Morgunblaðið - 15.01.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1976
27
r
— Ottast
Framhald af bls. 28
menn Morgunblaðsins hittu
Ingimund að máli slðdegis f
gær í umræddum fjárhúsum,
þar sem hann var að laga til og
báðum við hann að lýsa þessu
fyrir okkur:
,,Ég var staddur í öðrum hús-
um, þegar ósköpin gengu yfir,“
sagði Ingimundur," og var að
ganga í tengibyggingu milli
fjárhúss og hlöðu. Þetta var
hreinlega eins og i ólgusjó, og
ég kastaðist milli veggja áður
en þetta gekk yfir. Ég hraðaði
mér heim í íbúðarhúsið til að
lita eftir konu minni og húsinu,
en hún var ómeidd, en miklar
skemmdir á innanstokksmun-
um. Ég fór svo í símann og
talaði við bóndann á Brekku
áður en ég fór til að kanna
frekar útihúsin hjá mér. Þegar
ég svo kom að fjárhúsinu sá ég
strax að þar hafði mikið gengið
á og þegar inn var komið sá ég
að milliveggur hafði hrunið yf-
ir stóran kindahóp í einni
krónni. Þetta var áður tvískipt
hús með sléttu þaki, en síðan
hækkaði ég þakið og setti á það
ris, en milliveggurinn, sem var
úr steypu, stóð eftir. Það var
hann og hann vegur mörg tonn,
sem féll yfir féð. Ég heyrði
nokkrar stunur undir brakinu
og byrjaði strax að rífa það ofan
af og tókst mér að ná 9 kindum
lifandi undan brakinu áður en
ég fékk aðstoð frá Kópaskeri,
en áóur var ég búinn að senda
út hjálparbeiðni. Við fundum
svo sex dauðar kindur, og þá
sjöundu varð ég að skjóta í
morgun. Ég er hræddur um að
fleiri fylgi á eftir, því að ég
held að ýmsar séu meiddar
innvortis, en það kemur ekki
strax í ljós. Þetta var skelfileg-
ur atburður," sagði Ingi-
mundur að lokum.
— Dagblaðið
Framhald af bls. 3
einnig verið haft í huga. Aftur á
móti skýrði Sveinn frá því, að í
gær hefði Dagblaðið einnig
gegnið frá samningi um leigu á
húsnæði Hörpu að Einholti 8 og
hygðist flytja þangað hluta af
starfsemi sinni — þ.e. setningu
umbrot blaðsins og fleira viðvíkj-
andi vinnslu Dagblaðsins.
HINN 14. janúar 1976 afhenti pólski sendifulltrúinn f Revkjavfk, hr. Antoni Szvmanowski, fjórum
fslendingum (sjá mynd) orður sem rfkisráð pólska Alþýðulýðveldisins hefur ákveðið að sæma þá vegna
starfa þeirra að auknum samskiptum Islands og Póllands, bæði á sviði menningar- og viðskiptamála.
Haukur Helgason, formaður tslenzk-pólska menningarfélagsins, var sæmdur Gullkrossi pólska heiðurs-
merkisins.
Jóhanna Gunnarsdóttir, forstjóri Ásbjarnar Ólafssonar h.f., var sæmd Silfurkrossi pólska heiðurs-
merkisins.
Friðrik Sigurbjörnsson, forstjóri Islenzk-erlenda verzlunarfélagsins h.f., var sæmdur Silfurkrossi
pólska heiðursmerkisins.
Gunnar Friðriksson, forstjóri Vélasölunnar h.f., var sæmdur Silfurkrossi pólska heiðursmerkisins.
— Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Framhald af bls. 28
Snorra Hjartarsonar og Hannesar
Péturssonar en verk þeirra skil-
uðu sér engan veginn í þýðingu.
Miðað við önnur ljóðskáld hef ég
verið mjög heppinn. Ég álít að
flest ljóðin í bókum mínum séu
vel þýdd, þótt eflaust séu
smáhnökrar þar á, en tækifæri
gefst þá líklega til að lagfæra það,
verði þær gefnar út aftur,“ sagði
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Spurningu um það hverja bóka
sinna hann teldi bezta, svaraði
Ólafur Jóhann svo:
„Ég veit það ekki, það er sín
ögnin af hverju í flestum bókum,
en ég er sæmilega ánægður með
Vorkalda jörð, Bréf séra Böðvars,
sögu, sem heitir Hreiðrið, og svo
sumar af smásögum mínum, en
Litbrigði jarðarinnar virðist hafa
náð mestri hylli almennings. Að
brunnum og Af laufferjum eru
tvær bækur, sem í rauninni eru
eitt safn,“ sagði Ólafur Jóhann að
lokum.
í rökstuðningi úthlutunar-
nefndarinnar segir svo:
,,I ljóðrænni list og boðskap
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar sam-
einast norræn hefð og ljóðagerð
skáldsins um hinn flókna vanda
mannsins í nútímanum. .Þessum
vanda lýsir skáldið í ljóðum sín-
um sem tragískri andstæðu
náttúrunnar og hins tæknivædda
þjóðfélags.“
Nefnd sú, er úthlutar bók-
menntaverðlaunum Norðurlanda-
ráðs, kom saman til fundar í
Reykjavík í gær, og var niður-
staðan kunngerð síðdegis.
Þetta er f þriðja sinn, sem ljóð-
skáldi eru veitt bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs. Hin fyrri
voru Svíarnir Gunnar Ekelöf og
Karl Vennberg.
Verðlaunabækurnar Af lauf-
ferjum og Að brunnum hafa
komið út i sænskri þýðingu Inge
Knutsson undir titlinum Du
minns en brunn.
Verðlaunaupphæðin nemur 50
þús. dönskum krónum, eða sem
nemur um 1 milljón og 400 þús.
íslenzkra króna.
Ólafur Jóhann Sigurðsson ásamt konu sinni, Önnu Jónsdóttur, og syni
þeirra, Olafi.
(Jthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þegar niðurstaða nefndarinnar var gerð hevrin-
kunn I gær. Standandi frá vinstri: Lars-OIof Franzén, Per-Olof Sundman, Ölafur Jónsson og Arne
Hannevik. Sitjandi: Vésteinn Ólason, Sven Willner, formaður nefndarinnar, Billeskov-Jansen og Irmeli
Niemi. A myndina vantar Leif Mæhle og Torben Broström.
Dr. Joseph Luns og Geir Hallgrfmsson f stjórnarráðinu f gær.
(Sjá frétt á baksfðu)
— Brezkir
Framhald af bls. 28
manna, fór fram á yfirlýsingu frá
stjórninni um málið.
Shepherd lávarður sagði, að ís-
lendingar héldu áfram „áreitni",
að brezkir togarar fengju áfram
vernd og að stjórnin vildi enn
samninga um lausn. „Stjórnin vill
leysa vandamálið með samninga-
viðræðum og brezkir ráðherrar
hafa gert íslenzku rfkisstjórninni
ljóst að Bretar eru reiðubúnir að
hefja samningaviðræður að nýju
hvar sem er og hvenær sem er.“
Campbell kvaðst þess fullviss
að lávarðadeildin mundi fagna
heimsókn Luns og spurði: „Er
ríkisstjórnin fús að fallast á milli-
göngu sem byggir á sjálfstæðu
vísindalegu mati á því ársmagni
þorsks sem er hægt að veiða og
þeim áhrifum sem þetta hefur á
núverandi stofna."
Shepherd svaraði því til, að
brezka stjórnin fagnaði Islands-
ferð dr. Luns og mundi fagna því
ef í Ijós kæmi einhver möguleiki á
áframhaldandi samningavið-
ræðum við tslendinga.
— Hafnar-
garðurinn
Framhald af bls. 28
svona í sundur, þar sem ekkert
hafði verið augnabliki áður.
— Hörður Þór Hafsteinsson,
háseti á Ljósafossi, stóð við
landganginn á skipinu og
fylgdist með stýrimanni sínum.
„Ég stóð við landganginn og var
að horfa á Steinar þegar mér
fannst skipið allt í einu vera
tekið snöggt aftur á bak og
bryggjan hreinlega fara af stað.
Eg sá Steinar missa jafnvægið
og varð hreint ekki um sel, því
að sprungan, sem nú sést var
helmingi breiðari þegar þetta
gekk yfir og ég hélt hann dytti
ofan í hana. Mér létti því mikið
þegar ég sá að honum tókst að
halda jafnvæginu og koma sér
um borð aftur.“
Friðrik Friðriksson, háseti,
sat í bíl uppi við frystihús og
var að telja út úr því kjöt, þegar
þetta reið yfir: „Ég sat þarna
inni í vörubílnum, er mér
fannst allt í einu eins og keyrt
væri aftan á hann. Ég ætlaði að
rjúka út öskureiður, en þegar
ég leit aftur sá ég frystihúsið
ganga í bylgjum að því er mér
fannst. Þá leit ég fram og sá
vörubíl fyrir framan okkur
hreinlega lyftast upp og kastast
nokkur fet og sá síðan þorpið
bókstaflega ganga í bylgjum.
Þetta gekk að vísu nokkuð
fljótt yfir, en var stórkostlegt
sjónarspil meðan á því stoð, og
mér finnst mikii mildi að
enginn skyldi slasast.
Steinar Magnússon stýrimaður á
Ljósafossi við sprunguna sem
nærri hafði gleypt hann, en hann
stóð þarna þegar bryggjan rifnaði
f stóra kippnum.
Halldór Helgason
útibússtjóri látinn
Akureyri 9. jan.
HALLDÓR Helgason útibússtjóri
Landsbanka tslands á Akureyri
andaðist f dag eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Hann fæddist 4. jan.
1923 á Þórustöðum í Öngulstaða-
hreppi og var 5. i aldursröð 8
barna hjónanna Hólmfríðar Páls-
dóttur og Helga Eiríkssonar sem
þar bjuggu. Hann varð stúdent
frá MA 1943 og vann eftir það
nokkur ár að verzlunarstörfum.
Hann gerðist starfsmaður Lands-
banka íslands árið 1948 og vann
við bankann til dauðadags. Hann
var skipaður útibússtjóri á
Akureyri 1. feb. 1975 og hafði því
gegnt því starfi í tæpt ár þegar
hann lézt.
Halldór tók mikinn þátt í
íþróttastarfi og söngstarfsemi á
Akureyri árum saman og var f
hópi fremstu bridgemanna
Akureyrar. Þá var hann stunda-
kennari við Iðnskólann nokkur
ár. Hann var ókvæntur og barn-
laus. Sv. P.
0 Vegna mistaka birtist
fréttin um lát Halldórs
Helgasonar ekki strax.
Morgunblaðið biður hlut-
aðeigendur afsökunar á
þvf.
Halldór Helgason