Morgunblaðið - 15.01.1976, Page 1

Morgunblaðið - 15.01.1976, Page 1
28 SÍÐUR 11. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezkir lávarðar fagna ferð dr. Luns Ljósmynd Frióþjófur Þremenningarnir eru þarna að ganga yfir stærstu rifuna á Kópaskersbryggju, en rifan er um 30 sm breið og misgengi á hæð bryggjunnar er um 20 sm. Tjðnið á bryggjunni nemur tugum milljóna, en það var eins og tröllkarl hefði gengið eftir henni, því hún var orðin eins og fjórar tröppur eftir stóra kippinn. „Byrjum af fullum krafti hér að nýju” — segir Friðrik Jónsson oddviti Kópaskers AHt kapp lagt á að koma vatnsveitunni í lag Shepherd lávarður, leiðtogi Verkamannaflokksins f lávarða- deildinni, sagði f gær, að brezka stjórnin fagnaði ferð Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO, til Islands Hann sagði að stjórnin mundi einnig fagna þvf að ræða við Luns þegar hann kæmi til London. „Við höfum aldrei snúið baki við samningaumleitunum og er- um þvf opnir fyrir öllum tillög- um. Stjórnin hefur alltaf talið þörfina á verndun fiskstofna miklu varða og viðurkennt áhyggjur Islendinga,“ sagði Shepherd lávarður f umræðum f lávarðadeildinni. Jafnframt vísaði Shepherd lávarður á bug þeirri hugmynd að að því gæti komið að brezki sjó- herinn yrði að taka til athugunar þann möguleika að sökkva ís- lenzkum skipum. Paget lávarður spurði Shepherd lávarð: „Hvenær kemur að því að við segjum við rfkisstjórn tslands: Ef þið hagið ykkur og sýnið svona tillitsleysi við lög og truflið skip okkar við lögmæt störf verður ykkur sökkt?“ Shepherd lávarður sagði: „Þetta er árið 1975.“ Paget lávarður svaraði: „Nei, alls ekki.“ Shepherd lávarður flýtti sér að leiðrétta sig: „Ég hefði átt að segja, að þetta er 1976, en við verðum að fara aðrar leiðir til að leysa alþjóðleg vandamál. Síðan 9. desember hefur enginn brezkur togari misst veiðarfæri vegna árangurs brezka sjóhers- ins.“ Þorskastríðið bar á góma vegna þess að Campbell lávarður, skozkur forystumaður íhalds- Kópaskeri 14. jan. frá Ingva Hrafni Jónssvni KÓPASKERSBOAR vöknuðu í morgun eftir fremur ónæðis- sama nótt, en segja má að stöðug- ir eftirskjálftar hafi verið f pláss- inu frá þvf að jarðskjálftinn mikli varð skömmu eftir hádegis- bilið f gær. Ekki mun öllum hafa orðið svefnsamt og nokkrir menn voru á vakt í alla nótt í öryggis- skvni. Varðskipið Baldur kom til Kópaskers f nótt og lagðist fvrir utan höfnina til að vera fbúum til halds og trausts. Veður var hið versta i gær- kvöldi og nótt og alveg fram undir hádegi er skyndilega lægði og birti til og hið fegursta veður hélzt allan daginn. Strax og birta tók af degi var hafizt handa við að skipuleggja starfið. Menn sýndu mikla ró og hörku, ákveðnir í að hefja þegar starfið til að flýta fyrir héimkomu þeirra, sem send- ir voru á brott í gær. Efst á baugi var viðgerð á vatnsleiðslu þorps- ins sem fór i sundur í skjálftun- um og hefur ekkert vatn verið þar síðan, en vatn til nauðsynlegustu hluta hefur verið fengið um borð í Ljósafossi, sem lá við bryggju og lestaði kjöt er ósköpin gengu yfir. Þá var einnig hafizt handa við að hleypa vatni af kerfum þeirra húsa, sem voru með oliuhitun, til Framhald á bls. 12. Framhald á bls. 27 „Vona að þetta verði ekki til að trufla mann” — sagði Ólafur Jóh. Sigurðsson þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs „ÉG bjóst alls ekki við þessu. Ég hef verið að hugsa um allt aðra hluti en þessa verðlaunaveitingu að undanförnu, — fyrst og fremst um landhelgis- deiluna, afkomu þjóðar- innar, og landskjálftana fyrir norðan." Þetta sagði ölafur Jóhann Sigurðsson, er honum höfðu borizt fregnir af veitingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í gær, en hann er fyrsti Islendingur, sem verðlaunin hlýtur. Verðlaunin eru veitt fyrir Ijóðabækurnar Af lauf- ferjum og Að brunnum. Blm. Morgunblaösins átti viðtal við Ólaf Jóhann að heimili hans í gær, og spurði hvers virði verðlaunin væru honum og sú viðurkenning, er þeim fylgdi: Ólafur Jóhann Sigurðsson á heimili sfnu f gær. Sjá grein um skáldið á bls. 5. „Ég veit það ekki ennþá. Ég hef aldrei verið að hugsa um verðlaun eða neins konar viðurkenningu þegar ég skrifa. Ég vona bara að þetta verði ekki til þess að trufia mann frá störfum, en ég vona líka að þetta verði til þess að ég geti beitt áhrifum mínum til að sem flestir íslendingar fái aukin tæki- færi til að koma verkum sínum á framfæri. Ég hef ekki verið ánægður með þetta fyrirkomulag, sem hefur verið á úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, því að þar hefur íslenzk tunga, sem er hin óumdeilanlega forntunga — hin klassfska tunga — verið hálfgildis hornreka. Islendingar hafa haft of skamman tíma, bækurnar hafa verið lagðar of seint fram til að hægt væri að koma verkunum til skila. Lagðar hafa verið fram bækur þriggja ljóðskálda, sem standa fyllilega jafnfætis beztu ljóðskáldum á Norðurlöndum, þeirra Jóhannesar úr Kötlum, Framhald á bls. 27 TVÖ TONN A FERÐ — Þessi peningaskápur í vörugeymslu kaup- félagsins er I, 8 tonn á þyngd, en þegar stóri kippurinn reið yfir Kópasker kastaðist skápurinn á annan metra frá veggnum. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur Helgason. Sjá fréttir og viðtöl frá j arðsk j álf tasvæðunum ábls. 2,3,12 og á baksíðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.