Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1976 Guðrún Brynjúlfsdóttir: Um landhelgísdeiluna I Morgunblaðinu í dag 17. þ.m. skrifar frú Selma Jiilíuv dóttir „Enginn mömmuleikur“. 1 sinni ágætu grein segir frú- in meðal annars: „Fyrir tveim- ur mánuðum bað ég um að varðskipsmönnum okkar væri lagt lið. Nú kem ég aftur og bið alla þá, sem geta lagt þeim lið. Gerið það áður en einhverjum þeirra verður fórnað.*' Fyrir rúmum mánuði bað önnur kona sömu bónar. Hennar grein birtist í sama blaði 14/2. '76. Hún snýr sér líka til ríkisstjórnarinnar og allra, sem gætu lagt varðskips- mönnunum lið. Sú kona var frú Herdis Her- móðsdóttir, 8 barna móðir á Eskifirði. Hún á líka ástvini sína í hættum hafsins. Hún sagði eitthvað á þessa leið: Aílar styrjaldir hve mannskæð- ar sem þær eru og allar deilur, hve torleystar sem þær eru, þá enda þær báðar alltaf á sama hátt með þvi að það er samið. Því bið ég, semjið nú. I Guðs bænum semjið nú áður en lífi varðskipsmanna verður fórnað. Ég er viss um að allar íslensk- ar konur vilja taka undir með konum og mæðrum varðskips- manna um skiptivaktir og betri aðbúð á skipunum, en um samninga og lausn deilunnar eru vist ekki allir á eitt sáttir. Ef ekkert annað ráð er um að ræða til að vinna landhelgis- deiluna, en að vera sá sterkari, þá í öllum bænum herðum sultarólina og kaupum fleiri 1 FJÖLMIÐLUM berast nær daglega fregnir af ályktunum og áskorunum hinna ýmsu félagshópa þar sem andstöðu er eindregið lýst gegn hvers konar samníngum við Breta í fisk- veiðideilunni. Áhersla er lögð á að ekkert sé lengur um að semja en undirtónninn virðist þó miða að þvi, að samkvæmt sínu stórbrotna lundarfari og fortíð beri Islendingum að halda hlut sinum í skiptum við andstæðinginn. Að vísu er því trúað að Is- lendingar eigi tilveru sína og sögu sem þjóðar, lundarfari sínu frá upphafi að þakka. En ekki má gleymast að þeir eiga ekki einir þjóða rétt á að haga gerðum sínum samkvæmt for- tið sinni, sögu og skapgerð. Þær aðgerðir sem Bretar beita nú gegn Islendingum má skoða sem beina afleíðingu af fortíð, sögu og viðurkenndri skapgerð bresku þjóðarinnar og þarf þvi í rauninni engan að undra. Sumarið 1972 dvaldi ég um tíma í Englandi. Þá stóð fyrir dyrum útfærsla íslenskrar fisk- veiðilögsögu i 50 mílur. Mál- efnið bar óhjákvæmilega á góma í samræðum og hélt hver fram sínu sjónarmiði. Sá breski hélt fram ákvæðum alþjóðalaga sem enn væru í gildi, ósveigjan- leik Islendinga og græðgi þeirra í lifsgæðakapphlaupi siðustu ára. Á hinn bóginn reyndi ég að einfalda dæmið í tvo fákæna einstaklinga, sem berðust og deildu hart um síð- asta fiskinn i sjónum sér og sinum tii lífsviðurværis. Breskt alþýðufólk hafði þá lítinn grun um að svo voveiflega gæti horft í fiskveiðimálum. Nú ætti það hins vegar að vera svo augljóst mál að ekki þurfti um það að deila. I heimsstyrjöldinni síðari nutu Bretar aðdáunar (ef hægt er að lita með aðdáun á aðila sem taka þátt í stríðsrekstri) vegna þolgæðis í baráttunni við ofurefli. Þar var um líf þjóðar- innar að tefla Afsakanlegt er þótt ýmsum reynist erfitt að skilja athæfi þessarar sömu þjóðar nú gegn einni hinni varðskip og betur búin. Kannski verða Bretarnir feimn- ir og snudda heim, ef þeir sjá framan í sterka byssukjafta á nýjum varðskipum. Nei, ekki get ég talið mér trú um það. Kannski er það vegna þess að ég sá framan í sjálfan Bretann á stríðsárunum, þegar fréttir bárust oft á dag um, að hann tapaði á öllum vígstöðvum og hvernig sterkasta og bést búna herveldi, sem nokkru sinni hefur reitt upp hramminn, hrakti Breta allsstaðar á flótta, Strádrap þá og limlesti, svo að flestir héldu að þar með væri stríðinu að ljúka. Þá sagði Bret- inn, sem beið hér á Islandi eftir plássi i valnum. „Já, við töpum núna, en við vinnum seinna. Við vinnum stríðið. Bretar vinna alltaf síðustu orustuna." Við Islendingar erum reiðir smæstu meðal smárra þjóða; einnig þótt spurt sé hvað þeim gangi til að ráðast með ofurefli, ekki einungis á skipverja okkar fátæklegu og smáu löggæslu- skipa, heldur einnig á lífsmögu- leika smáþjóðar og síðast en ekki síst að láta greipar sópa í tilgangsleysi um friðaðar náttúru auðlindir. Ég viðurkenni að í geði mínu fyllist ég sársauka vegna fram- ferðis Breta í þessu deilumáli, sem er í raun réttri ekki einka- mál bresku og íslensku þjóðar- innar, heldur allra heimsbúa, sem þurfa á lífsviðurværi frá náttúruauðlindum að halda. En nóg um hlut Breta í land- helgisdeilunni. Að ýmsu má spyrja varðandi hlut íslendinga sjálfra í sam- bandi við tvo síðustu áfanga í útfærslu islenskrar fiskveiði- lögsögu. Vissulega er þar um lifshags- munamál þjóðarinnar að ræða þegar litið er til tiltölulega ná- innar framtiðar. En það breytir ekki því, að stjórnmálabarátta hefur tengst báðum þessum áföngum allnáið. Flestir munu líta svo á að útfærslan í 50 mílur hafi átt Guðrún Brvnjólfsdóttir. við Englendinga nú fyrir það að þeir vilja ekki viðurkenna 200 mílna landhelgi okkar. Sumir vinir mínir nota stór orð og segja kannski: „Varðskipin eiga bar að skjóta á helvítis Bretann, þetta eru ekki menn þessir djöflar." Þegar ég við slík tækifæri bendi á hvílíkum herstyrk Stóra-Bretland hefur yfir að ráða þá kemur í ljós, að undir niðri bera þessir sömu vinir mínir takmarkalaust traust til Breta og segja: „Nei, þeir myndu aldrei gera það að fara að herja í alvöru á okkur vopnlausa smáþjóð." Er ekki einhver smávegis hugsanavilla i þessu? Ættum við ekki að spara okkur stóru orðin og reyna heldur að hugsa rólega um það, hvort ekki eru til fleiri úrræði til að vinna deiluna, en hnefarétturinn. Þurlður Árnadóttir drjúgan þátt í að skila síðustu vinstri stjórn í stjórnarstólana; einnig að 200 mílurnar hafi stutt þá stjórn, sem nú situr í sömu sætum að því marki. I samningaviðleitni Breta og Is- lendinga hafa aðgerðir stjórn- valda af beggja hálfu borið keim af því, að baráttan snúist um atkvæði meira en lífshags- munamál og verndun fisk- stofna Frá sjónarmiði Islendinga (og fjölmargra annarra) er rétturinn þeirra megin. Þeir leggja áherslu á verndun fisk- stofna að eigin sögn. Skiljan- legt verður að telja, að verði einhverjum fisktegundum eytt á þeirra eigin miðum, kjósi þeir að gera það sjálfir, svo sem ekki virðist útilokað miðað við hin síauknu og stórvirku fiskveiði- tæki sem hlaðist hafa á hendur landsmanna á síðustu árum. Og eins og ástatt er í efnahagsmál- um mega Islendingar engan spón úr aski missa, að eigin áliti. Hitt er svo erfiðara að skilja, að á meðan lífsmöguleikar þjóðarinnar eru taldir háðir því að enginn skerfur, hversu smár sem hann er, hverfi í hendur Breta af fiskveiðiflota sínum og Hvernig stendur á því að Danir hafa ekki komið aftur til að hefna sin fyrir að Islending- ar brutust undan yfirráðum þeirra. Danir höfðu þó hags- muna að gæta hér? Hvernig var sú deila leyst, og svo giftusam- lega að ekki hefur borið á nein- um eftirmála. Hvernig vann Jón Sigurðsson, sem hefur ver- ið kallaður „sómi Islands, sverð þess og skjöldur"? Hvernig var alþingi endurreist og íslensk menning, og handritin endur- heimt? Það er ekki mín meining að ísiendingar eigi að vera með neinn skriðdýrshátt frammi fyrir öðrum þjóðum, þó stórar séu. Nei, síður en svo. Alltaf síðan að ég skildi hvaða arfleifð okkar kynslóð var eftir látin, og hvað sá auður hafði kostað for- binda við bryggju á einum mesta annatíma ársins. Ennfremur upplýsist að þjóðar- búið hefur efni á að skaðast um nálægt fimm milljarða íslenskra króna á einni viku, á meðan ein af hinum svo að segja árvissu vinnustöðvunum standa yfir í ófyrirsjáanlegan tíma. Samkvæmt framansögðu er erfitt að trúa því, að íslenska þjóðin muni lifa eða deyja með því magni af þorski sem Bret- um yrði hugsanlega veitt leyfi til að draga úr sjó á Islands- miðum. Auk þess er óvíst hvort þeir taka mikið minna magn af fiski án samninga, þar til alþjóðasamþykktir ná að rétta og ákveða hlut Islendinga og annarra strandrikja i fiskveiði- málum. Ekki eru allir á einu máli um það hvort yfirstandandi þorska- stríð sé raunhæft eða ekki. Fjárráð og framkvæmdir virð- ast ekki hrökkva til að fjölga, svo nokkru nemi, löggæslu- skipum og áhöfnum þeirra; sama máli gegnir um flugvéla- kost hversu brýnt sem hvort tveggja er. Upplýsinga- og fréttaþjónusta i fullum gangi er of dýr í rekstri þegar til feður okkar um aldaraðir, þá hef ég gert mér vonir um að Islendingar, fyrst að þeir eru nú komnir í þjóðbraut, gætu kennt öðrum þjóðum eitthvað, sem allur heimurinn nyti góðs af. I staðinn fyrir hina margvis- legu tækni, sem Islendingar hafa lært af öðrum þjóðum. Ég veit að nú verður brugðið við og reynt af fremsta megni að koma varðskipsmönnum til hjálpar, og verður að uppfylla þá sjálfsögðu kröfu, að ekki vofi yfir þeim meiri lífshætta en öðrum sjómönnum. Það tryggja Islendingar best með því að koma öðrum þjóðum í skilning um það, að við enn sem fyrr heyjum okkar „stríð" með andans vopnum, eða hvað væri annars orðið um: Gáfu þjóðina? Skálda þjóðina? Friðar þjóðina? Eða höfum við fengið minni- máttarkennd, af því að vera í þjóðbraut? Stóðumst við ekki prófið? Var allt grobbið og allur höfð- ingsskapurinn ungæðings mannalæti? Islendingar, skáld og aðrir andans menn, upp með vopnin, fram til dáða, svo að ekki ásannist orð háðfuglsins, en honum hrutu af vörum fyrir 11 árum þessar setningar: Straumar hníga i eina átt allt til víga hvetur. Andans tínur upp á gátt! Æsum lýðinn betur! Nei, það má aldrei verða. lengdar lætur. Aðild að Nato, sem margir telja eitt sterkasta vopnið sem Islendingar hafa á hendi, er einnig of dýr og við- kvæm til þess að fórna í baráttu þjóðarinnar fyrir sínum fisk- veiðiréttindum. Islendingar hafa lengi talið sér til gildis eða meta mannslíf framar öðrum verðmætum. En nú bregður svo við i landhelgis- deilunni við Breta, að mannslíf virðast vera, á ég þar við áhafn- ir íslensku varðskipanna, sem ætiað er hið ofurmannlega hlut- verk að halda uppi vörnum og vinna sigur í hinum ójafna striðsleik sem fram fer á Is- landsmiðum. A meðan stjórn- völd sitja að rökræðum í hálf- gerðu eða fullkomnu ráðaleysi og áskoranir drífa að þeim úr ýmsum áttum, að ekki skuli ljá máis á samningum við Breta, er þessum fámenna flokki manna teflt fram í þann „dauðadans sem háður er á miðunum", eins og hinn breski þingmaður Prescott tók til orða meðan á heimsókn hans til íslands stóð. I umræðum og fréttaflutn- ingi virðist það vera þegjandi samkomulag að víkja sem minnst að öryggismálum þessara manna. En sem betur fer eru þeir aðilar til, sem líta á þau mál frá raunsæju og ábyrgu sjónarmiði, semanber ummæli utanríkisráðherra í sjónvarps-umræðuþætti nú fyrir nokkru. Þegar þar var deilt á fiskveiðisamninga við Breta árið 1973, sagðist hann telja að það hefðu verið góðir samningar, þar sem þeir hefðu orðið til þess að bægja hættunni frá. Færi betur að íslensk stjórnvöld sem og aðrir Islendingar gætu verið sam- mála um, að líf skipverja á varðskipunum sé mikilvægara en þjóðarstolt og stórbrotið lundarfar í samskiptum við hina bresku þjóð. Nú þegar gripió hefur verið til stjórnmálaslita þjóðanna, er ef til vill komið að þeirri leið, sem líklegust er til árangurs og áður hefur komið til mála að fara, en það er að fela óhlut- bundnum þriðja aðila umfjöllun þessara viðkvæmu samningamála. Þvi fyrr sem það gerist, því betra. r Þuríður Arnadóttir: Eru mannslíf hið eina, sem íslendingar hafa efni á að fórna í fiskveiðideilunni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.