Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976
19
Frá
borgar-
stjórn
IBÚÐARBYGGINGAR
Á borgarstjórnarfundi 18. marz,
við afgreiðslu fjárlagaáætlunar
Reykjavíkurborgar, urðu allmikl-
ar umræður um húsnæðismál i
tilefni af tillögu minnihlutaflokk-
anna um byggingu 350 leiguíbúða
og 100 söluibúða til fólks, sem býr
í óhentugu eigin húsnæði. Borgin
hafi forkaupsrétt á þessum íbúð-
um.
Magnús L. Sveinsson (S) upp-
lýsti í umræðunum, að á næstu
dögum yrðu auglýstar 308 íbúðir,
sem byggðar eru samkvæmt lög-
um um verkamannabústaði, svo-
kallaðar VB-ibúðir, sem afhentar
verða fullfrágengnar á tímabilinu
mai 1976 til október 1977. Þar af
verða á þessu ári afhentar 160
íbúðir.
Magnús flutti eftirfarandi frá-
vísunartillögu fyrir hönd sjálf-
stæðismanna
„A árinu 1973 hófust fram-
kvæmdir við byggingu 308 ibúða
samkvæmt lögum um verka-
mannabústaði.
Fyrstu íbúðir i þessum I.
áfanga verða afhentar íbúðar-
kaupendum í mai næstkomandi
og siðan mánaðarlega til október
1977.
Undirbúningur er hafinn við
byggingu II. áfanga, þar sem gert
er ráð fyrir að byggja allt að 240
ibúðir.
308 VB-íbúðum úthlutað á næstunni:
Hraða þarf byggingu
verkamannabústaða
og íbúða fyrir aldraða
Borgarstjórn Reykjavíkur
telur, að því fjármagni, sem til
ráðstöfunar er til íbúðabygginga
sé bezt varið til að hraða byggingu
verkamannabústaða svo og bygg-
ingu ibúða fyrir aldraða, sem eru
í byggingu og áformað er að
byggja.
Borgarstjórn vísar því frá til-
lögu III (um húsnæðismál) frá
borgarfulltrúum Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks."
Magnús L. Sveinsson lagði
áherzlu á í ræðu sinni, að Reykja-
vikurborg efldi byggingu verka-
mannabústaða eftir þvi sem fjár-
magn borgarinnar frekast leyfði
hverju sinni, í stað þess að byggja
leiguhúsnæði til viðbótar þeim
rúmlega 700 leiguíbúðum, sem
borgin á nú þegar.
Magnús benti á, að vegna óhag-
stæðra lánamöguleika borgarinn-
ar út á leiguíbúðir myndi kostnað-
ur borgarinnar af byggingu 100
leiguíbúða jafngilda kostnaði
borgarinnar af byggingu um 300
fbúða, sem býggðar eru amkvæmt
lögum um verkamannabústaði.
HÆKKUN LÁNA UT
A ELDRI IBÚÐR
Magnús L. Sveinsson ræddi þvi
næst um nýtingu eldra húsnæðis
og sagði m.a.:
Ég hygg að nokkuð sé um það
Magnús L. Sveinsson
borgarfulltrúi
aó aldrað fólk, einstaklingar og
hjón, þar sem börnin eru farin af
heimilinu, búi í tiltölulega stórum
íbúðum, sem eru illa nýttar og
vilji gjarnan komast yfir minni
íbúðir, sem hentuðu að mörgu
leyti betur.
Ég hefi hins vegar ekki mikla
trú á því, að aldrað fólk, sem á
íbúðir hafi áhuga á því að selja
sinar ibúðir og kaupa ibúðir af
Reykjavikurborg með þeirri kvöð
að borgin hafi forkaupsrétt.
Það sem ég tel fvrst og fremst
raunhæft i þessu máli er, að lán
út á eldri íbúðir verði hækkuð
verulega frá því, sem nú er.
Mér er kunnugt um, að félags-
málaráðherra mun hafa í huga að
flytja á næstunni frumvarp til
íaga um breytingar á lögum um
Húsnæðismálastofnun ríkisins,
sem miðar að því, að rýmka um
árlega fjárveitingu til kaupa á
eldri ibúðum.
Eg vil fagna þessari fyrirætlan
félagsmálaráðherra, því ég tel að
veruleg hækkun lána til kaupa á
eldri íbúðum sé einn þýðingar-
mesti þátturinn í því að beina
þróuninni inn á þá braut að auka
nýtingu eldra húsnæðis.
LÖG UM VB-IBÚÐIR
GERÐ VIRKARl
Með lögum frá 1970 var laga-
ákvæðum um verkamanna-
bústaðakerfið breytt mjög veru-
lega i þá átt að gera það virkara
en það hafði verið um nokkurt
skeið. Stofnaðar voru stjórnir
verkamannabústaða í fjölmörgum
sveitarfélögum þar á meðal í
Reykjavík.
Fjár i Byggingarsjóði verka-
manna er aflað annars vegar frá
þeim sveitarfélögum, sem ákveða
að byggja verkamannabústaði og
hins vegar úr ríkissjóði. Sveitar-
félag ákveður greiðslu sem miðast
við tiltekna fjárhæð pr. ibúa, og
Borgarstjórnar-
ræða Magnús-
ar L. Sveins-
sonar um hús-
næðismál
er rikissjóður skyldur til þess að
greiða jafnháa fjárhæð ámóti.
Samkvæmt þessu kerfi þarf
borgin að leggja fram um 25% af
byggingarkostnaðinum.
Ef Reykjavíkurborg byggir hins
vegar leiguibúðir þarú hún að
leggja fram 65 —75% af bygg-
ingarkostnaðinum.
Það er þvi augljóst, að frá fjár-
hagslegu sjónarmiði er það mjög
óhagstætt fyrir Reykjavikurborg
að byggja leiguhúsnæði miðað við
verkamannabústaði, eins og til-
laga minnihlutaflokkanna gerir
ráð fyrir.
300 VB-IBÚÐIR
I STAÐ 100
LEIGúlBÚÐA
Kostnaður borgarinnar af bygg-
ingu 100 leiguíbúða á ári jafn-
gildir kostnaði borgarinnar af
byggingu 300 íbúða, sem byggðar
eru samkvæmt lögum um verka-
mannabústaði.
Af þessu er ljóst, að það fjár-
magn sem Reykjavíkurborg
myndi verja til byggingu leigu-
húsnæðis mundi óhjákvæmilega
bitna mjög harkalega á byggingu
verkamannabústaða og leiða til
þess að mun færri íbúðir yrðu
byggðar hér í Reykjavik en ella.
Bygging verkamannabústaða er
háð framlagi borgarinnar. Ríkið
Framhald á bls. 20
ÞQrvarður Elíasson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs:
Afkoma verzlunar 1974
hin lakasta í mörg ár
Hvað
Hér fer á eftir kafli úr ræðu,
sem Þorvarður Elíasson, fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðs
Islands flutti á verzlunar-
málaráðstefnu Sjálfstæðis-
flokksins fyrir skömmu.
Fjallar þessi kafli um afkomu
verzlunarinnar á árunum
1971—1973.
Á árinu 1971 hefur afkoma
verzlunarinnar verið dágóð, eða
1,8% af veltu þar af hefur
heildverzlunin hagnast sem
nam 2,3%, en smásalan 1,4%.
Árið 1972 hefur afkoman
minnkað mjög mikið. Þannig
hefur heildarhagnaðurinn ekki
orðið nema 0,9% af veltu. í
heildverzlun hefur hann verið
1,7% en í smásölu aðeins 0.1%.
Arið 1973 batnar afkoman mjög
verulega í heildverzluninni, en
er nánast óbreytt í smásölunni.
Sé litið á afkomu hinna
einstöku greina heildverzlunar
og smásöluverzlunar kemur í
ljós, að afkoman er mjög mis-
munandi eftir greinum. Þannig
hefur afkoma byggingavöru-
verzlana verið jákvæð þessi
þrjú ár, en sveiflast mjög mikið
og sama má segja um afkomu
bifreiðaverzlana og varahluta-
verzlana Afkoma almennra
heildverzlana hefur verið mun
jafnari og þar virðist gæta
meiri stöðugleika Afkoma
verzlana sem verzla með hús-
búnað og heimilistæki hefur'
verið góð árin 1971 og 1972, en
versnað mjög mikið árið 1973.
Afkoma ýmissa sérverzlana svo
sem úra- og skartgripa- snyrti-
vörubúða og þess háttar virðist
hafa verið nokkuð stöðug og
jákvæð öll árin. Afkoma
Þorvarður Ellasson
blandaðrar verzlunar þ.e. mat-
vöruverzlana og fatnaðar-
verzlana í þessum flokki eru
kaupfélögin og stórir markaðir,
hefur verið góð árið 1971 nei-
kvæð árið 1972 og lítillega já-
kvæð árið 1973.
Þær tölur sem fyrir liggja um
afkomu ársins 1974 benda til að
afkoman á þvi ári verði sú
lakasta sem verið hefur siðan
1971. Þannig má búast við að
hagnaður verði aeins 0,4% af
veltu í heild sinni þar af 1,3% í
heildverzlun, og neikvæð um
!4% I smásölu. Afkoman versn-
ar mjög mikið og fer niður fyrir
1% af veltu í byggingavörum,
verður nánast óbreytt eða
batnar lítillegá í bifreiða-
verzlun og varahlutum og
versnar talsvert í almennri
heildverzlun og verður svipuð
og 1972. I smásölunni verða það
nær eingöngu litlu sérverzlan-
irnar, sem halda viðunandi af-
komu, og afkoma matvöru-
verzlana virðist munu versna
mjög mikið.
Þá höfum við fetað okkur
fram til þess að ræða um hvern-
ig afkoman hefur verið á síðast-
liðnu ári, árió 1975. Eins og þið
sjáið er sú áætlun sem þið hafið
fyrir framan ykkur gerð í
október það ár þ.e. áður en árið
var liðið. Þá lágu vitanlega ekki
fyrir traustar upplýsingar til að
byggja á spá um afkomu ársins
og verður því að taka þessar
tölur með fyrirvara Vitanlega
mætti gera mun áreiðanlegri
áætlun í dag, en það var þó ekki
gert fyrst og fremst vegna þess
aó nú er svo stutt þar til upplýs-
ingar fara að berast um niður-
stöður skattframtala einstakra
fyrirtækja, sem byggja má á
áreiðanlegri útreikninga að
ekki þótti ástæða til að fara að
hreifa við þessu verki og endur-
meta afkomuna á þessu stigi.
Eins og þið sjáið er gerð hérna
áætlun útfrá tveim forsendum.
Það er i fyrsta lagi út frá þeirri
forsendu að álagningin verði sú
sama á árinu 1975 og hún var
árið 1974. Ef svo fer mun
afkoman batna litillega árið
1975 og verða mjög svipuð og
hún var árið 1972, þó litið eitt
lakari. Með öðrum orðum þá
yrði útkoman næst lélegasta af-
koma verzlunarinnar frá þvi
1971 aðeins árið 1974 er lakara.
Nú er það svo að i febrúar
1975 þegar gengið var fellt tók
verðlagsnefnd ákvörðun um að
lækka verzlunarálagningu
þeirra vörutegunda sem hún
ákveður álagningu á. Síðari
dálkurinn sýnir hver afkoma
verzlunarinnar yrði ef öll
álagning lækkaði jafn mikið og
verðlagsnefnd ákvað að lækka
álagninguna um. Ef þannig fer
má búast við að afkoman verði
mjög mikið neikvæð eða sem
nemurtæpu 1% af veltu, þar af
mun heildverzlunin tapa sem
nemur þriðjungi úr prósentu og
smásalan sem nemur 1!4%. Ég
held að það megi alveg fullyrða,
að slíka afkomu þyldi verzlunin
ekki án þess að til kæmi mikill
samdráttur uppsagnir starfs-
fólks og lokun margra verzlana
um allt land. Þar sem það hefur
ekki gerst má telja víst, að
Frá fundi verslunarráðs
r fram-
undaní
verzlun
*
lands-
manna?
álagning hafi ekki lækkað að
þvi marki, sem verðlagsyfirvöld
ætluðust til, enda ef við skoðum
álagninguna eins og hún hefur
hreyfst árið 1971—1974 en
þessi ár liggja fyrir nokkuð
traustar heimildir um hvað
gerðist í raunveruleikanum
eins og hann kemur fram í
skattframtölum þá kemur í ljós,
að verzlunarálagning hreyfist
með allt öðrum hætti heldur en
verðlagsyfirvöld ætlast til.
Þannig verður ekki séð að
ákvarðanir verðlagsnefndar
hafi mikil áhrif á hver raun-
veruleg álagning á vöruverð
verður; að minnsta kosti bera
þessar skýrslur það ekki með
sér. Þetta kemur ef til vill ein-
hverjum á óvart, en þarf þó
ekki að gera það ef betur er að
gáð því það er ekki nokkur
ástæða til að ætla að verðlags-
yfirvöld né önnur stjórnvöld,
sem taka ákvarðanir i efnahags-
málum þjóðarinnar geti fremur
brotið rikjandi efnahagslögmál
heldur en önnur náttúrulög-
mál, sem gilda í heiminum og
sett eru af þeim æðri máttar-
völdum. Nú kann að vera að
einhver skilji orð min sem svo
að þá skipti engu máli hvort
verðlagsnefnd starfi eða ekki
né heldur hvernig hún starfar.
Svo er þó alls ekki. Enda þótt
verðlagsnefnd hafi ef til vill
litil áhrif á hver raunveruleg
álagning sé á vörum þá hafa
Framhald á bls. 14