Alþýðublaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 6
AlþýSublaðiS Þriðjudagur 23. sept. 1958 ÞAÐ ER EKKI hægt að neita 'því, að september er fjölbreyti- legri en aðrir mánðir ársins. Mér hefur alltaf fundist haust- ið koma í einni svipan, venju- lega fyrir miðjan september. Vorið kemur ekki svona snögg- lega- Batinn kemur smátt og smátt, allt frá miðjum apríl fram í miðjan júní. Þá er lífið að byggjast upp, allt að þiðna, allt að grænka, fólkið að Hfg- ast, verður léttara í spori, upplitsdjarfara og glaðlegra. Þetta er dálítið skrítið og vek- ur furðu manns. Af hverju fara 'blöðin á trjánum í garðinum allt í einu að fölna? Þau gerðu það núna á einni nóttu og næsta dag fóru þan að slitna af greinunum og fevkjast um garðinn og nágrennið — og nú liggur laufið í haugum um alla garða og allar götur. Vorið kemur smátt og smátt þar til það hefur skapað sumar og þannig er náttúran og lífið í tvo mánuði eða rúmlega það. En haustið kemur allt í einu: Haustfölvinn færist yfir allt, grasið sölnar, blómin halla sér út af og deyja á einni nóttu. Fjöllin verða grá í vöngum og fjallatopparnir 'hvítir. Við fyll- umst söknuði yfir því, sem við 'höfum misst og kvíða yfir því, sem við eigum í vændum. Við fölnum líka, drögum okkur inn í okkar skel, ef svo má að orði komast, breytum um svip, jafnvel um áhugamál og marg- ir um starf. Borgarbúar kveðja sumarið með meiri söknuði en sveitafólkið þó að ótrúlegt sé. Þetta hljómar jafnvel eins og fjarstæða. Septembermánuður er líka einn mesti annamánuður árs- ins, að minnsta kosti í sveitum landsins. Eftir þetta sumar eiga sunnlenzkir bændur gnógt heyja. Bóndi á láglendinu sagði við mig um daginn, að hey- skapur hefði aldrei á sinni ævi gengið eins vel. Sömu sögu er ekki að segja af Norðurlandi, því að þar hefur sumarið verið erfitt. Ferðafólk hefur jafnvel sagt mér furðusögur um kuld- ann þar — og séð eftir því að hafa farið þangað. Nær allir bændur eru þó betur undir það búnir nú að taka á móti erfið- um sumrum en áður var. Ef til vill geta þeir sem nú sitja uppi heylitlir eftir erfitt sumar, 'bet- ur sett sig inn í baráttu feðra sinna fyrr á tíð meðan engin tæki voru til hjálpar nema orf- ið og hrífan og ekkert að fá til bjargar fé og gripum en heyið. Þannig er þetta: Þegar sumarið hregzt, þegar jörðin er köld, þá koma nýtízku vélar ekki að gagni. Vélarnar eru ekki ann- að en hjálpariæki. Þær eru ekki grundvöllurinn til þess að byggja á. Gæðin eru í skauti náttúrunnar. Ef hún er ekki gjafmild við mannshöndina, sem stýrir vélinni, þá er til lít- ils stritað • • • • Réttirnar byrja í þessari viku. Á Suðurlandi hafa réttir verið færðar fram. Helztu rétt- irnar, Skeiðaréttir, hafa verið færðar fram í fyrsta skipti í sögunni um heila viku. Þetta kvað stafa af því hvað sláttur hefur gengið vel. Nú streymir féð í þúsundatali af fjöllunum. Um leið koma kaupstaðabörn in heim til sín. Þau yngstu, sem komust í sveit í sumar urðu að koma fyrr, því að nám þeirra hefst í septemberbyrjun, en hinna nú eftir mánaðamótin. Undanfarið hef ég séð lithi angana trítla í skólann með töskur á baki. Upp úr mánaða- mótunum bætast þúsundir barna í hópinn. Þeim fjölgar þá svo snögglega, að maður spvr- sjálfan sig: Hvar hefur allur þessi fjöldi verið? ' ER BÖRNUNUM OFGERT í SKÓLUNUM? Ég get ekki neitað því, að ég vorkenni krökkunum alltaf þegar þau eru að byrja skóla- námið. Ég geri það, ekki vegna þess, að ég telji þau of góð til þess að leggja á sig við nám, eða vegna þess, að ég efist um það að þau hafi gott af aga, sem áð minnsta kosti á að vera fyrir hendi í skólunum, hvort sem hann er þar eða ekki. Ég vorkenni þeim vegna þess, að ég hef sterkan grun um að eitthvað sé mjög bogið við fræðslukerfi okkar og skóla- nám. Kennarar segja mér, að þetta sé allt á misskilningi eftir annað ‘hefur það komið fyrir, að ég hef lent í vandræð- um með dæmin — og ekki hef- ur tekið betra við hvað mál- | fræðina snertir. Þar hef ég stundum ekki skilið nokkurn skapaðan hlut. Það er búið að ^ flækja þetta fyrir unglingun- j um svo mikið, að það er ekki ' nema fyrir sérfræðinga að greiða ýr flækjunni, enda hafa svokallaðir sérfræðingar búið flækjuna til. ...“ Þetta sagði hann. — Nýlega las ég grein í erlendu blaði um þá viðleitni, | sem uppi væri til að flækja nám, búa til ný og ný orð um málfræðileg atriði, leita að nýjum og nýjum uppsetning- kenni börnunum stundum þeg- 1 ar þau eru að fara í skólana. Ég hef rökstuddan grun um að þeim sé ofgert andlega. Mér j er ljóst að þeíta er sterklega til orða tekið, en ég hef engin öiinur orð til að tú’ka grun I minn. Ég þykist viss um, að þau gætu læri á miklu auðveld- ari hátt en þau eru nú knúin til að læra, eg óttast, að flækj- an sé of strembin fyrir þau — og þau hrökklist undan henni út í námsleiða og vanrækslu .... Enginn hefur hér að unn- ið vitandi vits til skemmda. ! Allir hljóta að hafa lagt sig í framkróka til að finna beztu lausnina til þess að mennta örnin Er börnum of- gert með flækj um i Hvað áfti báfsmað- ; urinn við? Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur flutti þetta er- indi í útvarpið fyrir skömmu síðan. byggt hjá mér, ég þekki þetta ekki nógu vel og ég sé of hræddur við þær reglur um námið sem gilda í skólunum. En ég get ekki losnað við þenn- an grun, og mér finnst hann alltaf vera að styrkjast í æsku þekkti ég engan ólæsan mann. Ég þekkti gamalt fólk, sem ekki kunni að skrifa og ástæð- an var skiljanleg. Það hafði aldrei fengið að læra skrift. Kennsluhættir, skólahald og námskröfur, hafa gjörbreytzt síðan. Nú er hver unglingur skyldur til að stunda nám í allt að áratug. Samt sem áður kem- ur mikill fjöldi út úr skólun- um, sem ekki er sendibréfsfær, hvorki hvað stafagerð snertir eða réttritun. Kunningi minn gægðist í reikningsbók hjá barni í fyrra. Hann kvaðst ekki hafa skilið dæmin, sem barnið var að berjast við. Hann hringdi til kennara, sem að vísu hefur ekki stundað kennslu nú í nokkur ár og lagði. fyrir hann dæmin. Honum vafðist tunga um tönn. í sumar ræddi ég um þessi mál við landskunnan mann, er las við kennaraskóla bæði hér og erlendis og stundaði kennslu við barna- og unglingaskóla fyrir allmörgum árum. Ég sagði honum frá grun mínum. Hann fór að hlæja og sagði eitthvað á þessa leið: „Þetta er ekki grunur. Þetta er stað- reynd. Ég á 14 ára gamla dótt- ur í kvennaskólanum. Ég hef litið til með henni viðvíkjandi íslenzku og reikningi. Hvað araðferðum í reikningsdæmum o. s. frv. Þar í landi höfðu kennarar gengið undir próf í lausn nýrrar prófflækju — og margir fallið. ... Er nokkur furða þó að mann gruni að ekki sé allt með felldu. Gamall og þaulreyndur skólamaður, Jón- as Jónsson frá Hriflu, flutti sl- vetur hér í útvarpið ágæt erindi um þessi mál og las upp dæmi úr námsbókum í sögu, íslenzku og fleiri greinum. Sumt af því sem hann las hljómaði í eyrum mér eins og fuglamál — og ég hef aldrei skilið fuglamál. Þetta er árangurinn af betri menntun skólanna, bættum kjörum og löngum leyfum. Og hver er svo útkoman hjá unga fólkinu þegar það kemur út úr skólunum? Nýlega birti viku- blað viðtöl við tvo stjórnend- ur vinsæls bréfaþáttar hér í útvarpinu. Stjórnendurnir fá mörg hundruð bréf á viku hverri. Báðir segja stjórnend- urnir: ,,Eru landsmenn hættir að vera sendibréfsfærir? Það er hreinasta þrælavinna að lesa mikinn fjölda þessara bréfa, en næstnm því öll eru þau frá ungu fólki — og mörg verðum við að gefast upp við að ráða, svo iUa og vitlaust eru þau skrifuð.“ Ég býst við að kennarar verði mér ekki sammála um þetta — og heldur ekki þeir, sem alltaf vilja vera að breyta til um námsaðferðir — og í því efni eru langskólamennirnir verst- ir, en það verður að hafa það. Ég endurtek það, að ég vor æskulýðinn. En hversu lengi á að nota aðferðir, sem hafa sýnt sig að koma ekki að eins góðu gagni og þær sem áður voru hafðar? Þá er enn þá eitt, sem freistandi er að minnast á í þessu sambandi: Það eru ekki allir færir um að vera kennar- ar. Þar skiptir próf eða náms- afrek í kennaraskóla ekki miklu máli, að minnsta kosti ekki eins miklu máli og haldið ' hefur verið fram. Fyrir nokkru ræddi ég við mann, sem stund- aði nám við Kennaraskólann fyrsta veturinn, sem hann starfaði. Meðal nemendanna var maður, sem gekk mjög illa námið og varð um erfiðleika hans rætt meðal nokkurra nem enda að skólastjóranum, séra Magnúsi Helgasyni, viðstödd- . um. Þá sagði þessi mikli og J góði kennari; „Það væri mjög miður ef honum tækist ekki að ná prófi, því að það tel ég efa- ] laust, eftir kynni mín af hon- um, að hann sé flestum fremri í að umgangast börn og kenna , þeim.“ — Einmitt meðan ég, er að skrifa þetta, berst mér eitt af dagblöðum bæjarins. Þar er grein um kennsluhætti í Svíþjóð. Þar er hver kennari látinn hafa reynslutíma í virkri kennslu í skóla áður en afráðið er hvort hann geti kennt börn-! um og unglingum. Þetta er at- hyglisvert. Svíar munu hafa tekið þetta upp eftir langa reynslu um kennsluhæfileika. Þeir hafa komizt að raun um það, að það þarf ekki alltaf að ■ fara saman, að vera góður nemandi og kunnáttusamur í kennslufræðum — og að vera góður kennari. HVAÐ ÁTTI BÁTSMAÐURINN VIÐ? Þeíta vildi ég mega segja af tilefni þess að börnin hefja skólagöngu á þessu hausti. En septembermánuður er að þessu sinni tilbreytingaríkari en oft- ast áður. Ég ætla mér ekki að fara að ræða mikið um land- helgismálið. Engum blöðum er um það að fletía, að þjóðin er einhuga. Eggjanir eru óþarfar. Eggjunum virðast oft þurfa að fylgja svívirðingar um aðra. Æsingar eru taugaveiklun. Staðfestan er aðalatriðið í þessu máli. Kurteisleg fram- koma og virðuleiki í málsmeð- ferð er meira virði en margur kemur auga á í erjum dagsins í dag. Við erum beittir ofbeldi. Við erum líka beittir ósannind- um og blekkingum, en það á ekki að marka okkar stefnu eða starfsaðferð. Við stöndum höllum fæti gagnvart mold- viðri blekkinganna. Stórveldin ráða vfir áróðurstækjum, sem yfirgnæfa allt, sem við getum beitt. Áróðurinn er ekki aðal- atriðið. Hann getur 'haft og mun hafa áhrif á almenning í löndunum, en hann veldur ekki úrslitum þegar málið verður til lykta leitt. Áróður hefur engin áhrif á veðurfar, vélabilanir, sjóskaða eða ‘heilsufar. Þetta mun valda miklu um úrslit. Áróður veldur heldur ekki úr- slitum í afstöðu ríkisstjórna eða alþjóðlegra samtaka. Það er hægt að skrökva því í blöð- um að varðskipin okkar hafi ætlað að sigla niður stríðsskip Breta, en því er ekki trúað þar sem málunum verður ráðið til lykta.... Þetta á að marka okkur stefnuna, eins og verið hefur. Stefnan hefur, eftir að ákvörðun hafði verið tekin, að svo miklu leyti, sem ég þykist hafa vit á, verið rétt. Hún hef- ur verið mjúk en staðföst. Og þannig eignm við að halda á- fram. Eyþjóðir eru þolinmóðar og þrautseigar þegar á reynir. Það hafa Bretar sýnt gegnum alla sögu sína, og það höfum við líka sýnt — og munum sýna. Þess vegna eigum við að forðast stór orð, grjótkast og æskiskrif. Það verður í frásög- ur færandi ef það á að verða 'hlutskipti hinnar litlu og vopn- lausu íslenzku þjóðar, að svipta Breta trúnni á þá þjóð- sögu þeirra, að þeir vinni allt- af síðustu orrustuna. Allt bend- ir nú til þess, að þó að.þeir hafi unnið þá fyrstu í viðureigninni við okkur með því að geta hald- ið fiskiskipum sínum um sinn innan nýju landhelgislínunnar, þá muni þeir tapa þeirri síð- ustu. Þetta myndu mér finnast mikil tíðindi. . . . Bátsmaðurinn á Þór lét orð falla í viðtali við fréttamann útvarpsins, sem útvarpað var fj'rir rúmri viku, um það að varðskipsmenn gerðu allt sem, í þeirra valdi stæði, en enn skorti á, að þeir, sem í landi starfa, legðu fram sitt lið. Mjög Margir hafa talað um þessi orð bátsmannsins og spurt um það, hvað hann hafi átt við. Margir hafa haldið, að bátsmaðurinn væri að fara fram á það, að vélbátar mannaðir úrvalsfólki flvktust utan um landhelgis- brjótana og herskipin til að- stoðar við truflunarviðleitni ís- lenzku varðskipanna, en ég held að bátsmaðurinn hafi átt við allt annað. Allir vita að landhelgisgæzl- an er mjög vanbúin. Hún var það áður en nýja landhelgis- línan var ákveðin og hún er Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.