Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 | atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða nú þegar unga stúlku til léttra skrifstofustarfa og símavörzlu. Upplýsingar ekki veittar í síma. Orka h. f. Laugavegi 1 78 Ungur viðskiptafræðingur sem hefur í hyggju að breyta til um starf óskar eftir viðræðum við áhugasama stjórnendur. Bréf sendist i pósthólf 7006 Reykjavík fyrir 1 . apríl 1976. Matsvein og háseta vantar á netabát frá Stokkseyri. Upplýs- ingar í síma 99-3208 og 99-3256 Hraðfrystihús Stokkseyrar. Sölumaður Stórt bifreiðaumboð óskar að ráða sölu- mann. Æskilegt er að umsækjendur kunni ensku og eða þýzku. Einnig er vélritunar- kunnátta æskileg. Tilboð sendist Mbl fyrir 30 þ.m. merkt: Röskur — 1 1 72 Blaðburðarfólk vantar í Arnarnesið, Garðabæ Upplýsingar í síma 52252 eftir kl. 1 7:30. Innri Njarðvík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Innri Njarðvík. Upplýsingar hjá umboðsmanni Njarð- víkurbraut 31 eða á afgreiðslu Morgun- blaðsins sími 10100. fltovgftitirifafeifr Stórt bifreiðaumboð óskar að ráða traustan mann sem verk- stjóra á smurstöð. Örugg framtíðaratvinna fyrir dugandi mann. Tilboð sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. merkt: Smurstöð — 241 5. x Vélamenn Óskum eftir að ráða bifvélavirkja, vél- virkja, eða menn vana vélaviðgerðum. Tilboð er greini aldur og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 4. apríl merkt: „Vélamaður — 1 1 74" Trésmiðir 2 trésmiðir óskast í mótauppslátt og 2 verkamenn í handlang o.fl. Upplýsingar í síma 83083 og 2401 2 eftir kl. 20. Háseta vantar á 1 60 tonna netabát sem rær frá Sand- gerði. Uppl. í síma 26950 — 16391 eftir kl 18. Háseta vantar á Guðrúnu GK 37 frá Hafnarfirði sem er á netaveiðum. Uppl. í síma 51 543 og 50272. raðauglýsingar — raöauglýsingar — tilboö — útboö Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreið og bifreið með 4000 lítra oliugeymi úr ryð- fríu stáli, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 30. marz kl 12 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Tiiboð óskast í álsprautun á 24 Volkswagen bifreiðum. Tilboð skilist fyrir 31.3. 1976 og miðist við að verkið sé unnið innan 8 vikna. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f. Auðbrekku 44—46, Kópavogi. íbúð Til sölu er íbúð hjá Byggingarfélagi Al- þýðu í Hafnarfirði við Selvogsgötu. Um- sóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Upplýs- ingar gefur Ársæll Pálsson í síma 50637, eftir kl. 5 á daginn. ýmislegt Sparifjáreigendur takið eftir Get ávaxtað sparifé á mjög skjótan og öruggan hátt. Tilboð merkt: „Öruggt — 1166" sendist auglýsingadeild Morgun- blaðsins. raðauglýsingar Reykjaneskjör- dæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, verður haldinn laugardaginn 27. marz kl. 10 árdegis i Festi, Grindavík. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf, þar með tillögur til lagabreytinga. 2. Umræður. Frummælendur Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, kjördæmaskipan og at- kvæðisréttur. Albert K. Sanders, bæjarstjóri, prófkjör og prófkjörsreglur. Albert K. Sanders, bæjarstjóri, prófkjörog prófkjörsreglur. 3. Fjármálaráðherra Matthias Á. Mathiesen, ræðir um framvindu islenzkra stjórnmála. Kjörnir aðalfulltrúar er ekki geta mætt á fundinum, eru góðfúslega beðnir um að láta varamenn sina vita i tima. Stjórn Kjördæmisráðs. — Hraða þarf Framhaltl af bls. 19 er ekki skylt að leggja fram fjár- magn í byggingasjóð verka- mannabústaða, nema sem svarar framlagi borgarinnar. Ef borgin ekki leggur fram fé til verkamannabústaða, verða engir verkamannabústaðir byggð- ir. A þessu ári ver Reykjavikur- borg 120.7 milljónum til þeirra. FYRSTU VB-lBUÐIRNAR TILBÚNAR Næstu daga verða auglýstar 308 íbúðír, sem afhentar verða tíl- búnar á tímabilinu maí 1976 til okt. 1977. Þar af verða afhentar á þessu ári 160 íbúðir. Annar byggingaráfangi er í fullum undirbúningi, og er stefnt að því að byggja 160—200 íbúðir á ári. Það má segja, að þessar fram- kvæmdir komi I kjölfar byggingar F'ramkvæmdanefndaríbúða, sem hafa verið mjög eftirsóttar. Til dæmis hefur það farið vax- andi að fólk í leiguhúsnæði borg- arinnar hefur sótt um kaup á þessum íbúðum. KJÖR A VB-IBÍIÐUM ERIJ MJÖG GÖÐ Kaupandi þarf að greiða20% af kostnaðarverði VB-íbúða áður en hann flytur inn. Síðan er veitt svokölluð F-lán, sem nú eru 2.3 milljónir til 25 ára með 6‘4% vöxtum auk 40% vísi- tölu. Það sem þá vantar á byggingar- kostnaðinn, sem ætla má að sé nærri 50% af íbúðarverðinu er lánað til 42ja ára með 2 1/8% vöxtum. Vísitölubinding er engin. Eins og sjá má af þessu eru þessar íbúðir seldar með mjög góðum kjörum, sem flestir munu ráða við og ég fullyrði að flest allir vilja frekar fá íbúðir keyptar með þessum kjörum en búa í leiguhúsnæði borgarinnar. Mér er hins vegar ljóst, að að- stæður hjá sumu fólki eru þannig, að það hefur ekki möguleika eða bolmagn til að kaupa íbúðir þó greiðslukjör séu svona góð. Því fólki verður að sjálfsögðu að hjálpa á annan hátt, með hag- kvæmu leiguhúsnæði. Til þess hefur Reykjavíkurborg rúmar 700 íbúðir. Með því að efla byggingu verka- mannabústaða, skapast möguleiki á að draga úr eftirspurn og rýmka leiguhúsnæði borgarinnar, sem kemur þá að betri notum og fyrst og fremst fyrír þá sem á leiguhús- næði þurfa að halda. Að því ber að stefna í stað þess að fjölga leiguíbúðum, sem draga mundi úr byggingu verkamannabústaða. — Minning Óskar Framhald af bls. 22 í Stafholti í 1 ár og síðast hér á Bíldudal í 8 ár og Iét hér af störf- um á síðastliðnu hausti. Þann 13.3 1943 kvæntist séra Óskar eftirlif- andi eiginkonu sinni, Rakel Veturliðadóttur frá ísafirði, mikilli og elskulegri konu i alla staði, sem alltaf er reiðubúin til að styðja og reisa allt og alla. Einnig var hún manni sínum mikil stoð og stytta til hinztu stundar. Þeim hjónum var það báðum sameiginlegt að vera sér- staklega grandvör í nærveru sálar og var það alveg númer eitt í þeirra lífi að gera gott úr öllu. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og þau eru Finnbogi, Auður og Veturliði. Einnig ólst upp hjá þeim Kristjana dóttir Rakelar. Eg bið góðan guð að blessa þau og styðja í sorg þeirra, einnig alla ættingja þeirra. Síðan kveð ég kæran vin og þakka honum fyrir allar samverustundir hér við Bíldudalskirkju og á hans heimili með orðum skáldsins Valdimars Briem. Sofðu vært hinn slðsla hlund uns hinn dýri dagur Ijómar. Drott ins lúður þ<*nar hljómar hinamiklu mon'unstund. Verði Droltinn vilji þinn. Véross fyrírhonum hnei^jimi. Hvort vér lifum ts>adeyjum veri hann oss velkomínn. Jón Kr. Olafsson, Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.