Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.1976, Blaðsíða 25
24 MOHCUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. . ' Auglýsingastjóri - Árni Garðar K/istinsson ._— Ritstjórn og afgreiðsfa Aðálstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Sökin er brezku V erkam annaflokks- stjórnarinnar Brezka Verkamannaflokks- stjórnin hefur sýnt svo ein- stæðan ruddaskap í landhelgis- átökum við vopnlausa banda- lagsþjóð, bæði með rányrkju á friðuðum veiðisvæðum og ásiglingum á löggæzluskip, að furðu gegnir Það er ekki nóg með það að allt framferði Breta lýsi takmörkuðum vilja á því að leysa deiluna á friðsamlegan máta, heldur vekur það beinlín- is grun um, að brezka Verka- mannaflokksstjórnin hafi fyrst og fremst haft það í huga að útiloka alla möguleika á frið- samlegri lausn hennar Engu er líkara en Bretar hafi aukið á hörku átakanna hvert sinn, sem sáttaviðleitni komst á raunhæft stig Þrátt fyrir litla sem enga samningsaðstöðu, vegna hrun- hættu fiskstofnanna, hefur íslenzka ríkisstjórnin sýnt fyllstu sáttfýsi Samningurinn við V-Þjóðverja og Belga og viðræður við Norðmenn og Færeyinga bera þessu Ijósan vott Bretum var og í lófa lagið að ná skammtímasamning til 3ja mánaða, sem jarðvegur var fyrir, ef minnsti samningsvilji frá þeirra hálfu hefði verið fyrir hendi. Þær röksemdir, sem lágu til grundvallar sáttfýsi íslenzkra stjórnvalda, vóru fyrst og fremst þessar Að kanna til hlítar hvort hægt væri að tak- marka með samningum annars ólöglegar veiðar Breta, bæði veiðisókrí þeirra og aflamagn. Ennfremur að tryggja með samningum, að þeir virtu frið- unarsvæði, en hvorttveggja hefði þjónað fiskifræðilegum markmiðum okkar, meðan beðið var eftir lyktum hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna Átökin á miðunum vóru og komin á það stig, að manns- líf vóru í veði, svo öryggi gæzlumanna okkar vó þungt á vogarskálinni. Útflutnings- hagsmunir okkar varðandi toll- friðindi á EBE-mörkuðum hafa og verulega þýðingu, eins og viðskiptastaða okkar út á við var og er Síðast en ekki sízt þjónaði sáttfýsi íslenzkra stjórn- valda því höfuðmarkmiði að styrkja stöðu þess málstaðar á hafréttarráðstefnunni, sem fel- ur í sér 200 mílna auðlindalög- sögu sem alþjóðareglu, án skil- yrðisbundinna ákvæða um gjörðardóm eða hefðbundinn rétt annarra fiskveiðiþjóða. Enginn vafi er á því að land- helgisátökin verða nýtt í rök- stuðningi fyrir slíkum skilyrðis- bundnum ákvæðum. Samningstregða Breta og viðleitni þeirra til að auka á hörku átakanna kann einmitt að byggjast á þeirri trú, að nýta megi átökin til að knýja fram skilyrðisbundin ákvæði af þessu tagi á hafréttarráðstefn- unni Önnur ástæða, en nokkuð langsóttari, hefur og verið nefnd Sú, að Bretar vilji verzla með veiðisókn sína á íslandsmið í samningum sínum innan EBE, einkum varðandi kröfu sína um 100 mílna einka- lögsögu, en vitað er að ýmsar EBE og Nato-þjóðir hafa mikinn áhuga á farsælli lausn fiskveiðideilu okkar við Breta, einkum V-Þjóðverjar og Belgar, að ógleymdum Norðmönnum og Dönum Hvað sem bollaleggingum um þetta efni líður er hitt Ijóst, að ýmsar EBE þjóðir, sem til skamms tíma vóru andvigar 200 mílna auðlindalögsögu, hafa nú snúizt til fylgis við hana, i von um, að þeim takist að tryggja stuðning við skil yrðisbundin ákvæði á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna íslendingar standa nú i tvi- þættu stríði um það lífshags- munamál sitt, sem verndun og efling fiskstofnanna umhverfis landið er Annars vegar á haf- réttarráðstefnunni, hins vegar við vörzlu landhelginnar heima fyrir Efling landhelgisgæzl- unnar skiptir þar miklu máli, sem og að tryggja eftir föngum öryggi starfsmanna hennar, sem sýnt hafa lofsvert framtak í störfum sinum öllum Kröfur eiginkvenna og annarra aðstandenda gæzlumanna eiga því fullan rétt á sér og þurfa að mæta skilningi og skjótum við- brögðum stjórnenda hennar Fjárhagslegri þörf gæzlunnar verður naumast mætt, nema með einhvers konar nýrri skatt- heimtu, en ætla verður að þjóð- in sé fús til axla þær byrðar, sem henni fylgja Þegar saga þessara land- helgisátaka verður skoðuð síðar, í Ijósi allra málsatvika, út frá fiskifræðilegum mark- miðum okkar og stöðu mála á hafréttarráðstefnunni, verður niðurstaðan ótvírætt sú, að ríkisstjórnin hafi haldið rétt og hyggilega á málum á öllum stigum þess. Því miður tókust ekki skynsamlegir skammtíma- samningar við Breta, sem gilt hefðu fram yfir lyktir hinnar alþjóðlegu ráðstefnu, og tryggt hefðu allt ! senn: minni veiðar, að friðunarsvæði væri virt, frið á miðunum, hærra verð fiskafurða á Evrópumarkaði og sterkari vígstöðu strandríkja á hafréttarráðstefnunni. í þvi efni er við Breta eina að sakast. Brezka Verkamannaflokks- stjórnin hefur kosið áframhald- andi ófrið á hendur einni minnstu þjóð veraldar, sem á lífsafkomu sina að verja Sú staðreynd kallar á einhug og samstöðu um vandamál islenzkrar þjóðar heima fyrir Varnaðarorð á örlagastundu Við upphaf nýrrar lotu á haf- réttarráöstefnu S. Þ. i New York bera Islendingar í brjósti vonir um að samkomulag náist um óskerta 200 milna efnahags- eða auðlindalögsögu, er síðan verðí staðfest sem alþjóðalög. Það var Islendingum lifsspursmál að færa fiskveiðilögsögu sína út í 200 míl- ur, eins og kunnugt er, því að fiskstofnarnir á miðunum við ís- land fara síminnkandi og rán- yrkja hefur verið stunduð bæði af okkur sjálfum og útlendingum. Elf Islendingum á vel að farnast í framtíðinni, verða þeir að vernda fiskveiðar sínar og með það í huga færðu þeir fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílurnar, enda í samræmi við þróun alþjóöamála, eins og allir vita. Nú hefur Alþjóðahaf- réttarráðið staðfest þær alvarlegu niðurstöður, sem íslenzkir fiski- fræðingar hafa komist að um ástand fiskstofna við ísland, og verður það áreiðanlega til þess að auðvelda okkur sigurinn i þorska- stríðinu. Framhjá þeirri stað- reynd verður ekki gengið, að fiskifræðingar telja að einungis 1/5 hluti eðlilegs hrygningar- stofns þorsks sé á Islandsmiðum, og sér hver maður i hendi hér, hvílík lífsnauðsyn það er að vernda þennan stofn, því að ann- ars getur legið við landauðn. Þetta virðast Bretar ekki geta skilið, ef marka má þá gegndar- lausu rányrkju, sem þeir hafa stundað hér við land. En átökin um fiskveiðilögsöguna innan Efnahagsbandalagsríkjanna, svo og niðurstaða hafréttarráðstefn- unnar, gefa okkur vonir um, að úr rætist okkur í hag, áður en langt um líður. Markmiðið með stækkun ís- lenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 mílur var að sjálfsögðu það eitt að vernda fiskstofnana og koma í veg fyrir að sú gegndarlausa rán- yrkja, sem stunduð hefur veríð á undanförnum áratugum, hafí í för með sér hrun stofnanna og í kjölfar þess að sjálfsögðu efna- hagslegt gjaldþrot íslenzku þjóð- arinnar. En það er ekki nóg að færa út fiskveiðilögsöguna, held- ur verður að kappkosta að koma í veg fyrir ofveiði. Margir velta því fyrir sér, hvernig það megi verða, fyrst Bretar hafa sent á okkur herskip enn sinu sinni, en land- helgisgæzlumenn hafa að sjálf- sögðu truflað veiðar þeirra svo mjög, að álitamál er, hvort innrás Breta í íslenzka fiskveiðilögsögu og gegndarlaus ofveiði, jafnvel á ungviði og ókynþroska fiski, hafa borgað sig fjárhagslega fyrir þá. Allir vita að siðferðilega standa Bretar illa að vígi og eiga samúð fárra í ljótum leik sínum á Is- landsmiðum. Þeir hafa farið með hernaði gegn fámennri þjóð, sem berst fyrir lifsbjörg sinni. Hafa þeir því enn einu sinni orðið frægir að því, sem því miður hefur of oft .viljað loða við þá, þ.e. að endemum. En það er ekki í okkar verkahring að berja okkur á brjóst og fagna því, heldur vakir það eitt fyrir okkur að vernda lífsbjörg þjóðarinnar í hafinu um- hverfis landið. Það er von allra Islendinga að hafréttarráðstefan taki nú til hendi og nýr hafréttar- sáttmáli liggi sem fyrst fyrir, þar sem réttur strandríkis verður óve- fengjanlegur og tryggt er að auð- æfi hafsins verði unnin með þeim hætti, sem siðuðu mannkyni sæm- ir, en ekki eins og verið hefur. I sjónvarpsþætti nýlega kom fram, að formaður Alþýðuflokks- ins, Benedikt Gröndal, hefur af því áhyggjur að alvarleg átök á Islandsmiðum geti haft neikvæð áhrif fyrir okkur á hafréttarráð- stefnunni, þar eð þau ríki sem vilja setja gerðardómsákvæði og ýmsa fyrirvara t.a.m. um sögu- legan rétt, sem EBE virðist leggja áherzlu á og undanþágur frá rétti strandríkis innan 200 milnanna, gætu notað slíka árekstra sér og málstað sínum til framdráttar. Þessar áhyggjur for- manns Alþýðuflokksins eiga við rök að styðjast og okkur ber að taka þær til greina. Ekki er annað að sjá en formaður annars stærsta stjórnarandstöðuflokksins hafi með þessum orðum viljað koma því á framfærí, að okkur sé nauð- synlegt að gera skammtíma samn- ing við Breta, a.m.k. á meðan á hafréttarráðstefnunni stendur, svo að tíl slíkra árekstra komi ekki málstað íslands um alla framtíð e.t.v. til óbætanlegs tjóns. Gerðardómur gæti orðið okkur skeinuhættur I þessu sambandi má benda á orð formanns íslenzku sendi- nefndarinnar á hafréttarráðstefn- unni, Hans G. Andersens, að full- trúar á ráðstefnunni skilji ekki, hvers vegna Bretar og íslending- ar geti ekki komizt að bráða- birgðasamkomulagi. Sem sagt: athyglin beinist hingað og Bretar munu færa sér i nyt skilnings- leysi fulltrúanna — og fá góðan hljómgrunn hjá þeim, sem vilja takmarka óf kertan rétt strandrík- is. Bretar eiga að vísu sízt allra skilið að við ræðum í alvöru um samninga við þá, eins og þeir hafa hegðað sér á miðunum, enda dytti okkur aldrei í hug að eiga orða- stað við þá nema vegna brýnna hagsmuna íslenzku þjóðarinnar. Eins og fyrr segir, færðum við út landhelgina í því skyni að vernda fiskstofnana. Við verðum að tryggja, að við höfum erindi sem erfiði í þeim efnum. Atök við yfir- gangsmenn eru ekkert markmið í sjálfu sér heldur framtíð þjóðar okkar — hún ein skiptir okkur öllu máli. Ef hætta er á því,að við sköðum málstað okkar á alþjóða- vettvangi — og e.t.v. hafa Bretar komið auga á þennan möguleika og auka spennuna á miðúnum — er nauðsynlegt að fhuga mál okkar vel og vandlega. Við megum undir engum kring- umstæðum láta skerða rétt strandríkis í væntanlegum haf- réttarsáttmála. Sízt af öllu meg- um við sitja uppi með einhver gerðardómsákvæði, sem eru okk- ur stórhættuleg. Auk þess grund- vallartaxta, eða draga að sam- komulagi, sem lagður var fyrir í lok síðustu lotu hafréttarráð- stefnunnar í Genf, voru einnig lögð fram drög að gerðardómi.en ýmsar þjóðir hefðu svo sannar- lega ekkert á móti því að ákvæði um slíkan dóm yrðu sett inn í endanlegan sáttmála, í því skyni að draga úr rétti strandríkja. Nú munu um 50 þjóðir vinna ötullega að þessu og fyrir 6—8 vikum var lagður fram nýr, útsmoginn texti að gerðardómi, sem gæti orðið okkur stórhættulegur, og nær von andi ekki fram að ganga á ráð- stefnunni. Verður honum nánar lýst hér í blaðinu nú eftir helgina. Raunsæ afstaða I framhaldi af varnaðarorðum B,enedikts Gröndal, sem getið er um hér að framan, er ekki úr vegi að minna á orð Einars Agústs- sonar utanríkisráðherra, í umræð- um á Alþingi 3. febrúar s.l. um skýrslu Geirs Hallgrímssonar for- sætisráðherra, þegar hann skýrði Alþingi og þjóðinni frá viðræðum sinum við Wilson og tilboðum Breta í þeim viðræðum. Einar Agústsson sagði að tilboð tíl Breta um viðræður um skamm- timasamkomulag væri í samræmi við stefnumörkun Alþingis við útfærslu í 50 mílur og síðar. Ráð- herrann bætti því við, að ef hægt væri að ná viðunandi samningum til skamms tima sem tryggði bet- ur þann höfuðtilgang okkar með útfærslunni i 200 sjómílur, að tryggja fiskvernd og hamla gegn ofveiði, bæri hiklaust að geraslík- an samning. Það er rétt hjá ráð- herranum að betra væri að gera slíkan skammtímasamning, ef hann hefði i för með sér mikla takmörkun á því aflamagni, sem Bretar hrifsa nú ólöglega til sín í skjóli ófriðar og herskipainnrás- ar, en taka óþarfa áhættu, meðan hafréttarráðstefnan stendur yfir. Og þá er það ekki sízt rétt hjá ráðherranum, að slíkur skamm- tímasamningur gæti friðað upp- vaxtarsvæði ungfisks, sem Bretar hafa rótað upp með glæpsamleg- um hætti, eins og tíundað var í siðasta Reykjavíkurbréfi. Einnig má minna á það hér, að í fyrrnefndum umræðum á Alþingi fjallaði Geir Hallgrímsson um þá möguleika, sem við hefðum til þess að ná tilætluðum árangri með útfærslunni, þ.e. verndun sí- minnkandi stofna á miðunum við landið. Allir vita að það var fyrst með samníngi Olafs Jóhannesson- ar og Heaths sem útfærslan í 50 mílurnar náði tilgangi sinum i tíð vinstri stjórnarinnar. I ræðu sinni komst Geir Hallgrímsson m.a. svo að orði og er ástæða til að minna á orð hans nú: „Kostirnir eru ekki þeir að við getum einir tekið allan afla af Islandsmiðum án þess að horfast í augu við að aðrar þjóðir taka svo og svo mikið í óleyfi. Þetta er reynsla okkar í þrem þorskastríðum, þetta er reynsla okkar í þessu þorskastríði, þess vegna eru valkostirnir annars vegar samningar og hvaða magn við getum látið aðrar þjóðir fá með samningum eða engir samn- ingar og hvað aðrar þjóðir taka upp úr Islandsmiðum án leyfis. Eg vil bregða því upp, að fiski- fræðingar okkar segja, að með ótakmarkaðri veiðisókn sé unnt að veiða hér 330 —340 þúsund tonn af þorski. Ég hygg, að við séum meira og minna sammála um það að veita öðrum þjóðum en Bretum allt að 20 þúsund tonna veiðikvóta, þá eru eftir um 310 þúsund tonn. Þá er spurningin, hvað Bretar geta tekið í leyfisleysi. Ég skal ekki leiða getum að því, en þeir segja sjálfir að minnsta kosti 100 þúsund tonn af þorski. Þá eru eftir fyrir okkur210 þúsundtonn. Þorskafli okkar varð að lágmarki á síðasta ári, 240 þúsund tonn. En þessi leið hefur í för með sér hrun þorskstofnsins að áliti fiskifræð- inga. Þess vegna held ég að við séum öll sammála um að þessi leið er ófær. Við skulum gera því skóna að við förum í þá hámarkstölu þorsk- afla sem fiskifræðingar hafa nefnt, 280 þúsund tonn á ári, og drögum frá 20 þúsund tonn fyrir aðrar þjóðir en Breta, þá eru eftir 260 þúsund tonn, og við gerum því skóna, að Bretar nái upp 100 þúsund tonnum i leyfisleysi. Þá eru eftir 160 þúsund tonn fyrir okkur. Þetta er óviðunandi. Ég ætla mér ekki að gera tölur Breta að mínum og ég vona að tölur þeirra séu allt of hátt metn- ar, en við skulum hugsa hver fyr- ir sig, hve mikinn afla Bretar mega taka í óleyfi til þess að það borgi sig að semja við þá, vegna þess að við erum að færa út fisk- veiðilögsöguna til þess að vernda þorskstofninn og það er ekki ein- göngu magn þorskaflans, sem þarna er um að ræða, heldur líka MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1976 25 samsetning þorskaflans. Taka Bretar meira upp i óleyfi af smá- fiski, þegar þeir sinna hvorki frið- unarsvæðum né kröfum okkar um gerð veiðarfæra? Það er mjög sennilegt og má raunar afdráttar- laust svara þeirri spurningu ját- andi. Þetta mælir með samning- um. Én hvers vegna er ég að ræða um þetta núna, þegar við erum í raun og veru að hafna þeim hug- myndum Breta, sem þeir hafa sett fram? Ég segi þetta núna og ítreka það, sem ég raunar hef áður sagt, að við Islendingar eigum fremstir allra þjóða að vilja leysa okkar deilumál með samningum. Við eigum ekki eingöngu að hrósa ■okkur af því í orði, að við séum friðelskandi þjóð, við eigum að sýna það í verki. HitLer svo annað mál, að okkur geta verið settir svo erfiðir samningskostir, að það sé ekki unnt að ná samningum; þá tökum við upp þá baráttu sem nauðsynleg er. En hún verður að vera háð með öðrum hætti en þeim sem sumir talsmenn stjórn- arandstöðunnar hafa látið í veðri vaka á þessum þingfundi og endra nær . . Andinn frá Genf Við upphaf nýrrar lotu haf- réttarráðstefnunnar er ekki úr vegi að rifja lítillega upp, hvernig síðustu lotu lauk. Er þá hendi næst að styðjast við frásögn fréttamanns Morgunblaðsins á Genfarráðstefnunni, en hann fjallaði ítarlega um grundvallar- textann og niðurstöður fundarins. Drögin voru að mestu samin af formönnum aðalnefndanna þriggja og er þar fjallað í þremur bálkum um alþjóðahafsbotns- svæðið (frá formanni fyrstu nefndar), lögsögu rikja yfir land- helgi, efnahagslögsögu, land- grunní og sundum (frá formanni annarrar nefndar) og mengun og vísindalegar rannsóknir (frá for- manni þriðju nefndar). Textinn um lögsögu ríkja er að sjálfsögðu mikilvægastur fyrir okkur Is- lendinga, þar sem gert er ráð fyrir því i 46. grein, að strandríki megi ákveða efnahagslögsögu sína allt að 200 mílur frá grunn- línum. I 50. grein segir að strand- ríkið sjálft skuli ákveða, hvað sé leyfilegt aflamagn innan efna- hagslögsögunnar. Og í 51. grein að strandríkið ákveði einnig getu sína til að hagnýta aflamagnið. Þetta eru þau tvö atriði, sem Islendingar hafa lagt höfuð- áherzlu á frá upphafi, fyrst innan strandríkjahópsins svonefnda og síðan í Evensen-nefndinni, sem svo fékk stuðning þróunarrikj- anna, 77-hópsins svokallaða, (en í honum munu raunar vera 107 ríki) og eru nú komin inn i heildartextann eftir mikla og langa baráttu. í samtali við Morgunblaðið; þegar þessi niður- staða lá fyrir, sagði formaður is- lenzku sendinefndarinnar, Hans G. Andersen ,,að sú staðreynd að þessi tvö megin sjónarmið eru í frumvarpinu verði að teljast ómetanlegúr árangur og mikils- verður áfangi í hafréttarmálum og þá ekki sízt fyrir okkur ís- lendinga, og ólíklegt verður aö teljast, að þessi atriði falli niður í meðferð ráðstefnunnar úr þvi sem komið er.“ Amerasinghe frá Srí Lanka (Geylon), forseti ráð- stefnunnar, lýsti yfir á blaða- mannafundi í Genf í fyrra, að hann teldi að meirihluti fulltrúa á ráðstefnunni væri samþykkur þessum samningsdrögum. Og Waldheim, framkvæmdastjóri S.Þ. komst eitthvað svipað að orði þegar hann setti fundinn í New York s.l. mánudag. Sú hætta hefur alltaf veríð fyrir hendi i sambandi við kröfur af- skekktra og landluktra ríkja, að þau krefðust og fengju aðgang að efnahagslögsögu strandrikjanna. En í grundvallartextanum 57. grein er gert ráð fyrir því, að landluktu ríkin skuli hafa aðgang að efnahagslögsögu samliggjandi ríkja, en þó skuli þau fara eftir sérstökum samningum, þar sem tekið sé tillit til allra efnahags- legra sjónarmiða, bæði strand- rikja og landluktra ríkja, sem þar komá til greina. Og í 58. greininni eru réttindi fyrir afskipt ríki bundin við afskipt, nálæg þróunarlönd, þó þannig að gætt sé ákvæða 50. og 51. greina drag- anna. I Morgunblaðinu segir m.a.: „Það sem því vekur hvað mesta athygli er, að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir neinum sér- stökum undanþágum innan efna- hagslögsögunnar og hlýtur sú stefna að boða hagstæða niður- stöðu þegar endanlega verður gengið frá nýjum hafréttarsátt- mála. I 50. greininni segir m.a. orðrétt: „Strandríkið ákveður sjálft leyfilegan hámarksafla innan efnahagslögsögunnar. Strandríki skal á grundvelli beztu fáanlegra gagna og með réttum verndunar- og stjórnunaraðgerð- um tryggja, að fiskstofnar innan efnahagslögsögunnar verði ekki ofveiddir. Skuli strandríkin og hlutaðeigandi svæðastofnanir hafa samstarf í því skyni.“ Og í 51. grein er m.a komist svo að oröi: „Strandríkið skal ákveða möguleika sina til hagnýtingar á auðlindum hafsins irinan efna- hagslögsögunnar. Nú hefur það ekki getu til að hagnýta allt leyfi- legt aflamagn og skal það þá með samningum og í samræmi við ákvæði skílyrða og reglugerðir samkvæmt 4. málsgrein veita öðrum ríkjum aðgang að umfram- magni leyfilegs hámarksafla." En í þessari fjórðu grein segir að strandríki geti m.a sett skilyrði um leyfisbréf og leyfisskjöl um þær tegundir sem veiða má og magn, veiðitima og veiðisvæði, gerð, stærð og fjölda skipa, sem nota megi. Lágmarksstærð fisks og löndunarhluta afla i viðkom- andi strandriki." Allt eru þettahin mikilvægustu atriði og svo hagstæð málstað Is- lands að lífsnauðsynlegt er, að þau verði áfram í endanlegum hafréttarsáttmála. Megum við að sjálfsögðu ekki gera neitt, meðan á hafréttarráðstefnunni stendur, sem skert gæti þennan eindregna yfirráðarétt strandríkis yfir 200 mílna efnahagslögsögunni. Um landgrunnið segir i 62. grein grundvallartextans, að það nái til alls framhaldslandsins undir sjónum, einnig utan 200 mílna. Og í 69. grein er gert ráð fyrir arðskiptingu á landgrunn- inu utan 200 mílna, þannig að alþjóðahafsbotnsstofnunin fái hluta af arði strandríkisins á því svæði. Þess má geta i þessu sam- bandi að bandaríska jarðfræði- stofnunin hefur gert könnun á því, hvað landgrunnssvæði ein- stakra ríkja fyrir utan 200 mílna efnahagslögsöguna er mikið og hvað gera má ráð fyrir miklu magni af olíu og gasi á þessu svæði. Niðurstöðurnar liggjafyrir og eru hagstæðari fyrir Island en nokkurn gat órað fyrir, eins og fram hefur komið í frétt hér í blaðinu. Samkvæmt þeim er land- grunn Islands utan 200 mílnanna 32.542 fermílur, og á þessu svæði er gert ráð fyrir að mjög góðar líkur séu á því, að olía og gas séu á 18.524 fermílna svæði en nokkuð miklar likur á oliu og gasi á 14.018 fermílna svæði. Gamanið kárnar innan EBE I þessum efnum eigum við því einnig hagsmuna að gæta, ekki síður en t.a.m. hverjar verða loka- niðurstöður um eyjar og kletta, en í grundvallartextanum frá Genf er tekið fram að óbyggðir klettar og eyjar skuli hvorki hafa rétt til efnahagslögsögu né yfir- ráðayfir landgrunni. Af þessu má sjá að klettadrangur eins og Rock- all mundi falla undir þetta og gæti þvi verið erfitt fyrir Breta að færa einhliða út efnahagslögsögu á þvi svæði, eins og Irar hafa m.a. margbent á og raunar nú nýlega eða um síðustu helgi þegar þeir lýstu yfir því, að þeir hygðust taka sér 400 mílna lögsögu. Þess má geta að bæði Irar og Bretar eru í Efnahagsbandalagi Evrópu, svo að ekki minnkar ágreiningur- inn þar við þessa ákvörðun írsku stjórnarinnar. Nú fer gamanið að kárna í þeirri fjölskyldu. Aftur á móti virðist ljóst að Jan Mayen fengi samkvæmt þessu ákvæði, ef það færí inn í endan- legan texta, fullan rétt á 200 mílna efnahagslögsögu og land- grunni, þannig að miðlína Islands yrði að miðast við það, eins og raunar var gert, þó með sterkum fyrirvara, þegar reglugerðin um 200 mílna útfærsluna var gefin út. Á Jan Mayen er einhvers- konar vísir að mannabyggð og munu það einkum vera veður- fræðingar, sem þar starfa. íslendingar halda stundum að hafréttarráðstefnan snúist eink- um um fiskveiðar en það er mikill misskilningur. Einn af áhrifa- mönnum á ráðstefnunni í Genf sagði við þann sem þetta ritar, að 5% af umræðunum og hagsmun- unum fjölluðu um fiskveiðar, en 95% um allt annað — og þá eink- um og sér í lagi hafsbotninn, en þó eínnig um frjálsar siglingar t.d. um sund. I grundvallartextanum um al- þjóðahafsbotnssvæðið, sem er í 75 greinum, er fjallað um fyrir- komulag á hagnýtingu auðlinda á því svæði og m.a gert ráð fyrir alþjóðastofnun, sem hafi yfirum- sjón með þessari nýtingu. Um mengun og vísindalegar rann- sóknir eru ýmiss konar ákvæði um alþjóðasamstarf og rétt strandríkis til að framfylgja sett- um reglum innan 200 mílna efna- hagslögsögunnar. Allt er þetta meira og minna í þeim anda, sem við Islendingar helzt kjósum. Ef niðurstaða ráð- stefnunnar verður hafréttarsátt- máli i líkingu við þann grund- vallartexta, eða drög að frum- varpi, sem lagt var fram á siðasta degi Genfarráðstefnunnar, geta Islendingar vel við unað. Þá verður lifsbjörg þeirra endanlega vernduð með alþjóðalögum. En við skulum ekki vera of bjartsýn, meðan fyrirvarar og gerðardómar eru haldreipi fjölda áhrifamikilla ríkja, sem vilja ekki láta hlut sinn fyrr en i fulla hnefana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.