Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.01.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976 21 fclk í fréttum + Maðurinn sem er að þreifa fvrir sér þarna á mvndinni virðist ekkert lítið ánægður með sig, enda er þetta enginn annar en Burt Reynolds að fremja hlutverk suðræns kvennaflagara f nýrri kvikmvnd sem hann stjðrnar sjálfur og nefnist „Gator“. Og henni virðist vel vært f klónum á bósanum, stúlkunni þeirri arna, enda þótt ekki sé hún nú beinlínis kappklædd. Hún heitir Lauren Hutton og er þarna í sfnu fyrsta „meiri háttar hlutverki". Leikur hún fréttamann er fæst við rannsóknarlögreglumál og lætur hendurstanda fram úr ermum f starfi sínu, þó ekki alltaf eins berlega og mvndin hér til hliðar sýnir. Þetta er fyrsta kvikmvndin sem Revnolds leikstýrir og verður hún væntanlega tilbúin til sýningar á næsta ári. Um samstarf leikstjóra og leikara sagði Lauren Hutton: „Hann var alltaf fús að fall- ast á hugmyndir leikaranna; og þar var ég jafnvel ekki undanskilin." Og hvernig gekk að mvnda ástarsenuna? „Ég bað án afláts um endurupptökur," segir Lauren, „og revndar var það eina atriðið sem tekið var oftar en einu sinni.“ + Saumsprettur + Upp á síðkastið hefur mikið mætt á fötum Elvis Preslevs, ekki sfður en honum sjálfum. Átrúnaðargoðið er komið á fimmtugsaldur og hefur mikið verið á sjúkrahúsum til Iækn- inga vegna taugaálags og offitu. Um daginn hélt hann hljómleika fvrir 60.000 aðdáendur sfna — og eitt atriðið, óvænt aukanúmer, olli öllum skaranum óstöðvandi hlátur- kasti. Þegar söngvarinn fetti sig og bretti og hringsnerist sem óðast, rifnuðu þröngar buxurnar hrein- lega utan af honum. Elvis lét ekki slá sig út af laginu, mjakaði sér með gætni út af senunni og smevgði sér f nýjar brækur. BO BB & BO •//0-/2 ^6 ^TG/AjhJD rn + Richard Nixon lét í for- setatfð sinni hlera sfmann hjá Henrv Kissinger eftir jólaárásirnar á Hanoi 1972 af ótta við að Kissinger gagnrýndi þær í viðtölum við fjölmiðla. Þetta kom fram í skrifum bandarfsku hlaðamannanna Jack And- erson og Les Whitten fvrir skömmu. \ ARABIA^, HREINLÆTISTÆKI - i i —' a Finnsk gæöavara '*]5\igcfincicivöruverzlunit\^^ BJÖRNINN: Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavik Félög Sjálfstæðismanna, Bakka og Stekkjahverfi og Fella- og Hólahverfi. OPIÐ HÚS verður að Seljabraut 54, laugard. 17. janúar frá kl. 21:00 (Húsnæði Kjöts og Fisks 2. hæð). Félagareigum saman ánægjulega kvöldstund i skemmtilegu húsnæði Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Félög Sjálfstæðismanna í Bakka og Stekkjahverfi og Fella- og Hólahverfi. Árshátíð sjálfstæðisfélag- anna í Austur- Skaftafellssýslu verður haldin að Hótel Höfn laugar- daginn 17. janúar og hefst með borð- haldi kl. 19.30. Þorramatur á borðum Ræður flytja alþingismennirnir: Pétur Sig- urðsson og Sverrir Hermannsson Ómar Ragnarsson skemmtir. Mörg fleiri skemmtiatriði verða flutt, frum- samdar gamanvísur o.fl Allir velkomnir. Stjórnirnar. Mosfellssveit — Kjalarnes — Kjós 1. Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson Kjósarsýslu heldur skemmtifund í Hlégarði föstudaginn 1 6. janúar kl. 21. Dagskrá: 1. Skemmtiatriði, Kristinn Bergþórsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson 2. Ávarp. Matthias Á. Mathiesen. fjármála- ráðherra. 3 Bingó m.a. vinninga er :«írótii óiarlanda Sjálfstæðisfólk mætið vel uy takið neð ykkur gesti. Stjórr.in. Rangæingar Síðasta umferð í 3ja kvölda spilakeppm sjálf- stæðisfélaganna í Rangárvallasýslu verður i Hellubíói föstudaginn 16. janúar n.k. kl. 21.30 Friðjón Þórðarson. alþingismaður flytur ávarp. Dans að lokinni keppni. Sjálfstæðisfélgöin Sjálfstæðisfélögin á Selfossi halda almennan félagsfund í Sjálfstæðishús- inu að Tryggvagötu 8, Selfossi, laugardaginn 1 7. þ.m. kl. 1 4. Fundarefni: alþingismennirnir Ingólfur Jónrson og Stein- þór GestSson ræða stjórnmálaviðhorfin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.