Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.02.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1976 Ingunn setti met Ingunn Einarsdóttir úr ÍR er greinilega að komast aftur I mjög gott form, eftir meiðsli sem hún átti við a8 stríða meiri hluta slðasta keppnistimabils. Á innan- félagsmóti sem KR-ingar efndu til um siðustu helgi, setti Ingunn nýtt íslandsmet i 50 metra grindahlaupi, sem hún hljóp ó 7,4 sek. Eldra metið áttu þær Lára Svöinsdóttir. Á, og Erna Guð- mundsdóttir, Á, og var það 7,5 sekúndur. Ingunn lék sér þetta ekki nægja heldur jafnaði metið i 50 metra hlaupi, hljóp á 6.5 sek. Erna Guðmundsdóttir, KR varð önnur á 6,6 sekúndum. „Gamii maðurinn". Valbjörn Þorláksson, sigraði I 50 metra grindahlaupi á 7,1 sek., en Jón Sævar Þórðarson, ÍR. varð annar á 7,2 sek. I 50 metra hlaupi karla sigraði Bjarni Stefánsson, KR, á 5,8 sek. Björn Blöndal, KR. sem er i mikilli framför sem frjáls- iþróttamaður, varð annar á 5,9 sek., og þeir Jón Sævar Þórðar- son, ÍR. og Þorvaldur Þórsson, UMSS, hlupu báðir á 6,2 sek. Stumrað yfir Arnari Guðlaugssyni sem varð fyrir smá meiðslum snemma ( leiknum. Það eru Pálmi Pálmason og Ingólfur Óskarsson sem krjúpa hjá Arnari en vfir standa Vfkingarnir Jón Sigurðsson og Stefán Halldórsson. Framararnir Hannes Leifsson (nr. 15) og Sigurbergur Sigsteinsson nota tlmann til að ræða málin. FRAM Guðjón Erlendsson Magnús Sigurðsson Sigurbergur Sigsteinsson Pálmi Pálmason Arnar Guðlaugsson Arni Sverrisson Andrés Bridde Hannes Leifsson Jón Sigurðsson Gústaf Björnsson Pétur Jóhannesson Birgir Jóhannesson VlKINGUR: Rósmundur Jónsson Viggó Sigurðsson Stefán Halldórsson Þorbergur Aðalsteinsson Jón Sigurðsson Ölafur Jónsson Magnús Guðmundsson Sigfús Guðmundsson Skarphéðinn Öskarsson Páll Björgvinsson Erlendur Hermannsson Eggert Guðmundsson DÓMARAR: Kristján örn Ingibergsson og Gunnar Kjartansson ARMANN: 3 Ragnar Gunnarsson 2 Vilberg Sigtryggsson 3 Stefán Hafstein 3 Björn Jóhannesson 2 Hörður Harðarson 2 Pétur Ingólfsson 1 Friðrik Jóhannsson 3 Hörður Kristinsson 1 Jón V. Sigurðsson 2 Skafti Halldórsson 2 Jens Jensson 1 1 VALUR: 2 Ólafur Benediktsson 2 Bjarni Guðmundsson 1 Guðjón Magnússon 1 Agúst ögmundsson 2 Steindór Gunnarsson 1 Gfsli Blöndal 1 Jón Karlsson 2 Jón Pétur Jónsson 2 Þorbjörn Guðmundsson 2 Gunnar Björnsson 1 Jóhannes Stefánsson DÓMARAR: Óli Olsen og 2 Kjartan Steinbeck Gfsli Blöndal kominn f skotstöðu f leiknum við Armann, en að þessu sinni náðu þeir Jens Jensson og Hörður Kristinsson (nr. 10) að verja&t. Valsmenn kv^ðn npp íall- (iiiiiiinii yt'ir irmenníngnm í FYRRAKVÖLD slökktu Valsmenn endanlega vonarneista Ármenninga um að halda sér uppi I 1. deildinni I handknattleik með þvi að sigra 22:16 í leik liðanna sem fram fór i Laugardalshöllinni. Þessi úrslit þýða það i senn, að Ármenningar eru fallnir i 2. deild og Valsmenn hafa enn möguleika á að hljóta fslands- meistararitilinn. Kemur það nokkuð á óvart að það skuli vera hlutskipti Ármenninga að falla, eftir að þeir höfðu svo gott sem tryggt sæti sitt, og auðvitað er það lika nokkurt undrunarefni eftir það sem á undan var gengið að Valsmenn skuli aðeins eiga von um að hljóta titilinn. Þetta segir ef til vill nokkra sögu um hvernig islenzkur handknattleikur stendur um þessar mundir. Mótið I vetur hefur verið með daufara móti, og þrátt fyrir að ekkert lið sé öruggt með hitt, hefur aldrei náð að magnast upp veruleg stemm- ing eða spenna. Verður það senni- lega, þvi miður, að segjast að hand- knattleiknum væri bezt lýst með einu orði um þessar mundir — og það orð er flatneskja. Leikur Vals og Ármanns var mjög jafn til að byrja með i fyrrakvöld og virtust Ármenningar staðráðnir i að selja sig dýrt. Þeir léku nokkuð vel, héldu knettinum og biðu eftir færum. Valsvörnin var hins vegar til muna virkari og hreyfanlegri en hún var t.d. i leiknum á móti Gróttu. en gæfumuninn gerði samt sem áður að Ólafur Benediktsson varði markið eins og berserkur, sérstaklega þegar liða tók á leikinn. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins sem Valsmenn náðu loks tveggja marka forystu, en strax i byrjun seinni hálfleiksins náðu þeir að auka hana i fjögur mörk. Þar með voru úrslit leiksins ráðin. Ármenn- ingar fóru að taka meiri áhættu i skotum sinum, og slikt var ekki væn- legt þegar Ólafur var i jafngóðu formi og hann reyndist vera i þessum leik. Það verður lika að segjast að Ármenningar voru oft ákaflega óheppnir með skot sin. Áttu t.d. nokkur stangarskot og önnur sem rétt smugu framhjá Valsmark- inu. Mestur varð munurinn í leiknum 8 mörk er staðan var 21:13 fyrir Val og skammt var til leiksloka. Hafði Guðjón Magnússon þá um tima reynzt Ármenningum ákaflega erfið- ur og skorað hvert markið af öðru. Þrátt fyrir að það verði nú örlög Ármannsliðsins að gista 2. deild næsta vetur, ætti engin ástæða að vera fyrir það að örvænta. Félagið hefur að undanförnu átt ágæta yngri flokka og var annar flokkur félagsins t.d. sérstaklega góður i fyrra. Þá eru flestir leikmanna meistaraflokksins ungir að árum, en liðið hefur i vetur einhvern veginn ekki náð verulega vel saman, og einkum hefur vörn þess verið til muna slakari en hún var i fyrra. Keppnin i 2. deild næsta vetur verður sjálfsagt enginn dans á rósum fyrir Ármenninga, en eins og málin standa núna er samt harla óliklegt en að vera liðsins i deildinni verði lengri en eitt ár. Valsliðið lék betur í fyrrakvöld en það hefur gert að undanförnu, enda var um lif og dauða fyrir það að tefla i baráttunni um fslandsmeistaratitil- inn. Vörnin var t.d. til muna betri og ákveðnari en verið hefur, þótt ekki væri hægt að segja að hún væri góð á köflum og harla litill mulnings- vélarbragur yfir henni. Skynsemi og festa Framara lögðn óð- látt Víkingslið Fram lék sennilega sinn bezta leik á keppnistímabilinu er þeir f fyrrakvöld sigruðu Víkinga 29:20 f 1. deildinni í handknattleik. Standa Framarar nú allvel aó vígi f 1. deildinni, þeir hafa hlotiö 16 stig, eiga eftir að leika við FH, sem er með 18 stig, en Valsmenn sem eru þriðja liðið ! toppbarátt- unni eiga eftir að leika gegn Vfk- ingi, en Valur er með 17 stig. íslandsmeistarar Víkings urðu endanlega úr sögunni í keppninni um meistaratitilinn á mánudag- inn og svo sannarlega var þetta magur dagur fyrir Víkingana. Þeir léku hreint út sagt illa. ÆðU bunugangurinn var allsráðandi, vörnin hriplek og markvarzlan engin. I sókninni ekki beðið færis heldur skot reynd í tíma og þó aðallega í ótíma. Að vísu sást ein- staka falleg sóknarlota hjá Vík- ingupum, en þær hefðu mun fleiri gengið upp ef Víkingar hefðu notað skynsemina í meira mæli en þeir gerðu. Framliðið leikur orðið all skemmtilegan handknattleik, knötturinn gengur manna á mjlli og mikið er um skemmtilegar skiptingar. Skyttur liðsins eru drjúgar, sömuleiðis línumennirn- ir, varnarleikurinn góður og markvarzlan hefur ekki í nokkurn tíma verið betri en hún var í fyrrakvöld hjá Guðjón Er- lendssyni. Þessi atriði sameinuð gera Fram að mjög drjúgu liði, sem erfitt er að sigra. Framarar eiga möguleika á Is- landsmeistaratitlinum, en til að svo megi verða þurfa þeir að vinna FH og Víkingur að vinna eða gera jafntefli við Val. Kæmi þá til aukaleiks eða — leikja um hinn eftirsótta tilil. Valur og Vík- ingur leiða saman hesta sína í kvöld og kemur þá i ljós hvort Framarar verða áfram með í bar- áttunni. Víkingarnir ætluðu sér stóra hluti í þessu Islandsmóti, en við mótlætið hefur liðið brotnað, áhugi fyrir leikjum og æfingum datt niður og liðið verður að sætta sig við fjórða sætið í deildinni. Víkingar hafa að vísu náð einum og einum leik mjög góðum, en svo dottið niður á milli. Þannig var það í fyrrakvöld og einhvern veg- inn hafði maður það á tilfinning- unni að liðsandinn væri ekki nægilega góður. Gangur leiksins var sá að síðast var jafnt 11:11 fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins. Þá skoraði Fram þrjú mörk í röð og leiddi 14:11 í hálfleik. Seinni hálf- leikinn byrjuðu Framarar með því að gera fimm mörk og gerðu þar með út um leikinn. Staðan var orðin 19:11 og eftir það fengu Víkingar ekki rönd við reist. Úr- slitin urðu 29:20, yfirburðasigur, sem fæstir hafa sennilega átt von á. Beztu menn Fram voru þeir Pálmi Pálmason og Guðjón Er- lendsson, ásamt Hannesi Leifs- syni, sem góður Framari sagði eftir leikinn að væri að fullorðn- ast og þá væri ekki að sökum að spyrja, hæfileikarnir hefðu alltaf verið fyrir hendi. Af Víkingum var það raunveru- lega enginn, sem lék eins vel og gera hefði mátt ráð fyrir. — áij.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.