Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.03.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 Barnalífeyrir Þegar rætt var um viðunandi lífeyri i annarri grein þessa greinaflokks, kom það fram, að gert er ráð fyrir, að 50% til 60% af fyrri tekjum ættu að nægja lífeyrisþega til viðun- andi lífsviðurværis, svo framar- lega sem hann hefur ekki börn á framfæri sínu. Hafi lífeyris- þeginn aftur á móti börn á framfæri, var hugmyndin sú, að létta honum þá byrði með því að veita barnalífeyri. En hversu hár á barnalífeyrinn að vera Ljóst er að framfærsla tveggja barna kostar ekki tvis- var sinnum meira en fram- færsla eins barns. Þess vegna er í frumvarpi Guðmundar H. Garðarssonar alþingismanns, sem nú liggur fyrir alþingi, gert ráð fyrir að framfærsla annars, þriðja og fjórða barns af örorkulífeyrisprósentu sinni, sem var 57.0, eða 14,25 sem barnalífeyrisprósentu. Fyrir annað, þriðja og fjórða barn fær hún barnalífeyrispró- senturnar 11,4, 8,55 og 5,7. Sam- tals fær Gunna því 39,9 sem barnalífeyrisprósentu eða kr. 37.007 á mánuði (39,9% af vísi- tekjum, sem eru um kr. 92750 á mánuði). Samtals fær Gunna því kr. 89.877 í lifeyri á mánuði vegna örorku sinnar. (Hún fær kr. 52.870 í örorkulífeyri á mán- uði). Ef foreldri barns er látið, er í frumvarpinu gert ráð fyrir, að framfærandi barnsins fái barnalifevri, sem er eins og sá barnalífeyrir hefði orðið, sem foreldrið hefði fengið, ef það hefði orðið 100% öryrki á dán- ardegi. Þó skal þessi barnalíf- eyrir aldrei vera lægri en 13% af visitekjum, eða kr. 12.058 á Dr. Pétur trygginga- stærðfræðingur: sjóðir 4. hluti Barnalífeyrir, iðgjöld og áhrif breytinga á hagkerfið kosti 80%, 60% pg 40% af framfærslu fyrsta barns. Þá er og gert ráð fyrir, að framfærsla hvers barns umfram það fjórða kosti 20% af framfærslu fyrsta barns. Þannig kostar fram- færsla fimm barna þrisvar sinnum meira en framfærsla eins barns. En hvað má gera ráð fyrir að mikill hluti af heildartekjum heimilis með eitt barn fari til þess að fram- færa þetta eina barn? I ofan- greindu frumvarpi er gert ráð fyrir, að til framfærslu fyrsta barns þurfi 15% af heildartekj- um heimilisins. Lífeyrisþegi fær 60% af fyrri tekjum sínum sem elli- eðaörorkulífeyri. Hafi hann eitt barn á framfæri sínu, fær hann barnalífeyri, sem nemur einum fjórða af lífeyri hans, eða 15% af fyrri tekjum. Hafi lífeyrisþeginn tvö , þrjú eða fjögur börn á framfæri sínu, fær hann barnalífeyri, sem nemur 27%, 36% eða 42% af fyrri tekjum. Dæmi um barnalífeyri 1 síðustu grein tókum við dæmi um lífeyri Jóni Jónssyni og Gunnu konu hans til handa. Kom þar í ljós, að miðað við þær tekjur, sem við skömmtuð- um Jóni og Gunnu og það, að þau hafi gifst 27 ára gömul, hefði Jón fengið kr. 53150 (elli- lífeyrisprósentuna 57,3) í elli- lífeyri á mánuði og Gunna kr. 53.980 á mánuði (ellilífeyris- prósentuna 58,2). Gerum enn- fremur ráð fyrir að þau hjónin hafi tvö börn yngri en 16 ára á framfæri sínu. Fyrir fyrra barnið fær Jón barnalífeyris- prósentuna 14.325 (einn fjórða af 57.3 og fyrir seinna barnið fær hann barnalíf- eyrisprósentuna 11,46. Sam- tals fær Jón því barnalífeyris- prósentuna 25,785 eða barnalif- eyrinn kr. 23.916 á mánuði. Gunna fær sömuleiðis samtals barnalífeyrisprósentuna 26,19 eða barnalífeyrinn kr. 24.291.— (26,19% af vísitekjum, sem eru um 92750 á mánuði núna). Samtals fá þau hjónin í barna- lífeyri með þessum tveimur börnum sínum kr. 48207 á mán- uði i barnalífeyri. Heildarlíf- eyristekjur fjölskyldunnar verðaþví kr. 155.337. I síðustu grein var einnig tek- ið sem dæmi, ef Gunna hefði orðið meira en 75% or- yrki við 42 ára aldur. Gerum hér ráð fyrir þessu tilfelli og ennfremur því , að þau hjónin hafi haft fjögur yngri börn en 16 ára á framfæri, þegar þessi ógæfa dundi yfir. Fyrir fyrsta barnið fær Gunna einn fjórða mánuði fyrir fyrsta barn. Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir því, að barnalífeyrir verði greiddur að hálfu allt tii 19 ára aldurs, og er þá tekið mið af þeirri þróun, að unglingar eru yfirleitt i námi til þess ald- urs. Iðgjöld Eins og ég hef minnst á í fyrri greinum, þá er hægt að hafa iðgjaldagreiðslur til lífeyr- istryggingakerfis með ýmsu móti. Þessar greiðslur geta ver- ið í formi tolla og söluskatts, tekjuskatts, iðgjalds atvinnu- rekanda, nefskatts eða iðgjalds launþega. 1 fyrstu þremur til- fellunum er um duldar ið- gjaldagreiðslur að ræða Greið- andinn veit ekki hversu mikið hann greiðir til lífeyristrygg- ingakerfisins. Hann hefur ekki hugmynd um hvað þessar tryggingar kosta. Þeir, sem krefjast hærri lífeyris úr nú- verandi almannatryggingum og krefjast þar að auki lækkunar t.d. söluskatts, ættu að huga vel að sambandinu hér á milli. Ofangreindur feluleikur með greiðslur er ekki ætlandi full- veðja fólki og því er í frum- varpinu um Lífeyrissjóð Is- lands gert ráð fyrir, að hinir tryggðu greiði eingöngu iðgjöld til Lífeyrissjóðsins. Núverandi iðgjöld atvinnurekenda til líf- eyrissjóðs, yfirleitt 6% af dag- vinnutekjum, skuli falla niður, en í staðinn hækki laun laun- þega sem þessu framlagi nem- ur. Þar sem lífeyrisgreiðslur eru háðar öllum tekjum við- komandi lífeyrisþega, er ekki nema eðlilegt að iðgjöld séu það líka. I ofangreindu frumvarpi er því lagt til, að iðgjöld skuli greidd sem prósenta (iðgjalda- prósenta) af öllum tekjum þess, sem í hlut á. Þó eru und- anskildar lífeyrisgreiðslur úr Lífeyrissjóði íslands. Ofan- greind iðgjaldaprósenta skal metin árlega í samræmi við þarfir sjóðsins og skal miða að því, að alltaf sé til nóg fjár- magn í sjóði, til þess að standa undir lífeyrisgreiðslum og fæð- ingarlaunum næstu þrjá mán- uðina. Ljóst er að þessi ið- gjaldaprósenta er háð aldurs- dreifingu þjóðarinnar og tekju- dreifingunni. Væntanleg iðgjaldaprósenta Til þess að meta lauslega ið- gjaldaprósentuna eins og hún yrði skv. þeim lífeyrisupphæð- um, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, skulum við líta á eftirfar- andi atriði: a. EHilífeyrir. Fjöldi þeirra, sem skv. frumvarpinu yrðu elli- lífeyrisþegar, er um 17.000. Fjöldi þeirra, sem eru á aldrin- um 16 tit 66, þ.e. iðgjaldsgreið- endur, er um 129.000. Ellilíf- eyrisþegarnir eru því um 13% af iðgjaldsgreiðendunum. Ef gert er ráð fyrir, að ævitekju- dreifing ellilífeyrisþeganna sé svipuð ævitekjudreifingu ið- gjaldsgreiðendanna, þyrfti ið- gjaldið að vera 13%, ef við vild- um greiða ellilífeyrisþegunum 100% tekjur áfram. Nú er svo há lífeyrisgreiðsla ekki talin nauðsynleg eins og rætt hefur verið um í fyrri greinum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ellilifeyrisþegar hljóti 60% af tekjum sínum áfram og fæst þá, að iðgjaldið fyrir ellilífeyris- greiðslur eingöngu nemur um 7,8% Ofangreint hlutfall, 13% mun verða stöðugt i fjölda ára Sjá meðfylgjandi mynd af aldurspýramída íslensku þjóð- arinnar 31.12.1973, en þar kemur aldursdreifingin skýrt fram. b. Örorku- og barnalífeyrir. Erfitt er að meta kostnað vegna þessara lífeyrisgreiðslna, þar sem upplýsingar þar að lútandi eru af mjög skornum skammti hér á landi. Ef við miðum við örorku- og barnalífeyrisgreiðsl- ur Tryggingastofnunar ríkisins á liðnum árum, til þess að gefa okkur einhverjar forsendur, má gera ráð fyrir að þessar greiðslur nemi um 40% til 50% af ellilífeyrisgreiðslum. Ið- gjaldaprösentan fyrir þessar lífeyristryggingar ætti sam- kvæmt þessu að vera undir 3.9% c. Mæðralaun. Fjöldi fæðinga á íslandi er um eða yfir 4000 á ári. Ef við gerum ráð fyrir því, að helmingur þessara mæðra (þ.e. 2000) sé í fullri vinnu og að meðaltekjur þeirra séu hin- ar sömu og annarra atvinnu- þátttakenda og að fjöldi manna og kvenna í atvinnulífinu séu 93.000, fáum við að iðgjaldið, sem þessi 93.000 þurfa að greiða, til þess að veita þessum 2000 konum full laun í einn fjórða úr ári, verður 0,54%þ. Hinar 2000 konurnar, sem ekki vinna úti, fá allar 20% af vísi- tekjum íþrjá mánuðieða 100 konur fengju fullar vísitekjur i heilt ár. Þessum kostnaði er dreift á 129.000 iðgjaldsgreið- endur, sem þýðir 0,08% iðgjald. Samtals verður iðgjaldið fyrir mæðralaunin því varla hærra en 0.65% Hér að framan hefur verið fjallað um kostnaðinn við hina einstöku þætti lífeyristrygg- inga og mæðralaunin, sem frumvarp Guðmundar H. Garð- arssonar gerir ráð fyrir að Líf- eyrissjóður Islands veiti. Fram- angreindar hugleiðingar eru þó að mestu leyti byggðar á gefn- KONUR KARLAR Aldurspýramídi íalensku þjótiarinnar 31. dea. 1973 um forsendum. Til þess að fá áreiðanlegri tölur til þess að byggja á verður að gera nánari úttekt á þessum málum. En ef við göngum út frá þessum gefnu forsendum (og þær munu væntanlega ekki vera mjög fjarri lagi), verður heild- ariðgjald til Lífeyrissjóðs Is- lands ekki hærra en 12,4%. Hvað kostar verðtryggður lífeyrir í gegnstreymiskerfi? Þegar menn hugleiða vænt- anlegt iðgjald til gegnstreymis- lífeyrissjóðs, kemur í ljós, að lífeyrir, sem nemur 60% af tekjum, kostar um 12% iðgjald. 70% lífeyrir mundi kosta 14% og 50% lifeyrir um 10% ið- gjald. Þetta skyldu menn hafa hugfast, þegar þeir taka af- stöðu til upphæðar lífeyrisins. Eins ættu menn að leiða hug- ann að því, hvort miða beri lífeyrinn og þar með væntan- lega einnig iðgjöld við allar launatekjur manna eða ein- göngu dagvinnu- eða fastatekj- ur. I ofangreindu frumvarpi er gert ráð fyrir að miðað sé við allar launatekjur, enda gefa dagvinnutekjur oft skakka mynd af tekjum viðkomandi einstakling. Þá er mjög erfitt að meta dagvinnutekjur margra starfshópa, svosem sjálfstæðra, sjómanna og fleiri. Annað mikilvægt atriði í sam- bandi við kostnaðinn er ellilíf- eyrisaldurinn. Ef hinn almenni lífeyrisaldur, 67 ára, er lækkað- ur um eitt ár, fjölgar ellilífeyr- isþegunum um ca. 1300 og ið- gjaldsgreiðendum fækkar að sama skapi. Þessi lækkun elli- lífeyrisaldursins um eitt ár veldur hækkun iðgjalda- prósentu fyrir ellilífeyrinn úr 7,8% í 8,5%. Heildariðgjalda- prósentan hækkar því úr 12,4% í 13,1% eða um 6%, ef ellilíf- eyrisaldurinn er almennt lækk- aður um aðeins eitt ár. Þetta skyldu menn hafa í huga, þegar settar verða fram kröfur um enn frekari lækkun ellilífeyris- aldursins. Hvað verður um núverandi lífeyrissjóði? Núverandi lífeyrissjóðir eru myndaðir með iðgjöldum nú- verandi og fyrrverandi með- lima sinna. Þeir eru þvi í viss- um skilningi eign meðlima sinna. Það stríðir því á móti eignarrétti að láta þá renna inn í sameiginlegan lífeyrissjóð. Þessi vandi er leystur í framan- greindu frumvarpi um Lífeyris- sjóð lslands, með þvi að breyta þeim formlega í lánasjóði, sem starfi áfram sem eign meðlima sinna. Lífeyrissjóður Islands taki að sér lifeyrisskuldbind- ingar núverandi lífeyrissjóða með því að veita meðlimum þeirra lifeyrisréttindi, sem ekki eru lakari en núverandi réttindi. Hugsanlegt er, að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um að greiða eitt- hvað framlag í þessa lánasjóði, til þess að þeir verði færir um að gegna lánahlutverki sínu um ókomna framtíð. Ahrif frv. GHG á hagkerfið Hér á eftir mun ég gera fá- tæklega tilraun til þess að meta þau áhrif, sem þetta frumvarp mun vafalaust hafa á efnahags- kerfið. Fyrst skulum við gera okkur grein fyrir því, að bein iðgjöld launþega og atvinnu- rekenda til nýja kerfisins að frádregnum mæðralaunum, sem er nýjung, eru nokkuð hærri en til núverandi lifeyris- kerfis. Núna greiða atvinnurek- endur beint 6% og óbeint til tryggingastofnunar um 1,5% til Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.