Alþýðublaðið - 23.09.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 23.09.1958, Page 3
'Þriðjudagur 23. sept. 1958 lilþýSablaBi* S Alþýðublaðið Útgefaudi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjcrnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðufiokkurlnn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðubúsjð Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. Firran og sannleikurinn ÞJÓÐVILJINN á sunnudag kallar það firru, að komm- únistar hafi ekki á síðasta Alþýðusambandsþingi léð máls á öðru en kiósa einlita flokksstiórn í Alþýðusanrjbandi ís- iands. Og svo kemur útskýringin: „Þessi firra hefur verið marghrakm, meiriMuti þess þings bauð að sambandsstjórn .vrði skipuð að meirihluta hægrj og vinstri sósíaldemókröt- ^m, en Alþýðufiokkurinn gaf sínum mönnum á þinginu f v irskipun um að útiloka vinstri sósíaldemókrata frá Al- pyðusambandsstjórn aðra en Hannibal Valdim,arsson“. —■ Raunar þarf ekki frekari vitna við en þessj tilvitnuðu um- mæli Þjóðviljans, svo að öllum sé ljós sannleikurinn um atburðina á síðasta Alþýðusambandsþingi, en að þessu gefna tilefni er þó ekki úr vegi að segja söguna alla. Hún er á bessa lund: Meirililutinn á síðasta Alþýðusambandsþingi bauð upp á, að sambandsstjórnarmönnum yrði fjölgað úr níu i ellefu og að þar af yrðu þrír jafnaðarmenn, ella skyldu tveir jafnaðarmenn fá sæti í níu manna santbandsstjórn. Þetta átti að vera í samræmi við fylgishlutföllin á þing inu samkvæmt mati Björns Jónssonar alþingismanns og fleiri Moskvukommúnista. Atkvæðamunurinn á þessu 330 manna þingi reyadist hins vegar 6—11 atkvæði, og má gleggst ráða af þeirri staðreynd, hver var samstarfs vilji og einingarhugur kommúnista á síðasta Alþýðu sambandsþingi. Þjóðviljinn er ekki öfundsverður af því hlutverki að ætla að snúa þessum sannleika í lygi eins og hann reynir í forustugrein sinni á sunnudag. Þvættingurinn um hægri og vinstri sósialdemókrata blekkir engan og er því naumast svaraverður. En hverjir voru vinstri sósiáldemókratarnir, sem Alþýðuflokkurinn átti svona bágt með að viðurkenna sem fulltrúa iafnaðarmanna í Alþýðusan^bandsstjórn eftir því sem Þjóðviljinn segir? Jú, þeir voru fyrirbæri á borð við Hannibal Valdimarsson og suma aðra af frambjóðendum Alþýðubandalagsins í síðustu 'ilþingiskósningum. Alþýðuflokkurinn hlýtur að skipa þeirn í aðra sveit en fvlkingu íslenzkra jafnaðarmanna, hvort sem hlutaðeigendurn líkar betur eða verr. Þeim ætti að vera bezt kunnugt, hvert þeir hafa rekizt. Platan um þjónustuna við atvinnurekendur telst svo langslitin, að li’ióðið úr h -ini er aðeins aðhlátursefni. Vcrkalýðshreyfingin á auðvelt með að gera samanburð á jafnaðarmönnum og kommúnistum í þessu efni. Hafa verkalýðsfélögin. sem jafnaðarmenn ráða, verið ódeigari þeim, sem kommúnistar drcttna yfir, að knýja fram kjara bætur? Hvað seg:a félagsmennirnir í Sjómannafélagi Reykjavíkur, Verkakvennafélaginu Framsókn, Hinu ís- lenzka prentarafélagi, Múrarafélagi Reykjavíkur og Fé- lagi islenzkra rafvirkia annars vegar og svo meðlimir Dagsbrúnar hins vegar? Kommúnistum þýðir ekkert að hafa þessi fíflalæíi í frammi. Hér sker reynslan úr, og clómur hennar er óskeikull. Nú finnst Þjóðviljanum lítið til um þá hugmynd, að Alþýðusamband íslands sé óháð stjórnmúlaflokkum. En hvað hefur Hannibal Valdimarsson sagt um það efni á und- anförnum árum, og hvað lagði Þióðviliinn til Þessara mála, meðan kommúnistar voru { minnihiuta í verkalýðshreyf- ingunni og Alþýðusambandi íslands? Þetta er auðvelt að rifja upD við tækifæri, ef kommúnistablaðið langar til. Og um, misnotkun Alþýðusambandsins ættu kommúnist- ar sem fæst að segja. Enn er í minni sú viðleitni þejrra að' ætla að reka verkalýðshreyfinguna á Vestfjörðum úr Al- þýðusambandi íslands til að tryggia sér þar völd eftir að þeir voru komnir í minnihluta. Þá var Hannibal Valdimars- son forustumaður vestfirzku verkalýðsfélaganna og talinn óalandi og óferjandi af kommúnistum vegna þess eins, að hann var þá enn jafnaðarmaður og á máli Þjóðviljans einn af hægri sósialdemókrötunum í Alþýðuflokknum. Eða held- ■ ur Þjóðviljinn, að Hermann Guðmundsson muni ekkisvipinn á Brynjóifi Bjarnasyni, handahreyfingar hans og munnferði, þegar fyrrverandi þingmaður Sósíalistaflokksins og þáver- andi forseti Alþýðusambands ís.lands neitað; að beita komm únistísku ofbeldi í heildarsamtökum íslenzkrar alþýðu? Fleira er svo sem hægt að tína til, en þetta m'yndi víst nægja að sinni. ( Utan úr heimi ) ÞAÐ hefur ekki leynt sér að undanförnu, að atburðirnir á Formósusundi hafa ekki vakið líkt því eins mikla athygli í V- ! Evrópu og það sem gerðist í Líbanon og Jórdaníu á sínum tíma. Orsökin liggur ljós íyrir, — maður þarf ekki annars við j en líta á landabréfið tii þess j að fullvissa sig um að eiginlega I sé þetta. allt í lagi, — þetta sé svo fjarri. Auk þess veitist okk-1 ur svo örðugt að trúa Því að kjarnorkustyrjöld geti brotizt út vegna átaka um bessar smó- | eyjar þarna undan Kínastrónd. Engu að síður má ölium vera það ljóst að hættan er þarr.a mun meiri en hún var á Mið- austurlöndum. Þarna eiga Bandaríkin ekki við arabiska pótentáta að fást, heldur standa ■ þau andspænis hinu mikla veldi kom,múnista í Kína. Og Sovét- veldin eru knýtt því rik, nán- ari böndum en Arabankjurtum, þar sem mestmegnis hefur ver- ið um undirróðursstarf.senú að ræða og vináttu á vfirborðinu þótt hvorugur þyrði hinum að treysta- Þess er mun meiri hætta á að átökin á Formósii- sundi valdi styrjöld, og að sú styrjöld geti breiðst út og orð- ið heimsstyrjöld. Hættan er og enn meiri ein- m.itt fyrir það, að bæði Banda- ríkjamenn og Kínverjar virðast til þessa hafa tekið svipaða af- stöðu og vesturlenzkir blaða- i lesendur. Hvorugur virðist hafa viljað leggja trúnað á að hin- um gæti í rauninni verið alvara að hætta á styrjöld vegna þess- ara smáeyja. Báðir hafa beitt yfirskyni og blekkingum og báð ir gengið svo langt að nú er sú hættan mest að þeir geti ekki snúið aftur án þess aðþolameiri auðmýkt, en þeir telja sér fært. Nú er svo komið að kommúr- istarnir kínversku geta fyrir að stoð stórskotaliðsins haldið uppi ströngu hafnarbanni á eyjarn- ar, svo öll mótspyrna hlýtur að renna út í sandinn eftir tiltölu lega skamman tíma. Til þess að riúfa þetta hafnbann verða bandarísku herskipin að fvlgja birgðaskipunum alla leið til hafnar, inn fyrir þj’iggja mílna landhelgina. Ef á þau yrði skot ið myndu þau verða að svara með skotum á strandvirki og flugvelli á strönd meginlands- ins, og Þá má eins gera ráð fyr- ir að þeir skjóti eldflaugum með kjarnorkutundri. Þá eiga Kín verjar aðeins um tvennt að velja, — að láta af skothríð sinni eða svara í sömu mynt og virðast enda hafa búið sig undir það, þar sem þeir hafa nú fengið rússnesk kjarnorku- vopn til notkunar. Jafnvel þótt svo færi, að þarna yrði einung- is um staðbundið kjarnorku- stríð að ræða, — sem er ólík- legt, — mundi það gereyða For mósu og suðurkínversku strönd ! ina. Hættan er hinsvegar sú að styrjöldin breiðist óðara út. j Enda þótt allt virðist nú kom : ið í eindaga lítur út fyrir að 1 Bandaríkjame.nn og Kínverjar hyggist nú hefja samningaum-: ræður og beita þar fyrir sig am- bassadorum sínum í Varsjá. Ef þeir komast ekki að neinu sam- komuiagi verð’ur máiið að öll- um líkindum tekið fyrir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Það sem einkum er um að ræða fyrst í stað er að finna ein- hverjá færa leið fyrir báða ao- ila til að fresta beinum vopna- viðskiptum um nokkurt skeið, þar sem hættulegur mótleikur mundi leiða af sér enn hættu- legri gagnleik, en þá munu Eisenhower og Dulles liggja undir haröri sókn frá nánustu samstarfsmönnum sinum Og talsmönnum helztu skoðana- heilda í landinu, — cg ekki hvað síst af hálfu ríkistsjórna bandalagsþjóða sinna- Við get- um búist við að Sovétstjórnih ' reyni að hafa samsvarandi á-' hrif á kínversku stjórnina, en þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst undir því komið að kín-, versku leiðtogarnir hafi ekki þegar ákveðið að láta slag standa og hætta á styrjöld, — þótt aðrar ríkisstjórnir vilji fyr ir allan mun komast hjá slíku. Hver mundi svo vera orsök hinnar nýju sóknar á eyjarnar eftir margra ára kyrrð? Það er auðvelt að benda á orsökina, ef athuguð eru innnríkismál Kína. Þar er um þá sömu orsök að ræða og veldur því að flokks- leiðtogarnir fylla málgögn sín hatrömmum árásargreinum á Júgóslavíu og endursko'ðunar- stefnuna. Sú nýja stefna, sem vi.ð tók Þegar sleppti „stefnu hinna hundrað blóma,“ sem, fræg varð á sinni tíð, krefst járnaga og ótta við umheim- inn. Þetta er hliðstætt því, sem var á valdatíð Stalins, enda þótt Stalin værj aidrei beinlínis við kenndur harðvítuga árás- arstefnu í utanríkismálum. — heldur var stefna hans fvrst og fremst varnarkennd og einangr unarhneigð, eða allar götur til 1940. En hann þarfnaðist ótt- ans og ofstækisins til þess að geta skapað einhug og einbeitni að lausn hinna torveldu vanda- mála innanlands. Líklegt er að ástandið sé svipað í Kína og nú. 1 En Stalin átti ekki í höggi við neina aðra stjórn, sem taldi sig réttan valdaaðila á Rúss- landi, eins og stjórn Sjang Kai- Sjeks á Formósu telur sig hina einu réttu Kínastjórn. Og Kína hefur auk þess enn sterkari að- stöðu fyrir hið nána og trausta bandalag sitt við hið volduga heimsveldi, en að undanförnu hefur Pekingstjórnin hvað eftir annað kriúið Krústjov til að láta æ meir að kröfum. sínum. Kínverjar hafa sem sagt ekki kært sig um að hagsmunum þeirra yrði lengur fórnað til þess að halda friði og samkcmu lagi í heiminum. Og það er fyrst og fremst rússneska að- stoðin, sem gerir Kínver'jum það kleift að láta til skarar skríða. Hinsvegar vitum við ekki hve langt Krústjov hefur skuld- bundið sig að fyigja Mao Tse- Tung, — eða. hvort hann hafi heitið honum fylgd út í styrj- öld, ef svo vildi verkast. Og svo er enn sú spurning hvort Kínverjar séu í rauninni ekki jafn óttaslegnir við tilhugsun- ina um kjarnorkustyrjöld og aðrar ríkisstjórnir, að þeirri rússnesku ekki undanskilinni. Júgóslavar saka Mao um að setja allt sitt traust á vopnavald og þeir endurtaka óvarfærnis- orð eftir honum höfð, að íbúar Kína myndu teljast 300 millj- ónir að lokinni kjarnorkustyrj. öld. Að undanförnu virðast Kín verjar hafa lagt æ meiri á- herzlu á einmitt þessi rök, og j er jafnvel gefið í skyn í kín- verskum blöðum, að þau muni rétt. Nú er sem sagt haLð taugastríð, þar sem kæruleysið gagnvart kjarnorkustyrjöld er eift helzta vopnið. Ef leiðtogar heimsveldanna hefðu í raun- mni þá aðstöðu, sem þeir láía í veðri vaka, þá væri fyllsta á- stæða til ótta. En því verður ekki trúað, og við verðum að reiða okkur á að óttinn sé jafn sterkur í Washington, Peking og Moskvu. J. Sv. Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur úr ull og cocus o, fl. Gerum elnnig við. Gólfteppagerðin Skúlaerötu 51 Sími 17360 H. F. Eimskipaiélag Islands. THkynning til viiskipíavina vorra. Vér viljum hérmeð t:lkynna heiðruðum viðskiptavinum vorum, að firmað Seeuwen & Co.. Rotterdam. hefur ekki lengur á hendi afgreiðslu skipa vorra í Rotterdam og Amst erdam. Við afgreiðslunni hafa tekið: Mever & Co‘s Scheepvaart-Maatschappi j. N. V-, Wcstplein 9, Rotterdam. Símnefni: REYEM. Sími: 117.580. Óskast því öllum vörusendingum. sem fara eiga hingað ti] lands um Rotterdam, framveg s beint til hins nýja afgreiðslufirma vors, sem að ofan greinir. Reykjavík, 22. september 1958. H. F. EIMSKIPA FÉLAG ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.