæzluvarðhaldi grunaðir um að vera valdir að hvarfi ungs manns fyrir tæpum tveimur árum Guðmundar Einarssonar, Hraun- prýði í Blesugróf, en hann sást sfðast f Hafnarfirði að- fararnótt 27. janúar 1974. Mikil leil var gerð að Guðmuhdi á sfnum tfma en hún var árangurs- laus og hefur ekkert til hans spurzt. Guðmundur var 18 ára gamall þegar hann hvarf. Rann- sóknarlögreglan f Reykjavfk hefur unnið stöðugt að rannsókn þessa máls f rúman mánuð. Fyrsti maðurinn af fjórum var úrskurð- aður f gæzluvarðhald 12. desem- ber og þá vegna gruns um að hann hefði svikið 950 þúsund krónur út úr Pósti og sfma eins og fram hefur komið hér í blaðinu, en hinir þrfr voru úrskurðaðir f gæzluvarðhald á Þorláksmessu. Rannsóknarlögreglumennirnir Eggert N. Bjarnason, Sigurbjörn Víðir Eggertsson og örn Höskuldsson, aðalfulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur, hafa annazt rannsókn þessa máls. Þeir tjáðu Morgunblaðinu í gær að á þessu stigi væri hægt að segja það eitt að grunur léki á því að dauða Guðmundar hefði ekki borið að með eðlilegum hætti, og væri rök- studdur grunur um að fjór- menningarnir væru valdir að hvarfi hans. Um aðra þætti máls- ins, t.d. hver væri ástæðan fyrir hvarfi Guðmundar vildu þeir ekk- ert tjá sig. Þeir sögðu að yfir- heyrslum yrði haldið áfram af fullum krafti en játning mann- anna liggur ekki fyrir. Mennirnir fjórir sem sitja í gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, hafa allir komið við sögu lög- reglunnar áður. Tveir þeirra voru úrskurðaðir f allt að 90 daga Guðmundur Einarsson. SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk- framleiðenda gekk í gærmorgun frá sölu á milli 2000 og 3000 lesta af blautverkuðum saltfiski til Portugals, og ennfremur 500 lesta af þurrfiski. Tómas Þorvaldsson stjórnarfor- maður S.I.F. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að samninga- umleitanir við Portúgali hefðu staðið yfir í nokkurn tíma. Með þessari blautfisksölu væri búið að selja alla blautfiskframleiðslu þessa árs, og framleiðslan yrði að líkindum heldur meiri en í fyrra. Gert er ráð fyrir að þessum fiski verði afskipað á næstu dögum og vikum. Tómas sagði aðspurður, að um tíma hefði verð á saltfiski staðið í stað á hinum ýmsu mörkuðum, en nú hefði hins vegar orðið örlítil hækkun sums staðar, en annars staðar væri allt í sama farinu. Hann kvað það vera erfitt að losna við þurrfiskinn, bæði í Framhald á bls. 27 Nýtt fisk- verð í dag? YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar kl. 17 f gær til að ræða fiskverð fyrir janúarmánuð. Samkvæmt upplýsingum Sveins Finnssonar, fram- kvæmdastjóra Verðlagsráðs- ins, var ætlunin að reyna að ná samkomulagi I gærkvöldi, en þó mætti allt eins búast við að nefndin lyki ekki störfum fyrr en I dag. Hættulegt sprengiefni í umferð UM JÓLIN var brotizt inn í geymsluskúr hjá verktaka, sem hefur aðsetur á Kársnesi I Kópa- vogi. Þar var stolið dýnamiti og hvellhettum, ótilgreindu magni. Einnig var stolið sprengihnöllum og mæli. Kópavogslögreglan hefur beðið Mbl. að vekja á því athygli, að hvellhetturnar eru mjög hættu- legar og geta meðal annars sprungið af sjálfsdáðum t.d. ef farið er með þær undir háspennu- línur. Það eru því tilmæli lögregl- unnar í Kópavogi, að hver sá sem getur gefið upplýsingar um inn- brot þetta eða telur sig hafa ástæðu til að ætla að hann hafi upplýsingar sem að gagni mættu koma, hafi strax samband við lög- regluna enda getur þarna verið um hluti að ræða, sem eru lífs- hættulegir þeim sem hafa þá und- ir höndum og öðrum sem nálægt þeim eru. gæzluvarðhald. Þeir eru 20 ára og 24 ára. Einn var úrskurðaður í 45 daga gæzluvarðhald og annar í 30 daga gæzluvarðhald Þeir eru báðir tvítugir. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir á hverjum ein- asta degi síðan þeir voru settir f gæzlu og hafa yfirheyrslur stund- um staðið langt fram á nótt. Grunur leikur á því að þeir hafi fleira á samvizkunni en þetta mannshvarf, en það er lang alvar- legasta málið. M.a. munu þeir hafa brotizt inn í Sundaskála El og einn þeirra var þátttakandi í svikunum út úr Pósti og síma, eins og minnzt vat á að framan. Sá sami mun einnig vera viðriðinn mikið fíkniefnasmygl á dögunum. Mennirnir eru allir Reykvíkingar. Eins og fyrr greinir hvarf Guðmundur Einarsson aðfarar- nótt sunnudagsins 27. janúar 1974. Hann hafði kvöldið áður ætlað á dansleik f Alþýðuhúsið í Hafnarfirði og var talið að síðast hefði til hans sézt nokkru eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags- ins og hefði hann þá verið á gangi á götu í Hafnarfirði ásamt öðrum pilti. Talið var líklegt að hann hefði ætlað að ganga heim til sín og var því gerð mjög víðtæk leit á svæðinu frá Hafnarfirði að Blesu- gróf en öll leit var árangurslaus. „... hvertþó í logandi, hér kemur einn fiörugur” „ÞETTA gengur svona sinn vana gang hjá okkur, þetta hristist og skelfur annað slagið eins og við séum úti á rúmsjó," sagði Ingunn Kristinsdóttir húsfreyja f Kelduneskoti f sam- tali við Morgunblaðið sfðdegis f gær, en hún féll f eldhúsgólfið þegar snarpur jarðskjálfta- kippur reið þar um hlöð f gær- morgun. „Þeir voru tveir snarp- ir í morgun," hélt hún áfram. en verstur var hann þó 10 mfn. fyrir kl. 6 á aðfangadag. Ann- ars féll ég við í morgun vegna þess að ég náði ekki að grfpa f neitt þegar húsið fór á ferð og gekk svo ákaflega fallega til. Þetta hefur verið svona að undanförnu eins og þið hafið heyrt í fréttum. Það sér þó ekki á húsinu hjá okkur eftir þetta og er það þó orðið um 55 ára gamalt og með elztu húsum hér. Mörg hús hafa þó látið á sjá með sprungumyndun og vfða hafa smásprungur opnazt f jörðina. Vatnið í heimtaug hjá mér lækkaði það mikið að það varð að færa pfpuna til.“ „Þú hefur ekki meitt þig við fallið.“ „Það segi ég þér ekki. Þó ég væri brotin myndi ég ekki segja frá þvf, kannski kalla það gamalmennagigt. Nei, nei, við erum farin að venjast þessu, þetta var verst fyrstu tvo sólar- hringana. Já, bfddu við, hér kemur einn, ekki mikill en gerir þó vart við sig. Hvert þó f logandi, ég sit hér á stólnum og held mér í vegginn. Það var einn dálftið fjörugur að fara hér um, maður er farinn að byrja að sjóast." Gunnar Indriðason f Lindar- brekku tjáði Mbl. að snarpasti kippurinn um morguninn hefði mælzt 4,8 stig og hefði sá verið ands... slæmur. Hitt væri þó merkilegt hvað það slvppi varð- andi skemmdir á húsum f þess- um gauragangi. Hann kvað fólk hafa haldið að farið væri að draga úr þessu f fyrrinótt, en þá tóku hrinurnar sig upp aftur með morgninum, þrfr alisnarp- ir milli 8 og 9 og þannig væri þetta lullandi meira og minna. Jón Ulugason f Reykjahlfð kvað heldur meiri skjálfta koma fram á mælum en daginn áður, en þetta væru svona ein- staka kippir. Hann kvað það nú staðfest af Guttormi Sigbjarn- arsyni að svæðið við austur- strönd Mývatns hefði hækkað um allt að 10 sm, en þó hefði það lækkað aftur um 1—2 sm. Jón kvað vel fylgzt með öllum breytingum á þessu svæði. f---------------------------------------------------' Símaspjall við Ingunni í Kelduneskoti sem féll á eldhúsgólfið í jarðskjálftahrinu v.__________________________________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.