Alþýðublaðið - 26.09.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. sept. 1958
AlþýSa blaöi®
11
Handlaugar
W. C.-samstæ'ður
W.C.-skálar
W.C.-kassar
Standkranar
Blöndunar-hanar fyrir
bað og' eldhús
Vatnslásar
Eotnventlar
Linoleum
Filípappi
Gerfigólfdúkur
Gólfdúkalím
„JUNOÍ-mfmagnselda-
vélar
„JUNO“-rafsuðuplötur
Píp-ur ¥>“—2“, svart og
galv.
Handdælur xh“-—IVá11
Ofnkranar
Rennilokur 1/t>“—2-V“
Múrboltar
Múrboltar
Pappi og pappasaumui-
Stálskrúfstykki og hand-
verlcfæri alls konar
o. m. fl.
WL J. EVfinney:
Tryggvagötu 28.
Sími 1-39-82.
Bókhlöðustíg 7
Sími 19-168
SELJUM í DAG —
Chevrolet ’58
Chevrolet ’55
Chevrolet ’54
Chevrolet ’53
Chevrolet frá 1941
«1 ’52
Ford ’55
Ford Str/ion ’54
8 manna (orginal)
Dodge ’57
Dodge ’55
með góðum kjörum,
Plymouíh ’50 ný-
komnir til landsins.
Buick frá ’47—’55
Oldsmobil ’56
De Soto ’54
Auk þess 6 manna bif-
reiðar í stóru úrvali.
Austin frá ’46—’53
Vauxhall ’55, ’57, ’58
Skoda ’52, ’55, ’56, ’57’
Renó frá ’47—’52
Opel frá ’39—’58
allar tegundir.
Ford frá ‘46—‘55
Fiat frá ‘54—‘57
P70 ‘56, góð kjör
selst ódýrf.
Volkswagen ’55, ’56 ’57
Willis jeppar » miklu
úrvali
Höfum kaupendur að
nýlegum vörubílum.
Orðstír
deyr aldregi
S Kí PAUTG6R-Ð
\WfBTKjiSINS:'
Hekla
austur um land í hringferö
hinn 2. okt. n.k.
Tekið á móti flutningi til
Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð ■
ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfj arðar, Þórshafnar,
Raufarhafnar, Kópaskers og
Húsavíkur árdegis á morgun
og á mánudag, 29. þ. m. Far-
seðlar seldir á miðvikudag.
börnin nytu góðs af brezku
skólanámi. Violetta var nú
orð n níu ára að aldri. Hún
hafði hlotið nokkra menntun
í kiausturskóla og talaði bæði
ensku og frönsku, ■— eins og
raunar þau öll, nema Buchell,
sem aldrei komst á lag’ með
það.
Þegar til Bnetlands kom
dvöldust þau enn um nokkurt
skeið á hálfgerðu flakki, —
bjuggu fyrst í West Kensing-
ton, síðan í Leicester, en
héldu loks til Lundúna
og settusts að í Bays-
water. Börnin fluttust þannig
úr einum skóla í annan. Vio-
letta varð nú að leggja alla
stund á það mál, sem hún
hafði aðeins lært öðru veifinu,
og ekki var laust við að hún
væi-j dálítið utangatðs hjá
stallsystrum sínum fyrir það,
að hún talaði ensku með dá-
litlum frönskuhreim.
En rödd hennar var ekki
síður falleg en andlit hennar,
og öllum þótti þeim gaman að
hlusta á, þegar hmi sagði frá
því, sem fyrir hana hafði bor-
ið handan sundsins og hve
allt hafði verið þar ólíkt því,
sem var á Bretlandi, enda gekk
hún frásögninni algerlega á
vald, og stór, dimmblá augú
hennar ljómuðu af frásagnar-
gleði.
Pabbi var að heiman allan
daginn á hnotskóm leftir
vinnu, og mamma var yfirleitt
lítið heima, enda var það hún
sem nú varð að mestu leyti að
vinna fyrir heimilinu; þurfti
hún að fara til viðskiptavin-
anna með það, sem hún var
að sauma, og gæta að hvernig
það hæfði. og það féll því í
hlut Violettu að annast dreng-
ina að miklu leyti. Hún varð
að þvo þeim og greiða og
klæða þá, og þegar hún og Roy
komu heim úr skólanum,
varð hún að sjá um miðdegis-
verðinn handa þeim öllum. Og
þar sem John litli var aðeins
þriggja ára, þurfti hann að
sjálfsögðu sérstakrar umönn-
unar við. Það var síður ensvoað
hún hefði gaman af þessum
störfum, en þar sem hún var
nú eina telpan í fjölskyldunni
átti hún ekki annars völ; hún
tók þvf hlutskipti sínu af kæti
og kom þar snemma í ljós sá
skapgerðarþáttur her.nar að
hún kunni hvorki að vola né
víla, hvað sem að höntíum bar.
Þetta starf varð að sjáU’sögðu
til þess að auka henni .byrgð-
artilfinningu, og eú: :i ; til-
þess að kenna henni n :i sinna
skyldustörfum, því r.'.áltíðirn-
ar varð hún að hafa til reiðu
á vissum tíma, og þau syst-
kinin urðu að vera kornina
aftur í skólann áður en hringfe
var inn. En fyrir dugnað henn--
ar, smekkvísi og skyldurækni
voru þau systkinin alltaf
hrein og vel til fara, og til
þess var tekið, hve prúð þaú
voru í framkomu.
i Sumarið 1932 fluttist fjö'l-
skyldan loks til Brixton, og
þar dvaldist hún síðan á með-
an Violetta lifði. Og enda þótt
hún væri þá aðeins ellefu ára
mátti ævi hennar kallast hálfn
-uð. Hitler var þá þegar kom-
inn fram á sjónarsviðið, þar
sem hann átt; eftir að svið-
setja grimmúðlegasta harm-
leik, þar sem henni var ætlað
hlutverk kvenhetjunnar.
ANNAR KAFLI.
í Brixton.
Þegar Bushell hélt til Brix-
ton til að fá þar inni, sagði
hann, þar sem hánn vissi að
fólk; var yfirleitt lítið um það
gefið að leigjá barnmörgum
fj ölskyldum, að þau ættu þrjá
syni, en einn þeirra færi til
dvalar hjá frændfólki í Frakk-
landi.
Frú Tripp, sem leigði út hús-
næð; að Stockwell Park 12,
hafði lausa litla íbúð á efstu
hæð og Settist fjölskyldan þar
að hálfum mánuði síðar. Allt
stóð heima eins og sagt hafði
verið um drengina, þar sem
Noel hafði verið sendur til
Frakklands, til frændfólksins í
Pont Rémy, — en svö kom á
daginn að þau hjónin áttu líka
telpu.
En frúin var ákaflega góð og |
umburðarlynd kona, og gat.
ekki með neinu móti látið þau i
gjalda svo smávægilegrar óná-j
kvæmni í frásögn. Sjálf átti'
hún tvö börn, að miklu leyti ’
uppkomin, og auk þess hafði
hún tekið í fóstur frændbörn
sín tvö, er bæði voru umkomu
laus. Annað þeirra, stúlka að
nafni Winnie Wilson var næst
Violettu að aldri, eða sextán
ára, en þó alls ekki álitin
.henni jafnaldra, þar sem telp-
ur, sem svo mikill aldursmun-
ur er á. eiga yfirle'itt alls ekki
margt sameiginlegt. Á meðal
hinna mörgu leigjenda í hús-
inu var Þjóðverji nokkur að
nafni von Kettler, 'og var
aldrei kallaður annað en herra
Hitler, að vísu ekki nema öðru
hvoru fyrst í stað, en síðan
stöðugt íeftir að þessi skrípa-
persóna gerðist hinn frægasti
leiðtogi og mjög umræddur í
blöðunum, og galt Kettler þsss
hve nöfnin voru snoðlík á
tungu. Hvaðan Kettler þessum
korn aðalsættarforskeytið
„von” varð ekki vitað, en
ólíklegt er þó að hann hafi tek-
ið sér bað Bessaleyfi, þar sem
það er staðreynd, að faðir
hans var vinur von Papens;
sem þá var þýzkur kanzlar-i og
einhverntíma hafði Verið
þýzkur njósnari. Raunar er
sagan af Kettler þessum ó-
merklleg, þar sem hún stend-
ur ekki í neinu sambandi við
frásögn þessa, nema hvað
hann dvaldist sem sagt í sama
húsi um skeið og sögupersón-
urnar. En þegar dró til at-
burða í Múnchen, hraðaði
hann sér heim til Þýzkalands
sem mest hann mátti, þar sem
hann óttaðist að hann kynni
að verða teki-nn fastur, ef hann
dveldist lengur á Bretlandi og
til styrjaldar kæmi. Þótti öll-
um eftirsjón að honum, þar
sem hann var álitinn hið
mesta prúðmenni og gekk allt
af mjög vel klæddur. Violetta
kynnt'st honum bó ekki meitt
að ráði, þar sem hún hafði
iekkert við fullorðna fólkið á
neðri hæðunum saman að
sælda. Öðru máli gegndi með
föður hennar, sem var með
þeim öllum stundum. Lék
han-n knattborðsleik við þá,
sem gaman höfðu af því, eða
hann skrapp í knæpuna og
fékk sér í staupinu; var hann
alltaf kátur og ræðinn og þótti
skemmtilegur félagi, og allir
í húsinu kölluðu hann ,Kalla.’
Húsráðendur höfðu þau
kynni fyrst af Violettu, að
hún knúði kvöld nokkurt dyra
á eldhúsinu og bað um að skipt
væri fyrir hana pien'ingi, svo
hún gæti lagt á gas-sjálfsal-
ann. Winnie, sem sat við eld-
húsborðið og æfði hraðritun,
kveðst muna þetta atvik mjög
vel, — Telpan var með afbrigð-
um falleg. Þegar hún var far-
in, mæltj frænka: Þetta er
dásamlega falleg stúlka, það
er þó orðið sannast. Og ég man
að ég starði orðlaus á haná
fyrst í stað, svo mjög fannst
mér til um fegurð hen’nar.” ,
Hún hafði stór, dimmblá
augu, og sló á þau grænni
slykju, — var svo að sjá sem
þau tækju litaskiþtum. Hvarm
hárin voru mjög löng og silki-
mjúk og tvo fegurðardepla
hafði hún, annan vlð munn-
vlkið og hinn á hökunni.
Rödd hennar var lág, en á-
kaflega hreimþýð og heillandi,
og bar mikið á frönskum
hreim, en hann hvarf með öllu
síðar, — að þessu sinn; virtist
hún ekki tala enskuna vel. En
ófeimin var hún með öllu og
ákaflega eðlileg í framkomu;
leyndi sér ekki að hún hafði
ekki spillst fyrir upp'eldisá-
hrif. Okkur féll brátt mjög vel
við hana og frænku þótti sér
í lagi vænt um hana Þetta eru
fyrstu iendurminningar Win-
nie um Violettu.
Violetta og bræður hennar
gengu í skólarm v'Ið Stockwell-
stíg, og var, rétt fyrir horn að
fara. Þetta er' einn af hinum
stóru úthvarfaskólum í Lund-.
únum, rúmar urn eitt þúsund
bcrn; Bæði drengir og telpur
sækja þennan skóla. Bygging-
in er næsta óásjáleg og stendur
spölkorn frá stígnum, an um
hann er jafnan umferð mildl
og standa við hann margar
verzlanir. Violétta og bræður
hennar urðu að fara yfir stíg-
inn að skólanuny og komu þá
á lítinn, grasi gróinn leikvöll,
þar sem stóð feinmana tré, og
var leikvöllurfnn og skólinn
umgirtur háum múrvegg með
vírnetj að ofan.
í skóla þessum bar mest á
bö(rnum grænmletissalanna,
sem jafnan má sjá á markaö-
inum í Brixton, þar sem þeir
selja kál og kartöflur úr hjól-
börum sínum; þar voru og
börn leikara og leikhússfólks,
hljómlistarmanna ög dans-
enda, en margt af slíku fólki
var, og hefur jafnan verið bú-
sett í þessu hverfi. Þá voru
einnig börn lögrfeglumanna,
sem margir áttu heima í Brij-
ton. Kom öllum þessum ólíka
og kynlega blandaða hóp vel
samaii, ;en var þó að vonum
talsvert hávær og ærslafeng-
inn. En jafnvel í þessum sund-
arleita hóp virtist Violetta
sérstæð svo feftir var tekið,
ekki hvað sízt fyritr hina fram
andlegu framkomu sína og
franska málhxeim, og fyrir
það hve hraustleg hún var,
sterk óg stælt, frjálsleg og
djörf í fas; og raun. Sú rtewnu-
pípa fyrirfannst ekki, sem hún
þorði ekki að klífa, énginn
múrveggur svo hár, að hún
rynni ekki brún hans, ög lét
margur aðsópsmikiþ strákur- ^
i-nn það vera. Og færi svö að
henni vær; att til keppni við
strákana í einhverri slíkri í-
þrótt, eða öllu heldur að þeir
stæðust ekki frýj unarorð fé-
laganna og létu til leiðast, —
endaði það jafnan á þann veg,
að hún bar sigur af hólmi, enda
hlaut. hún mifela aðdáun fyrir
meðal stallsystra sinna. Þetta
. var fyrst og fremst árangur-
inn af þrotlaúsri keppni við
bræður sína, hvort heldur þau
systkinin voru stödd í sveit
eða borg, á Bretlandi eða í
Frakklandi. Sú keppni var
jafnvel háð innan veggja, ef
svo bar undir, og kom Sér vel
langlundargeð frú Tripp, sem
fjölskyldan leigði hjá, því oft
var ærið hávaðasamt uppi í
þakíbúðinni, svo dundi við loft-
ið. Viss; sú góða kona aldrel
hvort hávaðinn kom af því að
Violetta stæði í stórátökum
við eldrí bræður sína báða, eða
hvort þau væru bara að leika
sér svo harkalega að allt ætl-
aði um koll að keyra.
Hins vegar neitar jafnvel
kennslukona Violettu því harð
lega, að hún hafi nokkru sinni
verið uppivöðslusöm í kennslu
stundum, eða fyrirferðarmikil.
Hún stundaði námið af stakri
kostgæfni og var ákaflega hjálp
söm og ósérhlífin, þegar skóla-
sýstkini hennar áttu í hlut..—
Komst hún jafnvel hjá því að
vekjá öfund eða afbrýðisemi,
•þótt hún bæri svo mjög af
'þeim, heldur var hún dáð og
átti hylli að fagna allra, er
henni kyrintust, fyrir látleysý.
sitt og hæversku. — Hún var
prúð og vingjarnlég í fram-
komu, segir einn af kennurum
hennar, glöð og þróttmi^il, og
þegar hún leit á mann, þessum
stóru, spyrjandi augum, þótti
manni jafnvel sem hún væri
ekki að öllu leyti af þessum
heimi. Auðvitað hafði það haft
mikil áhrif á hana hve frönsk
hún var í eðli sínu, hafði dval-
izt langdvölum á Frakklandi og