Alþýðublaðið - 27.09.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.09.1958, Blaðsíða 4
Laugardagur 27. sept. 1958 ¥§ TT VAáfúÍÍ& ÞAGSfáfS ÞORSTEINN ERLINGSSON ’yæri hundrað ára í dag hefði 'hann liíað svo lengi. Nú er af- Jhjúpað minnismerki um hann að Hííðarendakóti í Fljótshlíð. Þoi’steinn var árgali jafnaðar- stefnunár, skáld verkalýðshreyf Ingarinnar í upphafi hennar hér á landi. Hann var óvenjulegt uppreisnarskáld, tónn hans var íjúfari en fiesíra þeirra, sem ort íiafa uppreisnarljóð og tilfinn- ing- hans fyrir réttlætinu og ó- réttiíHim um leið svo seiömjúk að það ef eins og maður finni miklu fremur vorþey í ljóðum hans en uppreisnárhvöt — og |»ó lætur hún ekki á séf standa. ÞORSTEINN var allslaus stúdent í Kaupmannahöfn á þeim árum þegar dönsk verka- lýðshreyfing var að fá sína eld- skífn. Þá var uppreisnin log- andj í hugum alþýðufólksins, enda jafnaðarstefnan ung og allt að vinna og engu að tapa. Þá var kirkjan fulltrúi og verndar- vættur auðvaldsins og aðalsins og verkalýðurinn allslaus og ör- Að Hlíðarendakoti í dag. Af gefnu tilefni eru þýin ávörpuð. Þó að margt hafi breyzt. hefur þetta enn ekki breytzt til muna. væntingarfullur leit því á hana sem versta óvin sinn. ÞETTA SETTI SVIP á Þor- stein Erlingsson. Ég hef hitt nokkra menn, sem þekktu Þor- stein. Þeim ber öllum saman um, að hánn hafi verið einstakt ljúfmenni, en heldur ómann- blendinn. Ljúfmennskuna finn- ur maður í ljóðum hans, jafnvel í mestu uppreisnarkvæðum Héraðsfundur Kjalarnessprðfasfs dæmis hðidifm að Brautarhoiíi } Kirkjao þar átti huodrað ára afmæli á iþessii ári. UÉRAÐSFUNDUR Kjalames- prófastsdæmis var haldinn 18. sept. s. 1. í Brautarholti á Kjal- arnesi. Að lokinni helgistund í Brautarholtskirkju, þar sem sóknarpresturinn, séra Bjarni Sigurðsson, flutti hugvekju en •Gísli Jónsson organisti lék á hljóðfæri kirkjunnar, setti prófasturinn, séra Garðar Þor- steinsson, fundinn. Þá tók til máls Ólafur Bjarna son, hreppstjóri og safnaðar- íulltrúi í Brautarholti, en á héraðsfundi s. 1. ár, hafði hann 'boðið það fram, fyrir sína hönd og konu sinnar, að héraðsfund- urinn yrði að þessu sinni hald- inn j Brautarholti í tilefni af því, að Brautarholtskirkja átti hundrað ára afmæli á þessu ári. Rakti hann nú í fáum drátt- xim sögu hinnar gömlu og virðu iegu kirkju og skýrði frá end- ' irbótum þeim og viðgerðum, sem farið höfðu fram á kirkj- tinni fyrir þessi tímamót í sögu liennar. Voru endurbætur þess- ár bæði miklar og margþættar, enda er Brautarholtskirkja nú Kið vandaðasta guðshús, fag- urlega og smekklega búin í Evívetna, og prýdd mörgum fögrum gripum, en marga þéirra hafði hún nú hlotið í af- rnælisgjöf. Ólafur áætlaði, að þessar endurbætur á kirkjunni rnyndu hafa kostað um 90 þús- und krónur, en svo höfðu sókn- -armenn verið rausnarlegir í gjöfum og frjálsum framlögum til kirkju sinnar, að ekki hefði þurft að skerða sjóð hennar til þessara framkvæmda. í yfirlitsskýrsíu sinni. um átörf og viðburði. í prófasts- dæminu minntist prófastur íýrst látins safnaðarfulltrúa, Ólafs H. Jónssonar kaupmanns í Hafnarfirði, er Iátizt hafði milli héraðsfunda, þá þakkaði prófastur góða fundarsókn, en itlir prestar prófastsdæmisins voru komnir til fundar, nema snnar af prestunum í Vest- nnannaeyjum, og allir safnaðar- fulltrúar, nema einn, er var veikur. Prófastur sagði frá •endurbótum og viðgerðurn á kirkjum í prófastsdæminu á síðasta ári. Nam heildarkostn- aður þeirra framkvæmda kr. 394.000,00. Meðal annars gat han.n þess, að Lágafellskirkja hefði eignazt vandað pípuorg- el. Væru þá komin pípuorgel í fimm kirkjur í prófastsdæm- inu, en rafmagnsorgel væru í tveimur kirkjum að auki. Bæri það vott um hinn mikla áhuga meðal safnaðanna fyrir því, að eignast vönduð hljóðfæri í kirkjurnar, og því bæri nauð- syn til þess, að séð væri betur fyrir því, en verið hefur, að sérfróðum mönnum væri falið að veita safnaðarstjórum ráð- leggingar um val og kaup á slíkum hljóðfærum, svo að sem bezt megi til takast hverju sinni, en á því hafi stundum verið misbrestur. Sama máli gegni um kaup á öðrum kirkju- munum. Kirkjureikningar fyrir árið 1957 svo og kirkjugarðsreikn- ingar höfðu borizt úr öllnm sóknum prófastsdæmisins, og voru þeir samþykktir. Messugjörðir í prófastsdæm- Frarnhald á 8. siöu. hans, en kaldhæðni er þar oft áberandi — og þar ltemur fram ómannblendni hans því að ég hygg að flestum kaldhæðnum mönnum finnist. sem þeir séu einmana og eigi samleið með fáum. ÞORSTEINN hafði yaranlég áhrif á unga menn á fyrri hluía þessarar aidar. Eg man þaö, að einu sinni kunni ég flest ljóð hans utan að og skildi Þyrna sjaldan við mig eftir að ég .hafði eignazt þá, sem ekki gekk þrautalaust. Einhvern veginn varo það svo, að Ljónið gamla stóð hjarta mínu næst — og gerir enn þó að langt sé frá því, að það sé með beztu kvæðu.m hans. HANN TALAR ÞAR í einu til dfottnarans og þýjanna, sem krjúpa fyrír honum. Og þó að margt sé nú breytt, þá finnst mér þetta kvæði eiga enn að hljóma í eyrum, ekki sízt þýj- anna, smjaðraranna og skó- þurkaranna, sem snúast í kring- um drottnaranna og taka fegin- samlega við hverri ögn, sem hrýt ur ai borði hans. En kvæðmu lýkur með þéssum línum — og mér þykir vænt úm að geta not- að þetta einstaka tækifæri íil að koma boðskap Þorsíeins á framfæri við . þá, sem eiga að taka hann til sín, „En gáttu rakleitt, gamla ljón, þér gerir einginn nokkurt tjón, svo lijer þarftú ekki að hræðast neitt, þín hjörð er hæsta lítið breytt. í rauh og veru þarf hún þig, að þrælka, kjassa og jeta sig. Plvað á hún til að óttast þá og elta og sleikja, ef þú ert frá? Því þola dýrin þrælaslög, að þau eru bæði trygg og rög. Svo veistu, hái herra minn, öll hrædýr elska kónginn sinn, því það er mesti fjandafans, sem fær að naga leifar hans. Því. ber þig einginn burtu frá þeim barka, sem þú vinnur á; á meðan buíiar blóðug und, þeim blöskrar kannske rétt um stund; . en ef að beitlan einhver fer, þau aðra betri færa þér. Þau kaupa tönn í hverja hvilft og heilan tanngarð, ef þú vilt.“ Hannes á horninu. FERRARA, ITALIU. Það er ejkki éalgengt, að menn gangi í svcfni, og þegar svefngengill deíínr út um svefnlierbergis- gJu~~:-nn sinn, vekur það ekki stérkostlega athygli. En þegar tveir gera það í scr.:á borginni, á sama sólar- hringnum — þá fer fólk að tala. Gg fólkið í þessari Iand- búnaoarborg á Norður-ítalíu ér engin imdantekning. — Það lít- ur á þetta sem farsótt. Sumir: halda því fram í mestu alvöru, að svefnganga sé ó- venjulega algeng í F'errara — en þar eð enginn hefur haft fvrir því að skrá skýrslur um þetta, er erfitt að sanna bað. Á rakarastofum, strætis- vagnasíöðvum og veitíngahús- um beindist samtalið að dular- fullri moskítóflugu, sem á að spýta vökva. er framkailar svefngöngu. Skoríur á vísinda- legum sönnunum takmarkar þann fjölda, er fylgt getur þess ari kenningu. A,nnar hópur manna heíur komið fram með aðra kenningu. Ferrara stendur á mioju flat- lendi, þar sem þungt og rakt ]öff ríkir vÞr súmarmánuðina, og kann það að hafa áhrif sumt fólk. Hér birtast mönnum snævi- baktir tindar í hillingum og halda mætti því fram, að und- irvitund svéfngenglanna sé að reyna að ná þeim tindum. T:I þessa hefur engum dottið í hug' svar við þessari kenningu. En heilbrigðisyfirvöldin í borginni neita að líta á svefn- gönguna sem farsótt. Sú st.að- reynd, að 10 ára gamall dreng- ur, ‘ Mario Perin, datt út um svefnherbergisgluggann sinn, er hann gekk í svefni, og við- beins.braut sig, sannar ekkert, segja Þau. Og sú staðrevnd, að betta gerðist sólarhring eftir að Antonio Castelli datt út um sinn glugga og sneri sig um ökl ann, án þess að vakna einu sinni . . . það er bara tilviljun. e i u^ar ei tin:g ‘SMYRNA, Tyrklandi. Frosk- menn hafa fundið leifar af róm <3 verskum skipum, ér fórust á Þetta er brezk kona, scm hcitir Honor Blackman. Hún er forn- leifafræðingur og er þarna við rannsóknir á gripum, sem teknir hafa vertð ús forn-rómverskum skipsflökum á bafsbotni. Eyjahafi fyrir 2000 árum. Ó- teljandi eru sjávarföllin, sem gengið hafa yfir skipin síðan harmleikur þeirra gerðist, er þau voru á ferð meðfram strönd Eyjahafs. ' Froskmannafélag Izmir, am- erískur lbaðamaður, Peter Throckmorton, að nafni, og brezki fornleifafræðingurinn Hcnor Frost hafa skipulagt könnunarhóp með stuðningi stjórnanda fornminjasafnsins í Izmir. Hópurinn hefur komiö upp aðalstöðvum sínum í Bod- run, íitlum baðstað hér í grenndinni, og rejmdir, tyrk- neskir kafarar kanna nú hafs- botninn. Mustafa Kapkin, yfimaður kafaranna, sagði, að þeir ein- beindu sér að fjórum rómversk um skipsflökum, sem fundizt hefðu milli hafnanna í Bodrun og Marmaris. ,,Tvö þeirra liggja á fimm til sex faðma dýpi á klettóttum botni og hafa smám saman lið- azt í sundur,“ sagði hann, „en hin tvö, sem liggja á sandbotni á 16 til 20 faðma aýpi, nafa staðizt tímans tönn mjög' vei.‘c Menn, sem kafa eftir svaniþi á þessu svæði, segja, að hafs- botninn umhverfis Eyjahafið sé fullur af rómverskum flök- um. Froskmennirnir einbeina sér að því að koma upp með smá- gripi úr skipunum, en hafa þó þegar fært fornleifafræðingum og sagnfræðingum mikið af nyt sömu efni. Ef þeir geta fengið styrk frá- tyrknesku stjórninni eða stórri góðgerðastofnun, munu þeir reyna að ná flökunum sjálfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.