Morgunblaðið - 15.01.1976, Side 7

Morgunblaðið - 15.01.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 7 n Núverandi kaupmáttur og atvinnuöryggi Halldór Blöndal, 1. varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, rit- ar leiðara íslendings ný- verið. Þar er fjallað um helztu viðfangsefni á sviði þjóðmála á nýbyrjuðu ári, sem og I höfuðstað Norð- urlands, Akureyri. Halldór segir m.a.: „Það á við um flest það, sem við tökum okkur fyrir hendur, að mestu veldur, hvernig á er hald- ið. Þegar litið er fram á veg nú i ársbyrjun 1976 bendir margt til þess, að svo standi einmitt á nú fyrir okkur íslendingum. Við vitum hvar við stönd- um. Búist er við, að við- skiptakjör haldist i jafn- vægi á árinu og heilbrigt markmið hlýtur að vera að halda núverandi kaup- mætti og fullri atvinnu i landinu. Siðastl. ár var vissulega mótdrægt á marga lund. Fyrstu mánuðina héldu viðskiptakjörin áfram að versna og enn seig á ógæfuhliðina i utanrikis- viðskiptum okkar, þrátt fyrir verðfall krónunnar og aðrar ráðstafanir stjórnvalda. Hins vegar náðust mikilsverðir áfang- ar, sem stefna að heil- brigðu efnahagslifi og ekki má gera litið úr. Þar má annars vegar nefna það, að mjög dró úr inn- flutningi og á seinna miss- erinu tókst að draga svo úr verðbólgunni, að vexti hennar svipar til þess, sem hann var á árinu 1973. Þetta er dýrmætur árangur, sem ekki má spilla nú, heldur verður að treysta þennan grunn og byggja efnahaginn upp að nýju. Við höfum lifað um efni fram. Þann halla verður að jafna. Það er fyrsta verkefnið, sem verður að leysa." Einn hugur — ein sál Um landhelgisátök og fiskvernd segir Halldór: „Af atburðum siðastl. árs munum við íslending- ar lengst minnast út- færslu landhelginnar í 200 milur. Þvi miður er ástand fiskstofna, og þá sérstaklega þorskstofns- ins, með þeim hætti, að þessi útfærsla gat ekki beðið loka hafréttarráð- stefnunnar. Þetta láta aðrar þjóðir sér skiljast utan Englendingar einir og erum við orðnir ýmsu vanir frá þeim i þessum efnum. En eins og Geir Hallgrímsson forsætisráð herra komst að orði fyrir útfærsluna þá munum við tryggja yfirráð okkar yfir fiskveiðilögsögunni annað hvort með þvi að „semja til sigurs, en ef það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs". í þessu máli eiga íslendingar einn hug og eina sál. En einnig i þessu máli, er mest undir okkur sjálf- um komið, — að við kunnum að stilla veiðum okkar i það hóf, að um skynsamlegu nýtingu fisk- stofnanna verði að ræða til þess að við megum áfram sækja gull i gnægtarbrunna hafsins. Nauðsynlegar ráðstafanir i þá átt kunna að koma við ýmsa i bili, en hér eru það langtimamarkmiðin sem gilda." Hitaveita fyrir Akureyri Sem kunnugt er hafa jarðboranir að Laugalandi þegar gefið um 80 sek. I. af 90° heitu vatni, sem er um þriðjungur þess, sem þarf til að hita Akureyri upp með jarðvarma. Þessi árangur lofar góðu um, að hitaveita fyrir höfuðstað Norðurlands sé ekki fjar- lægur draumur, heldur áfangi i augsýn, sem framhaldsboranir muni gera mögulegan i allra næstu framtíð. Um þetta efni segir Halldór Blondal i lok leið- ara sins: „Fyrir okkur Akureyr- inga sérstaklega er hita- veita mest heillandi verk- efni ársins 1976. Árangur borananna við Laugaland er þegar orðinn slikur, að enginn efast lengur um, að nægt vatn finnst i iðr- um jarðar nær en nokkur þorði að vona. Á þessum borunum og þessari fram- kvæmd má enginn dráttur verða. Fyrir þvi verður annað að þoka, og það verður helzta verkefni bæjarfulltrúa Akureyringa og þingmanna kjördæmis- ins að tryggja það." J argus Tíu þúsund km. skoðun tryggir ódýrari akstur IEH Nú er meira áríöandi en nokkru sinni áöur aö hafa Volvoinn í fullkomnu lagi. Tíu þúsund km. skoðun gefur yöur til kynna ástand bifreiðarinnar, og leiöir til þess aö eiginleikar Volvo til sparnaðar nýtist fullkomlega. PANTIÐ SKOÐUNARTÍMA STRAX í DAG í skoðuninni felast 58 athuganir og rúmlega 30 stillingaratriöi. VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 10000 KÍLÓM. SKOÐUN Ferðaskrifstofan ÚTSÝN UTSYNARKVOLDm Grísaveizla Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 14. jan. ★ Kl. 19.00 Húsið opnað ★ Kl. 19.30 Grfsaveizla. Verð kr. 1200 — Skemmtiatriði + Myndasýning: íslenzkar fegurðardfsir á sólar- ströndum. ★ Fegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1976. Forkeppni. it Ferðabingó — Vinningar 3 glæsilegar Utsýnarferðir til sólarlanda á næsta ári. ★ Hin nýja frábæra hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátíðin hefst stundvislega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 19.30. Mrnið, alltaf fullt hús og fjör hjð UTSÝN Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl 15.00 isíma 20221. Verið velkomin — Góða skemmtun. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að rísa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvíldarstell- ingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnanna hér á landi. Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góður stóll sé til á því fræga hvildarsetri. m KJÖRGARDI SÍMI 16975 SMIDJUVEGI6 SIMI44544

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.