Morgunblaðið - 17.03.1976, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUK 17. MARZ 1976
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, slmi 22 4 80.
Mesta viðfangsefni nú-
lifandi kynslóðar — og
hættan á gerðardómi
Isíðustu viku komu
saman í Kaupmannahöfn
tólf fiskifræðingar frá Englandi,
Skotlandi, V-Þýzkalandi,
Danmörku, Noregi, Færeyjum
og íslandi á fund vinnunefndar
Alþjóða hafrannsóknaráðsins.
Það var tvimælalaust eftir-
tektarverðust niðurstaða þessa
fundar, að hann staðfesti i einu
og öllu svonefnda svarta
skýrslu fiskifræðinga okkar um
ástand islenzka þorskstofnsins.
Samkvæmt útreikningum
fiskifræðinganna náði hrygn-
inga slofninn hámarki árið
195/ 1.200.000 tonnum en
er nú kominn niður i um
370.000 tonn Fiskifræðingar
telja að sókn í íslenzka þorsk-
stofninn sé nú tvöföld við það,
sem hæfilegt geti talizt, sem
bitni m.a. á ungfiski. Stefnt sé
að hruni stofnsins með
óbiTvili' .eiðisókn
Þrátt fyrir verulegan sam-
drátt í veiðum útlendinga á
íslandsmiðum undanfarin ár,
telja fiskifræðingar, að sóknar-
aukning hafi verið 30 til 40% á
árabilinu 1970—1975, m.a.
vegna umtalsverðrar stækkun-
ar islenzka fiskiskipastólsins.
Þrátt fyrir þessa stækkun fiski-
skipastóls okkar og sóknar-
aukningu hefur heildarafla-
magn okkar ekki vaxið á um-
liðnum árum og arðsemi út-
gerðar á hverja rekstrareiningu
farið síminnkandi. Sem dæmi
má nefna að þrátt fyrir 40%
sóknaraukningu frá árinu
1970 hefur aflinn á sama tíma
minnkað um 100.000 tonn.
Fiskifræðingar leggja ríka
áherzlu á, að sókin í þorsk-
stofninn verði að minnka, ef
fyrirbyggja eigi hrun hans með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir útgerðina og atvinnu- og
efnahagslif þjóðarinnar. Tak-
mörkun á veiðisókn leiði að
vísu til aflaminnkunar fyrst í
stað en aflaaukningar og
öryggis er frá líðí. 50% sóknar-
minnkun geri það mögulegt að
þrefalda hrygningarstofninn á
tilteknu árabili.
Það er von íslendinga og
þeirra, sem gera sér Ijósa grein
fyrir hrunhættu nytjafiska á
Norðausturatlantshafi, að haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem nú er hafin,
lykti á þá lund, að 200 mílna
fiskveiðilandhelgi og einhliða
réttur strandríkja verði alþjóða-
regla, sem er forsenda þess að
stefnt verði að fiskifræðilegum
markmiðum á grundvelli vís-
indalegra niðurstaðna fiski-
fræðinga. Hins vegar er nú
talin veruleg hætta á því að slik
alþjóðaregla verði skilyrðis-
bundin, annað tveggja vegna
gjörðadóms eða svokallaðs
hefðbundins réttar en slík skil-
yrði eru mjög óhagstæð
íslenzkum viðhorfum og hags-
munum í fiskveiðimálum.
Gamalgrónar fiskveiðiþjóðir,
sem sótt hafa á íslandsmið
hafa nú snúizt til fygis við 200
milna sjónarmiðið væntanlega í
trausti þess, að slik skilyrðis-
bundin ákvæði verði látin fylgja
nýjum alþjóðlegum hafréttar-
reglum Þau drög að gerðar-
dómi sem nýlega hafa verið
lögð fram eru strandríkjum
stórháskaleg ef samþykkt yrðu.
Fiskveiðideilan og átökin á
íslandsmiðum eru m.a. notuð í
rökstuðningi fyrir réttmæti skil-
yrðisbundinna hafréttar-
ákvæða Það var af þessum
sökum, sem íslenzk stjórnvöld
töldu rétt að leita hóflegra,
tímabundinna og takmarkaðra
samninga við aðrar þjóðir um
fiskveiðar, fram yfir lyktir haf-
réttarráðstefnunnar. Og það er
sennilega af sömu sökum sem
Bretar hafa gert sitt til að úti-
loka alla samningsmöguleika
fyrir hafréttarráðstefnuna. Auk
þess að vilja styrkja hinn
íslenzka málstað á hafréttarráð-
stefnunni með takmörkuðum
og timabundnum samningum,
voru þau sjónarmið höfð í huga
að hugsanlegir samningsaðilar
kynnu að ganga nær
síminnkandi þorskstofní án
samninga en meðy sem og að
tryggja frið á íslandsmiðum, en
ófriðurinn á miðunum var
löngu kominn á það stig, að
mannslíf gátu verið í veði.
Það er óþarfi að tíunda það
hér og nú hver þýðing nytja-
fiska okkar er fyrir atvinnu- og
efnahagslíf þjóðarinnar/ Fram-
tíðarvelmegun og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar er órjúf-
andi tengt þvf að auðlindir
sjávar verði áfram sá verð-
mætabrunnur íslendingum
sem þær hafa verið til þessa.
Fiskifræðilegar niðurstöður
benda ótvírætt til þess, að nú
verði að bregða skjótt og skyn-
samlega við þeim vanda er við
blasir, og skapa fiskstofnum
skilyrði til að ná eðlilegri stofn-
stærð, svo þær geti á ný gefið
hámarksafrakstur í þjóðarbúið.
Það er tvimælalaust mesta
verkefni núlifandi kynslóðar i
landinu, að stemma stigu
við rányrkju auðlinda sjávar,
skapa nytjafiskum okkar skil-
yrði til að ná eðlilegri stofn-
stærð á ný og skila framtíðinni
óskemmdum þeim möguleik-
um, sem efnahagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar er undir
komið i bráð og lengd. Það
verður ekki gert með póli-
tískum refskáksleikum á borð
við það sem stjórnarandstaðan
leikur nú nær dag hvern á
Alþingi og kommúnistar í Þjóð-
viljanum, ekki með sundur-
lyndi og innbyrðis átökum
litillar þjóðar, heldur með sam-
stöðu, skynsamlegri íhugun og
ákvarðanatöku, sem tekur
aðeins mið af þeim fiskifræði-
legu markmiðum og framtíðar-
hagsmunum, sem hljóta að
verða leiðarljós okkar í þessu
mesta lífshagsmunamáli þjóð-
arinnar.
Jónas H. Haralz:
Friáls
Jónas H. Haralz bankastjóri á aðalfundi Verzlunarráðs lslands.
verzlun og þróun
efnahagsmála
Ágrip af erindi á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í fyrri viku
Blómaskeið
frjálsrar verzlunar
Undanfarinn aldarfjórðungur hefur
verið blómaskeið frjálsrar verzlunar.
Innflutningshöft hafa veríð felld niður
á meðal iðnaðarrikja heimsins og tollar
stórlega lækkaðir um heim allan.
Traust skipan gjaldeyrismála mestan
hluta þessa timabils hefur jafnframt
stuðlað að miklum og vaxandi alþjóða-
viðskiptum. Viðgangur frjálsrar verzl-
unar hefur haldizt í hendur við óvenju
örar og stöðugar efnahagslegar fram-
farir. Frjáls verzlun hefur verið ein
meginforsenda þessara framfara, en
jafnframt hefur hagstæð framþróun
efnahagsmála myndað grundvöll nýrra
áfanga á braut til enn frjálsari verzlun-
ar. Ef þessi árangur í efnahagsmálum
hefði ekki náðst, ef hagvöxtur hefði
ekki orðið jafn mikill og atvinnuleysi
jafn lítið og raun bar vitni,hefðu þjóðir
heims verið tregar til að ganga æ
lengra í átt til frjálsra viðskipta.
Á síðustu árum hafa orðið mikil um-
skipti í alþjóðlegri þróun efnahags-
mála. 1 þessu erindi mun fjallað um
eðli þessara umskipta og þau áhrif,
sem þau hafa haft og kunna að geta
haft á afstöðuna til frjálsrar verzlunar.
Jafnframt mun fjallað um hliðstæðar
breytingar hér á landi og væntanlegar
afleiðingar þeirra.
Ofþensla í
efnahagsmálum
Það skeið mikilla framfara, lítilla
hagsveiflna og sivaxandi alþjóðlegrar
verkaskiptingar, sem staðið hefur und-
anfarna áratugi virðist nú á enda. A
undanförnum tveimur árum hefur
fyrsta alvarlega efnahagskreppa ár-
anna eftir styrjöldina gengið yfir, og
þótt nú sjái fyrir lok þeirrar kreppu, er
mikil óvissa rikjandi um efnahagsþró-
un næstu ára. Eftir því sem framfarir
urðu meiri og velmegum fór vaxandi,
urðu kröfur til bættra lífskjara, til
hvers konar umbóta og til þess að
margvislegum réttlætismálum væri
sinnt, sifellt meiri. Af háifu stjórn-
málamanna og verkalýðsleiðtoga var í
vaxandi mæli reynt að sinna þessum
kröfum án tillits til heildargetu og án
raunverulegs vilja til þess að gera upp
á milli þeirra. Þetta leiddi til þess, að
tök á almennri stjórn efnahagsmála,
sem verið höfðu allgóð um langt skeið,
urðu æ veikari. Til viðbótar þessu komu
afleiðingar styrjaldarinnar í Viet Nam,
upplausn alþjóðlegrar skipunar gjald-
eyrismála og verðhækkun olíu. Afleið-
ingin varð vaxandi verðbólga, almenn
og mikil ofþensla i efnahagsmálum ár-
in 1972 og 1973, og siðan sú kreppa,
sem í kjölfarið fylgdi.
Verðbólga —
atvinnuleysi
Á árinu 1974 komst verðbólga i lönd-
um Efnahags- og framfarastofnunar-
innar (OECD) í 13.4% að meóaltali og i
sumum löndunum í 25%. Menn sann-
færðust fljótlega um, að áframhald
slíkrar verðbólgu myndi kippa stoðun-
um undan skynsamlegri stjórn efna-
hagsmála og efnahagslegum framför-
um. Hafi heimskreppan eftir 1930 fært
mönnum heim sanninn um, að vestræn
þjóðféiög stæðust ekki almennt at-
vinnuleysi, sannfærðust menn nú um,
að þau myndu ekki heWur standast
mikla og langvarandi verðbólgu. Þess
vegna var rösklega tekið í taumana og
lögð megin áherzla á að ráða niðurlög-
um verðbólgunnar. Afleiðingin varð sú
efnahagskreppa, sem staðið hefur árin
árin 1974 og 1975. Fyrra árið varð
enginn hagvöxtur í OECD ríkjunum í
heild og nokkur minnkun þjóðarfram-
leiðslu í Bandaríkjunum og Japan. Síð
ara árið, 1975 minnkaði þjóðarfram-
leiðsla um 2% í OECD ríkjunum, og nú
voru það ýmis Evrópulönd, sem
harðast urðu úti.
Meginskoðun í
stjórn
efnahagsmála:
Þess sjást nú merki, að hagsveiflan
hafi snúið á uppleið að nýju. Fram-
leiðsla hefur farið vaxandi í bæði
Bandaríkjunum og Japan frá því á
fyrri hluta s.l. árs, jafnframt því sem
verðbólga hefur dvínað víðast hvar,
Búizt er við, að á árinu 1976 nái hag-
vöxtur 4% að meðaltali í OECD rikjun-
um. Bandaríkin eru í fararbroddi með
allt að 6% vöxt, en gert er ráð fyrir
mun hægari vexti í Japan, Þýzkalandi
og Frakklandi og enn hægari í Italíu,
minni löndum Evrópu og i Bretlandi.
Verðbólgan lækkaði í um9% að meðal-
tali 1975 og búizt er við, að nokkuð
slaki á henni til viðbótar á þessu ári, en
þó tiltölulega lítið. Atvinnuleysi hefur
verió meira á árinu 1975 en nokkru
sinni síðan styrjöldinni lauk og lítils
bata er vænzt i þessu efni á árinu 1976,
nema þá helzt i Bandaríkjunum. Ekki
er samt gert ráð fyrír neinum sérstök-
um aðgerðum gegn atvinnuleysinu,
sem áhrifaríkar yrðu. Hér kemur til
greina sú skoðun, sem rutt hefur sér til
rúms, ekki aðeins meðal hagfræðinga,
heldur einnig meðal stjórnmálamanna,
verkalýðsleiðtoga og alls almennings,
að hversu mikið böl sem atvinnuleysi
sé, þá sé verðbólgan enn meiri ógn. Það
sé ekki lengur unnt að losa sig undan
svipu atvinnuleysisins með því að auka
við verðbólguna. Sé það reynt, muni
menn missa stjórn á verðbólgunni og
upp skera enn meira atvinnuleysi.
Þetta er sú meginskoðun, sem nú ræð-
ur stjóm efnahagsmála í öllum helztu
iðnaðarlöndum heimsins, hvort sem
miðflokkar eða jafnaðarmannaflokkar
fara þar með völd. Þetta er stefna
Helmut Schmidts i Þýzkalandi og Har-
old Wilsons í Bretlandi í jafnríkum
mæli eins og Gerald Fords í Bandaríkj-
unum.
Óvissa um framtíð
hagþróunar
Sé horft lengra fram í timann, er
rikjandi mikil óvissa um framtíð hag-
þróunar. Uppi eru meðal hagfræðinga
mjög skiptar skoðanir í þessu efni.
Algengasta skoðunin er sú, að hag-
sveiflan muni þróast með svipuðum
hætti og slíkar sveiflur hafa gert, en
verða þó hægari og ekki risa eins hátt
og venjulega. Hagvöxturinn muni
verða minni, atvinnuleysi meira og
verðbólga jafnframt tiltölulega meiri
heldur en áður. Þetta sé vottur þess, að
mönnum takist ekki lengur að sam-
ræma mismunandi markmið í efna-
hagsmálum eins vel og þeim tókst áður.
En það eru líka til hagfræðingar, sem
halda því fram, að horfurnar séu mun
verri en þetta. Þeir búast við þvi, að á
árinu 1977 fari hagþróunin úr skorðum
aftur. Vöxtur verði örari en menn hafi
búizt við og verðbólga miklu örari.
Gripið verði þá til nýrra og harkalegri
aðgerða til að ráða bót á þessu, og
önnur og enn alvarlegri kreppa muni
sigla í kjölfarið.
Hvernig hefur þá frjálsri verzlun
reitt af á þessum umbrotatímum? Hef-
ur hún orðið fórnardýr nýrrar kreppu,
eins og menn höfðu óttast? Svo hefur
ekki orðið enn og ekki eru heldur horf-
ur á að svoþurfi að verða. Eigi að síður
hefur frjáls verziun vissulega verið í
hættu á þessu tímabili og það má segja,
að framsóknin til aukins frelsis í við-
skiptamálum hafi stöðvazt, um sinn að
minnsta kosti. Tilraunir til þess að
halda fram tollalækkunum meó al-
þjóðasamningum hafa ekki gengið vel.
Hvergi hefur verið komið á almennum
innflutningshöftum, en sums staðar
hefur verið komið á verndun fyrir viss-
ar vörur eða iðngreinar, ekki sízt í
Bretlandi og Svíþjóð á síðasta ári. I
nokkrum löndum hefur verið komið á
timabundinni innborgunarskyldu í
sambandi við vöruinnflutning. Þá hafa
verið lögð á tímabundin innflutnings-
gjöld i nokkrum löndum. Allar þessar
ráðstafanir bera keim af þvi, að ríkis-
stjórnir hafi verið að reyna að taka viss
pólitisk tillit, og þá einkum verið að
friða viss sjónarmið innan sinna eigin
stuðningsflokka. Raunveruieg áhrif á
greiðslujöfnuð og hagþróun hafa verið
lítil. Sem betur fer hafa ríkin getað
forðast að taka slíkar ráðstafanir upp
hvert af öðru, og alþjóðleg samræming
í stjórn efnahagsmála hefur að nýju
farið vaxandi. Kemur þetta ekki sízt
fram í farsælli þróun gjaldeyris- og
gengis mála, þar sem fljótandi gengi
hefur verið tekið upp án þess að til
samkeppni um gengislækkanir hafi
komið.
Horfur og þróun
frjálsrar verzlunar
Enda þótt meginstoðir frjálsrar
verzlunar hafi staðizt og ekki hafi verið
gripió til beinna innflutningshafta eða
tollahækkana, hefurþó i vaxandi mæli
verið gripið til ýmissa ráðstafana af
opinberri hálfu, sem horfatil skerðing-
ar eðiilegra viðskipta. Má í því sam-
bandi nefna ýmis konar mismunun i
skattamálum, styrki við fyrir-
tæki og mismunun í lánamálum. Hef-
ur þetta ekki sízt átt sér stað i sam-
bandi við framkvæmd byggðastefnu.
Þess sjást þó nokkur merki, að um
endurskoðun sé að ræða i þessum mál-
um og meiri gagnrýni sé uppi á hvers
konar afskiptum rikisvaldsins í þessum
efnum, heldur en verið hefur um skeið.
Þeirrar gagnrýni virðist gæta i flestum
eðaöllum stjórnmálaflokkum.
Hverjar eru þá horfurnar um þróun
frjálsrar verzlunar í heiminum á næstu
árum? Þetta fer eftir því, hvort unnt
reynist að halda þeim tökum, sem þrátt
fyrir allt hafa náðst á stjórn efnahags-
rhála. Ef þetta tekst og ef búast má við
nokkrum hagvexti minnkandi atvinnu-
leysi og vaxandi alþjóðaviðskiptum,
þarf varla að óttast um afdrif frjálsrar
verzlunar. Fari hins vegar svo, að
stjórn efnahagsmála fari úr böndun-
um, að ný verðbólgualda rísi og ný
kreppa fylgi í kjölfar hennar, þá getur
allt annað orðið uppi á teningnum.
Stjórn
efnahagsmála
mótar framhaldið
Að loknu þessu stutta alþjóðlega yf-
irliti er rétt að vikja til ástands og
viðhorfa hér á landi. Við höfum i stór-
um dráttum fylgt þeirri alþjóðlegri
þróun, sem orðið hefur á undanförnum
áratugum. Við höfum lika lifað blóma-
skeið frjálsrar verzlunar síðastliðinn
hálfan annan áratug. Við fetuðum
þessa braut að vísu seinna en aðrir að
lokinni mikilli villu kreppu- og styrjald
arára, en við gerðum það samt. 1 kring-
um 1960 var frjáls verzlun að nýju sett
til öndvegis og framkvæmd i áföngum,
fyrst með afnámi innflutningshafta og
síðan með lækkun tolla, fyrst hægt og
siðan örar í sambandi við inngöngu
okkar í EFTA og samninga vió Efna-
hagsbandalagið. Þessi þróun hélt
áfram þrátt fyrir það, að stjórnarskipti
ársins 1971 leiddu til stefnubreytingar
í mörgum greinum. Það sem úrslitum
réði í þessu efni var það sama og í
öðrum löndum. í fyrsta lagi áttuðu
menn sig þrátt fyrir allt á samhenginu
milli hagvaxtar og velmegunar annars
vegar og frjálsrar verzlunar hins vegar,
og á þvi, að islendingar gátu ekki vikið
af braut frjálsrar verzlunar heima fyr-
ir og um leið ætlast tii þess að njóta
góðs af frjálsri verzlun i öðrum lönd-
um. 1 öðru lagi ráku menn sig á það
þegar til átti að taka, að innflutnings-
höft, eins og þau tíðkuðust áður fyrr,
eru óframkvæmanleg við nútíma að-
stæður. Það má þvi segja, að frjáls
verzlun hafi fram að þessu einnig hér á
landi staðizt þá raun, sem erfiðar efna-
hagsaðstæður og pólitiskar umbreyt-
ingar hafi haft i för með sér. Þetta ætti
að vera grundvöllur til nokkurrar
bjartsýni. En eins og erlendis mun
framhaldið hér á landi fyrst og fremst
ráðast af því, hvernig til tekst um
stjórn efnahagsmála.
Þjóðarframleiðsla
og viðskiptakjör
Hvert er þá ástandið í efnahagsmál-
um hér á landi og hverjar eru horfurn-
ar um framvindu þeirra? I stórum
dráttum hafa Islendingar fylgt alþjóð-
legum ferli i efnahagsmálum fram að
þessu. Hér var enn nokkur hagvöxtur á
árinu 1974, er þjóðarframleiðsla jókst
um 3%. Þá versnuðu viðskiptakjör
hins vegar mikið, verðlag á innflutn-
ingi hækkaði, ekki sízt á oliu, og verð á
útflutningsvörum lækkaði. Versnandi
viðskiptakjör þurrkuðu þvi út ávinning
aukinnar þjóðarframleiðslu og þjóðar-
tekjur stóðu i stað. Arið 1975 versnaði
þetta enn. Talið er, að þjóðarfram-
leiðslan hafi þá minnkað um 3.5% en
viðskiptakjör versnað um 12% með
þeim afleiðingum, að þjóðartekjur
lækkuðu um 8% Þess sjást nú merki
hér eins og annars staðar, að hagsveifl-
an sé að byrja að snúast við. Verólag á
útflutningsvörum okkar tók á hækka
siðari hluta árs 1975 og er ekki ósenni-
legt, að sú þróun haldi áfram, þótt
varasamt sé að vonast til of mikils í því
efni. Jafnframt þessu dró talsvert úr
hraða verðbólgunnar eftir því sem leið
á árið 1975. Á hinn bóginn reyndist
halli á greiðslujöfnuði svipaður og áð-
ur, eða 12% af þjóðarframleiðslu bæði
árin 1974 og 1975.
I þeirri þjóðhagsspá, sem lögð var
fram i nóvembermánuði s.l„ var gert
ráð fyrir, að á árinu 1976 myndi þjóðar-
framleiðsla standa í stað og litil sem
engin aukning verða á þjóðartekjum.
Gert var ráð fyrir að bæði einkaneyzla
og samneyzla myndu standa í stað en
fjármunamyndun minnka Þótt nokkuð
slakaði á eftirspurn eftir vinnuafli,
myndi atvinna haldast næg. Verðbólga
myndi réna nokkuð og verulega draga
úr hinum mikla halla viðskiptajafnað-
ar.
Hugmyndir,
sem þarfnast
endurskoöunar
Þessar hugmyndir þarfnast nú veru-
legrar endurskoðunar. Að vísu er ekki
ástæða til meiri svartsýni varðandi
verðlag útflutnings en áður, nema sið-
ur væri. Á hinn bóginn verður að gera
ráð fyrir samdrætti þjóðarframleióslu
bæði vegna áhrifa verkfallsins og fyrir-
hugaðra ráðstafana gegn ofveiði. Verð-
bólga mun fara vaxandi frá því, sem
var siðustu mánuði ársins 1975, og
væntanlega verða 25—30% á árinu
sem heild. Getur það haft alvarleg
áhrif á sparnað og greiðslujöfnuð, að
menn sjái fyrir áframhald jafnmikillar
verðbólgu í stað þess að búast við rén-
un hennar. I stuttu máli er ljóst, að
þörf er nýrrar og samræmdrar stefnu í
efnahagsmálum, er tekur fullt tillit til
áhrifa lækkandi framleiðslu og mikill-
ar verðbólgu og beinist umfram allt að
því að draga verulega úr hinum mikla
halla á viðskiptajöfnuði. Áframhald-
andi lánstraust landsins erlendis, sem
við þurfum nú meira á að halda en
nokkru sinni fyrr, byggist á því, að
verulegur árangur náist í þessu efni,
og það sem allra fyrst.
Forsendur hag-
vaxtar, velmegunar,
heilbrigðrar
verðmyndunar
og frjáls neyzluvals
Hverjar eru horfurnar um frjálsa
verzlun við þessar aðstæður? Þar ræður
mestu, hvernig til tekst í stjórn efna-
hagsmála á næstunni. Reynist unnt á
grundvelli einbeittrar og samræmdrar
stefnu í peningamálum og fjármálum
og með áhrifum á þróun launamála,
að þvi leyti sem unnt er að hafa slík
áhrif, að draga verulega úr hallanum
á viðskiptajöfnuði, eru ekki rök til að
draga úr þvi viðskiptafrelsi, sem ríkj-
andi hefur verið undanfarin ár. Þvert á
móti mun áframhald þess frelsis þá
stuðla að viðgangi framleiðslu og út-
flutnings. Takist hins vegar með þess-
um hætti að draga fljótlega úr hallan-
um, mun þeirra sjónarmiða gæta i vax-
andi mæli, bæði meðal stjórnmála-
manna og alls almennings, að óhjá-
kvæmilegt sé að minnka gjaldeyris-
notkun með beinum aðgerðum sem
tollahækkunum, innflutningsgjöldum
eða innborgunarskyldu. Margendur-
tekin reynsla, jafnt hér á landi sem
annars staðar, fyrir haldleysi slíkra að-
gerða, nema þá um skamma hrið, og
margvislegt tjón, er af þeim hlýzt, til
lengdar, mun ekki koma í veg fyrir að
til þeirra verði gripið við slíkar aðstæó-
ur.
Reynsla undanfarinna áratuga hefur
enn á ný fært okkur Islendingum jafnt
sem öðrum þjóðum heim sanninn um
gildi frjálsrar verzlunar. Hún er ein af
meginforsendum hagvaxtar, aukinnar
velmegunar, heilbrigðrar verðmyndun-
ar og frjáls neyzluvals. Hún er eina
skipan viðskiptamála, sem er í sam-
ræmi við hagsmuni allra þjóðarinnar,
launþega jafnt sem vinnuveitenda,
neytenda jafnt sem kaupsýslumanna.
Eigi sá miklu ávinningur að haldast,
sem frjáls verzlun felur i sér, er nú
umfram allt nauðsynlegt að tökum sé
náð á almennri stjórn efnahagsmála og
unnt reynist áð draga úr hallanum á
viðskiptajöfnuði sem allra fyrst.