Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1975, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1975 10 Minning: Aðalsteinn Norberg umdœmisstjóri Fæddur 26. janúar 1917. Dáinn 19. desember 1975. „Mjök erum tregt tungu at hræra“. Þessi forna ljóðlína kemur ósjálfrátt í hugann, er vió andlát góðs samferðarmanns slitna bönd sannrar og föiskva- lausrar vináttu. En mikill styrkur er það við slíkan atburð, þegar vinahópurinn er svo stór, að við getum mörg tekizt í hönd og styrkt hvert annað í mótlætinu. Þannig er það í ríkum mæli, þegar við þögul drjúpum höfði við andiát Aðaisteins Norberg. Hann var einn þeirra manna, sem var hugljúfi þeirra, sem honum kynntust. Hann var viðmótsþýður glaðsinna, skilningsríkur og bjart- sýnn. Hann var ávallt boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda. Fólki þótti því gott að leita til hans, enda gerðu það margir. Á vinnustað sneri fólk sér til hans með vandamál sín óhikað og æði oft, hvort sem þau tilheyrðu starfssviði hans eða ekki. Og alltaf reyndi hann að finna lausn og ráðleggja eftir þvi sem kostur var og fór fólk jafnan sáttara við sinn hlut af fundi hans. Menn fundu meira fyrir vináttu og góð- vilja en embættislegri framkomu. Aðalsteinn Norberg var fæddur að Kaupangi Eyjafirði 26. jan. 1917. Foreldrar hans voru Ingi- björg Sveinsdóttir og Theodór Vilhjálmsson Bjarnar, en hann ólst u'pp hjá frænda sínum Einari Helgasyni garðyrkjustjóra og konu hans Kristínu Guðmunds- dóttur. Aðalsteinn átti þrjú hálf- systkini: Sigríði Bjarnar gift Hall- dóri Jónssyni, Guðnýju 'Bjarnar gift Arna Björnssyni lækni og Vilhjálm Bjarnar tannlækni í Svi- þjóð giftur sænskri konu. Einn fósturbróður átti Aðalsteinn, Eirik Einarsson arkitekt, sem er iátinn. Aðalsteinn lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og stundaði tækninám í Þýzkalandi frá 1937 til 1939. Vann um skeið við niður- suðuiðnað o.fl. bæði sjálfstætt og hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, en réðst til Landssíma íslands árið 1947 og starfaði þar siðan. Arið 1941 þann 17. maí kvæntist Aðalsteinn Ásu dóttur hjónanna Steinunnar og Carls Berndsen kaupmanns á Skaga- strönd og áttu þau gott og fagurt heimili. Þrjár eru dætur þeirra hjóna, Guðrún gift Sigfúsi Sigfús- syni forstjóra, Steinunn gift Jóni Birgi Jónssyni yfirverkfræðingi og Ingibjörg gift Birgi Rafni Jóns- syni forstjóra. Og barnabörnin eru orðin átta. Aðalsteinn var góð- ur heimilisfaðir og er mér kunnugt um það, að hann bar mikla umhyggju fyrir heimili sinu og fjölskyldu og afabörnin voru honum kær. Við erum orðin mörg, sem kynnst höfum Aðalsteini í starfi og ekki óeðlilegt i jafn fjölmennri stofnun og Póstur' og simi er og hann búinn að vinna í stofnun- inni nær 30 ár. Aðalsteinn var fulltrúi á aðalskrifstofu Lands- símans til ársins 1961, en þá voru gerðar allmiklar skipulagsbreyt- ingar á stofnuninni. Póstur og sími var sameinaður í eina stofnun og tekin upp breytt deildaskipting. Voru starfsmannamálin sam- einuð i eina deild innan Hag- deildar og varð Aðalsteinn þá yfirmaður starfsmannadeildar, áður hafði hann m.a. með starfs- mannamál Landssímans að gera, en oft vann hann ýmis tilfallandi verkefni fyrir póst- og simamála- stjóra. Samvinna okkar Aðal- steins var mjög náin. Honum þótti vænt um starf sitt, því fylgdu mikil samskipti við starfsfólkið og var því oft til hans leitað. Kynntist ég þá vel, hve mikinn áhuga hann hafði á því að geta leyst farsællega úr öllum málum og leiða þau til lykta á þann veg að allir gætu vel við unað. Var hann ótrúlega fundvís á þær leiðir, sem til lausnar horfðu. Arið 1968 tók Aðalsteinn við starfi ritsímastjóra og gegndi því til ársloka 1974. En þá var gerð sú skipulagsbreyting, að staðan var lögð niður, en stofnuð staða umdæmisstjóra I, sem var miklu umfangsmeira starf og gegndi hann þeirri stöðu til dauðadags. Frá því Aðalsteinn tók við starfi ritsímastjóra átti hann sæti í póst- og sfmamálastjórninni. í yfir- mannsstöðum var Aðalsteinn sama Ijúfmennið. Hann var virtur og vel liðinn af starfsfólki sinu. Ávallt var sæti vel skipað þar sem Aðalsteinn var. Hann óx með við- fangsefnunum og valdist því til starfa þar sem þurfti að velja traustan og áreiðanlegán mann. Það var fjarri Aðalsteini að berast á, en hann lagði gott til mála og á hann var hlustað og tillit til hans tekið. Aðalsteinn tók allmikinn þátt í félagsmálum. Hann átti sæti í stjórn Félags ísl. símamanna um langt skeið, sat í Starfsmannaráði Landssímans fyrir félag sitt og fyrir stofnunina frá þvf að hann varð ritsímastjóri. Hann var í stjórn félags forstjóra Pósts og sfma og formaður þess síðustu árin. Hann var traustur sjálf- stæðismaður og átti sæti í Full- trúaráði flokksins í Reykjavík um 20 ár. Ýmsum fleiri félagsstörfum sinnti Aðalsteinn m.a. f íþrótta- hreyfingunni og reyndist alls- staðar góður félagi. Nokkuð er síðan Aðalsteinn kenndi þess sjúkdóms er varð honum að aldurtila. En ekki var hann að æðrast og aldrei talaði hann um þau mál öðru vísi en góð batavon væri. Hann vann nálega til síðustu stundar, mun þó oft hafa kennt sjúkdóms síns mjög. Hann ætlaði í þriggja mánaða frí, til að byggja sig upp, en það var ekki byrjað þegar hann veiktist og varð að leggjast á sjúkrahús. Þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Með Aðalsteini er genginn góður drengur og vinur. Það er oft erfitt að skilja hversvegna menn verða að hverfa f blóma lífsins frá dagsins önn. Og við sitjum hnípin eftir en góðar minningar um kæran samferðar- mann ylja og draga úr saknaðar- sviðanum. Við biðjum Aðalsteini blessunar á nýjum vegum og óskum þess að boðskapur og birta Við þökkum honum samfylgdina og við þökkum honum forystuna. Arið 1965 flutti Prentsmiðja Jóns Helgasonar í eigið húsnæði í Síðumúla. Með byggingu þess húss var f mikið ráðist af ekki stærra fyrirtæki. Þarna var um þá bjartsýni og framsýni að ræða, sem engum verður eignuð nema þeim sem á trúnaðartraust full- hugans. Þásem oftendranærsótti Jón Hjálmarsson mál af ofur- kappi þess sem hefur mikla trú á sjálfum sér, og ofurkappið var ríkur þáttur í fari hans. Hann naut þess að hann var gæfu- maður. Hann sagði oft við mig, þegar öll sund virtust lokuð, að gæfumanninum vildi alltaf eitt- hvað til. Á þessu byggðist trú hans og traust, og hún brást honum aldrei, fram til hinstu stundar. Hver var þá hans stærsta gæfa? Hans stærsta gæfa fólst í hamingjusömu heimilislffi með yndislegri konu og góðum börn- um. Hann kvæntist Laufeyju Karlsdóttur árið 1948, og börnin urðu þrjú. Elst Aðalheiður, gift jólanna megi sefa sorg nánustu aðstandenda hans. Páll V. Danfelsson. Það syrti skyndilega yfir rétt fyrir hátíð ljóssins, þegar ég frétti andlát vinar míns, Aðalsteins Norbergs. Á einu augabragði voru gömul vinartengsl rofin og dýrmætur sjóður sameiginlegra endurminninga glataður. Við lát vinar er sem brot af eftirlifandi vini deyi líka. Um æviferil og störf Aðalsteins munu aðrir skrifa, en ég vil aðeins í stuttu máli minnast hans sem vinar og þannig Iáta f ljós þakklæti mitt og án efa þeirra mörgu, sem áttu hann að vini. Við vorum varla vaxnir úr grasi, þegar við lékum okkur fyrst saman. Það var ekki Iangt á milli Laufáss og Gróðrarstöðvarinnar, og fá hús á milli í þá daga, en frændsemi og vinátta tengdu saman fjölskyldurnar, sem þar bjuggu. I Gróðrarstöðinni ólst Aðalsteinn upp hjá frændfólki sínu, Einari Helgasyni, garð- yrkjustjóra, Guðrúnu Helgadótt- ur og Kristínu Guðmundsdóttur, konu Einars. Þar voru ekki aðeins ræktuð blóm og nytjajurtir heldur einnig velvild og greiða- semi í garð allra, sem þangað komu, og þeir voru margir. Þarna bjuggu oft nemendur f Kennara- skólanum og Menntaskólanum og virtust allir vegfarendur þar vel- komnir. Þess nutum við Ieikfélag- arnir líka. Þannig var þetta myndarheimili, sem mótaði Aðal- stein í æsku. Erlendi Björnssyni prentara, Þá Hjálmar, sem stundar nám við Háskóla tslands og yngst Sigríður Erla, menntaskólanemi. Tvö þau yngstu enn í foreldrahúsum. Barnabörnin eru tvö, Laufey og Björn. Gæfan í þessu hjónabandi var eins og í lífinu sjálfu fólgin í að gefa og þiggja, að geta miðlað öðrum. Laufey var kjölfestan í lifi hans. Hin norræna festa eins og mótvægi gegn suðrænum hita Jóns Hjálmarssonar. Hinn suðræni uppruni leyndi sér ekki, hvorki f útliti né fram- göngu. Maðurinn kvikur og snar, lundin ör og heit. Oft voru við- brögðin framandi, en alltaf ein- læg. Ef til vill var einlægnin sterkasti eiginleikinn í fari hans. Og þörfin til að blanda geði við aðra menn. Þörfin til að tjá hug sinn allan. Þörfin fyrir félags- skap. Ég held að einmanaleikinn hefði orðið hans þyngsta byrði. En gæfa hans var að þá byrði þurfti hann aldrei að bera. Okkur finnst sem sárast sé að missa ástvini sína rétt í nánd þeirrar miklu hátíðar sem jólin eru f hverri fjölskyldu. En væri lífið laust við allt mótlæti, sorg og söknuð, Þá þyrftum við engin jól. Við skulum minnast þess að jólin eru okkur gefin til þess að færa huggun og hjálpa okkur til að sjá ljós og yl í dimmum og köldum heimi. Því vil ég óska Laufeyju og fjölskyldu hennar þess að jólin hafi megnað að færa þeim birtu og huggun í harmi þeirra. Við vinnufélagar Jóns Hjálmarssonar vottum þeim dýpstu samúð okkar og þökkum þeim báðum fyrir samstarfið og fyrir ótaldar ánægjustundir fjarri öllu amstri. Sverrir Sveinsson. Það er á helgri jólanótt, sem ég sit hér við skrifborð mitt og hug- Jón B. HjálmarS’ son — Minning Kveðja Það var um Iíkt leyti og ég var að ljúka prentnámi, og hugurinn opinn og leitandi að heillandi við- fangsefnum, að ég og fleiri sem fylgdumst með hræringum í prentstarfsemi í Reykjavfk, urðum varir við að eitthvað var að gerast á þeim vettvangi inn á Bergstaðastíg. Eigendaskipti höfðu orðið á gamalgrónu fyrir- tæki, Prentsmiðju Jóns Helga- sonar, og töluverður fjörkippur færst í starfsemina. Mánuðir liðu. Nokkrir prentgripir úr þessu húsi bárust mér fyrir augu, og mér fannst alltaf að þarna væri eitt- hvað spennandi að gerast. Þarna væru viðfangsefnin tekin öðrum tökum en maður átti að venjast, og að þarna ríkti bjartsýni og stór- hugur. Ekki er að orðlengja, að fyrr en /arði lágu leiðir okkar Jóns Hjálmarssonar saman og við- fangsefnin reyndust heillandi, og af margvíslegum toga. Ýmist reyfarar eða bókmenntaverk, margs konar pólitík og töluvert af guðsorði í bland. Viðskiptavinirn- ir voru ýmist stórfyrirtæki eða félausir listamenn. Dyr þessa húss stóðu ávallt öllum opnar. A ýmsu gekk, og starfsdagurinn varð oft langur. Margir lögðu hönd á plóginn, en sterkur per- sónuleiki Jóns Hjálmarssonar varð æ meira mótandi eftir því sem árin liðu. Hann var sjálfur ávallt reiðu- búinn til þjónustu, hver sem í hlut átti og á hvaða tíma sem var, og af þessum þætti, sem var svo ríkur f fari hans mótaðist það viðhorf sem ríkti f fyrirtækinu. Þetta viðhorf hans kom ekki síður fram gagnvart vinum hans, ættingjum og öllum þeim fjöl- mörgu sem hann átti samleið með í lífinu, i áhugahópum og félög- um. Það var gott til hans að ieita, og það stóð aldrei á að rétta fram hjálparhönd til vinar eða að taka að sér mikilvæg félagsmálastörf. Hann var ætíð reiðubúinn. Og hver er betur til forystu fallinn en sá, sem sjálfur er fús til þjónustu? I hverju er forystan falin? Hún er falin f því að skapa trúnað og skapa traust. Og hún er fólgin í hinum dýrmætu en sjald- gæfu hæfileikum eldhugans til að vinna fólk til fylgis. Til að laða fram það besta í hverjum og einum. Það var samhentur hópur sem valdist til fylgis við Jón Hjálmars- son. Flest okkar höfðum verið með honum lengi. Jón gerði oft miklar kröfur til þessa hóps, en hann átti trúnað okkar. Sá sem gerir kröfur til sjálfs sfn hlýtur einnig að gera kröfur til annarra. Kröfur hans voru sanngjarnar og bornar fram af þeirri einlægni, sem var svo ríkur þáttur í fari hans, að gæti hann af einhverjum ástæðum ekki sagt hug sinn allan í einhverju máli, þá stríddi það gegn öllum hans persónuleika. Því krafðist hann hreinskilni af þeim sem hann átti samskipti við. Allt fjas um aukaatriði fór í taugarnar á honum. Honum veitt- ist svo létt að sjá kjarnann í hverju máli, skilja hann frá hism- inu og láta hópinn ekki missa sjónar á aðalatriðinu, hinu sam- eiginlega markmiði. Þvf er nú þakklæti efst í huga þessa hóps. Við fylgdumst að inn í Mennta- skólann 1931, en þá voru aðeins 25 nemendur teknir inn f fyrsta bekk ár hvert. Flest okkar héldum hópinn í sex ár til stúdentsprófs og voru bekkjar- systkinin óvenju samrýnd. A þessum árum verða til þau vin- áttubönd, sem aldrei slitna f lif- anda lffi, þótt stundum líði langur tími milli funda. I hópi bekkjar- systkina naut Aðalsteinn strax mikilla vinsælda. Hann var bráð- þroska og bar af okkur f flestum fþróttum. Hjá honum fór saman „heilbrigð sál í hraustum líkama". Hann var óvanalega vel gerður maður, ætíð prúður og ljúfur í viðmóti, en þó skapfastur og ákveðinn, ef honum fannst rangindum beitt. Hann var félags- lyndur og svo velviljaður, að öllum leið vel í návist hans. Væri lengi hægt að halda áfram að rekja góða kosti hans, sem voru svo augljósir strax i skóla og hafa einkennt öll störf hans og líferni. Það er því mjög sorglegt, þegar slíkur maður deyr, áður en hann hefur lokið dagsverki sfnu. En við vinir hans erum þakklátir fyrir öll þau ár, sem við höfum fengið að njóta samvistar hans og vin- áttu. Við höfdm glaðst yfir gæfu hans og gengi, og þá ekki síst yfir þvi gæfuspori, er hann gekk að eiga þá ágætu konu, Asu Bernd- sen. Barnalán þeirra var mikið — fyrst þrjár elskulegar dætur, síðan þrfr efnilegir tengdasynir og svo átta barnabörn, sem afinn hafði mikið dálæti á. Um leið og ég votta Asu og allri fjölskyldunni einlæga samúð okkar gömlu vinanna, á ég þá ósk heitasta, að ljúfar endurminn- ingar geri þeim auðveldara að bera hina þungu sorg. Þórhallur Asgeirsson. I dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Aðalsteinn Nor- berg, umdæmisstjóri pósts og síma í Reykjavík. Hann var fæddur að Kaupangi í Eyjafirði 26. janúar 1917. Voru foreldrar hans Ingibjörg Sveinsdóttir og Theódór Bjarnar frá Rauðará, en hann var kjörsonur Einars Helga- sonar garðyrkjustjóra og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur. Hin dýpstu rök tilverunnar, eitt sinn skal hver deyja, virðast alltaf koma manni jafnt á óvart þegar góður vinur og samstarfsmaður er leiði minningarnar um vin minn Jón B. Hjálmarsson. Þær líða framhjá f angurværri þögn, á þessari helgu stund, eins og lindin, sem í hljóðu húmi hjalar við grundina, um leið og hún flytur græðandi mátt og þroska öllum gróðri, sem á leið hennar verður. Þessar minningar eru tærar eins og hún og fagrar eins og blómstrin, sem hún vökvar og nærir. Ég finn að þessar minning- ar bera því vott að: Guð á margan gimstein þann sem glóir í mann- sorpinu, eins og Bólu-Hjálmar orðaði það. Jón Bergmann Hjálmarsson Diegó var fullt nafn þessa ágæta manns. Hann var borinn í þennan heim hinn 15. sept. 1927, hér f Rvfk, nánar tiltekið í hinu fræga setri fyrri tíma Unuhúsi. For- eldrar hans voru hjónin Halldóra F. Sigurðardóttir og Hjálmar Jónsson, sem lengi var fulltrúi hjá tollstjóra, hér í Rvík. Þau eru bæði látin. Á fögrum júnídegi 1948 kvæn^ist Jón sinni ágætu konu Laufeyju Karlsdóttur og urðu þau mjög samhent og farsæl f sfnum hjúskap, svo að til fyrir- myndar var. Þrjú mannvænleg börn eignuðust þau, sem féllu vel inn'f hið fagra fjölskyldulíf, sem þannig myndaðist. Aðalheiður er elst og er hún gift. Hjálmar stundar nám f viðskiptafræðum, við Háskólann, og Sigríður Erla er við nám í menntaskóla. Þau búa bæði í foreldrahúsum. Jón nam prentiðn og stundaði hana alla tíð sfðan. 1960 keypti hann ásamt fleirum prentsmiðju Jóns Helgasonar sem hann síðar flutti að Síðumúla 16, byggði þar yfir hana og fullkomnaði að öllum vélakosti. Hann seldi síðan prent- smiðjuna, en var þar áfram prent- smiðjustjóri uns hann lést hinn 18. þ.m., mjög snögglega. Þetta er f stórum dráttum umgjörðin um Iíf og starf þessa góða drengs. Hér er þó flest ósagt af dugnaði hans,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.