Morgunblaðið - 15.01.1976, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
„Dregur fremur
úr skjálftavirkni”
Frá blaðamönnum
Kópaskeri í gær:
Mbl.
RAGNAR Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur, kom til
Kópaskers síðdegis f dag og við
hittum hann að máli, þar sem
hann var að kanna aðstæður I
verzlun Kaupfólagsins, þar sem
allar vörur lágu í haug á gólf-
inu og við spurðum hann um
hans álit á náttúruhamförun-
um.
„Eftir skjálfta af þeirri stærð
sem varð nálægt Kópaskeri í
gær,“ sagði Ragnar, ,,má búast
við eftirskjálftum í nokkrar
vikur á svipuðum upptökustað
og skjálftinn varð í gær. Mér
virðist þó að útlausn þessara
eftirskjálfta hafi verið mjög
hörð hingað til og sjálf eftir-
skjálftavirknin varað tiltölu-
lega stutt, en þá á ég við
skjálfta af sömu slöðum og í
gær. 1 öðru lagi er ekki óþekkt
fyrirbæri að slíkum skjálfta-
hrinum eins og þeirri, sem hef-
ur verið á Norðausturlandi að
undanförnu, ljúki með stórum
skjálfta að miklu leyti i ná-
grenni þess svæðis, sem liðkað
hefur verið áður. Það má lýsa
þessu þannig, að hreyfingin á
sprungukerfinu verði síðast
þar sem styrkur jarðskorpunn-
ar er mestur. Hér á íslandi höf-
um við eitt dæmi um þetta, í
Borgarfirði 1974. Segja má að
þessi mikli skjálfti í gær hafi
byggzt upp á þeirri miklu
skorpuhreyfingu, sem hefur
verið í- Kelduhverfi og Öxar-
firði. Á sama hátt hefur skorpu
hreyfingin, sem varð í gær,
áhrif á svæðin fyrir norðan og
sunnan. Komi annar slíkur
skjálfti geri ég frekar ráð fyrir
að hann verði á hafi úti, norðar
en sá sem var í gær. Ekki er
hægt að segja um hvort slíkur
skjálfti verður nú, eftir nokkr-
ar vikur eða jafnvel árhundruð,
en líkur fyrir þvi að hann verði
í bráð aukast ef mikil skjálfta-
virkni heldur áfram í nágrenni
við Kópasker og þar suður af.
Hins vegar tel ég að jarðskjálft-
ar á þessu svæði verði vart
stærri en skjálftinn sem varð í
gær og tel fremur, þótt ekki
verði fullyrt, að farið sé að
draga úr þessu fremur en hitt,
en enn síður vil ég nokkuð full-
yrða um Kröflusvæðið.
Mikill s kil ningur á
málsta? lís o lendinga
— sagði Pétur Thorsteinsson í Rómarborg í gærkvöldi
— MER finnst tvfmælalausl að
þeir menn sem ég hef hitt hér f
Rómaborg sýni þessu mikinn
skilning og hafa heitið að huga að
þvf hvað þeir muni geta gert fyrir
sitt leyti, sagði Pétur Thorstein-
son, ráðuneytisstjóri, þegar Mbl.
náði samhandi við hann f Róm f
gærkvöldi. — Eg ræddi við
Granelli, einn af þremur að-
stoðarutanríkisráðherrum ttalfu,
en Rumor gat ég ekki rætt við,
þar sem hann er veikur.
Einnig talaði ég við flesta yfir-
menn í ítalska utanríkisráðuneyt-
inu. Mér virðast menn fegnir að
fá útskýringar og málið lagt fyrir
sig. Það er ekki nokkur vafi á að
ttölum er það kappsmál ekki
síður en öðrum bandalagsþjóðum
okkar, að lausn fáist á málinu, svo
að samstarf Atlantshafsbanda-
iagsrfkja skaðist ekki.
Pétur Thorsteinsson heldur til
Ankara á morgun, fimmtudag, og
hann verður síðan f Aþenu á
mánudaginn.
Ljósmynd Mbl. Frióþjófur
Ingimundur bóndi á Katastöðum við hauginn af dauðum ám sem hann missti f
jarðskjálftanum. ($já frétt á baksíðu)
HÉLDU SKAFBYL í ÞEISTA-
REYKJABUNGU VERA GOS
Kópaskeri 14. jan
frá Ingva Hrafni Jónssyni
EINS og fram hefur komið
í fréttum töldu menn í
Kelduhverfi og víðar sig
hafa séð þess merki að ein-
hver umbrot hefðu átt sér
stað í Þeistareykjabungu. I
morgun var svo að sjá frá
Kópaskeri að í Þeista-
reykjabungu væri að byrja
gos og voru allir þar á einu
máli um að einhver um-
brot væru þar á ferð. I
heiðskfru veðri var að sjá
sem mikill gufustrókur
stigi upp frá bungunni og
jafnframt virtist sem ryki
upp úr sprungu á hábung-
unni. Töldu menn sig hafa
fengið þarna sönnun þess
að jarðskjálftinn við Kópa-
sker í gær hefði verið for-
boði þessa goss.
Morgunblaðsmenn flugu yfir
Þeirstareykjabungu og allt
Gjástykki í frábæru skyggni í dag,
en urðu einskis varir sem bent
gæti til einhverra umbrota. Hins
vegar sáum við á flugi yfir bung-
unni sjálfri hverjar orsakir þessa
fyrirbæris voru. Sérstakir
háloftavindar blása niður í gíginn
efst í bungunni en gígurinn er
eins og sívalningur, þeyta
vindarnir með sér snjó niður í
gíginn unz ekki verður lengra
komizt, en þá þrýstist snjórinn
með miklum krafti upp úr
gígnum og þegar sólarbirtan skín
síðan í gegnum snjóinn er engu
Iíkara en um gosmökk sé að ræða.
Aó lokum má bæta því við að flug
yfir Leirhnjúk gaf til kynna að
þar væri gufuvirkni enn að
hjaðna.
Brezka flotastjórnin:
Gefur i skyn að Sýr
hafi ætlað að fljúga
herskipsþyrlu niður
Islenzki skipherrann: Tilhæfulaust
HuII 14. jan.
Frá Mike Smartt.
Frá fréttaritara Reuters um
borð í Leander.
BREZK þyrla frá herskipinu
Leander varð að steypa sér snögg-
Þröstur Sigtryggsson, skipherra:
„Aldrei orðið var við nein-
ar ásiglingatilraunir”
VIÐTAL sem birtist í Tímanum
í gær við Þröst Sigtryggsson,
skipherra á Ægi, hefur vakið
athygli margra, en þar ræddi
Þröstur m.a. um ásiglingartil-
raunir bresku freigátanna.
Morgunblaðið reyndi að ná í
Þröst f gær, en án árangurs. í
samtalinu sagði Þröstur m.a.
annars:
— Nei, ég get ekki sagt að
þetta þorskastríð sé harðara en
það síðasta — ekki samkvæmt
minni reynslu. Mér sýnist hins
vegar skipstjórar freigátanna
vera fljótari nú að finna réttu
aðferðirnar til að hindra varð-
skipin.
— Áttu við ásiglingartil-
raunirnar?
— Nei, ég hef aldrei orðið
var við þessar ásiglingartil-
raunir, hvorkí í þessu þorska-
stríði né hinu síðasta. Það sem
ég á við, er að þeir stilla sér
þannig upp, að við höfum
möguleika á að sigla á þá. Ég
get að vísu ekkl dæmt um önn-
ur varðskip, en þeir hafa ekki
reynt að siglagrÆgi. Það hefur
verið auðvelt fyrir mig að
sleppa við stefnubreytingar
freigátanna, sem hefðu getað
leitt til áreksturs. Ég hef reynt
að gera nauðsynlegar stefnu-
breytingar frekar í fyrra lagi
en seinna.
— Hverja telur þú vera
skýringuna á þvl, að Þór iendir
oftar í átökum við Bretana en
önnur varðskip?
— Ég hef enga skýringu á
því, en hins vegar hefur mér
dottið í hug, að skýringin sé
fólgin í því, að Þór er veik-
byggðasta vurðskipið og einnig
elzta varðskipið. Sé það mark-
mið Bretanna að laska eða gera
ófært eitt af íslenzku varð-
skipunum, þá hlýtur það að
vera tjónarninnst fyrir Bret-
ana að leggjast á veikbyggð-
asta varðskipið.
helgisflugvélin hefði síðan
skyndilega lækkað flugið um eitt
hundrað metra, sveigt til vinstri
og snúið flugvélarnefinu beint
að þyrlunni. „Ég steypti mér
niður og íslenzka vélin fór fram-
hjá í 35 metra hæð yfir þyrlunni,“
sagði Mullane.
Mullane sagði: „Ég tel ekki að
flugstjóri landhelgisgæzluvélar-
innar hafi ætlað að fljúga mig
niður, en þetta voru hættulegir
tilburðir og hefði ég verið að
fylgjast með togaraflotanum er
ekki víst að ég hefði orðið þess
var þegar hann kom í áttina til
mín.“
I Reutersfrétt segir að atburð-
urinn hafi gerzt um það bil 35
mílur út af austurströnd Islands.
Sigurjón Hannesson skipherra
lega niður til að forðast árekstur
við flugvél landhelgisgæzlunnar í
dag, segir í fréttaskeyti frá Uli
Schmetzer um borð í freigátunni
Leander í kvöld. Brezka flota-
stjórnin í London hefur sömu-
leiðis birt um þetta tilkynningu.
Sigurjón Hannesson, skipherra á
landhelgisgæzluflugvélinni var
spurður um þessa frétt og sagði
hann hana tilhæfulausa með öllu.
„Að vísu sáum við þyrluna en hún
var ekkert nær okkur en venju-
lega,“sagði Sigurjón Hannesson.
I frétt Reuters segir, að þyrlan
hafi farið frá herskipinu í eftir-
litsflug yfir togaraflotann. Flug-
maður þyrlunnar, Michael Mull-
ane, hafði síðan sagt svo frá að
skyndilega hefði Fokkervél land-
helgisgæzlunnar komið fljúgandi
í sömu stefnu en meiri hæð. Land-
Kynningar-
fundur í
Kjósarsýslu
Sjálfstæðis-
félagið „Þor-
steinn Ingólfs-
s°n“ í Kjósar-
sýslu heldur
skemmti- og
kvnningarfund f,
Hlégarði föstu-
daginn 16. janú-1
arkl. 21. Matthfas A. Mathiesen
Á dagskránni mun Matthías A.
Mathiesen, fjármálaráðherra,
flytja ávarp. Kristinn Bergþórs-
son syngur lög eftir Sigfús Hall-
dórsson. Þá verður bingó, en
meðal vinninga er ferð til sólar-
landa.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til að
mæta vel og taka með sér gesti.