Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 „Stálhjartað** eftir Jón Gunnar Árnason (1968) faraldurs, er gekk yfir Evrópu á siðasta áratuginum, þær eru unnar í kopargrafík og eru vand- aðar og blæbrigðarikar i útfærslu. Hér áttu Einar Hákonarson, Þórður Ben. Sveinsson o.fl. mikið erindi á sýninguna sem einna sterkustu fulltrúar þessara I áhrifa á miðjum sjötta áratugin- um. Einar fékk meira að segja verðlaun Norðurlandaráðs á Æskulýðsbiennalinum á Lousiana árið 1966 og var vel að þeim kominn, sem staðfestist enn frekar með alþjóðlegum grafík- verðlaunum beggja vegna Atlantshafsins. Norrænu verð- launin hefðu að mínum dómi allt eins getað gengið til Þórðar Ben. því að altaristafla hans var frum- leg, vel útfærð og áhrifarík. Alvarlegasta gloppan er tvímæla- laust að hafa ekki þessa tvo menn með á sýningunni. Myndir Sigurjóns Jóhanns- sonar sækja áhrif sín til enska poppsins. Er hér um að ræða úrklippur úr viku- og mánaðarrit- um, er listamaðurinn setur eftir hentugleikum inn í myndflötinn, en að öðru leyti notar hann hinn klassíska efnivið, olíuliti og léreft. Sigurjón kann að hafa orð- ið fyrir svipuðum áhrifum og Erró, er hann gerði matarlands- lag sitt, en sú mynd var sýnd i Listamannaskálanum í júní- mánuði 1965 á hinni fjölbreyttu sýningu Erró, sem mörgum mun minnisstæð. Ekki þurfa þó að vera tengsl þar á milli, þótt mjög höfði myndir beggja til neyzlu- þjóðfélagsins og víst er, að mynd- ir Sigurjóns eru vel útfærðar og nokkuð persónulegar, sem er um- talsvert afrek með vísun til þess, hve mikið var gert af slíku í heiminum í eina tíð. — eru verkin gerð úr rándýrum, sjaldgæfum efnum. Hitt mun öllu réttara, að pop-listamenn hafna engum möguleika úr umhverfinu sem gildum og nothæfum efnivið. Poppið kemur einnig fram sem eðlilegt andsvar gegn harðlínu- mönnum í hefðbundinni, óhlut- kenndri list, — og vissulega er poppið eins mikil andhverfa slikra viðhorfa og hugsazt getur, því að listastefnan hafnar engum túlkunarmáta með öllu. Það úti- lokar þó ekki alveg að þröngsýnir minnihlutahópar og alvitrir nafla- strengir geti þróazt innan popps- ins. Natúralisminn og fígúran eru jafn hlutgeng atriði i þessari stefnu og hin róttækasta meðhöndlun lita og flata. Það læt- ur því að líkum, að poppið hefur fætt af sér mörg afbrigði annarra stíltegunda, þ. á m. nýrealisma og nýnatúralisma, en hér hafna menn engum mótívum og leita þeirra ei heldur um fjöll og firn- indi, þvi að hinir hversdags- legustu hlutir næsta umhverfis verða þeim gjarnan að viðfangs- efni. Lás eða handfang á tösku er pop-listamanninum jafn þýðingarmikið viðfangsefni og t.d. Þingvellir ýmsum landslags- máiurum. Ovænt sjónarhorn hluta eða hlutar er einnig kær- komið viðfangsefni, og litlu máli skiptir þá, hvort hluturinn er dauður eða lifandi. Gott dæmi um slíkt eru hér myndir Hrings Jóhannessonar á sýningunni, þótt hann hafi gert mun sterkari pop- myndir, auk þess sem viðkomandi myndir virðast frekar nýrealismi með smá anga popps. Myndir þær, er Björg Þorsteinsdóttir hefur unnið i kopargrafík, er einnig gott dæmi um realisma hvers- dagsins, sem snjöll tæknileg úr- vinnsla og sérstök innlifun hefur ákveðið myndgildi. FRANCIS BACON telst einn af upphafsmönnum enska poppsins með hinni þrívíðu rúmtaksgrind, er hann staðsetti á marga vegu inn í myndflöt málverka sinna, en slíkt var bylting á sínum tíma. Þessi grind héit svo kyrfilega i skefjum órólegum og fljúgandi formum, líkamningum páfa og aðalsmanna sem sundurtættum formum kvenlíkamans. Myndir Jóns Revkdal rekja nokkurn skyldleika til hins mikla Bacons- Á Listasafni tslands stendur um þessar mundir yfir allnýstár- leg sýning, sem mikla athygli hef- ur vakið. Er hér um að ræða fyrstu tilraun, sem gerð hefur verið til að safna á einn stað ýmsu því helzta, sem gert hefur verið hérlendis sl. áratug og meir, sem á rætur að rekja til áhrifa frá þeirri sérstöku nýlistarstefnu, sem kennd hefur verið við pop (popular art). Að skilgreina þessa listastefnu er vandasamt, því að hugtakið er víðfeðmt, rætt er um enskt pop, meginlandspop og svo ameriskt pop, og er túlkunin allmismun- andi, en þó má segja, að megin- kjarninn sé sá, að iðkendur list- greinarinnar fari iðulega út fyrir hið hefðbundna svið myndlistar- innar. Hinn tvívíði flötur málverksins fullnægir þeim ekki lengur, svo að þeir rjúfa hann iðulega á marga vegu og staðsetja jafnvei flata eða þrivíða aðskota- hluti úr nánasta umhverfi inn í myndflötinn. Meginkjarninn er þannig algjört endurmat á rúmtaki og efniviði myndverksins og um leið að knýja skoðandann til að sjá hversdags- lega hluti í nýju og óvæntu ljósi. Ekki svo að skilja, að myndverkin séu búin til úr ödýrum, létt- fengnum efnivið, því að ósjaldan Elzta myndin á sýningunni er „colIage“-mynd eftir Guðmund Erró frá 1958. íslenzk popplist Þjóðleikhúsið: Náttbólið Robert Arnfinnsson, Ánna Kristín Árngrfmsdóttir og Glsli Halldórsson f hlutverkum sfnum. □ NATTBOLIÐ (Na Dnje) eða í DJUPINU eftir MAXlM GORKI QjÞýðandi: Halldór Stefánsson []] Lýsing. Kristinn Daíelsson □ Leikmynd og búningar: David Borovskí []] Leikstjóri: Viktor Strizhov □ Aðstoðarleikstjóri: Ingibjörg Haraldsdóttir Fyrir nokkru frumsýndi Þjóð- leikhúsið Náttbólið eða I djúpinu eftir rússneska höfundinn Maxím Gorkí og mun þetta vera það leik- rit hans sem viðast hefur farið, en hann samdi fjöldamörg önnur bæði fyrir og eftir byltinguna. Öþarfi ætti að vera að kynna Gorkí fyrir Islendingum þvi mörg kunnustu verka hans hafa verið þýdd á íslensku, svo sem Móðirin og endurminningar hans. Um ævi hans, ritferil og þjóðfélagslegan bakgrunn má lesa í ágætlega gerðri leikskrá svo ég læt liggja á milli hluta að fara út í þá sálma Náttbólið var frumsýnt í Moskvu árið 1902, sviðsett af hin- um fræga leikstjóra og kenni- manni Kanstantin Stanislavskí. Árið áður hafði Gorkí setið í fang- elsi um hrið og að sögn var leikrit- inu þá fremur fagnað sem póli- tiskum en listrænum viðburði, og var svo um önnur leikrit hans frá Lelkllst eftir EMIL H. EYJÓLFSSON þessum tíma en það skiptir okkur litlu máli í dag, við getum litið verkið þeim augum sem við kjósum. Atburðarás eða öllu heldur framvinda er nær engin i verkinu og því erfitt að lýsa því í smáatrið- um svo vel fari, enda ástæðulaust. Leikritið gerist í náttbóli, leigu- hjalli sem er athvarf úrhraka þjóðfélagsins, þjófa, götudrósa, fátæklinga, drykkjusjúklinga, yf- irleitt allra þeirra sem undir hafa orðið i lífsbaráttunni eða kannski aldrei neitt tækifæri hafa átt, ber- fætlinganna, sem Gorkí sjálfur umgekkst og kynntist vel á flæk- ingsárum sínum i æsku. Um þetta fólk, raunir þess, eymd og stopula gleði sem oftast er sótt i sopann.l fjallar leikritið. Og kannski um- fram allt um hyldjúpt vonleysið, það er ekkert framundan, engin undankomuleið. Þessu fólki lýsirl Gorki af ríkri samúð, væmnis- laust, honum þykir vænt um þetta fólk og fer nærfærnum höndum um tilfinningar þess. Oft hefur Gorkí verið borið það á brýn að hann væri lítill bygging- armeistari, einkum i ieikritunum, stíllinn ófágaður, myndmálið út- þvælt. En skiptir það svo miklu máli þegar Gorkí á hlut að máli? Mannúð hans, kynngikraftur, víð- feðmi og margþætt lífsreynsla sem hann miðlar okkur af ein- lægni og mikilli sagnalist gera langtum meira en að vega upp á móti ágöllunum sem auk þess eru vafalaust ýktir. Sýning Þjóðleikhússins á Nátt- bólinu hefur tekist með miklum ágætum. Að þessu sinni hefur leikhúsið fengið tvo rússneska leikhúsmenn sér til fulltingis, og hefur það verið heppið með valið. Raunar verður ekki sagt að svið- setningin sé frumleg eða nýstár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.