Morgunblaðið - 17.03.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 17.03.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1976 23 Minning: Séra Kristinn Stefánsson áfengisvarnaráðunautur Hinn 9. marz sl. var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför síra Kristins Stefánssonar, fyrr- verandi skólastjóra og áfengis- varnaráðunautar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Með honum er fallinn frá einn mikilhæfasti forystumaður vor Islendinga á sviði menningarmála og félags- starfs, maður, sem auðnaðist að verða leiðtogi mikils fjölda manna sem skólastjóri, prestur og foringi bindindissamtaka um ára- tugi. Sá, er þetta ritar, átti þess kost að verða náinn kunningi síra Kristins og fylgjast með störfum hans á ýmsum sviðum. Verða því þær minningar, sem hér eru birt- ar, tengdar kynnum okkar fyrst og fremst, og eru lesendur beðnir að virða það til betri vegar. Leiðir okkar síra Kristins lágu fyrst saman í fjórða bekk Mennta- skólans í Reykjavik, sem þá var eini menntaskóli landsins. Krist- inn hafði þá lokið gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar, undir handleiðslu hins mikilhæfa skólameistara Stefáns Stefáns- sonar, en Brynleifur Tobiasson var kennari hans í íslenzku og sögu, og lagði undirstöðu, sem Kristinn byggði traustlega ofan á, enda munu þessar greinar hafa verið kjörgreinar hans flestum öðrum fremur. Lagði hann snemma stund á að vanda málfar sitt í ræðu og riti, jafnframt því sem hann gerðist brátt einn rök- fastasti ogsnjallasti ræðumaður í hópi skólafélaga sinna, og þótt lengra væri leitað, og þroskaði hann þessa hæfileika sina með aldri og reynslu, svo að mörgum hefur orðið minnisstætt. Svo skipaðist, að ég kynntist brátt Kristni Stefánssyni betur en flestum öðrum bekkjafélaga minna. A menntaskóla- og háskólaárum voru þeir tveir her- bergisfélagar Akureyringarnir Friðrik Magnússon og Kristinn, i skjóli föður Friðriks, Magnúsar Kristjánssonar, sem um þær mundir gegndi embætti fjármála- ráðherra. Ekki voru húsakynnin stór, en þarna urðu tíðir vina- fundir, og færri munu þau hafa verið kvöldin, sem þar var enginn gestkomandi, og undirritaður að heita mátti daglegur gestur. Margt var þar gert sér til ánægju að ungra manna hætti, en allt af mikilli stillingu og kurteisi, og engum datt í hug að trufla lestur heimamanna, ef einhverju var ólokið fyrir næsta dag. En gáfur þeirra og minni gerðu þeim fært að sinna gestum sínum án þess að námsárangur þeirra biði hnekki, og sástþað glöggt áþví, að Friðrik hlaut hæstu einkunn bekkjarsyst- kina sinna á stúdentsprófi, en Kristinn varð hæstur 17 bekkjar- bræðra okkar á guðfræðiprófi. Að loknu guðfræðiprófi stundaði Kristinn framhaldsnám í guðfræði í Marburg einn vetur, og lagði einkum stund á félagssið- fræði, undir handarjaðri próf. Georgs Wúnschs, sem með bók sinni, Evangelische Wirtschaftsethik, hafði rutt þeirri grein braut meðal guð- fræðinga, en Kristinn mun verið hafa fyrsti Islendingurinn, sem lagði stund á þau fræði, sem nú reynist æ brýnni þörf fyrir. Mun það nám hans hafa orðið honum góð stoð í þeim störfum, sem biðu hans, bæði á sviði skólamála og félagsmála. Næsta vetur gerðist Kristinn kennari við héraðsskólann á Laugarvatni, sem þá var nýlega stofnaður, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar. Mat hann jafnan mikils kynni sfn af þeim ágæta skólamanni, og varð þessi starfs- reynsla honum mikils virði. Hann fann, að á þessu sviði gat hin guðfræðilega menntun hans kom- ið honum að góðu liði, og réðst hann til skólastjórnar við héraðs- skóiann í Reykholti, sem hóf göngu sína haustið 1931. Kom það í hlut síra Kristins að móta starf skólans í upphafi, og er það sam- kvæði allra þeirra, sem til þekkja, að það hafi honum tekizt svo sem bezt varð á kosið. Enn áttu leiðir minar og Kristins Stefánssonar eftir að liggja saman, því að svo fór, að ég var prófdómari við skóla hans öll þau ár, sem hann starfaði þar, að einu undan skildu, er ég var fjar- verandi. Kynntist ég þannig vel skólastarfi hans og skólastjórn, og hygg ég ekki ofmælt, að hvort tveggja hafi verið með ágætum. Sérstaklega er mér minnisstætt, hve nemendur hans náðu góðum árangri í íslenzkunámi sínu, og væru færri bögumælin í ræðu og riti, ef allir hefðu notið leiðsagnar hans i þeirri grein. öll áhrif hans á nemendur skólans og afskipti af þeim voru með þeim hætti, að þeir minnast hans með virðingu og þakklæti sem ógleymanlegs leiðtogaog vinar. Kristinn hvarf frá skólanum fyrr en æskilegt hefði verið, og olli þvi að mestu heilsuveila, sem hann sigraðist þó að mestu á, en átti þó eftir að verða honum þung í skauti á efstu árum hans. Fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist fulltrúi i stjórnarráðinu, unz hann tók við starfi áfengis- varnaráðunautar eftir fráfall Brynleifs Tobiassonar. Einnig i því starfi reyndist sira Kristinn hinn færasti og vann hann óhemju mikið starf við að halda uppi starfi áfengisvarnanefnda um allt land, og naut hann til þess ágætra aðstoðar erindreka sinna, sem þráfalt voru á ferðum um landið í þeim erindum. — Lífeyrir Framhald af bls. 12 2% af dagvinnutekjum. Laun- þegar greiða yfirleitt um 4% af dagvinnutekjum. Ef gert er ráð fyrir, að yfirvinnutekjur séu 30% af dagvinnutekjum, eru þessi iðgjöld um 9% af öllum launatekjum. Fram hefur kom- ið hér að framan, að iðgjald til lífeyristrygginga skv. frum- varpinu verði ekki hærra en 11,7% af öllum launatekjum. A mðti þessu kemur, að útgjöld ríkisins til lífeyristrygginga Tryggingastofnunar rikisins falla að mestu leyti niður og sparast þar upphæð, sem er stór hluti beinna skatta. Hluta þessa sparnaðar mætti nota til skattalækkunar, þannig að þessari aukabyrði launþega yrði létt af þeim. Þá komum við að áhrifum þessa frumvarps á lánamöguleika núverandi líf- eyrissjóða Þeir munu skerðast töluvert, eða sem svarar mis- muninum á heildariðgjöldum sjóðanna og heildarlífeyris- greiðslum þeirra Þessari skerðingu á lánagetu lífeyris- sjóðanna má mæta með auknu framlagi ríkissjóðs til bygg- ingasjóðs. Þetta framlag ríkis- sjóðs gæti numið afganginum af ofangreindum sparnaði hans á útgjöldum til lífeyristrygg- inga Tryggingastofnunarinnar. Þannig væri einnig tryggt að lánsféð rynni til íbúðabygg- inga. En inn í þetta dæmi fléttast svo margar óþekktar stærðir, svo sem framlag rikissjóðs til lífeyrissjóðs opinbena starfs- manna vegna verðtryggingar- ákvæða þess sjóðs og margt fleira. Til þess að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig núver- andi kerfi er I reynd og hvaða áhrif frumvarpið hefur á efna- hagskerfið, þarf að kannaþessa þætti itarlega. En hvernig svo sem áhrifum þessa frumvarps á efnahagskerfið er háttað, hlýt- ur tilgangur þess fyrst og fremst að vera sá að bæta úr því óréttlæti, sem núverandi kerfi lífeyristrygginga býður upp á. hugulasti, kynnti sér málefni af kostgæfni og var fastur á sínum skoðunum, þegar ni,ðurstaða var fengin, en jafnframt hinn sam- vinnuþýðasti og lét aldrei þröng sjónarmið ráða gerðum sínum. Kristinn Stefánsson var bæði sem stórtemplar og sem áfengis- varnaráðunautur og formaður áfengisvarnaráðs fulltrúi lands- ins út á við í samtökum bindindis- manna og hefur tekið þátt í fjöl- mörgum þingum og ráðstefnum um þau mál bæði utan lands og innan, og jafnan hafa tillögur hans og úrlausnir mála verið mikils metnar. Sfra Kristinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sina, Sigriði Pálsdótt- ur, missti hann eftir 10 ára sam- búð, glæsilega konu og góða hús- móður. Síðari kona hans er og hin ágætasta kona, Ðagbjört Jónsdótt- ir húsmæðrakennari. Hefur hún veitt honum hina beztu umönnun i sjúkdómi hans síðustu misserin, og verið honum í öllu hinn ljúfasti lífsförunautur. Öll eru börn síra Kristins úrvals mann- dómsfólk, og hefur þeirra verið áður getið i minningargreinum. Að lokum flyt ég fram alúðar- þakkir mínar og konu minnar fyrir ævilanga vináttu og tryggð, og votta fjölskyldu síra Kristins innilega samúð okkar. Björn Magnússon Nokkru eftir komu sína til Reykjavikur tókst Kristinn Stefánsson á hendur prests- þjónustu við fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði, og tók prestsvígslu til þess starfa. I því starfi naut hann óskiptrar virðingar og hylli sóknarmanna sinna, og þar nutu hans ágætu hæfileikar sem ræðu- snillings og leiðtoga sin í rikum mæli. Hans mun lengi minnzt meðal Hafnfirðinga sem eins hins snjailasta kennimanns, sem þar hefur starfað. Þegar síra Kristinn tókst á hendur embætti áfengisvarna- ráðunautar, var fjarri því, að hann kæmi að því starfssviði sem nokkur nýliði. Hann hafði verið í áfengisvarnaráði frá stofnun þess 1954, og þannig fylgzt með störf- um þess frá upphafi. En kynni hans af bindindismálunum áttu sér miklu dýpri rætur. Þegar á fyrstu ári sínu í guðfræðideild gerðist hann félagi í góðtemplara- stúkunni Mínervu, sem hans gamli kennari Brynleifur hafði gengizt fyrir að stofnuð yrði sjö árum fyrr af menntaskólapiltum. Var jafnan á þessum árum margt menntamanna í þeirri stúku og mikið mannval, þótt engir aðrir verði hér nefndir. En Kristinn gerðist brátt einn af styrkustu og áhrifamestu félögum stúkunnar, og starfaði einnig út á við að boðun bindindis og meðal templara á víðara starfsvettvangi. Þar kom, að honum var falin forusta reglu góðtemplara, sem stórtemplar hennar, og gegndi hann þvi embætti i 11 ár, lengur en flestir aðrir, og sæti átti hann í framkvæmdanefnd stórstúk- unnar til æviloka, eða í 33 ár samfleytt. I öllum ráðum reyndist hann hinn traustasti og at- Glæsilegt úrval af 4 vor- og sumarfatnaði Tweed — r SE- KAPUR Chintz — Jakkar margar gerðir þernhard laK<|al KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.