Morgunblaðið - 15.01.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1976 25 VELVAKAJMDI Það er erfitt að lifa og komast leiðar sinnar þessa dagana á tslandi. Velvakandi svarar í síma 10-100 kt. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Hvaða rétt hefur vesalings borgari? Maður nokkur kom að máli við Velvakanda. Hann kvaðst hafa verið að velta fyrir sér nú, að afliðnum jólum og happdrætta- mánuðum haustsins, hvaða rétt einn vesalings borgari hefði gagn- vart ásókn sölumanna, sem senda óbeðið heim varning og reikning með. í haust hefði dunið yfir sig happdrættismiðar frá alls konar félögum, sem sjálfsagt hefðu góð verkefni á verkefnaskrá sinni og meira að segja þjóðþrifaverkefni sum hver. Svo kom að jólakorta- tímanum, þegar félögin, sem hann er i, tóku að krefjast þess að hann tæki svo og svo mikið af jólakortum og loks fékk hann sendingu af kortum, sem merkt voru með áletruninni „dýrmætar endurprentanir" og giróreikning með. Þetta fannst honum hámarkið, ef hann ætti að standa skil á „dýrmætum endurprentun- um‘‘, sem bærust honura óbeðið i pósti inn í ganginn á húsinu, sem hann býr í. Það, sem ýtti á hann að koma þessu á framfa>ri, var líka það, að fyrir fáum árum varð hann vitni að því að ekkja nokkur tók mjög nærri sér, þegar fóru að streyma reikningar með happdrættis- miðum til látins eiginmanns hennar. Hún vildi ekki að það kæmi fyrir að hann yrði óskila- maður í gröfinni, eins og hún sagði, þar eð hann hafði verið skilvis og sómakær í lífinu. Að vísu var henni sagt að sendir happdrættismiðar væru skráðir og giltu ekki, ef þeir væru ekki greiddir. En henni þótti þetta samt slæmt og var að basla við að fara niður á skrifstofurnar til að útskýra málið, af hverju maður- inn hennar væri hættur að kaupa happdrættismiða. Nú kvaðst þessi maður jafnan vilja styrkja góð málefni og hafa gert það í fjölda mörg ár. En þetta væri komið út yfir allan þjófa- bálk. Öll félög kysu að senda happdrætti sin út í sömu mánuð- um, nóvember og desember, og þegar upphæðir fyrir slíka „skylduhappdrættismiða" væru orðnar mörg þúsund i mánuði, þá færu menn að hika. Jafnframt væru félög farin að senda styrk- beiðnir og giróreikning með, skráðu væntanlega hjá sér hverjir ekki greiddu þá. Skyldujólakortin kvað hann þó leiðust. Hann vildi fá að velja jólakort handa vinum sinum, og hafa haft gaman af að vanda sig við að velja þau, hugsa til vinanna og gera sér i hugarlund hverju þeir hefðu gaman af að fá mynd af, einkum ef kortin færu til út- landa. En nú hefði hann i nokkur skinti farið nauðbeygður að senda kannski hafði Inge .ekki verið sagt frá væntanlegri komu þeirra. Iiún virtist að minnsta kosti f senn hissa og vottaði fyrir þórðar- gleði I svip hennar, þegar hún kom auga á þá. Hún hafði greitt hárið upp eins og frú Missal, en árangurinn var sannast sagna mun sfðri en hjá húsmðður hennar. — Þau eru öll heima, sagði hún. — Það eru tveir gestir I mat hjá þeim. Og þér getið ekki fmyndað yður allar þær flóknu fvrirskip- anir sem ég fékk f samhandi við matseldina út af þessu fólki... ég skil nú ekki hvers vegna þarf að gera svona mikið veður út af þeim... en þau hafa gaman af að leika sér. — Jæja, látum þetta duga, ungfrú Wolf. Við þurfum að tala við frú Míssal. — Gerið þér svo vel að koma inn. Hún tfsti, opnaði dvrnar inn f dagstofuna og tilkvnnti glaðlega: — Hér er lögreglan komin! Fjórar manneskjur sátu í hægindastólunum og fjögur glös með sjérrí stóðu á sófahorðinu. Það leið andartak og enginn bærði á sér né sagði neitt, en Helen Missal eldroðnaði. Svo kortin, sem bærust með reikningi á heimili hans frá félögum. Þau söfnuðust upp frá i fyrra og hitteðfyrra, því áhuginn að senda jólakort hefði mikið dofnað við þetta fyrirkomulag. Þó væri verst að eiga að bera ábyrgð á dýr- mætum sendingum. Það væri næstum þvingun, svo ekki væri annað orð verra nefnt. — Ég vildi gjarnan fá umræður um þetta í Velvakanda og fá að /’heyra sjónarmið þeirra, sem beita þessum ráðum, sagði hann. Ef ekki væru svona mikil brögð að þessu, myndi ég ekki hafa kvartað. Væri ekki hægt að setja einhverjar reglur eða löggjöf um það hvað leyfilegt er að bjóða fólki upp á af þessu tagi? T.d. gefa út leyfi til ákveðinna aðila eða eitthvað slíkt, eins og leyfi eru gefin fyrir happdrættum bætti hann við. Orðið er sem sagt laust um þetta atriði. Ef einhverjir vilja leggja orð i belg, eru þeir beðnir um að skrifa Velvakanda stutta pistla. £ Lóðir og innkeyrslur þarf að moka G.S. skrifar: Fölk kvartar nú mjög yfir færð- inni á götum og það eru orð að sönnu. Þetta er erfiður vetur og ég bæði sé að öll moksturstæki eru i gangi og gatnamálastjóri lét hafa það eftir sér að það kostaði yfir milljón að moka göturnar þessa dagana. Margir reyna lika að moka af tröppunum sínum og stéttum og hafa varla við. En það er eitt, sem mér finnst mjög ábótavant hér á Islandi míðaðvið það sem ég þekki erlendis frá. Það er að ibúar húsa moki ekki innkeyrsluna á lóðina sína. Iðu- lega sitja bilar fastir þar, eftir að hafa komist leiðar sinnar eftir mokuðum götunum. Og stundum lenda þeir þá skakkir og hálfir út i götuna, sem er bæði hættulegt og tefur umferð. Mér finnst að þeir sem ekki gera tilraun til að moka lóðina sina og innkeyrsluna, eigi erfitt með að kvarta yfir þvi sem er þar fyrir utan. Hitt er svo annað mál, að moksturstækin, sem beitt er á götuna, moka iðulega snjónum þaðan og inn í innkeyrslurnar, þannig að bilarnir festast þar og tefja umferðina fyrir utan. Þetta er auðvitað ólíðandi. Það er engin bót að því að moka bílum leið og koma svo með hindrunum i veg fyrir að þeir geti vikið af götunni. Þetta er spurning um verksvit og lagni, enda sé ég að sumir bil- stjórarnir á mokstursvélunum hafa hugsun og lag á að skilja ekki eftir svona hryggi, en aðrir þjösnast bara áfram. HÖGNI HREKKVÍSI Hann ætlar ekki í keppnina ef verðlaunagripurinn er einhvert pjátur. Blað- burðarfólk Austurbær Miðbær Ingólfsstræti Skólavörðustigur Óðinsgata, Baldursgata Kópavogur Kjarrhólmi Úthverfi Seljahverfi Sólheimar, Snæland Njörvasund Heiðargerði Vesturbær Ægissíða Skerjaf.s. flugv. I og II. Uppl. í síma 35408 lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfirHi. o Eigum fyrirliggjandi: REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTA SÍLD REYKTA ÝSU REYKTANLUNDA HÖRPUFISK Tökum lax í reykingu ^ og útbúum gravlax. V Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum (póstkröfu VAKÚM PAKKAO EF ÓSKAO ER. r k Islenzk Sími 51455 i Buxur Blússur Peysur Herraskyrtur Sloppar Náttkjólar Handklæöi Regnkápur Flauelsjakkar frá 650.— frá 990.— frá 800.— f rá 700. — frá 900. — frá 595. - frá 345.— frá 1500.- frá 995.— BÚTASALA b SKEIFUNNI 15 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.