Morgunblaðið - 18.02.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1976
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Deiluna verður að
leysa hið snarasta
Aldraður maður, sem
hringdi á ritstjórnarskrif-
stofur Morgunblaðsins í fyrra-
dag til þess að spyrjast fyrir
um, hvort líkur væru á verkföll-
um, hafði á orði, þegar honum
var sagt að svo væri, að engu
væri líkara en íslenzka þjóðin
væri í sjálfsmorðshugleiðing-
um. Að vísu er það nokkuð
sterkt til orða tekið, en hvaða
lýsingarorð eiga við, þegar
fiskiskipaflotanum er siglt f
höfn á miðri loðnuvertíð, sem
allt benti til að verða mundi
metvertíð og Bretar látnir
nánast einir um að fiska á ís-
landsmiðum? Hvernig ber að
skýra það, að sjómannaverkfall
skellur á, þegar vitað er, að
mikil andstaða er við verkfalls-
aðgerðir meðal sjómanna
sjálfra? Hvernig á ennfremur að
skýra það, að allsherjarverkfall
skelli á, í landi, á einum mesta
annatíma i fiskvinnslu, þegar
efnahagsáföll hafa dunið yfir
þjóðina misserum saman og
veikt svo mjög innviði efna-
hagskerfis okkar, að það má
ekki við miklu meiru? Þegar
þetta er haft i huga er kannski
skiljanlegt, að maður af eldri
kynslóðinni, þeirri kynslóð,
sem leiddi þessa þjóð frá fá-
tækt til bjargálna, spyrji, hvort
þjóðin sé í sjálfsmorðshug-
leiðingum.
Nú stendur yfir verkfall, sem
launþegar til lands og sjávar
vilja ekki og hafa engan áhuga
á. Það eitt er vist um þetta
verkfall, að það eru ekki bar-
áttuglaðar sveitir launþega,
sem standa að baki þeirri
verkalýðsforystu, sem hefur
boðað þetta verkfall. En látum
það liggja á milli hluta. Það
verður sjálfsagt ekki til baka
snúið úr því sem komið er. Nú
skiptir mestu, að aðilar þessar-
ar kjaradeilu, svo og ríkis-
valdið, láti hendur standa fram
úr ermum og leysi hana nú á
næstu sólarhringum. Laun-
þegar hafa ekki efni á því, að
þetta verkfall standi nema í
örfáa daga. Atvinnuvegirnir
hafa heldur ekki.efni á lengra
verkfalli og þjóðarbúið mun
verða lengi að ná sér eftir það
áfall sem það verður fyrir. Það
á ekki af þessari þjóð að ganga.
Verðfall á erlendum mörkuðum
og söluerfiðleikar hafa valdið
miklum vandamálum í efna-
hagslífi okkar og nú bætum við
þar nokkru við, með van-
hugsuðum heimatilbúnum ráð-
stöfunum. Hér þarf að binda
skjótt enda á og leysa deiluna.
Öll vandamál er hægt að leysa
og því fyrr sem þessi deila
verður leyst því betra og lausn-
in verður ódýrari fyrir alla aðila,
ef hún kemur strax.
En um leið og þetta er sagt,
er ástæða til að minna á þá
staðreynd, að á undanförnum
misserum hefur í raun og veru
engin sú breyting orðið á ytri
skilyrðum í þjóðarbúskap
okkar, að grundvöllur hafi
skapazt til verulegra kjarabóta.
Það þýðir, að kaupgjaldssamn-
ingar, sem fara yfir ákveðið
mark, munu leiða til aukinnar
verðbólgu einmitt þegar þess
sjást merki í fyrsta sinn í mörg
misseri, að stjórnvöldum sé að
takast að ná tökum á verð-
bólguþróuninni. Það er alveg
ástæðulaust að ganga til
þessara verka með bundið fyrir
augun. Menn verða að gera sér
grein fyrir því, að samningar,
sem hafa í för með sér of miklar
kaupgjaldshækkanir, geta
kallað á nýja kollsteypu í efna-
hagsmálum okkar.
Nú skiptir tvennt mestu. í
fyrsta lagi, að samkomulag tak-
izt í þessum kjarasamningum
um verðtryggðan lífeyri öflum
launþegum til handa. Með
slíku samkomulagi mundu
hinar yngri konslóðir þessa
lands standa skil á skuld, sem
þær eiga ógreiddar við hinar
elztu kynslóðir í landinu. Hinn
óverðtryggði lífeyrir, sem líf-
eyrisþegar nú fá úr almennum
lífeyrissjóðum, er eitthvert
mesta ranglæti, sem viðgengst
í okkar þjóðfélagi um þessar
mundir. Á því þarf að ráða bót
og það er ekki nema sann-
gjarnt, að yngra fólk, sem er í
fullu fjöri og með fullt starfs-
þrek, taki á sig nokkrar byrðar
til þess að svo megi verða. í
öðru lági er það réttlætismál,
að láglaunafólkið beri meira úr
býtum heldur en aðrir. Það er
nefnilega staðreynd að það er
láglaunafólkið og gamla fólkið,
sem verður verst úti í vinnu-
deilum af þessu tagi. Hinir
bjarga sér alltaf eins og allir
vita. Það er óþolandi þjóð-
félagslegt ranglæti, að há-
launaðar stéttir innan verka-
lýðssamtakanna fleyta alltaf
rjómann ofan af kjarasamn-
ingum, eins og þeim sem nú
standa yfir. Ábyrgð verkalýðs-
samtakann er mikil í þessum
efnum. Innbyrðis afstaða þeirra
í milli hefur valdið miklu um
það, að of oft hefur láglauna-
fólkið borið skarðan hlut frá
borði og eitt versta dæmið um
það, eru kjarasamningarnir,
sem gerðir voru í febrúar-
mánuði 1974. Það má ekki
endurtaka sig nú. En nú verða
menn að láta hendur standa
fram úr ermum, taka til hendi
og Ijúka þessari vinnudeilu á
örfáum sólarhringum. Allt
annað er f hrópandi andstöðu
við vilja almennings í landinu.
Um borð í 1
LOÐNUVERTÍÐIN hefur nú staðið í því sem næst mánuð. Það
var 16. janúar að Eldborg GK-13 fékk fyrstu Joðnuna á þessari
vertíð. Veiddist hún í flottroll 50 til 60 mílur norður af
Langanesi. Nú eru komin um 150 þús. tonn á land og hafa 70
bátar fengið þann afla. I fyrra bárust á land 457 þús. tonn af
loðnu og stóð þá loðnuvertíðin yfir í nærri þrjá mánuði þó svo
að aðalveiðitíminn hafi ekki staðið svo lengi.
Hafa á undanförnum árum verið veiddir um 20 milljarðar
fiska úr hverjum árgangi loðnustofnsins.
Samkvæmt spám fiskifræðinga verður loðnan við ísland
meiri í ár en nokkru sinni fyrr. Verði gæftir góðar og hamli
verkfall ekki veiðum í lengri tíma eru allir möguleikar á
metveiði.
Er Eldborg kom inn til Eskifjarðar 11. þ.m. með fullfermi til
lÖndunar gafst tækifæri til að fara um borð og vera með eina
ferð.
Siglt á miðin
Á Eskifirði landaði Eldborg um
520 tonnum af loðnu sem höfðu
veiðst við Hrollaugseyjar. Þar
hafði meginhluti flotans legið i
nærri fimm sólarhringa vegna
-brælu. Þegar veðrið gekk niður
hljóp loðnan i torfur og varð
veiðanleg. Var flotinn svo til allur
á miðunum, engir bátar á siglingu
eða að landa þar sem ekkert hafði
veiðst vegna brælunnar dagana á
undan. Uppskeran varð því met-
afli á einum sólarhring, 19.330
tonn.
Eldborgin hafði nú Iandað sam-
tals 4.264 tonnum og eins og svo
oft áður var hún með aflahæstu
bátum.
— Það er nú ekki aðalatriðið að
vera hæstur, sagði Gunnar
Hermannsson skipstjóri. Ef vel
gengur þá er það ágætt og mann-
skapurinn vinnur örugglega fyrir
því. En aðrir mega vel vera hærri.
Það er allt í lagi.
Klukkan var að verða níu
miðvikudagskvöldið 11. feb.
þegar lagt var úr höfn á Eskifirði.
Var siglt í suður og mátti reikna
með 10 tíma stglingu á loðnu-
miðin.
Eldborgin gengur 10 til 11
mílur. Er hún fyrsta íslenzka
skipið sem er yfirbyggt að fullu.
Eldborgin er smfðuð 1967 í
slippstöðinni á Akureyri.
Mjög gott var í sjóinn þegar
siglt var suður með Austfjörðum
og siglingin mjög skemmtileg.
450 tonna kast
Laust fyrir kl. sjö að morgni var
áhöfnin ræst. Vorum við þá
staddir ásamt fleiri loðnubátum
skammt frá Tvískerjum. Eftir að
Gunnar Hermannsson hafði skoð-
að lóðningarnar sem komu fram á
Ieitartækjunum nokkra stund var
baujunni sleppt og skömmu síðar
var byrjað að kasta. Þegar byrjað
var að draga nótina reyndist þún
vera óvanalega þung og fór
korkið, sem á að halda henni upp
úr á bólakaf og er sennilegt að
nokkuð af loðnunni hafi þannig
sloppið út úr nótinni. Varð að
draga með tvöföldum krafti kraft-
blakkarinnar allan tímann sem er
mjög óvanalegt. Það kom líka í
Ijós þegar dreginn hafði verið
stór hluti nótarinnar að óhemju
mikið magn af loðnu var í henni.
Var nokkur eftirvænting í mann-
skapnum og spennandi að vita
hvort nótin þyldi slíkt magn eða
hvort hún spryngi. En nótin gaf
sig ekki og þegar búið var að dæla
loðnunni um borð var áætlað að
um 450 tonn hefðu fengist úr
„Það er von maður sé ánægður
ð afmælisdaginn." Birgir
Erlendsson stýrimaður.
„Með pottum og pönnum....“
kokkurinn ðEldborginni.
þessu eina kasti. Er það besta kast
sem báturinn hefur fengið.
— Það er nú gaman að þessu
þegar svona er, sagði einn af
áhöfninni, en það er lika lítið
varið í það í brælu þegar ekkert
fiskast.
Töluvert rými var enn í lestum
skipsins og var því farið að leita
aftur. Ekki leið á löngu þar til
aftur fóru að koma lóðningar á
leitartækin. Var nú kastað en
fremur lítið var í nótinni að þessu
sinni. Eins var um næsta kast.
— Molar eru líka brauð, sagði
einn hásetanna um leið og gert
var klárt fyrir næsta kast.
I fjórða kastinu var kastað á
lensi eins og það er kallað. Þá er
ekki byrjað að kasta upp í vindinn
eins og yfirleitt er gert, heldur
undan vindi. Er þetta varla fram-
kvæmanlegt nema skipið hafi
hliðarskrúfur eins og Eldborgin
og við stjórn sé fær maður eins og
Gunnar er.
Nú var nótin töluvert þung og
fór korkið aftur á kaf. Þetta var
einnig mjög gott kast. Var dælt úr
nótinni þangað til báturinn var
orðinn fullur en þá varð að sleppa
niður töluverðu magni úr nótinni.
— Strákurinn virðist bara vera
þrælfiskilúsugur, varð einum
hásetanna að orði. Vonandi ætlaði
hann að segja að strákurinn væri
þrælfiskinn eða mikil fiskilús eða
eitthvað þess háttar, þó er aldrei
að vita.
Báturinn var nú kominn með
fullfermi og var stefnan tekin á
Vestmannaeyjar eftir að upplýs-
ingar um þróarrými og löndunar-
bið höfðu fengist hjá loðnunefnd.
Lífið um borð
Það er nánast hefð um borð í
skipum að án tillits til þess
hversu góður kokkurinn er um
borð er hann alltaf sagður eitur-
brasari og fiskifæla! Eins er þetta
um borð í Eldborginni, þar er
fyrirtaks kokkur bæði hvað
snertir matargerð og félagsskap.
— Það verður að passa að
kokkurinn komist ekki upp i brú,
heyrðist stýrimaðurinn segja
þegar hann sá að kokkurinn hafði
komið upp í brú í öðru kastinu.
— Það hefði nú ekki fengist
bein ef ég hefði ekki rétt litið upp
í brú, reynir kokkurinn að sann-
færa stýrimanninn.
— Það var þá helzt. Önnur eins
fiskifæla hefur ekki stigið, á
skipsfjöl hvorki fyrr né síðar.
Allt er þetta í mesta bróðerni
sagt og kokkurinn rifjar upp
frásögn meistara Þórbergs af
svipaðri deilu á íslenzku skipi.
Þar skammaði stýrimaður
Eld
Né