Alþýðublaðið - 27.09.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.09.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. sept. 1958 A 1 þ ý 3 u b 3 a » » 8 7 'Aldarminning Þorsteins Erlingssonar ÞORSTEINN Erlingsson mark- aði tímamót í íslenzkri bók- menntasögu. Ljóð hans komu eins og stormur utan af ver- aldarhafinu, en urðu að blíð- um blæ í hlíðum og dölum ís- lands. Þau voru hressilegt vor- veð.ur í morgunsári nýrrar ald- ar> feyktu litverpum blöðum og danðu hismi af brautum, lands og þjóðar, næddu um I gamlar og kulvísar sálir eins' og kalt steypibað, en vöktu | heitfenga æsku til nýrrar um- hugsunar og dj arfmanniegrar | afstöðu og reyndust henni eins og vatn, loft og sól gróðri jarð- ar á örlagaríkum apríldegi. | Þorsteinn kynntist erlendis nýjum stefnum og straumum, 1 gerðist ungur lögjafnaðarmað- . ur, sagði kúgun og fátækt strfð á hendur, bannfærði gam- ' alt aldafar og heimtaði nýjan! og betri sið, óð inn í fornhelg musteri, Sem gerð höfðu verið að ræningjabæli, og tókst meira að segja á við guð líkt og ' ■Jakob. Þetta var bylting, og! uppreisnarmaðurinn fékk ó- 1 spait að kenna á þrjózku aft- j urhaldsins, en Þorsteinn «ekk vígreifur til leiks, sagði vægð- srlaust sannleikann, sem hon-1 um bjó í brjósti, boðaði frelsi,1 jafnrétti og bræðralag og ætl- aði íslandi og íslendingum fag-1 urt og mikið framtíðarhlut-' verk. Þjóðfélagshreyfing hans ’ kom brátt til sögunnar, frum- herjj apríldagsins lifði jafnvel fyrsta maí, en þó fer því fjarri, að draumar Þorsteins hafí rætzt, enda þótt margar skáld- sýnir hans séu orðnar að veru- leika. Þess vegna er eggjun1 vorhugans og uppreisnarmanns íns enn brýn, ef brautin skal brotin til enda. Þessi staðreynd um köllun' og hlutverk Þorsteins Erlings- j sonar í íslenzkum bókmennt- um haggast hvergi, þó að hon- um dapraðist flugið og hann yrði sár og móður í bardagan-! um. Líkami hans þoldi ekki skapríki sálarinnar. En svo hefur vissulega fleirum farið. Sjúkleiki, fátækt og einangrun hafa komið mörgum vöskurn dreng á kné um aldur fram, og auk þess færðust á Þorstein smám saman mjúkir fjötrar. Hann barst of langt frá ver- aldarhafi.nu, sem hleypti hon- um kapp í kinn til frækilegrar siglingar heim tþ íslands. En. hann var köllun sinni trúr fram í rauðan dauðann og hélt vopnaburðinum áfram til hinztu stundar, þó að hann foeitti nálarstungum fyndinn- ar ádeilu eftir að stríðsöxi of- stækiskenndrar fordæmingar varð í höndum hans þung sem klettabjarg. Og kannski var Þorsteinn Erlingsson hamingju samur að vera á brott af orr- ustuvellinum áður en bræðra- vígin og níðingsverkin komu til sögunnar. Mann apríls og xnaí hinnar nýju aldar grunaði ekki sláturtíðina. Bylting Þorsteins Erlings- sonar reyndist annað og meira en þjóðfélagsleg uppreisn. Hann var stórskáld og boðberi nýrrar Ijóðlistar á Islandi. Kvæði hans voru ekki aðeins hersöngvar. Mörg þeirra klöpp- uðu svo mjúkt á vanga, að meyjar roðnuðu í feiminni gleði og sveinar urðu hrifnir og sælir. Ljóðstíll Þorsteins er töfrandi fagur, kliðurinn eins og íslenzkt lindarhljóð, þytur- . inn líkt og folær í laufi. og heið- ríkjan eins og bjarmi morg- unsárs. Vordagur Þorsteins einkenndist annars vegar af veðrinu utan úr heimi, en hins vegar af tign og dásemd ís- lenzkrar náttúru, þegar jörðin kemur græn undan snjó og klaka, grös og blóin spretta í túni og hlíð, smali fer að fé og biessuð sólin guðar á glugga í litlum bæ undir háu fjalli. Og það er íslendingum mikil gæfa að hafa notið þess aðflutta og þó endurborna nýstárleika Þor- steins, sem útlegðin í Dan- mörku og landið og þjóðin heima gaf honum í upplifun, minningum, sögum og Ijóðum. Hann vil'di nýtt og betra þjóð- félag. En hami gekk einnig í gamla smiðju og bjó þar til spónnýja og undurfagra gripi. Honum var ekki nóg að vera hagmæltasta skáld síns tíma að fengnum úrslitum kvæða sinna. Hann fágaði ljóð sín af nosturslegri vandvirkni, gerði iðulega brot að heildarmynd, en aldrei heildarmynd að broti, opnaði lesendum framandi heim í fornu landi og unni ætt- jörð sinni af djúpri tilfinningu, heitu hjarta og' ríku fegurðar- skyni. Þess vegna var, er og verður Þorsteinn Erlingsson listaskáld. Fagurkerar f stássstofum velta vöngum yfir því, að Þor- steinn hafi verið tvískiptur og í senn dásamað fegurð Islands og sögufrægð og látið sig dreyma um gerbreytta fram- tíð í lífsvenjum og þjóðfélags- háttum. En hér er síður en svo um andstæður að ræða. Hvev sá, sem elskar tign og fegurð landsins og bindur tryggð við sögu þjóðarinnar og menningu, á að vilja frjálst og hamingju- samt fólk í byggðum tslands og bæjum. Sú er skýringin á afstöðu Þorsteins Erlingssonar. Hann leit ekki á gróður jarðar og auðæfi sjávar sem sælgæti eða roða fjallsins og hreinleika jökulsins sem varalit og vanga- duft. Honum fannst ísland gott og blómlegt, og þess vegna vildi hann hér fagurt mannlíf | til að sambúð foldar og fólks | yrði sem bezt. Þorsteinn hugs- ; aði ekki um sjálfan sig. Hon- um datt víst aldrei í hug, að í hann ætti ísland einn — og . síðan ekki söguna meir. Hann barðist ekki gegn fátæktinni til þess eins að hafa sjálfur nóg til hnífs og skeiðar hverju sinni. Þorsteinn Erlingsson , vildi ísland handa ísléndihg*- um til að samtíð og framtíð gætn farsællega átt heima á völlunurn sléttu og túnunum í grænu undir fjöllunum bláu | og jöklUnum háu. Fyrir hon- nm vakti að hefja einstakl- ingsframtaki'ð í æðra veldi | samhjálparinnar. Og þeir, sem skilja ekki þetta, ættu að víkja 1 sér afsíðis til að velta vöngum I í stað þess að g'era slíkt á al- | mannafæri í svokallaðri minn- ■ ingu Þorsteins Erlingssonar. Auðvitað tókst Þorsteini Er- lingssvni aldrei að segja hug sinn allan í einu kvæði, túlka þar sérhverja tilfinningu sína og flytja allan sinn boðskap. En hann komst sennilega næst því í ljóðinu, sem honum varð á munni í tilefni þess, er Is- land reis úr sæ og bauð hann velkominn heim frá Kaup- mannahöfn. Og kvæðið í land- sýn er að minnsta kosti ógleym anlegt dæmi þess, hvernig vor- huginn oe byltingarmaðurinn orti: Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig, þó grúfirðu á ströndum og vogum; þú situr nú voldug, en samt ertu feig, því sól ±'er að austan með logum, og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún, sem bíða hér róleg og fögur, og dalirnir opnast með engjar og tún Þorsteinn Erlíngsson. og íslenzkar fornaldar sögur. Og hér er nú öruggur árdegis blær, þó ekki sé léttar en svona; en dagurinn hinn var svo heiður og skær, því hættum við aldrei að vona; og þegar að myrkrið af fjöllunum fer, er færra í byggðinni að hræðast, og þá verður skemmtun að horfa á þann her, sem hér er í þokunni að læðast. Og senn kemur Glóey á gnípur og fjörð; og gott er að.sjá hana skína, og gaman að elska þig, íslenzka jörð, og árdegisgeislana þína. Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð og senn verði heiðari bráin; tii þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn. Sá, sem þannig kvað, fædd- ist til mikils erindis fyrir hundrað árum. Og minning Þorsteins Erlingssonar mun þola mætavel, að aldir renni, meðan íslendingar halda á- fram að eiga heima á Islandi. Helgi Sæmundsson. 1X3 FLIKUR ÞAÐ kann að hljóma allund- arlega að hægt sé að gera þrjár flíkur úr þeirri sömu án þess að spretta henni í sundur og breyta henni, en svona er það nú. Til þessa þarf um 60 senti- metra af jersey efni um það bil 50 sentimetra breiðu. I Jaðrarnir eru faldaðir og end arnir saumaðir saman, þanníg að þetta myndar hólk. Svo er hægt að nota þetta á að minnsta kosti þr'ennan hátt. 1. Sem skotthúfu. Þá er hring | brugðið uþp á annan endann og ; þanhig myndast skottið. 2. Endinn er brotinn inn í hólkinn og þannig myndast venjuleg húfa, sem er einkar klæðileg og hlý. 3. Kragi. Þá er hólkurinn brotinn inn af svo hann verður tvöfaldur og dreginn yfir höf- uðið. Öll þessi afbrigði getið þið séð á meðfylgjandi myndum. og er því óþarfi að skýra þau nán- KRYDDAÐUR RABARBARI 2 V2 kíló nýr rabarbari, 170 grömm edik, 6 negulnagla í taupoka, 2 kíló sykur, 1 tsk. steyttur kanel. Þurrkið rabarbaraleggina og skerið þá í þumlungsstykki. Setj ið sainan við það., sem eftir er og látið suðuna koma upp. Lát- ið malla við hæga suðu þár til það þykknar ef maukið er látið standa. Takið negulnaglana úr og setjið strax á krukkur og setjið yfir þær meðan maukið er heitt. Ef krukku er lokað með korki, þá gætið þess að sótt- hreinsa það áður og renna lakki í kring til að gera loftþétta lok- Framhald af 12. jíðu. komu meirihluta stjórnarinn- Borgarnesi. Sjálfkjörið varð einnig í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur: Aðalfultrúar; — Ra.gnar Guðleifsson, Ólafur Björnsson, Geir Þórarinsson, Eiríkur Friðriksson, Guðmundr- ur Gísason. — Varáfulltrúar; Friðrik' Sigfússon, Guðlaugur Þórðarson,' Guðni Þorvaldsson, ■ Kjartan Ólafsson og Helgi Helgason. í FYRRAKVÖLD rann út framboðsfrestur við fulltrúa kjör Bílstjórafélágs Akureyr- ar fyrir x\SÍ-þinff. Urðu sjáif- kjörnij- þeir Höskf'Jdúr Helga son . or Jón RöhgvaMsson. Várafuíltrúar ei'w Garðar Svan iaugssoii og Baidur Svanlaugs SOH. Þessi félög hafa einnig kos- ið nýlega: Sveinafélag húsgagnabólstr- ara; Aðalfulltrúi Þorsteinn Þórðarson. Varafulltrui Leifur Jónsson. V erka lýðs pél a v j ð Brynia, Þingeyri.: Aðalfulltrúi Ingi S. Jónsson. Varafulltrúi Friðgeir Magnússon. ............................. Framhald af 12. síðu. ar, að ákveðið liafi verið fyr- irfram að koma á þessuin fundi til þess eins að skapa vettvang fyrir formann Sjálf- stæðisflokksins til að láta ljós sitt skína. Teljum við mjög illa farið, að meirihluti stjórn- ar Stúdentafélags Reykjavík ur.skuli þannig taka flokks- þjónustu fram yfir þá sjáif- sögðu tilhögun, að varðveita alls staðar þjóðareiningu um málið. Lárus Þ. Guðmundsson. Helgi Helgason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.