Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 3 Loðna fryst á Húsavík Á MEÐAN flest loónuskipin hafa legið í vari inni á snæfellskum vfkum eða i höfnum þar hafa Húsvíkingar veitt loðnu til frvst- ingar inni á Skjálfandaflóa. 1 fvrradag fengu nokkrir smábátar 35 lestir af loðnu á þessum slóð- um og var loðnan öll frvst hjá Fiskiðjusamlaginu á Húsavík. Þvkir loðnan góð til frvstingar. Loðna gengur oft síðla vetrar Framhald á bls. 31. Byggingu flugtums í Eyjum hraðað „FLUGMÁLASTJÓRI hefur óskað eftir því að í mán- aðarlokin liggi fyrir tilbúin teikning að nýjum flugturni á Vestmannaeyjaflugvelli“, sagði Hrafn Jóhannsson tæknifræðingur hjá Flugmálastjóra f samtali við Morgunblaðið, en sem kunnugt er fauk hluti af gamla turninum þar f roki fyrir skömmu og það sem eftir er af byggingunni er þannig á sig komið að ákveðið er að lappa ekki upp á það. Hrafn kvað miðað við að teikn- sérbyggður. Þá kvað Hrafn hafa ingin verði lögð fyrir Flugráð um verið rætt um að hefja fram- Þótt það séu einkum Týr og Þór sem hafa orðið fyrir barðinu á brezkum freigátum undanfarið, hafa fleiri varðskipanna komizt í kast við Bretann, eins og þessi mynd sýnir en hún var tekin um borð f Baldri. (Ljósm. Jón P. Ásgeirss.). mánaðarmótin, en turninn verður Kona settur hreppsstjóri í Prest- hólahreppi Sýslumaöur Norður- Þingevjarsýslu hefur nýlega sett Guðbjörgu Vignisdóttur, kaupfélagsstjórafrú á Kópa- skeri, til að gegna starfi hreppsstjóra í Presthóla- hreppi. Eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst mun Guð- björg vera fvrsta konan sem gegnir starfi hreppsstjóra hér á landi. Guðbjörg gegnir þessu starfi til bráðabirgða en sýslu- fundur skipar endanlega í þetta starf. „Mér Iízt alveg bærilega á þetta starf,“ sagði Guðbjörg þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær, „en ég get ekki sagt að ég sé búin að fá mikla reynslu af því ennþá Sannast sagna held ég að ekki sé mikið annriki þessu samfara, fram til þessa hef ég tekið á móti skatt- skýrslum og skráð bílnúmer. Starf hreppsstjóra er annars umboðsmaður sýslumanns, og undir starfið fellur fasteigna- mat og lóðasamningar, bif- reiðaskráningar auk þess sem hann er oftast nær umboðs- maður skattstjóra og trygg- ingakerfisins. Hins vegar býst ég ekki við að hafa mikil af- skipti af lögreglumálum, að minnsta kosti þurfti forveri minn ekki að sinna mikið lög- gæzlustörfum heldur visaði þeim ýmist til Húsavíkur eða lögreglunnar á Húsavík. Kópa- sker er annars lítið þorp, svo að ég á ekki von á því að þetta verði mjög umfangsmikið hjá mér, það hefur i það minnsta verið rólegt hingað til,“ sagði Guðbjörg. kvæmdir við flugstöðvarbyggingu í Eyjum strax þegar búið verður að byggja flugturninn, en Hrafn kvað ákveðið að reyna að ljúka því verki af á skömmum tíma því tæki Vestmannaeyjaflugvallar liggja undir skemmdum í gamla turninum og auk þess getur orðið vafasamt með flugöryggi um völl- inn á meðan turninn er ekki öruggur. Þorskalýsi selt til 37 landa Týndi maðurinn kominn fram ÁRNI Jón Árnason, maður úr Kópavogi, sem saknað hefur verið undanfarna daga er kominn fram. Hann gaf sig fram við lögregluna í gær, og var heill á húfi. Kvaðst hann hafa verið einn síns liðs og legið mest úti. Á SÍÐAST liónu ári fram- leiddu íslendingar 3949 tonn af þorskalýsi, en á ár- inu 1975 nam framleiðslan 3936 tonnum. Af þessu magni fóru 266 lestir til notkunar innanlands, sem er nokkru meira en nokkur undanfarin ár. Tryggvi Ólafsson, fram- kvæmdastjóri, segir í grein í nýút- 31 þús. kr. stol- ið frá ungum pilti UNGUR piltur fór á mánudaginn í Tryggingastofnunina til að taka út bætur fyrir móður sína, sam- tals 31.500 krónur. Á leiðinni heim kom hann við í Breiðfirð- ingabúð til að spila borðtennis en þar varð hann fyrir því óláni, að öllum peningunum var stolið. Kemur það sér að sjálfsögðu mjög illa fyrir fjölskyldu piltsins að missa þessa peninga, og eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir, sem upplýsingar geti veitt, hafi samband við hana. En auðvitað væri allra bezt ef þjóf- urinn skilaði peningunum sjálfur. Grettir L. Johannsen heiðursdoktor við Brandonhá|kóla mann ^ Islands í sléttufvlkjuni ^ arinnar og sagði m.a. að þrátt fyrir margvísleg störf hans sem ræðismanns og síðar aðalræðis- manns Islands í Manitoba, Saskat- chewan og Alberta hefði Gretti unnizt timi til að þjóna i mörgum nefndum, sem láta sig varða ís- lenzka tungu og íslenzkar bók- menntir. Hann var og ötull starfs- maður í útgáfunefnd Lögbergs frá 1942 til 1959 og var einn þeirra sem unnu að sameiningu Lögbergs og Heimskringlu. Þá vann hann að stofnun Islenzku- deildar Manitobaháskóla, en til hennar aflaði hann fjár. 'Hann hefur gegnt mörgum tímafrekum ábyrgðarstörfum fyrir þjóð- ræknisfélag Islendinga í Vestur- heimi frá því er það var stofnað 1918. Á ársþingi þess 1965 var j hann gerður að heiðursfélaga þess. Margt fleira væri unnt að telja upp af störfum Grettis L. | Johannsonar. Grettir Leo Johannson er sonur Ásmundar P. Jóhannssonar bygg- ingarmeistara i Winnipeg og konu hans Sigríðar Jónasdóttur. Ásmundur var ætíð í fremstu röð| manna um islenzk málefni, bæði í Vesturheimi og á Islandi. Hann komnu hefti af timaritinu Ægi, að þær þjóðir, sem mest lýsi hafi keypt af okkur á s.l. ári, hafi verið sem fyrr Bandaríkin, Brasilía, Finnland, Mexíkó og Venezuela. Meðalalýsí var selt til 28 landa og fóðurlýsi til 9 landa. 205 tonn voru seld í smáumbúðum, 3,5 kg og smærri. Birgðir í ársbyrjun voru 1076 tonn en i árslok 1771 tonn. Tryggvi segir, að meðalalýsis- verðið hafi verið gott, sérstaklega um miðhik ársins, en hafi nú lækkað nokkuð og megi húast við áframhaldandi lækkun. Fóður- lýsið sé hins vegar háð samkeppni við búklýsi og fylgi því nokkurn veginn. Eins og kunnugt væri hefði verðfall á allri feiti verið mjög mikið síðan snemma árs 1974. Þá kemur fram i grein Tryggva, að af allri feiti sé mest framleitt af sojabaunum en stundum hafi orðið vart við þann misskilning að búklýsi sé sjálfstæð tegund af feiti hvað verð snerti. Þetta lýsi nemi nálægt 2% af feitisfram- leiðslu heimsins. Samið við blaðamenn SAMKOMULAG tókst f gær milli samninganefndar Blaða- mannafélags tslands og samn- inganefndar Félags blaðaút- gefenda í Revkjavík. Lengi vel gengu samningar þessir mjög illa. þar sem aðilar gátu ekki sætzt á, hvernig sérkröfu- rammi sáttanefndar rfkisins skvldi fvlltur, en að lokum tókst samkomulag í gær- morgun um klukkan 09 og vó þá það eina prósent, sem sátta- tillagan gerði ráð fvrir, um 2%. Áð öðru leyti eru samningar Blaðamannafélagsins og Félags blaðaútgefenda nákvæmlega hinir sömu og um samdist milli ASI og VSI skömmu fyrir siðustu mánaða- mót. Blaðamenn fá sömu launahækkanir og ASI fékk, 6, 6 og 5%, auk tveggja rauðra strika. __ W Fyrirlestur í HI I FRETT frá Háskóla Islands kemur fram að prófessor Harald- ur Bessason frá Winnipeg heldur opinberan fyrirlestur i boði heim- spekideildar Háskóla Islands. Nefnist fyrirlesturinn Edduívaf í sögum. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestri þessum sem verður á fimmtudaginn 18. marz kl. 5.15 i stofu 422 i Árnagarði. GRETTIR Leo Johannson, fvrr- um aðalræðismaður Islands (til vinstri). Mvndin er tekin sfðast- liðið sumar, en þá var Grettir hér ásamt eftirmanni sinum í aðal- ræðismannsstarfinu, Sigursteini Aleck Thorarinssyni, sem er með honum á mvndinni. sat t.d. í stjórn Eimskipafélags Islands frá stofnun þess til dauða- dags. Vestur-lslendingar lögðu eins og kunnugt er upprunalega mikið fé af mörkum til Eimskipa- félagsins, sem varð þess valdandi að unnt var að kaupa fyrsta skip þess, Gullfoss. Asmundur gaf einnig stórfé til stofnunar Islenzkudeildar Manitobaháskóla og hefði sú deild ekki komizt svo fljótt á laggirnar ef Ásmundar hefði ekki notið við. Gestrisni Asmundar og Sigriðar var við- brugðið fyrir rausn og höfðings- skap. Grettir hefur fetað vel i fótspor foreldra sinna og unnið mörg þrekvirki fyrir ættland sitt og Kanada. Hann er því mjög vel kominn að þeim heiðri, sem háskólinn í Brandon hefur veitt honum. Ráðstefna Sjálfstæðismanna: „Hvað er framimdan í verzlun landsmanna” HVAÐ er framundan I verzlun landsmanna er spurning, sem gerist áleitin nú á tímum, þegar innflutningshöft birtast á ný, verðlagsákvæðum og verðlags- eftirliti er beitt á óvægari hátt en áður og verzlunarárferði almennt fer versnandi. Til þess að ieita svars við þess- ari spurningu hyggst Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Revkjavík gangast fyrir eins og hálfs dags ráðstefnu um verzlunar- og nevt- endamál. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum, Kristalssal, 17. og 18. marz frá kl. 17:30 og fimmtudag frá kl. 10:00. A ráð- stefnunni verður fjallað um eftir- talda sex meginmálaflokka: 1. Viðskiptaleg tengsl við um- heiminn. 2. Fjármál og afkoma verzlunar. 3. Fræðslumál verzlunar. 4. Skattamál og þjónusta er verzlunin innir af hendi fvrir hið opinbera 5. Verzlunarþjónusta I Reykja- vík. 6. Fjármagnsstrevmi verzlunar. Ráðstefnunni lýkur með panel- umræðum er hefjast kl. 20:30 annað kvöld (fimmtudagskvöld). Geir Hallgrfmsson, Gunnar Thoroddsen, Matthías A. Mathie- sen og Birgir Isl. Gunnarsson sitja fvrir svörum. Eftir dagskránni að dæma er fjallað um helztu málefni, sem varða verzlun og stjórnmál sam- eiginlega og einnig er ætlunin að vekja athvgli á þýðingu verzlunar fyrir þjóðarheildina. Þar sem á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri fyrir áhugafólk um verzlun og neytendamál til umræðna um þessi mál, er sér- stök ástæða til að sækja ráðstefn- una og taka virkan þátt í störfum hennar. Til að auðvelda undirbúning er óskað eftir því að þátttaka sé til- kvnnt til skrifstofu Fulltrúaráðv ins i sfma 82963 eða 82900. Ráð- stefnugjald er kr. 2.200.— inni- falið er matur og kaffi báða dag- ana auk ráðstefnugagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.