Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 63. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kosningar í Kambódíu Bangkok 20. marz Reuter. KAMBODtUMENN gengu til kosninga í dag og eru það hinar fyrstu í landinu sfðan kommún- istar náðu völdum f landinu í apríl f fvrra. Útvarpið í Phnom Pehn sagði frá því, að bændur greiddu atkvæði úti á ökrum og verkamenn í verksmiðjum, skrif- stofufólk á sínum vinnustöðum og hermenn f búðum sinum. Hefðu verið gerðar ráðstafanir til að allir gætu átt sem greiðastan og beztan aðgang að kjörstöðum til að sem mest þátttaka yrði. Kjósendur eiga að velja 250 fulltrúa af 515 frambjóðendum, sem allir eru yfir 25 ára og hafa getið sér góðan orðstir fyrir bylt- ingarstarfsemi eins og sagði i fréttum útvarpsins, á hið nýja ,,al- þýðuþing Kambódíu". Til þings- ins verða kjörnir 150 fulltrúar bænda, 50 fulltrúar verkamanna og 50 fulltrúar hersins. Grænlend- ingar harð- ir á 200 mílunum P'rá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn. Lars Olsen. Ródesíustjórn íhugar að fella sjálfstæðisyfirlýsinguna úr gildi Salisbur>' — 20. marz — Reuter. IAN Smith forsætisrádherra Ródesíu sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann væri reiðubúinn til að fella úr gildi einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Ródesíu gagn- vart Bretlandi frá árinu 1965, „undir vissum kringum- stæðum“. Forsætisráðherrann lagði áherzlu á, að hann væri reiðubúinn til að íhuga þennan möguleika, en ekki mætti skilja þessi ummæli svo að hann væri endilega þeirrar skoóunar, aó þetta skref ætti aó stíga, en velferð Ródesíu væri mikilvægari en persónu- legur þáttur hans í sjálf- stæðismálinu. Þá lýsti Smith því yfir, að þrátt fyrir slit viðræðna ríkis- Stal kartöflufjalli VlÐAR en á Islandi eru kartöflur eftirsóttur varningur. í Reutersfrétt segir, að maður nokkur hafi verið handtekinn i Dússeldorf í fyrradag og er honum gefið að sök að hafa stolið einu og hálfu tonni af kartöflum úr mannlausum flutningabíl. Siðan lagði kauði af stað með feng sinn i leigubíl, og seldi hann jarðeplin veitingastöðum i fimm ferðum. Verð á kartöflum er nú hátt i V-Þýzkalandi sem i öðrum lönd- um V-Evrópu. Verðið hefur þrefaldazt á einu ári og kostar kílóið um 140 krónur íslenzkar. stjórnarinnar við fulltrúa þeldökka meirihlutans í landinu, mundi hann halda áfram að beita sér fyrir lausn deilunnar um stjórn- arskrá landsins. Hann ítrekaói enn að brezka stjórnin ætti að hefja afskipti af málinu, og sagði að tafarlausar og ein- dregnar aðgerðir Breta gætu helzt orðið til þess að stuðla að lausn deilunnar. Víðtækar varúðarráð- stafanir í Buenos Aires Buenos Aires, 20. marz — HERMENN og lögregla þustu inn í fjölbýlishús í næsta nágrenni stjórnarbvggingarinnar í Buenos Aires í dag f leit að vinstri sinn- uðum skæruliðum. Voru allir íbúar hússins teknir til yfir- heyrslu. Aðgerð þessi var liður í mestu umsvifum hersins síðan herinn gerði bvltingu árið 1966. Hermenn vopnaðir vélbyssum voru á stöðugum þeytingi um göt- ur borgarinnar í dag og ótti manna við að ný bylting sé í vændum hefur gripið um sig. Yfirmaður hersins, Jorge Videla, Framhald á bls. 47 A FUNDI sínum s.l. föstudag samþykkti Landsráð Grænlend- inga að fylgja kröfunni um 200 mflna efnahagslögsogu vjð Græn- land fast eftir. A fundinum kom fram sú skoðun margra ráðs- manna, að veita bæri sjómönnum annarra ríkja aðgang að fiski- miðum innan 200 milnanna. „Við höfum ekki ráð á þorska- striði eins og nú á sér stað við Island,“ sagði varaformaður landsráðsins, Jonathan Motzfeldt, ,,og við getum ekki leyft okkur að skammta sjálfum okkur hluta af aflamagninu án þess að leyfa öðrum að nýta það, sem við getum ekki náð á land sjálfir." Að undanförnu hafa Grænlend- ingar haft af því talsverðar áhyggjur, að grænlenzkir hags- munir kynnu að verða „seldir" vegna hagsmuna Efnahagsbanda- lagsins. Formaður landsráðsins, Lars Chemnitz, telur að þessar áhyggjur séu ástæðulitlar, en setur traust sitt á sérstök ákvæði, sem mundu halda Grænlandi utan við reglur þær, er Efnahags- Framhald á bls. 47 SiHiwdtm kveðst hanrþrungmn Vottar konungsfjölskyldunni ást og virðingu London, Sydney 20. marz. Reuter. SNOWDON lávarður gat naum- ast duiið geðshræringu sína er hann hvatti til að fyrst og fremst yrði hugsað um hag barna þeirra Margrétar prins- essu, nú þegar skilnaður að borði og sæng hefði verið ákveðinn. Um það bil hálfum sólarhring eftir að tilkynning hafði verið send út um sam- búðarslitin sagði Snowdon, hvar hann er staddur í Svdnev vegna Ijósmvndasýningar: „Eg er harmþrunginn vegna þess sem hefur orðið. Ég óska Mar- gréti prinsessu alls góðs í fram- tíðinni og votta systur hennar, drottningunni, virðingu mlna, aðdáun og ást, svo og drottn- ingarmóðurinni og allri breaku konungsfjölskyldunni.“ Rödd lávarðarins skalf er hann vék tali að börnum þeirra Margrétar prinsessu og segja fréttamenn að hann hafi verið mjög miður sín og hendur hans hafi titrað þótt honum tækist að mestu að hafa stjórn ásér. Snowdon lávarður Margrét prinsessa fór í morg- un ásamt börnum sínum til Windsorkastala þar sem móðir hennar hefur búsetu. Börnin voru kvödd úr heimavistar- skóla sem þau hafa numið í undanfarið, eftir að tilkynn- ingin hafði verið send út. Þá hefur verið frá því skýrt að Elísabet drottning sé væntan- leg til helgardvalar í Windsor- kastala og muni þær systurnar hittast og fjalla um málin. Margrét prinsessa mun siðan búa í Buckinghamhöll hjá systur sinni að minnsta kosti um hríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.