Morgunblaðið - 17.03.1976, Síða 31

Morgunblaðið - 17.03.1976, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKIJDAGUR 17. MARZ 1976 31 FráAfríku til Akureyrar Allt bendir til þess, að þjálfari knattspyrnumanna Þðrs á Akureyri næsta sumar verði Bretinn Douglas Reynolds. Dvaldi hann hér á landi um slðustu helgi og mun gefa endanlegt svar um hvort hann verður á Akureyri I sumar seinni part vikunnar. Douglas Reynolds hefur bæði reynslu sem leikmaður og þjálfari í knattspyrnu. 1 eina tfð lék hann með Manchester United og svo með nokkrum lítt þekktum félögum. Sem þjálfari hefur hann mikið dvalið I Afrlku — var m.a. landsliðsþjálfari I Líberfu fyrir þremur árum. I fyrrasumar þjálfaði hann I Noregi. Reynolds er 34 ára gamall og ef af komu hans í sumar verður yrði hann níundi brezki þjálfarinn sem þjálfar hér á landi næsta sitmar. Þrír stórleikir í bikarkeppninni ÞRIÐJA umferð bikarkeppni Hand- knattleikssambandsins býður upp á þrjð stórleiki a8 minnsta kosti. Hauk- ar ur Hafnarfirði fá Val I heimsókn, Vlkingar mæta Ármenningum og loks fá Akureyringar góða gesti er Framarar koma norður og leika vi8 KA. DregiS var um það I fyrrakvöld hvaða lið leika saman og aðrir leikir þriðju umferðar verða eftirtaldir. Grótta — Viðir úr Garði KR — Breiðablik Fylkir — Týr, Vestmannaeyjum FH — ÍBK ÍR — Sfjarnan Leikjum þessara umferðar á að vera lokið fyrir 24 marz I kvennakeppninni var einnig dregið I fyrrakvöld og leika m a. saman I næstu umferð hjá stúlkunum tvö af sterkustu liðunum I 1. deild, Valur og FH Aðrir leikir verða þessir: Vikingur — Breiðablik Ármann — Haukar Valur — FH Fram — UMFN í 2. flokki karla drógust þessí lið saman: Fram — KR FH — Ármann Stjarnan — Breiðablik Fylkir — Haukar KR vann F)lki 19:16 o« staða írbæiarliðsins er slæm KR sigraði botnliðið í 2 deild 19:16 í fyrrakvöld, í leikhléi var KR yfir 7:6. „Gömlu” mennirnir vorn drjúgir í leik HK og ÍR HK og ÍR léku siðasta leikinn I fyrstu umferð bikarkeppni HS( I fyrakvöld og fóru (R-ingar með sigur af hólmi 24:19. í þessum leik mættust tveir kunnir handknattleikskappar sem gerðu garðinn frægan hér I eina tið, þeir Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR, og Karl Jóhannsson, KR-ingurinn I HK- liðinu. Báðir stóðu þeir sig vel kapparnir I þessum leik, Karl gerði flest mörk HK-liðsins, eða 5 talsins Gunnlaugur gerði 3 mörk I leiknum, sömuleiðis Hörður Hákonarson. KR-ingarnir voru betri I þessum leik og verðskulduðu sigurinn, sem þó var mun minni en búast hefði mátt við. Fylkir verður að vinna að minnsta kosti einn leik af þeim þremur sem liðið á eftir til að hanga uppi. Fylkismenn hafa nú hlotið 3stig,en Breiðablik er með 4 stig. Hilmar Björnsson var eins og oftast áður i vetur markhæstur I liði KR og skoraði 5 mörk að þessu sinni Þor- varður og Haukur Ottesen voru einnig drjúgir, Þorvarður með 4 mörk, Hauk- ur 3, Ingi Steinn, Ævar og Símon skoruðu tvlvegis, og Friðrik 1 mark Markvörður Fylkismanna, Ragnar Árnason var drýgstur i liði Fylkis, en Einar Ágústsson átti einnig góðan leik, skoraði 5 mörk. Steinar gerði 4, Stefán 3, Örn 2, Einar E. og Halldór 1 hvor. var KR ráða, en allir beztu leikmenn liðanna voru þá komnir útaf með 5 villur Bjarni Gunnar var stighæstur hjá ÍS með 31 stig og átti mjög góðan leik. Jón Héðinsson og Guðni voru með 1 8 stig, Ingi Stefánsson 1 6, og allir áttu þeir mjög góðan leik Þetta var bezti leikur (S á keppnistimabil- inu. — Kolbeinn Pálsson og „Trukk- ur" voru beztu menn KR ásamt Bjarna Jóhannessyni, en þeir fyrr- nefndu fengu báðir 5 villur i siðari hálfleik. „Trukkur" var stighæstur með 29 stig Og þá er ógetið þáttar dómar- anna t þessum leik, Sigurðar Helgasonar og Sigurðar Halldórs- sonar. Fjölmargir dómar þeirra voru algjör vitleysa án þess þó að það bitnaði yfir höfuð meira á öðru liðinu en hinu. Þó var 5. villan sem dæmd var á „Trukk- inn" ■ svo mikil vitleysa að fS- menn hlógu bara þegar dæmt var, og kann þessi dómur að hafa ráðið útslitum leiksins. Oft hefur verið rætt um lélega dómara I körfu- boltanum, en nú tók út yfir allt sem maður hefur áður séð. Armann á mikla möguleika Ármenningar stefna nú að sigri I Bikarkeppninni, og eftir að bæði lið KR og ÍR hafa verið slegin þar út verður að telja þá mjög sigur- stranglega. Ármann sigraði Val með 112 stigum gegn 102 I fyrra- kvöld og er þar með komið f 4ra liða úrslit ásamt Fram, ÍS og UMFN eða Snæfelli sem eiga eftir að leika Heldur var leikur Ármanns og Vals léleg skemmtun, því eftir að Ármenningar höfðu náð að komast i 55:44 í fyrri hálfleik var raunar aldrei spurning um hvernig myndi fara Bæði Þórir og Torfi voru komn- ir með 4 villur, og Torfi fékk sina 5. um miðjan siðari hálfleik. Ármann náði mest 1 8 stiga forustu i leiknum og sigurinn var ávallt nær öruggur Og eins og fyrri daginn bar mest á þeim Jóni Sig og Jimmy i liði Ármanns, og voru þeir drýgstir við stigaskorun að vanda Jón var með 37 stig, Jimmy 30. Næstir komu þeir Guðsteinn Ingimarsson og Björn Christenssen með 10 stig hvor. Sveinn bróðir hans lék ekki með, og var leitt að sjá hann ekki Þórir Magnússon átti góðan leik hjá Val og skoraði 36 stig, Torfi Magnússon 24, Þröstur Guðmunds- son 1 3. Framhald á bls. 18 Samsæri gegn Ford og Reagan upplýstist í tæka tíð San Francisco — 15. marz — Reuter Alríkislögleglu Bandarikjanna hefur borizt vitneskja um sam- særi óaldarfiokks um að ráða Ford forseta og keppinaut hans um útnefningu í forsetakosning- unum Ronald Reagan, af dögum. Starfsmenn Alrikislögregl- unnar hafa hvorki viljað segja hvaðan upplýsingar um samsærið eru komnar, né hversu alvarlegs eðlis málið er, en The Chicago Tribune greinir frá því, að lög- reglan hafi komizt á sporið þegar húsrannsókn var gerð hjá óaldar- flokki f grennd við San Francisco i febrúar. Verkfall á ansjósuflota Perúmanna Lima — 15. marz — Reuter Verkfall um 10 þúsund sjó- manna kom i veg fyrir, að ansjósuveiðar Perúmanna hæfust í gær eftir tíu mánaða hlé, sem gert var á veiðunum vegna of- veiði. Ástæðan fyrir þessu verkfalli er sú, að ríkisstjórnin leyfði ein- ungis veiðar 400 báta af 600, þannig að aðeins hluti sjómanna gat snúið sér að starfi sínu á ný. Byltingartil- raun í Níger Niamey, 15. marz — Reuter. Hópur hermanna reyndi í dag að steypa ríkisstjórn Vestur- Afrikulýðveldisins Niger, en ríkisleiðtoginn, Seyni Kountche ofursti sagði síðar i útvarpsávarpi að valdaránið hefði verið brotið á bak aftur. Að sögn stjórnvalda tókst hermönnunum, sem voru undir forystu majórs og fyrrum ráðherra að taka útvarpsstöð landsins og halda henni um tima en þeir voru handteknir skömmu siðar. — Yfirlýsing Wilsons Framhald af bls. 1 EBE-ríkja. Pundið féll víðast hvar i verði t.d. í London niður í 1.9130 dollara eða um eitt sent á einúm degi, í París, Brússel, Frankfurt og Kaupmannahöfn auk New York. Vestur-þýzka markið styrktist enn á kostnað annarra gjaldmiðla, en meðal annarra gjaldmiðla í sameign- lega EBE-flotinu fóru belgíski frankinn og danska krónan mjög halloka og þurftu þá að- stoð seðlabanka að halda. Þá tók einnig að halla undan fæti fyrir norsku krónunni. — Loðna fryst Framhald af bls. 3 inn á víkur og flóa á Norðurlandi, en ekki er talið að um mikla loðnu sé að ræða og raunar mis- mikla frá ári til árs. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Tryggva Finns- syni á Húsavík er þetta góð loðna til frystingar og svipuð þeirri sem fryst hefur stundum verið á Húsa- vík á undanförnum árum. Færa- bátar hafa síðan notað loðnuna til beitu yfir sumartimann, en í fyrra gekk engin loðna inn á Skjálf- anda og því var ekkert fryst. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur sagði í gærkvöldi, að sér væri ekki kunnugt um bessa loðnu, en oft hefði loðna gengið inn á Skjálfanda á þessum árs- tíma. Venjulega hefði magnið verið lítið, svona rétt mátulegt handa smábátunum á Húsavík. — Skóla lokað Framhald af bls. 32 að koma í veg fyrir frekari sýkingu. Kvað hann ennfrem- ur verið að rannsaka með hvaða hætti þessi veiki hefði komið upp. Skúli kvað þennan sjúkdóm ekki mjög smitandi og taldi hann fremur ólíklegt að um matarsmit væri að ræða, þvi að þáð gæti allt eins hafa borizt milli barnanna með öðrum hætti. — Kjarnorku- vopn Framhald af bls. 1 að samningu hennar, og túlkaði hún skoðanir hans, en ekki bandalagsins í heild. Talsmaðurinn sagði þá, að á æðstu stöðum, bæói í aðalstöðvum NATO og i höfuðborgum aðildar- rikjanna, væri hernaðarskipulag bandalagsins í stöðugri endur- skoðun og þess væri vandlega gætt, að unnt væri að beita kjarn- orkuvopnum í tæka tið, reyndist slík ráðstöfun nauðsynleg. Hér höfðar talsmaðurinn án efa til Bandaríkjaforseta m.a, en for- setinn er sá eini sem vald hefur til að fyrirskipa notkun kjarn- orkuvopna í hugsanlegri styrjöld, en auk Bandaríkjaforseta hefur forsætisráðherra Bretlands um- ráð yfir kjarnorkuvopnum, þótt i litlum mæli sé, og sama er að segja um forseta Frakklands. Frakkland tekur ekki þátt i hern- aðarsamstarfi NATO, enda þótt það eigi aðild að bandalaginu. I gær fullyrti einn af hershöfð- ingjum Bandarikjanna, George Brown, i ræðu i Florida, að banda- lagið væri þess umkomið að verjast árás Varsjárbandalagsins, án þess að treysta þyrfti á notkun kjarnorkuvopna í upphafi hugs- anlegra átaka. Hann bætti því við, að NATO hefði styrkt þær varnir sínar, sem ekki væru miðaðar við notkun kjarnorkuvopna, og frum- varp um aukin fjárframlög til varnarmála, sem nú lægi fyrir Bandaríkjaþingi, yrði til þess að styrkja stöðuna á þessu sviði. Hershöfðinginn vióurkenndi samt sem áður, að endurbætur á varnarkerfi NATO væru aðkall- andi, þar sem austantjaldsríkin hefðu nú yfir að ráða mun meiri mannafla og vopnabúnaði (flug- vélum, skotvopnum og flugvél- um) en þjóðirnar í vestri. — Afsögn Wilsons Framhald af bls. 1 þingflokkur Verkamannaflokks- ins hefði valið nýjan leiðtoga sem einnig verður forsætisráðherra. 0 Verkamannaflokkurinn kom saman i kvöld til skvndifundar til að ræða um málið og var ákveðið að halda atkvæðagreiðslu um leiðtogaembættið frá næsta mánudegi til fimmtudags, en úr- slit hennar verði svo tilkynnt á fimmtudagskvöld. Ef enginn fær meir en 50% atkvæða verður efnt til nýrrar atkvæðagreiðslu. A veð- málastofum Lundúna var James Callaghan, utanríkisráðherra sem er 64 ára vinsælastur sem eftir- maður og jafnframt telja stjórn- málafréttaritarar hann lík- legastan. Denis Healey fjármála- ráðherra, 58 ára, kemur einnig til greina en hann á í vök að verjast gagnvart vinstra armi flokksins vegna harðra efnahagsráðstafana hans. Uppáhald vinstri manna er Tonv Benn, hinn umdeildi orku- málaráðherra, 50 ára, sem er mikill áhugamaður um þjóðnvt- ingu, en hann nýtur ekki al- menns fylgis. Roy Jenkins innan- rlkisráðherra, 55 ára, og Shirlcy Williams nevtendamálaráðherra, 45 ára, koma einnig til álita, en Wilson gætti þess á blaðamanna- fundinum að tala ætið um eftir- mann sinn sem „hver sem hann eða hún nú verður“. Yfirlýsing Wilsons kom eins og þruma úr heiðskiru lofti yfir brezka þingmenn og varð mikill usli i þingsölum og ringlureið og vildu sumir ekki trúa og létu segja sér þrisvar. Margaret Thatcher, leiðtogi Ihaldsflokks- ins, krafðist þess þegar í stað að boðað yrði til þingkosninga til að „eyða óvissunni“, en Wilson vísaði þvi á bug og kvað ljóst að Verkamannaflokkurinn yrði áfram við völd. Sjálfur hefði hann áhuga á að vera áfram á þingi „svo lengi sem kjördæmi mitt heldur mig út“. Wilson sagði i yfirlýsingu sinni að hann hefði lengi haft í hyggju að segja af sér og í desember s.l. sagði hann drottningu að hann ætlaði að láta af embætti i marz- mánuði. Talið er að upphaflega hafi Wiison ætlað að segja af sér á afmælisdeginum i síðustu viku, en það gat hann ekki því þann dag varð hann að óska eftir traustsyfirlýsingu við stjórn sína á þinginu vegna þess að vinstri sinnaðir Verkamannaflokksþing- menn höfðu setið hjávið atkvæða- greiðslu um sparnaðarráðstafanir og þar með fellt frumvarpið. Wil- son neitaði því á blaðamanna- fundinum að þessi „uppreisn" vinstri manna hefði átt þátt í ákvörðun hans um að segja af sér. ÖBREYTT STJÓRNARSTEFNA Wilson sagði að hann hefði nú verið flokksleiðtogi í 13 „spenn- andi og stormasöm'* ár, verið á þingi í 31 ár og 11 ár í ríkisstjórn. „Enginn ætti að biðja um rneir." ,,Eg hef augljósa skyldu gagnvart þjóðinni og þinginu að vera ekki í þessu embætti svo lengi að öðrum sé meinað tækifæri til að reyna að ná kosningu til þess." Hann kvaðst viss um að hin nýja ríkis- stjórn yrði jafnákveðin í baráttu sinni við verðbólguna og að standa við skuldbindingar Breta gagnvart bandamönnum þeirra og Efnahagsbandalaginu. Hann hefði valið gott augnablik til að segja af sér vegna þess aó stjórnin væri nú að nálgast úrslitastig í mótun næsta áfangá í baráttunni gegn verðbólgunni. Þjóðin hefði samþykkt stefnu hans um að halda launahækkunum innan við 10% og nú væri nýtt samkomulag í þessu efni fyrir dyrum. Talið er liklegt að erfitt starf biði eftirmanns Wilsons við að halda saman hinum sundurleita flokki, ekki sizt með tilliti til hins herskáa vinstri arms, en Wilson var meistari i að sigla milli skers og báru og miðla málum. Fáir virðast útvaldir til þess starfs, og Joe Gormley, leiðtogi kolanáma- mannasambandsins, kvaðst engan vita um sem fær væri til þessa. Ihaldsmenn sögðu hins vegar i dag að Wilson hefði sagt af sér vegna þess að hann gæti ekki haldið aftur af marxistunum inn- an flokksins. Wilson sjálfur var þó bjartsýnn á blaðamannafundinum, brosandi og kveikti í sífellu í pípunni sinni, — vörumerki sínu. Verka- mannaflokkurinn hefði gott mannval og það væri „lýðræðinu skaðlegt" að halda fram að einn maður væri ómissandi. Hann sagði að heilsa sín væri góð, og það staðfesti læknir hans. Hann bað blaðamenn afsökunar áþvi að fréttir um yfirvofandi afsögn hefði ekki lekið út og því komið svo á óvart. Talið er að nýr flokksleiðtogi og forsætisráðhprra verði valinn inn- an hálfs mánaðar, en hugsanlegt er einnig að hinn nýi leiðtogi muni óska eftir kosningum til að styrkja aðstöðu sina. Kosningar eiga að öðrum kosti ekki að vera fyrr en árið 1979 VIÐBRÖGÐ ERLENDIS Fréttin um afsögn W’ilsons vakti mikla athygli um allan heim, en almennt var ekki talið að hún myndi hafa afgerandi áhrif á stefnu Bretlands gagnvart urn- heiminum. I aðalstöðvum EBE i Brussel lofuðu menn hæfileika Wilsons, en þó var söknuðúr þar almennt ekki djúpur. Tassfrétta- stofan sagói frá fréttinni á stutt- aralegan hátt að venju. Meðal þeirra rikisleiðtoga sem hældu Wilson var Joop den Uyl, forsæt- isráðherra Hollands, sem er sósialisti, en hann sagði aó Verka- mannaflokkurinn missti „aðdáan- legan foringja".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.