Alþýðublaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1958, Blaðsíða 4
£ JklþýSublaSið Þriðjudagur 23. sspt 1958 Portoroz, 3. sept. 1958. SKÖMMU áður en þrettándá umferð hófst var skýrt frá því hér í skáksalnum að daginn áð- ■ 'ur hefði fuHtrúaþing Alþjóða Skáksambandsins kjörið Frið- rik Ólafsson stórmeistara. Yar 'Friðrik eini skákmeistarinn, sem hlaut þessa nafnbót á þing- inu en miðstjórn sambands- ins felldi aðrar tlilögur. Með þessari útnefningu Friðriks höfum við misst eina alþjóða skákmeistarann okkar, því fyndist rrtér að Skáksamband íslands ætti að reyna að koma sér upp öðrum sem allra fyrst. "Mætti t. d. athuga hvaða skil- yrðí menn þurfa að uppfylla ~til að öðlast þennan titil. Kann- ske hefur einhver íslendingur þegar uppfyllt þau. Mætti þá fyrst athuga afrek Guðmund- ar Pálmasonar á stúdentamót- inu í Lyon 1955 og stórmóti Taflfélags Reykjavíkur í fyrra, ■eða afrek Baldurs Möller, forn og ný. ÞRETTÁNDA UMFERÐ. Hafi einhver stórmeistari teflt vel í þessari umferð þá var það sá nýkjörni. Auga fyr- ir auga og tönn fyrir tönn þiarmaði hann að Averbach, rússneskum stórmeistara. Minnti Rússinn mig einna helzt á íslenzkan afdalabónda, sem hefur þraukað margan harð- indavetur, þrár eins og smjörið Sitt og spornar fæti við óblíð- um náttúruöflum, staðráðinn í að þrauka þennan vetur líka á hverju sem gengi. En íslenzk veðrátta á það til að brjóta niður seigluna í einum afdala- bónda hversu seigur sem hann kann að vera, og ekki virtist mér hún draga. neitt af sér í þetta skipti frekar en oft áð- uþ enda dó bóndinn hungur- dauða á víðavangi um það leyti sem gj örningaveðrinu slotaði. Úrslit: Panno—Larsen V>-—Vz Priðrik—Averbach 1—0 Tal—Bronstein Vz—V2 Petrosjan—Fischer %—V2 Sherwin—Benkö V2—V2 De Griff—Rossetto V2—V2 Szabo—Fúster 1—0 Pachman—Neikirch 1—0 Matanovic—Gligoric V2—V2 Filip—Cardoso 1—0 F.TÓRTÁNDA UMFERÐ. Bent Larsen er einkar við- j kunnanlegur náungi og alls | -ekki laus við kímnigáfu. Auk Jþess á hann • það til að vera kurteis, þegar hann er í góðu -skapi. Nokkrum dögum áður en hann átti að tefla við Frið- rik bað hann okkur afsökunar á því að hann myndi nú máta þennan nýgræðing me'ðal stór- meistara. Þegar ég sagði hon- um að ég væri búinn að missa -alla trú á honum og hans lof- orðum um að máta menn, svar- aði hann því auðvitað til að fcann hefði enn mikla trú á sér Qg sínum loforðum og þess- vegna skipti mitt traust engu roáli. Ég kom á skákstaðinn tíu mínútum áður en byrjað var að tefla, til þess að geta fylgzt eins vel og unnt var með skák þeirra Friðriks og Bents. Tefldu þeir í rúmar fjórar stundir og mestallan þann tíma leið mér líkt og hænu í hest- húsi. Hafði Friðrik aldrei fast land undir fótum og virtist lengst af vera á heljarþröm- inni. Þegar þeir stórmeistararn- ir höfðu teflt í nær fjóra tíma tók Larsen skiptamun sem hann hefði sennilega átt að láta vera. Fékk Friðrik peð fyr- ir skiptamuninn og virtist nú loksins standa föstum fótum. Datt honum það snjallræði í hug að bjóða jafntefli en Lar- sen hafnaði samstundis, gekk í lymskulega gildru og gafst upp. Bar þeim Friðrik saman um að Larsen hefði átt að Þ%gja jafnteflistilboðið. Þegar maður hefur haft betra tafl í fjóra klukkutíma á skiptamun yfir og hefur lofað því að vinna þá hafnar maður auðvitað svona tilboðum. í slíkum til- fellum sakar það ekki að bjóða jafntefli og stundum er hægt að græða á því, enda var tilboð Friðriks gert í gróðaskyni ein- göngu. Bronstein reyndi hvað hann gat að leggja Petrosjan að velli en varð að taka sættum um síðir. Úrslit: Gligoric—Filip V2—V2 Neikirch—Matanovic V2—V2 Fúster—Pachman 0—1 Rosetto— Szabo 0—1 Benkö—De Griff 1—0 Fischer—Sherwin 1—0 Bronstein—Petrosjan V2—V2 Averbach—Tal V2—V2 Larsen—Friðrik 0—1 Sanguinetti—Panno 0—1 FIMMTÁNDA UMFERÐ. Þótt fyrirmannlegt yfirskegg og einstakt jafnaðargeð bendi ásamt holdafarinu til þess að Sanguinetti sé landeigandi, sem ekki þarf að hafa allt of mikið fyrir lífinu, átti hann lengst af annríkt á lítilli spildu í við- ureigninni við Friðrik. Var hann næstum iandlaus og harla vinafár þegar hann fann smugu á landamörkunum, æddi yfir Jönd Friðriks og eirði engu en stórmeistarinn bjargaði sér á flótta með leifarnar af liði sínu. Það tók skákmeistara Sovétríkjanna, Lettann Tal, að- eins tvo tíma að ganga frá Bent Larsen. Ekki veit ég til þess að Bent hafi gefið nein loforð fyrirfram þó mér þyki það sennilegt. Úrslit: Friðrik—Sanguinetti V2—V2 Tal—Larsen 1—0 Petrosjan—Averbach V2—V2 Sherwin—Bronstein V2—V2 De Griff—Fischer 0—1 Szabo—Benkö Vz—V2 Pachman—Rossetfo V2—V2 Matanovic—Fúster 1—0 Filip—Neikirch 1—0 Cardoso—Gligoric 0—1 SEXTÁNDA UMFERÐ. Friðrik hafði svart gegn arg- entínska stórmeistaranum Panno. Var Argentínumaður. inn alltof friðsamur til þess að til tíðinda drægi enda ánægður með jafntefli. Bobby Fischer fer svo ört fram að maður sér dagamun á honum. Hann tefldi mjög vel gegn Szabo, fórnaði drottning- unni og hefði sjálfsagt unnið ef hann hefði haft svolítið meiri tíma. Argentínumaðurinn Rossetto hefur áreiðanlega teflt flestar sínar skákir á kaffihúsum. Hann átti gjörunnið tafl gegn. Matanovic, en glopraði því niður í iafntefli á undraverðan hátt, enda hefur hann áreiðan- lega meiri áhuga á kvenfólki en biðskákum. Bent Larsen lofaði því statt og stöðugt að máta Petrosjan, enda þótt sá síðarnefndi tapi nær aldrei skák. Og vhi menn, stendur ekki sá danski við sín stóru orð, enda þótt hann tefldi Birds-byrjun, sem nær enginn þorir að tefla annar. Sjaldan hef ég séð.nokkurn mann Ijóma eins innilega og Bent, þegar Petrosjan stöðvaði klukkuna og áhorfendur fögnuðu sigri hans. f átta umfexðir hefur þessi skemmtilegi náungi ekki unnið. skák og heldur ekki ver- ið viðmælandi, svo ekki sé minnst á eldsúran svipinn á fallega andlitinu hans. En nú hefur hann tekið gleði sína aftur, ÖÍÍum til. mikillar á- nægju. Neikirch—Cardoso Fúster—Filip Rossetto—Matanovic Benkö—Pachman Fischer—Szabo Bronstein—De Griff Averbach—<Sherwin Larsen—Petros j an Sanguinetti—Tal Panno—Friðrik Úrslit: 1—0 0—1 V2—V2 Ú2- Ú2- 1/2- 1/2- .l/2 -1/2 -Ú2 -Ú2 1—0 V2—V2 V2—V2 EINS og menn rekur minni til þá hafa á liðnum árum ver ið byggð fyrir forgöngu Slysa varnafélagsins, björgunar og varðskip fyrir suður, vestur og norðurland. Nú er í ráði a'ð byggju björgunarskútu fyrir Austurland. Eru þegar hafnar fjársafoanir í þessu augna- miði með ótrúiega góðum ár- angri. Eins og málum er nú háttað í landhelgisdeilunni ætti að vera enn betri grund- völlur fyrir samstöðu allrar þjóðarinnar til þessa björgun- arskútumáls. í þættinum um daginn og vsginn síðastliðinn mánudag bar Vilhjálmur S. Vilhjálmsson fram þá tillögu að öll þjóðin tæki höndum saman um byggingu nýs varð- skips í tilefni yfirstandandi landhelgisdeilu. Tillagan er góð eins langt og hún nær en öll undirbúningsvinna í sam- bandi við hana er óunnin og mikil vinna liggur í allrj fram kvæmd hennar. Það virðist því lekki fjarri lagi að hægt sé að sameina nefnda tillögu ura byggingu nýs varðskips við Austurlgnd. Slíkt skip gæti orðið þeim mun stærra og betur útbúið. sem framlcgin yrðu fleiri og stærri. Slysa- varnadeildirnar allstaðar á landinu eru þekktar að dugn- aði og fórnfýsi í þessum mál- um og sýnist því. vænlegasta leiðin til árangurs að veita þeim stuðning til þessara fram kvæmda því ,,hálfnað er verk þá hafið er“. VANTAR SJÓMENN? Menn eru farnir að bera kvíðboga fyrir því að ekki verði hægt að manna alla báta og skip íslenzka fiski- skipaflotans á komandi vertíð þar eð færelsku sjómennirnir muni ekki koma að óbreyttu á- standi. Það má því segja að við séum ekki vel á vegi stcdd, að eiga allt undir fiskveiðum komið an alltaf fækkar þeim er þær vilja stunda. Á undan- förnum- árum hefur verið grip ið til þass ráðs -að flytja inn sjómenn á skipin, en s.líkt er engin framtíðarlausn. Hvsrjii" eru þá orsakir þess að ungir menn vilji ekkj lsggja fyrir sig . sjómennsku á fiskiskipum? £ stuttri blaðagrsin ier ekki hægt að gera grein fyrir því svo nokkru nemi. Ein megin or- scjk þessa ástands Hggur þó örugglega í lakari kjörum og verri aðstöðu til að vinna og hlúa að sínu. Sá ier í landi vinnur hefur alla iafnan mörgum sinnum betra tæki- færi á að drýgja tekjur sínar á einn eða annan hátt sem of langt yrði upp að telja. Við verðum að jafna þessi met. Við megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Þao verður að skapa íslenzkum fiskimönnum þá af komumöguleika að leftirsóknar vert sé að fafa til sjós. Margar leiðir eru til að leigrétta þetta rnisræmi í - afkomumöguleik- um þeir.ra sem í laudi eru og hinna er stunda sjó, en.fyrsta skilyrðið e-r samt að nægur sk.lningur sé fyrir hendi, ekkx aðeins hjá ráðamönnum heldur hjá öllum almfennfngi. Það hefur oft viljao brenna við bæði í ræðu og riti að básúnacS hefur verið út hve mikið ein- stök bátshöfn hafj borið úr bít um fyrir svo og svo stuttan tíma. Þetta gefur alranga mynd af þaim raunverulegu tekjum sem hinn almemni ís- lenzki fiskimaður ber úr bít- um yfir t. d. árið. Veldur þetta oft misskilningi eins og svo oft þegar ekki er sýnd nema önn- ur hliðin. Það er nægur tími Framhald á 8. síðú. VBTTVAN6U8 MffS/AfS ÉG HEF ORÐIÐ var við það, og raunar séð það í blöðum, að fangarnir á Eastbourn sæta nokkarri gagnrýni fyrir fram- komu sína eftir að þeim var sleppt í bátinn við Keflavik. Yf- irmaður landhelgisgæzlunnar á sjónum, Eiríkur Kristófersson skipherra, gerði þá kröfu, eftir að varðskipsmennirnir höfðu verið teknir íil fanga, að þeim yrði skilað um borð í togarann, sem þeir voru teknir úr. Hann neitaði um leið að íslenzku varð skipin tækju við þeim. Þetta var hárrétt. ÉG HEF ALDREI ÍIEYRT að nokkur fangi nokkurs staðar hafi neitað að sleppa úr fanga- vist, hvernig svo sem á hefur staðið. Þvert á móti hafa allir fangar alls staðar og á öllum tímum beitt öllum brögoum til að sleppa á einn eða annan háít. Það er því ekki rétt, að áfellast varðskipsmennina fyrir 'það þó að þeir reru í land eftir að bát- ur hafði verið settur undir þá. SKÖMM OG NIÐURLÆG- ING Bretanna er hin sama fyrir því. Þeir lentu í vandræðum með fanga sína og áttu um tvennt að velja, að gera það, sem þeir gerðu, eða fara með þá til Englands. Átti sendiherra ís- lands í London að neita að taka við piltunum þar, neita að greiða fyrir heimkomu þeirra og halda áfram að krefjast þess, Fúngarnir liggja undir gagnrýni En er hún réttmæt? -*«**•» Furðuleg lausmælgi varð- skipsmanna og heimsku- leg framkoma blaðs. Eru óþroskaðir unglingar á varðskipunum? að þeim yrði skilað aftur um borð í togarann? Ef menn at- huga þetta hljóta þeir að sjá hve fráleitt það er að deila á piltana fyrir þessa framkomu þeirra. HINiS VEGAR er rétt að gera annað að umtalsefni. Það er furðulegt að birta í opinberu blaði nöfn brezkra sjóliða, sem sýnt hafa föngunum sérstaka vinsemd og þó framar öllu öðru að segja um leið frá yfirlýsing-' um þeirra, sem bera með sér, að þeir hafi áhuga fyrir því, að við sigrum í deilunni. Það er í fyrsta lagi vítavert af þeim, sem segir frá, og í öðru lagi heimskulegt af hlaðinu, sem gerir það. Undir svona kring- umstæðum á blaðamaðurinn að hafa vit fyrir blábjánanum. OG ENN ANNAÐ. Það vaktí furðu manna hve ungir piltarnii' voru, sem teknir voru til fanga. Er hávaðinn af varðskipsmcnn- unum kornungir og lítt þrosk- aðir piltar? Hvað veldur slíku mannvali á hættutímum? Varð- skipin eru ekki nein skólaskip, að minnsta kosti ekki á tímum eins og þeim, sem nú eru. Full- þroska menn verða að skipa hvert rúm, en ekki piltar, sem varla er sprottin grön — og gera má sannarlega ráð fyrir að hafi ekki fullan þroska til að bera þegar þeir lenda í mjög óvenju- legum aðstæðum. BARÁTTUNNI við Bretana innan tólf mílna landhelginnar er sannarlega ekki lokið, og henni verður ekki lokið fyrst um sinn. Ég held að flestir séu sammála um það, að það þurfi að endurnýja sliipshafnirnar að einhverju leyti ef þær eru yfir- leitt skipaðar mönnum eins og mörgum þeim, sem voru teknir til fanga. Maður verður að minnsta kosti að gera ráð fyrir því, að ekki hafi verið valdir sérstaklega þeir yngstu og óvön- ustu til þess að ráðast um borð í. togarann. ÞETTA ER NÆSTA verkefn- ið fyrir landhelgisgæzluna. Al- menningur í landi, að minnsta kosti, gerir ráð fyrir að þetta verði gert nú þegar. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.