Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Mistök eða verkfallspólitík Fyrir og eftir hver áramót linnir ekki fyrirspurnum um hve mikið magn hafi verið selt af frystri loðnu til Japan. Þótt þessi þáttur sé ekki stór í útflutnings- framleiðslunni, þá ber þessi áhugi samt vott um að vonast er eftir nokkurri búbót af vinnslunni fyrir veiðar, fólkið sem að þessu vinnur og frysti- húsin. Óneitanlega eykur þetta fjölbreytni framleiðslunnar, auk þess sem hér er verið að nýta fiskstofn til manneldis á mjög þolanlegu verði, sem annars fer að mestu til mjölvinnslu, en þar er verðlag lágt I bili og óvissa um sölu. Af þessum ástæðum hefur þótt mikilsvert að selja sem mest magn, en minna hugsað um að tvær hliðar eru á þvi máli, því það sem selt er ætlast kaupendur til að fá afgreitt. Með tilliti til reynslu undanfarinna ára getur það varla talist óhófleg bjartsýni að við hefðum tök á að framleiða um 10 þúsund tonn og ef vel væri að staðið og rétt skilyrði fyrir hendi, þá tel ég að við gætum tvöfaldað þetta magn. Vegna þess hve geymsiurými frystihúsanna er takmarkað þá lögðum við áherslu á að fyrsta skipið til að taka loðnuna kæmi sem fyrst eftir að vinnsla hæfist og er það nú væntanlegt 1. mars, en þá bregður svo við að það er engin loðna til að lesta. Ef hér væri eingöngu verkföllum um að kenna þá er tjónið að visu jafn bagalegt fyrir alla aðila, en verk- föll þekkjast víðar en hér og eru þvi fullgild og viðurkennd skýr- ing á vanefndum. Hitt er öllu verra og raunar útilokað að skýra ef engin framleiðsla er vegna þess að verðákvörðun hráefnis er þannig að enginn treystir sér til að vinna vöruna. Kaupendur hljóta að ganga útfrá, að þegar við höfum samþykkt söluskilmála þá sé ekkert til fyrirstöðu af okkar hálfu um vinnslu vörunnar. Nú hefur það gerst að hráefnis- verð er ákveðið það hátt af seljendum, með fulltingi odda- manns Þjóðhagsstofnunar, að frystihús, sem byrjuð voru að frysta loðnu, hættu vinnslu og önnur sem voru að byrja þann dag, sem verð var ákveðið, hættu við að hefja vinnslu þegar þeir fréttu um verðið. I leiðara Morgunblaðsins er sú skýring gefin á þessu „tiltölulega háa verði", að það sé gert til að leysa verkfall sjómanna. Það má vera að einhver sé að reyna að afsaka þessi afglöp en það er ótrúlega barnalegt að halda að nokkrar krónur til eða frá á loðnu til fryst- ingar sem er 1% af aflaverðmæti flotans, hefðu nokkur áhrif á af- stöðu sjómanna til samninga. Raunar fellur þessi skýring um sjálfa sig, þegar af þeirri ástæðu að verðið, sem ákveðið var að tæki gildi eftir sjóðakerfisbreytingu og hefði átt að vera beitan I þessu sambandi, var samkvæmt ákvörðun oddamanns ekki birt. I fréttum ríkisútvarpsins er sú skýring gefin á því að tiltekið frystihús sé að hugsa um að hætta vinnslu eftir að verðákvörðun lá fyrir, að flokkun loðnunnar hafi reynst verða önnur og lakari en lagt var til grundvallar fyrir verðinu. Þetta er rétt svo langt sem það nær en fjarri því að vera fullgild skýring þvf ef annað hefði verið skaplegt, þá tók þetta ekki fyrir frystingu. Vegna fjöl- margra sem hafa búið sig undir þessa framleiðslu með ærnum kostnaði, og fólksins sem bjóst við nokkrum aukatekjum af vinnslunni, að ógleymdum þeim afleiðingum sem þetta hefur fyrir afstöðu okkar á markaðnum og framtíðarsölumöguleika, er óhjá- kvæmilegt að skýra með nokkr- um orðum, hvers vegna frysti- húsin ekkí geta tekið loðnu til frystingar nema að mjög tak- mörkuðu leyti og þá nánast sem atvinnubótavinnu. Söluverð loðnunnar byggist á því hve hátt hrygnuhlutfall er f framleiðslunni, því í raun er aðeins verið að kaupa hrygnu vegna hrognanna sem f henni eru og þvi meiri hrogn, þeim mun betri söluvara. Árið 1974 náði loðnufrysting hámarki, eða rúm 17 þús. tonn. Vegna mikillar fram- leiðslu á skömmum tíma og vegna þess hve fljótt framleiðslan var send úr landi gafst Iftið tóm til að kanna ástand vinnslunnar. Frysti- húsin töldu sig ná mjög hárri flokkun og framleiðslan var seld samkvæmt þvi. Þegar kaupendur fóru að skoða vöruna kom því miður í ljos að yfirleitt stóðst hún ekki þá flokkun sem reiknað var með og urðu kaupendur því fyrir miklu fjárhagslegu tjóni og okk- ar framleiðsla beið álitshnekki sem við höfum enn ekki bætt fyrir. Af þessari ástæðu hefur verið brýnt fyr- ir frystihúsunum að reyna ckki að ná hærri flokkun en þau með góðu móti gætu staðið við. I þessu sambandi verður að hafa i huga að ekki er einungis um að ræða að tina hænginn úr loðn- unni, heldur einnig allt sem er skemmt, en það er því miður ótrúlega mikið, m.a. vegna með- ferðar og þá ekki síst við dælingu úr nót bátanna og svo löndun og alla meðferð hennar f vinnslunni. Ennfremur skaddast ávallt eitt- hvað við frystingu og uppþíðingu. Loks eykur það erfiðleika við að ná hárri flokkun, að nú þarf einnig að tína úr smáa hrygnu, en 1974 voru ekki ákvæði um lág- marksstærð f samningum. Þvf miður er okkar loðna of smá frá náttúrunnar hendi fyrir mark- aðinn og má til samanburðar nefna, að sú loðna sem Rússar veiða og frysta í verksmiðjuskip- um á Nýfundnalandsmiðum, er tvöfalt stærri en okkar loðna. Um norsku loðnuna er það að segja í þessu tilliti að þeir telja engin vandkvæði á að tryggja að ekki séu yfir 50 stk. í kg., en við eigum fullt í fangi með að halda okkur innan við 55 stk. i kg. Að þessu tilefni finnst mér það rannsókn- arefni fyrir visindamenn okkar hvort hugsanlegt sé að mergð loðnunnar geti verið of mikil miðað við það æti sem sjórinn á uppeldisstöðvum hennar gefur. Af framangreindum ástæðum er sú flokkun sem gert er ráð fyrir Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson óraunhæf og þjónar einungis þeim tilgangi að takmarka fryst- ingu sem væri fyllilega réttlætan- legt ef ekki væri hægt að selja nema mjög lítið magn. En nú vill svo til að beðið hefur verið með frekari sölur þangað til séð yrði hvernig verkfallsmál þróuðust og hvaða áhugi yrði á vinnslunni. Ef finna ætti hliðstæðu við loðnufrystingu í okkar sjávarút- vegi þá væri það helst sfldar- söltun. Loðnan stendur mjög skamman tima og alveg sérstak- lega miðað við þær kröfur sem gerðar eru til hennar i frystingu, þar sem hrognainnihald þarf að ná vissu hámarki, en á hinn bóg- inn mega þau ekki vera of þroskuð, því þá renna þau við meðhöndlun í veiðum og vjnnslu. Sá tími sem er til umráða er því tæpast meiri en þrjár vikur og þá með úrtökum vegna veðurfars. Þá þarf loðnað að sjálfsögðu að vera alveg fersk þegar hún er tekin til vinnslu, og því verður að grfpa gæsina þegar hún gefst og vinna hvort sem er á nóttu eða degi og þá einnig á laugardögum og sunnudögum, ef svo ber undir, alveg eins og sjómenn haga veið- um án tillits til hvaða dagur er. Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri: Skoðun og skráning smábáta I Morgunblaðinu 5. febrúar 1976 er ágæt grein eftir Þórð Jónsson á Látrum, sem hann nefnir: „Hjálpa þú oss, herra, vér forgöngum.“ I greininni ræðir Þórður um þá ákvörðun samgönguráðuneytis- ins, að Siglingamálastofnun ríkis- ins beri að synja um skráningu á bátum undir 6 metrar að lengd, en í erein Þórðar segir m.a. svo: „Því leyfi ég mér hér með að skora á viðkomandi ráðuneyti að afturkalia þetta bréf til siglinga- málastofnunar ríkisins sem fyrir- mæli, svo stofnunin geti beðið eft- ir sem áður þess vegna skráð um- rædda báta ef um er beðið." Það er að sjálfsögðu rétt, að úrskurður í þessu máli er felldur af Samgönguráðuneytinu. Þó er ekki fyrst og fremst við ráðuneyt- ið að sakast, heldur Siglingamála- stofnun rikisins fyrir þess ákvörð- un, þar eð hún er tekin að undir- lagi stofnunarinnar. Skal því skýrð nánar sú ástæða, sem að baki liggur. Samkvæmt lögum um skrán- ingu skipa frá 1970 er skráningar- skylt sérhvert skip, sem er 6 metr- ar á lengd eða stærra, þegar eign- arrétti er háttað, eins og nánar segir í lögunum. Ef litið er I lög um eftirlit með skipum, sem líka eru frá 1970, segir svo: „Ákvæði laga þessara taka til allra islenzkra skipa og báta sem eru 6 metrar eða lengri mæld milli stafna“ Þannig er algert samræmi milli þessara laga. Gert er ráð fyrir að skip, sem eru styttri en 6 metrar séu hvorki skráningarskyld né skoðunarskyld. Vegna ýmissa kosta, sem það hefur í för með sér að hafa skip skráð, þá hefur á undanförnum árum verið tölu- vert um það, að óskað væri eftir skráningu báta, sem eru styttri en 6 metrar að lengd. Lögin um skráningu skipa banna heldur ekki slíka skráningu smábáta. Þótt þeir séu ekki skráningar- skyldir. Hins vegar verða þessir smábátar ekki skoðunarskyldir ef þeir eru minni en 6 metrar, þótt þeir hafi verið skráðir. Eigandi smábáts undir 6 metrum að lengd, gat þannig fengið bát sinn skráð- an og notið þeirra-kosta, sem því fylgir, án þess að hann væri nokk- urn tímann skoðaður, eða nokkr- ar kröfur gerðar um öryggi báts- ins sjálfs eða búnaðar hans. Slík skráning smábáta í sjálfu sér, án kröfu um eftirlit, er því varla til aukins öryggis, nema eig- andi sjálfur hafi hug á því að öryggiskröfur séu uppfylltar. Til að leysa þetta mál varðandi samræmi í skráningu báta og skoðun þeirra var um tvær leiðir að ræða. Sú fyrri að gera þá kröfu, að allir skráðir bátar yrðu skoðunarskyidir, líka þótt þeir séu undir 6 metrar að lengd. Síð- ari leiðin var sú, að synja um skráningu báta undir 6 metrar að lengd, og er þá fylgt bókstaf lag- anna um skráningu skipa og laga um eftirlit með skipum. Með þessu var starfssvið Siglingamáia- stofnunar rfkisins fast takmark- að við báta 6 metrar að lengd eða stærri, eins og gildandi lög gera ráð fyrir. Þessi síðari leið var valin m.a. vegna þess, að eins og kunnugt er hefur ekki verið talið fært að fjölga starfsliði Siglingamála- stofnunar ríkisins, eins og stofn- unin hefur lagt til. Þar eð mikil þörf er á auknu starfsliði að mati stofnunarinnar til að framfylgja þeim lögum, sem stofnuninni er falin framkvæmd á, þá er ekki óeðlilegt að reynt sé að takmarka starf og útgjöld vegna báta, sem lögin krefjast að haft sé eftirlit með, sem sé bátum sem styttri eru en 6 metrar að lengd. Hitt er svo annað mál, að ennþá hefur þessi aðgerð, synjun á skráningu skipa styttri en 6 metr- ar, ekki sparað stofnuninni neina vinnu né kostnað, því að í reynd hefur Sigiingamálastofnunin enn- þá aldrei synjað manni um skoð- un á bát, þótt styttri sé en 6 metrar, jafnvel þótt hann sé ekki skráður. Þessi ákvörðun um að synja um skráningu báta undir 6 metrar að lengd hefur því ekki komið á neinum sparnaði, eins og til var ætlast. Ef fyrri leiðin yrði valin síðar, þ.e.a.s. að leyfa skráningu báta undir 6 metrum að lengd með því skilyrði að allir þessir bátar yrðu skoðunarskyldir, þá myndi slík ákvörðun geta haft nokkurn auk- inn kostnað í för með sér fyrir stofnunina, en staðreyndin er sú, að undanfarið hafa engin skoðun- argjöld verið innheimt fyrir skoð- un opinna báta, og því allar slíkar skoðanir bein útgjöld fyrir stofn- unina. Hjálmar R. Bárðarson. I ársbyrjun 1975 voru alls skráðir 1087 opnir vélbátar á aðal- skipaskrá á landinu, samtals 3.456 brl. Vitað er að töluverður fjöldi þessara opnu báta á skrá er alls ekki í notkun lengur. í lögum um skráningu skipa frá 1970 er í 15. grein heimild til að afmá opinn bát af aðalskipaskrá, ef aðalskoðun hefur ekki farið fram á honum i 5 ár samfleytt. Á siðastliónu ári var unnið að þvi að gera skrár yfir þá opna báta, sem nú eru á aðalskipaskrá í einstök- um umdæmum og ekki hefur far- ið fram aðalskoðum á, undanfarin 5 ár, en samkvæmt lögum er það skylda eigenda að sjá um að lög- skipaðar skoðanir fari fram á skipi. Þetta, ásamt vandkvæðum við flokkun, sem áður er getið. leiðir til þess að vinnulaun við fram- leiðsluna eru ótrúlega há. Að halda því fram, sem fulltrúar seljenda gera og oddamaður virðist taka undir, að loðnufryst- ing sé ekki annað en hella henni í öskjurnar, verður ekki skýrt með öðru móti en því að þessir menn hafa aldrei lagt á sig að Ifta inn f frystihús á meðan vinnsla stendur yfir, eða þeir hafa þá gengið um með lokuð augu. I stuttu máli sagt, þá eru vinnulaun of lágt áætluð og þá sérstaklega þegar tekið er tillit til þeirrar flokkunar, sem miðað er við. Ekki verður hjá því komist að minna á lið, sem virðist vera bannorð, en það er hugsanlegur hagnaður af vinnslunni. Með hlið- sjón af öllum aðstæðum virðist eðlilegt að ganga út frá að nokkur hagnaður væri af þessari vinnslu. Það er þó ekki vegna þess að þau frystihús sem helst koma til greina í þessa vinnslu eru á þvf svæði, sem hvað verst hefur orðið úti afkomulega séð undanfarið þæði vegna takmarkaðs hráefnis og rangrar verðlagningar fiskteg- unda af hálfu Verðlagsráðs og þvf .ekki veitt af smá blóðgjöf sem^ fyllilega réttlætti nokkurn hagn- að. Heldur eru það þjóðhagsleg rök sem mæla með því að skapa áhuga á að nýta þennan mögu- leika þegar hægt er að beina bol- fiskvinnslu í aðra hagstæða verkun þann skamma tima sem þetta stæði yfir og þar með slá tvær flugur í einu höggi. Það er skemmst frá að segja að ekki er gert ráð fyrir neinum nettó- hagnaði við vinnsluna. Af ótta við að eitthvað kynni að vera upp úr þessu að hafa fyrir frystihúsin og til að fyrirbyggja slikt óhapp skýtur oddamaður yfir markið og hagfræðingurinn gleymir því sem er þó skýrt tekið fram f öllum byrjendabókum, að til þess að hægt sé að pína menn til að fram- leiða með tapi, þá þurfa viss skil- yrði að vera fyrir hendi. Eg sé ekki ástæðu til að orð- lengja um fleiri liði i þessu dæmi enda skiptir það sem hér hefur verið drepið á mestu máli, en hvernig sem á þetta er litið þá verður niðurstaðan sú, að við þessa verðlagningu hafa meiri- hluta yfirnefndar Verðlagsráðs orðið á vítaverð mistök vegna óafsakanlegrar vanþekkingar. Þessar skrár hafa verið sendar til sýslumanna og bæjarfógeta umdæmanna. Ef þessir opnu bát- ar, sem ekki hafa verið skoðaðir í 5 ár eða lengur verða ekki nú þegar færðir til skoðunar, þá verða þeir í samræmi við lög um skráningu skipa afmáðir af aðal- skipaskrá, og þá missa þeir um leið þann rétt, sem skráðu skipi fylgir, enda verður að telja eðli- legt, að skoðun sé framkvæmd reglulega á þeim opnu bátum, sem á skrá eru og í notkun. Sennilega mun því opnum bát- um á skrá fækka allverulega nú á næstunni. I grein Þórðar Jónssonar segir ennfremur: „En hæstvirt ráðuneyti ætti að gera betur og gefa út þá reglu- gerð sem i áratugi hefir verið beðið um, reglugerð sem segir fyrir um lágmarks öryggisútbún- að báta undir 6 m, gerir þá skrán- ingarskylda og kemur þeim undir eftirlit Siglingamálastofnunar rfkisins." Að sjálfsögðu er Þórði ljóst að reglur einar sér leysa ekki allan vanda. Reglur koma að mjög tak- mörkuðu gagni, nema þeim sé framfylgt, og til þess þarf fé og starfslið, ef framkvæma á skoðun allra báta af þessum stærðum. Þó ber þess að geta, að tsland hefur tekið nokkurn þátt í samnorrænu starfi að reglugerð um kröfur til smíði smábáta, aðallega skemmti- báta, sem mikill aragrúi er af á Norðurlöndum, og þeim fer einn- ig fjölgandi hér. Er nú í undir- búningi íslenzk útgáfa af þessari samnorrænu reglugerð, sem gera má ráð fyrir að verði til nokkurra bóta að þvl er varðar öryggi þess- ara minnstu báta, sem oft eru smíðaðir úr efnum og af gerðum, Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.