Morgunblaðið - 18.02.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976
3
Verkfallsbrot m jög fátíð:
VERKFALLSBROT virðast hafa verið mjög fátfð í
gær, fyrsta dag allsherjarverkfallsins. Þó kom
nokkrum sinnum fyrir að verkfallsverðir þurftu að
leggja leið sína á vinnustaði, þar sem fólk var við
vinnu, sem því var óheimilt. Alltaf hætti fólkið
störfum og sögðu verkfallsverðir, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, að í flestum tilfellum hefði verið um
misskilning að ræða.
Fyrst lagði Morgunblaðið leið
sína á skrifstofu Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur að
Hagamel 4. Bjarni Felixson,
sem var þar fyrir svörum, sagði
að ekki hefði verið mikið um
verkfallsbrot, en þó gæti ýmis-
legt komið í ljós fyrir kvöldið.
— Þau mál, sem við höfum
þurft að sinna hafa yfirleitt
byggzt á misskilningi.
Hann sagði, að 25 verkfalls-
verðir væru starfandi, en þeim
myndi fjölga er á daginn liði og
ef alvarleg tilfelli kæmu upp
væri hægt að kalla út mikínn
fjölda verkfallsvarða með ör-
skömmum fyrirvara.
Þá sagði Bjarni, að þeir hjá
Verzlunarmannafélaginu
skiptu félagssvæði sínu niður í
9 hverfi og hverfisstjóri væri
fyrir hvert hverfi. Hverfisstjór-
arnir færu síðan af og til f yfir-
reið um þessi hverfi og
könnuðu hvort nokkuð athuga-
vert væri á seyði. Komið hefði í
ljós strax í morgun, að allar
stærri verzlanir væru lokaðar,
en margar smáverzlanir opnar,
þar sem eigendur væru einir
við vinnu. Eigendum ásamt
mökum væri heimilt að vinna i
sfnum verzlunum og börnum
þeirra einnig, allt að 16 ára
aldri.
Að loknu rabbinu við Bjarna
fóru Morgunblaðsmenn f
könnunarferð með þeim Guð-
mundi Jónssyni og Pétri
Maack, en þeir fylgjast með
hverfi 5, sem er Hliðar, Holtin,
efri hluti Laugavegar, Skúla-
gata og Túnin.
GRUNUR A SMABROTI
Fyrst lögðum við leið okkar í
verzlanamiðstöðina Suðurver. I
öllum verzlunum nema einni
var allt með felldu, en grunur
lék á smábroti á einum stað og
ætluðu þeir Guðmundur og
Pétur að kanna málið betur. Þá
var farið f nokkrar aðrar
Guðmundur Jónsson og Pétur Maack benda afgreiðslustúlkunni
á, að bezt sé að fara heim. Ljósm. Mbi.: Friðþjéfur
Eigendur smærri matvöruverzlana höfðu ærinn starfa f gær.
„Meiri menningarbrag-
ur yfir þessu en áður”
verzlanir f Hlfðunum og á
tveimur stöðum virtust eig-
endur verzlana telja það í lagi,
þótt börn þeirra yfir 16 ára
aldri væru við störf og jafnvel
tengdadætur.
MINNA HAMSTRAÐ EN
OFT AÐUR
Oskar Jóhannsson í Sunnu-
búðinni sagði, er hann var
spurður, að mikið hefði verið að
gera sfðari hluta dags á mánu-
dag og eins í gærmorgun. Fólk
hefði hamstrað nokkuð, t.d.
keypt mikið af eggjum en
minna af kjöti en stundum
fyrir verkföll. Það gæti vel átt
sér stað, að fólk ætti nú meira
af kjöti heima, þar sem flestir
ættu frystikistur, og það væri
áberandi að ekki væri eins
mikið hamstrað fyrir þetta
verkfall og þau síðustu. Fólk
tryði vart á langt verkfall.
AFGREIÐSLUSTULKAN
ENN VIÐ STÖRF
íialdið var áfram að fara f
verzlanir og voru eigendur yfir-
leitt einir að störfum. Þó bar
það við i einni bókabúðinni við
Laugaveginn, að afgreiðslu-
stúlkan var enn við störf. Var
henni bent kurteislega á að
þetta væri óheimilt. Stúlkan
tók þessu vel, sagðist gjarnan
vilja fara heim og náði í eig-
anda. Hann tók þeim Guð-
mundi og Pétri hreint ekki illa,
Rætt við nokkra
verkfallsverði
og skroppið um
bæinn með þeim
Kristvin Kristinsson
Guðmundur Guðni Guðmunds-
son
en bar þvf við, að móðir sfn,
sem væri aðaleigandi
verzlunarinnar, væri veik og
því væri erfitt að halda verzlun-
inni opinni, nema þvf aðeins að
hafa afgreiðslustúlku. Honum
var aftur bent á, að félagar VR
mættu ekki stunda neins konar
afgreiðslustörf og þvf yrði hann
að loka verzluninni, ef hann
gæti ekki afgreitt sjálfur. Hann
hringdi þá í systur sína, sem
einnig á hlut í verzluninni og
bað hana að koma til starfa, —
sem hún ætlaði að gera.
Þetta var eina alvarlega brot-
ið, sem þeir Guðmundur og
Pétur rákust á, meðan Mbl.
fylgdi þeim. Kaupmenn, sem
voru við vinnu, tóku þeim
félögum yfirleitt mjög vel,
sögðust hafa nóg að gera, en
menn hefðu gott af þvi að taka
dálftið til höndunum. — Einn
hafði á orði, að nú væri slæmt
að vera ekki múhameðstrúar-
maður eða einhverrar þeirrar
trúar, sem leyfði fjölkvæni. Þvf
þá væri hægt að hafa nokkuð
margar eiginkonur með sér i
vinnuna.
BROTUM FER
ALLTAF FÆKKANDI
— Þetta hefur verið ósköp
rólegt það sem af er deginum,
en þetta er allt að fara i gang.
Ég held að fólk sé ekki búið að
Framhald á bls. 16
F élög, sem eru byr juð í verk-
falli; byrja á næstu dögum
eða hafa ekki boðað verkf all
I verkalýðsfélaginu Dagsbrún,
Reykjavík, Verkamannafélaginu
Hlíf, Hafnarfirði, Verkakvenna-
félaginu Framsókn, Reykjavfk, og
Framtíðinni í Hafnarfirði, Raf-
iðnaðarsambandi Islands, Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur, Félagi
járniðnaðarmanna, Félagi bif-
vélavirkja, Félagi bifreiðasmiða
og Félagi bflamálara, hjá Verzl-
unarmannafélagi Reykjavfkur,
Iðju, félagi verksmiðjufólks i
Reykjavík, Landssambandi vöru-
bifreiðarstjóra,-ASB — félagi af-
greiðslustúlkna f brauð- og mjólk-
urbúðum, Mjólkurfræðingafélagi
Islands, Félagi ísl. kjötiðnaðar-
manna, Nót, sveinafélagi neta-
gerðarmanna, Verkalýðsfélagi
Akraness, Sveinafélagi málm-
iðnaðarmanna á Akranesi, Verka-
lýðsfélagi Borgarness, Verzlunar-
mannafélagi Borgarness, Verka-
lýðsfélaginu Stjörnunni f Grund-
arfirði, Verkalýðsfélagi Stykkis-
hólms, Iðnsveinafélagi Stykkis-
hólms, Verkalýðsfélaginu Jökli í
Ólafsvfk, Verkalýðsfélaginu Aft-
ureldingu á Hellissandi, Verka-
lýðsfélaginu Skildi á Flateyri,
Verkalýðsfélaginu Baldri á Isa-
firði, Verkamannafélaginu Fram
á Sauðárkróki, Iðnsveinafélagi
Skagafjarðar á Sauðárkróki,
Verkakvennafélaginu Öldunni á
Sauðárkróki, Verkalýðsfélaginu
Arsæli á Hofsósi, Verkalýðsfé-
laginu Einingu á Akureyri,
Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglu-
firði, Trésmiðafélagi Akureyrar,
Bílstjórafélagi Akureyrar, Verka-
lýðsfélagi Húsavfkur, Byggingar-
mannafélaginu Árvakri á Húsa
vík, Verkakvennafélaginu Snót f
Vestmannaeyjun;, Verkalýðsfé-
lagi Vestmannaeyja, Verkalýðsfé-
laginu Rangæing á Hellu, Sveina-
félagi málmiðnaðarmanna i Rang-
árvallasýslu, Verkalýðsfélaginu
Þór á Selfossi og Bifreiðastjórafé-
laginu ökuþór á sama stað, Járn-
iðnaðarmannafélagi Árnessýslu,
Verkalýðsfélagi Hveragerðis og
nágrennis, Félagi byggingar-
iðnaðarmanna Árnessýslu og
Verzlunarmannafélagi Árnes-
sýslu, Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Keflavfkur og nágrennis,
Verkakvennafélagi Keflavíkur og
Njarðvfkur, Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Gerðahrepps, Verka-
lýðs- og sjómannafélagi Miðnes-
hrepps, Verkalýðsfélagi Hafnar-
hrepps, Iðnsveinafélagi Suður-
nesja, Verzlunarmannafélagi
Suðurnesja og Verkalýðsfélagi
Grindavíkur.
Félög sem fara í
verkfall á næstunni
Eftirfarandi félög fara f verk-
fall á næstunni. 18. febrúar: Sjó-
mannafélag Alftfirðinga, Súðavfk
og Verzlunarmannafélag Rangár-
vallasýslu. 19. febrúar: Verka-
lýðsfélag Patreksfjarðar, Verka-
lýðsfélag Tálknafjarðar, Verka-
lýðsfélagið Brynja, Þingeyri, Sjó-
mannafélagið Súgandi, Súganda-
firði, og Verkamannafélagið Ar-
vakur, Eskifirði. 20. febrúar:
Félag blikksmiða, Verkalýðsfé-
lagið Norðfirði, Verkamanna-
félagið Fram, Seyðisfirði, Verka-
lýðsfélag Reykjafjarðarhrepps,
Verkalýðsfélagið Jökull, Horna-
firði, Sveinafélag járniðnaðar-
manna, Vestmannaeyjum,
iðnaðarmannadeild Verkalýðs-
félagsins Rangæings, Hellu, og
Bflstjórafélag Rangæinga. 21.
febrúar: Málarafélag Reykja-
vfkur og Verzlunarmannafélag
Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélag
Skagastrandar, 22. febrúar:
Verkalýðsfélagið Vopnafirði.
Félög sem ekki
eru í verkfalli
Þessi félög hafa enn ekki boðað
verkfall: Verkalýðsfélagið
Hörður í Hvalfirði, félagið í
Búðardal, verkalýðsfélagið Vörn
á Bildudal, Verkalýðsfélag Hrút-
eyringa á Borðeyri, verkalýðs-
félaga A-Húnavatnssýslu á
Blönduósi, verkalýðsfélagið á
Raufarhöfn, og verkalýðsfélagið á
Þórshöfn, verkakvennafélagið
Hvöt á Hvammstanga, verkalýðs-
félagið Flóki í Hafnanesvík,
verkalýðsfélag Grýtustaðahrepps
i Grenivfk, verkalýðsfélag Prest-
hólahrepps á Kópaskeri, verka-
lýðsfélagið í Borgarfirði eystra,
verkalýðsfélag Breiðdælinga,
verkalýðsfélag Skeggjastaða-
hrepps, verkalýðsfélagið í Fljóts-
dalshéraði, verkalýðs- og sjó-
mannafélagið á Fáskrúðsfirði,
verkalýðsfélagið Vfkingur f Vik í
Mýrdal, verkalýðsfélagið Bjarmi
á Stokkseyri og Báran á Eyrar-
bakka, verkalýðsfélagið Samherji
í V-Skaftafellssýslu, og verkalýðs-
félagið í Vatnsleysustrandar-
hreppi, eða rúmlega 20 félög víðs
vegar á landinu.