Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 7
Fyrir hálfum mánuði minntist ég á eðli og inntak föstunnar i lútherskum sið, að kirkjan mælti sterklega með því að fólk legði þá meira að sér en ella til að miðla þeim, sem liða nauð. En fastan er jafnframt hinn rétti tími til að ihuga þá staðreynd, að lífið er ekki neinn dans á rósum, það á marga dimma dali og ýmsa erfiðleika, sem við þarf að glíma. Það segja sumir, að trúar- brögð séu bara ópíum fyrir fólkið, en slíkt hljómar barna- lega í eyrum þeirra, sem þekkja einlægt trúarlíf. Einmitt hin kristna trú hefur ýmislegt að segja við þá, sem heyja sina baráttu við erfið- leikana, og ekki síst af því að Kristur reyndi svo mikið af sliku sjálfur. Og það, sem hún hefur að segja hefur síður en svo reynst nokkuð i ætt við deyfilyf. Kristindómurinn er i rauninni bæði fæddur i erfiðleikum og mótaður af þeim. Og Kristur bjó læri- sveina sina undir það, að erfiðleikar mættu þeim. Kristinn maður hlýtur þvi að horfast beint i augu við erfið- leikana. Hann veit, að hann verður að vera við því búinn að sigla þungari sjó. En hann veit ekki síður hitt, að hann er ekki einn á ferð Með honum stendur við stjórnvölinn sá, sem á hina öruggu hjálp, sá sem sjálfur sigraði alla erfið- leika, einnig sjálfan dauðann Kristindómurinn er því síst af öllu leiðin fram hjá erfiðleikunum. Hann er leiðin í gegnum þá. Við þekkjum öll orð, sem Jesús mælti eitt sinn: ,,Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, þvi að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt og byrði mín lett." bera byrðar fyrir tvær fötur, tvær byrðar, okkar og einhvers annars.Reynum aðtaka líka undir hjá einhverjum öðrum helst þeim sem eru að kikna og þurfa mest á hjálp að halda Þá munum við finna best af samanburðinum að okkar byrðar eru ekki erfiðastar Við höfum ekki mesta ástæðu til að kvarta. Við getum því verið hógvær og af hjarta lítillát. Jesús beinir huga okkar frá eigin vandamálum til annarra manna, sem bera jafnvel enn þyngri byrðar, og vill virkja okkur til átaka með þeim. Og það er staðreynd, að ef tekst að vekja kærleika og samúð til meðbræðranna, sem einnig líða, þá gengur oft betur að létta þær byrðar, sem á eigin herðum hvíla. Annað getum við einnig lært af fordæmi Krists, en það er að gera erfiðleikana sjálfa að skapandi afli. Þegar þeir birtast, þá ber að takast MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Gefið nytsamar fermingargjafir ÚRVAL AF HLIÐARTÖSKUM — FERÐATÖSKUM — SKJALATÖSKUM HANZKABÚÐIN SKOLAVÖRÐUSTlG 7 — SlMI 15814 Þetta er ekki boð um að hvílast í ró og friði, laus við allt andstreymi. Þetta er boð Krists um að læra af honum að bera byrðar. Okið var algengt tæki á tímum Jesú, notað bæði á dýr og menn. Það var notað til að létta dráttardýrunum að draga plóginn og við þekkjum það einnig sem vatnsbera, ok til að bera í vatnsfötur. En hvernig bar Jesús byrðar sinar? Hann lýsir þvi sjálfur: í hógværð og lítillæti. í auðmýkt og trausti Hann æðrast ekki, en tekur með rósemi og guðstrausti þvi sem að höndum ber. Þannig gengur allt best Þannig mun okkur líka ganga best. Og við skulum íhuga eitt enn. Okið, vatnsberinn er á við þá í trausti á æðri hjálp og láta baráttuna við þá skila ágóða, láta þaðjafnframt sýna sig, hve máttur Krists getur orðið mikill i lífi trúaðs manns. Öll áreynsla skilur eftir verðmæti. Stephan G. sagði: „Færar herðar þroskar örðug byrði." Það verður enginn neitt, nema hann takist á við eitt- hvað. Eftir Davíð Stefánssyni er betta haft: „Að bera eitthvað þungt, það er að vera." Páll postuli skrifar úr fangelsinu i Róm, aðfjötrar sínir og þjáning hafi orðið fagnaðarerindinu til eflingar. Slíkt var ekki sjálfsagður hlutur. En með Guðs hjálp tókst Páli að láta svo verða. Og þetta er það, sem fjölda fólks tekst enn í dag. Úr sorg og andstreymi vinnur það andlega hæfileika og kraft, sem gerir það enn sterkara og hæfara öðrum mönnum til hjálpar. Slíkt heitir að gera erfiðleikana að skapandi afli. Jesús gerði það sjálfur við krossinn. Það er sjaldgæft að við ráðum okkar eigin reynslu. En með Krists hjálp eigum við að geta ráðið, hvað kemur út úr þeirri reynslu, sem á okkur er lögð Það þarf oft, ásamt traust- inu á hjálp Krists, ótrúlega bjartsýni og mikla þraut- seigju til að leggja til atlögu við erfiðleikana. En þar sem þetta er fyrir hendi, mun sig- ur vinnast. Grundvallaratriðið er og verður Jesús Kristur, og lát- um föstutímann með öllum blæbrigðum myndrikrar frásagnar sinnar af pínu og dauða hans færa okkur heim sanninn um þá óstöðvandi sigurgöngu sem hver sá fer er fylgir fordæmi Krists og treystir á hjálp hans í baráttunni við erfiðleikana. ÁL-GRÓÐURHÚS 60611] fyrír heimagarða 8 X 10 fet. Áætlað verð kr. 72.000 8X12 fet. ÁætlaS verð kr. 79.000 Sjálfvirkir hitablásarar 2500 wött kr. 13.790 3000 wött kr. 15.125 Ál-sólreitir / blómakassar, Stærðir122 X 70 cm. kr. 7.700 Hillur 122 cm. kr. 1.750 Borð 244 cm. kr. 12.500 f fyrra seldust EDEN húsin upp, enda verðið hvergi lægra. Nú erum við að fá nýjar sendingar til afgreiSslu af lager I þessum mánuði. Vegna góSrar samvinnu viS framleiðendur getum við boðiS óbreytt verð frá s.l. ári. Við ráðleggjum kaupendum að hafa samband við okkur strax og tryggja sér hús, en s.l. sumar seldust húsin jafnóðum og urðu allmargir að blða næstu sendinga. KLIF Vesturgötu 2, Reykjavlk Sími 23300 til kl. 7 e.h. autoheat FOR ACCURATE GREENHOUSE HEATING Hef opnað tannlækningastofu í Garðabæ viðtalstímar eftir samkomulagi, alla virka daga. Ómar Konráðsson, tannlæknir, Sunnuflöt 41, sími 42646.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.