Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1976, Blaðsíða 1
28 SIÐUR Á fyrsta degi verkfalls. Ljósmynd ÓI.K.M. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Genf — 17. febr. — Reuter. 1 afvopnunarviðræðum 30 rfkja, sem hófust að nýju f Genf f dag eftir misserishlé. lögðu Bandarfkjamenn og Sovétmenn að öðrum aðilum ráðstefnunnar að komast að samkomulagi um að.nota ekki náttúruöfl f hernaðarlegum tílgangi. Var lagt til að þetta yrði samþykkt þegar á þessu ári. Kurt Waldheim, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, áréttaði þessa tillögu f ávarpi sfnu á fyrsta fundi ráðstefnunnar, um leið og hann lét í Ijós þá skoðun, að samkomulag mundi að Ifkindum nást um þetta atriði. Aðalfulltrúar Bandaríkj- anna og Sovétrfkjanna, Jóseph Martin og Alexei Roshchin, Framhald á bls. 16 Kínaför Nixons gagn- rýnd í Bandaríkjunum Sakaður um svik við Gerald Ford Washington — 17. febr. — Reuter. ÁKÖF gagnrýni á Kfnaför Nixons fyrrverandi Bandarfkjaforseta er nú uppi f Bandarfkjunum. Er Nixon sakaður um að reyna að valda Ford forseta og Bandarlkjunum vandræðum með för sinni til Kfna, og þvf haldið fram að með þvf ætli Nixon að styðja framboð Johns Conally, sem sækist eftir þvf að verða útnefndur forsetaefni repúblikana sfðar f þessum mánuði. Robert Strauss, einn af leiðtogum demókrata, hefur látið svo um mælt, að þetta geti orðið kosningamál, og hefur hann skorað á Ford forscta að lýsa þvf yfir, að honum sé þetta ferðalag fyrirrennara sfns óviðkomandi. Þá hefur kunnur dálkahöf- undur, Joseph Kraft, látið í ljós þá skoðun að Kínaferðin kunni að hafa víðtæk stjórnmálaleg áhrif í Bandarikjunum, þar sem hún sé til þess fallin að veikja stöðu Fords forseta og valda klofningi innan Repúblikaflokksins. Telui Strauss nauðsynlegt fyrir Forc forseta að þvo hendur sínai hreinar af ferðalagi Nixons oí lýsa þvi yfir, að hann sé á engar hátt tengdur opinberu lífi Framhald á bls. 16 97,7 % Kiibubúa greiddu atkvæði með nýju stjórn- arskráruppkasti Havanna — 16. febr. — Reuter. I FYRSTU kosningum, sem efnt er til á Kúbu síð- an Fidel Castro komst til valda fyrir 17 árum, greiddu 97.7 af hundraði atkvæði með stjðrnar- skráruppkasti þar sem kveðið er á um, að Kúba sé sósíalistaríki, og forystu- hlutverk kommúnista- flokksins er viðurkennt. Einungis 1% kjósenda voru á móti uppkastinu. Auðir seðlar voru 0.8 af hundraði og ógildir 0.5 af hundraði. Kjósendur á Kúbu eru fimm og hálf milljón. 1 stjórnarskránni eru núver- andi stjórnarhættir i landinu við- urkenndir í grundvallaratriðum, en þar er gert ráð fyrir að komið verði á fót þjóðþingi, sem taki til starfa í desember n.k. Þá er kveðið á um að fylkjunum, sem landið skiptist nú i, verði fjölgað i fjórtán, og skal hvert þeirra hafa sérstaka stjórn, sem ræður yfir framleiðslunni og annast al- menna þjónustu. IRA menn hefna með sprengju- árásum Belfast — Lundúnum — 17. febrúar — Reuter. SPRENGJUÆÐI hefur gripið um sig á Norður-lrlandi og i Lundúnum eftir að Frank Stagg lézt af völdum hungurverkfalls s.l. fimmtudag. I dag sprungu tvær öflugar sprengjur í miðborg Belfast. Hefur IRA lýst ábyrgð sinni á tilræðum þessum. Annarri sprengjunni komu þrír vopnaðir menn fyrir í stórri matvöru- verzlun, og sprakk hún rétt eftir að tekizt hafði að rýma verzlunar- húsnæðið. Meðan slökkviliðið reyndi að ráða niðurlögum elds- Framhald á bls. 16 Frakkar viðurkenna stjórn MPLA í Angóla — fleiri fylgja í kjölfarið — þar á meðal Norðurlöndin París — Kaupmannahöfn 17. febrúar — Reuter — AP STAÐA stjórnar dr. Agostinho Netos, leiðtoga MPLA f Angólu, Saltviðræður hafnan Bandaríkin og Sovétríkin gegn röskun náttúru- farsíhernaði enn f þegar viður- hana. eru á styktist dag, Frakkar kenndu Horfur þvf, að fjölmörg rfki bætist f hóp þeirra, sem þeg- ar hafa viður- kennt stjórn MPLA, á næstu dögum. Þar á meðal eru Norð- urlöndin og hol- lenzka utanrlk- isráðuneytið til- kynnti f dag að Hollands væri á Giscard — tclur Evrðpu minni máttar á vettvangi heimsmál- anna. viðurkenning næsta leiti. MPLA er sá baráttuaðili í Angólu, sem nýtur stuðnings Sovétrfkjanna og barizt hefur með liðstyrk frá Kúbu, en nú má heita að hreyfingin hafi allt landið á valdi sínu. Þar er enn barizt og færist skæruhernaður i vöxt, að því er hermir i fregnum þaðan. 1 fréttum frá Kaupmannahöfn í dag segir, að Norðurlöndin öll muni viðurkenna stjórn MPLA á morgun, miðvikudag, og hafi full- trúar þeirra komið sér saman um sameiginlega viðurkenningu á fundi í Kaupmannahöfn i dag. 1 tilefni af þessari fregn sneri Morgunblaðið sér til utanrikis- ráðuneytisins i gær. Ólafur Egils- son, deildarstjóri, sagði, að enn hefði ekki verið tekin lokaákvörð- un um þetta atriði af hálfu Is- lands, en hins vegar væri líklegt, að viðurkenning Islands kæmi um likt leyti og hinna Norðurland- anna. Hann sagði, að yfirleitt hefði íslenzka ríkisstjórnin haft þann hátt á i slíkum málum að styðja aðild viðkomandi ríkja að Sameinuðu þjóðunum, þegar eftir Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.