Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 26

Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976 — Reykjavíkur- bréf Framhald af bls. 25 ekkert um merkingu oröa. En þeir eru margir, sem lifa á orð- hengilshætti, bæði í blöðum og annarsstaðar, eins og kunnugt er. Það er vert að íhuga þessi atriði og þá einnig nýlegt dæmi sem birtist (að sjálfsögðu) í Þjóð- viljanum, þar sem sagt var í leiðara hinn 7. apríl s.l. að ýmis- legt sé sameiginlegt með brezku og íslenzku þjóðfélagi, eins og komist er að orði: „Bæði ríkin byggja á kapítalisku hagkerfi. . .“ Það fer ekki mikið fyrir sann- leiksást þess blaðamanns, sem lætur slíkt út úr sér. Fá þjóðfélög eru ólikari að innri gerð en hið íslenzka og hið brezka. Enda er hið síðarnefnda byggt á auð- og aðalsskipulagi, sem lifir enn góöu lífi þar í landi. En þetta er aðeins lítið dæmi, þó vert íhugunar. Það sýnir að i forystugreinum blaða halda menn, aö hægt sé að bera hvaða rétt á borð, sem er. Pólitísk- ur plokkfiskur leiðarahöfundar- ins áb. er að vísu sama kássan og hann mallar -viðstöðulaust handa sjálfum sér, en aðrir hafa lítinn áhuga á þessari matargerð, enda ekki ástæða til. Það er jafnfárán- legt að segja að tsland sé kapitalístískt ríki eins og Bret- land og ef einhver héldi því fram, að islenzkt þjóðfélag væri sósial- istískt eins og Sovétríkin. Það datt Harold C. Schonberg að sjálf- sögðu ekki í hug. Hann bar okkur saman við Dani og má það til sanns vegar færa. En þó að Bandaríkjamenn kalli danskt þjóðfélag sósíalistískt, þá eru aðrir sem telja það borgaralegt í hæsta máta, enda eru velferðar- rikin á Norðurlöndum byggð upp á sérstæðan hátt, sem hvorki er hægt að kenna við kapítalisma né sósíalisma, heldur það eitt sem þau eru: norræn velferðarriki. Að sjálfsögðu hafa þessi ríki fengið margt það bezta úr borgaralegri arfleifð, en jafnframt ýmislegt gott og nýtilegt úr þeirri sósíal- istísku tilraun, sem gerð hefur verið í heiminum frá seinasta l.luta síðustu aldai Gagnrýnisverð embættisveiting Embættisveiting prófessors í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp hefur vakið mikla athygli og varð jafnvel til þess að umræður urðu um hana utan dagskrár á Alþingi nú í vikunni, en slíkt er óvenjulegt. Albert Guðmundsson tók málið upp og taldi, að lækna- deild og menntamálaráðherra hefðu sniðgengið samdóma níður- stöðu norrænnar hæfnisnefntjar, sem fengin hafði verið til að meta hæfni umsækjenda, en hún hafði miT=ia gi>iat Verðlækkun á ^Ja/uíi/ þvottavélum Vegna lækkunar á lírunni veröur sending, sem nýkomin er til landsins, á lægra verði. Næsta sending veröur aítur á móti á hærra verði. Verðið á dag: CANDY M 140 (5 kg) kr. 86.000,00 CANDY D 250 (5 kg) kr. 104.500,00 Greiðsluskilmálar eru þeir, að um 40% kaupverðs eru greidd við afhendingu, en afgangur á 6 mánuðum. PFAFF Skólavörðustíg 1 og Bergstaðastræti 7 einróma mælt með dr. Gunnlaugi Snædal í embættið. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, sem veitti embættið, svar- aði því til, að hann hefði farið að ábendingum læknadeildar Háskólans sem með nokkrum meirihluta hefði mælt með dr. Sigurði S. Magnússyni í embættið. Menntamálaráðherra fór að ósk stjórnar læknadeildar og skipaði dómnefnd og verður að telja, að skilyrðin um faglega, hæfa, óvil- halla og hlutlæga nefnd hafi þannig verið fullnægt. Nefndina skipuðu íslenzkur prófessor og tveir erlendir sérfræðingar í kvensjúkdómum og hefði lækna- deild að sjálfsögðu átt að hlíta niðurstöðu nefndarinnar, úr því að hún sjálf stóð fyrir því að hún var skipuð. En þá bregður svo við í læknadeild, að meirihluti henn- ar greiðir atkvæði með þeim um- sækjanda, sem nefndin taldi síður uppfylla þau skilyrði um vísinda- leg vinnubrögð sem ætlazt er til af prófessorsefni og nefndin jafn- vel höfð að háði og spotti (!). 1 bréfi fimm lækna til forseta læknadeildar segja þeir m.a. um þetta mál: „Vér ítrekum þó, að vér teljum deildarstjórn hafa staðið rétt að þessu máli og vér teljum dómsnefndarálit prófessoranna Þorkels Jóhannes- sonar, Ingelman-Sundmark og Ingerslev standa óhaggað og vera einan rökheldan grundvöll fyrir veitingu prófessorsémbættis í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp." En læknadeildín hunzaði þessa niðurstöðu, eins og alkunna er. I ræðu sinni á Alþingi sagði Albert Guðmundsson m.a.: „Einróma álit nefndarinnar er, að dr. med. Gunnlaugur Snædal sé hæfari til þess að gegna umræddri prófessorsstöðu við Háskóla Is- lands og vísar nefndin til þess. að hann stendur frá vísindalegu sjónarmiði greinilega framar hin- um umsækjandanum, þótt þeir séu að öðru leyti jafnokar." Síðar leitaði þingmaðurinn álits menntamálaráðherra á þvi hvers vegna gengið hefði verið framhjá dr. Gunnlaugi Snædal, sem nefnd- in mælti með. Hann hefur auk visindastarfa unnið á fæðingar- deildinni i 16 ár svo að ekki sé nú talað um framlag hans í bar- áttunni við krabbamein. Á þetta er ekki minnzt hér til að varpa rýrð á þann umsækjanda sem prófessorsembættið hlaut dr. Sigurð S Magnússon, enda á hann áreiðanlega betra skilið vegna hæfni og mannkosta en verða til þess, að á starfsbróður hans sé níðst. Reyndar verður að koma i veg fyrir svona yfirgang og klíkuskap i háskóianum — ef það er þá hægt. En menntamálaráðherra svaraði fáu sem engu á Alþingi og skaut sér á bak við álit meirihluta læknadeildar, enda þótt hann hafi áður ekki farið að ábendingu háskóladeilda. Aðalatriðið er að sjálfsögðu það, að niðurstaða hæfnisnefndar var sniðgen^in og þannig brotið á öðrum umsækjandanum, þeim sem gengið var framhjá, þrátt fyrir betri meðmæli nefndar, sem læknadeildin sjálf óskaði eftir að fjallaði um málið. Að sjálfsögðu getur meirihluti læknadeildar verió á móti nefndaráliti, en hann verður þá að rökstyðja af hverju. Það hefur hann ekki gert frekar en t.a.m. Tíminn, sem heldur því fram á forsíðu s.l. fimmtudag, ef lesið er í málið, að úrslitum hafi átt að ráða, að meirihluti nemenda dr. Sigurðar „skrifuðu undir trausts- yfirlýsingu honum til handa". Eiga nemendur að ákveða kennara sina? Þá mættu ýmsir beztu kennarar landsins fara að vara sig. Það er þvi nauðsynlegt að endurskoða atkvæðisbærni manna um stöðuveitingu við háskólann, því að bersýnilegt er, að hinar einstöku deildir valda ekki þessu verkefni. En það, sem verst er af öllu í þessu sambandi, er að læknadeildin hefur sjálf hunzað niðurstöðu sérfræðinga- nefndar og pólitískur ráðherra þarf því ekki í framtíðinni að hlusta á niðurstöður dómnefnda, hvað þá að fara eftir þeim, þegar læknadeildin sjálf sniðgengur þær af einhverjum dularfullum ástæðum. Læknadeildin hefur því með þessu veitt pólitískum ráð- herrum óskertan rétt til þess að sniðganga allar þær nefndir sem ákvarða eiga um hæfni um- sækjenda við háskólann, og ekki einasta það, heldur geta pólitíkus- ar nú, með skírskotun til afstöðu læknadeildar í þessu tilfelli, snið- gengið vilja deildanna sjálfra og skipað í stöður við háskólann eftir pólitískum linum eingöngu, eða þá eftir geðþótta hvers og eins ráðherra. Það er þetta sem harma ber. I þessu liggur kjarni málsins. Með þessari atkvæðagreiðslu í lækna- deildinni hefur sjálfstæði háskólans verið skert, það er aug- ljóst mál. Hann getur ekki krafizt þess lengur að hafa úrslitaáhrif í eigin málum. Flokkadrættir og alls kyns pukurstarfsemi í lækna- deild undanfarið hafa því sýni- lega flutt valdið, sem átt hefði að vera í hinum einstöku deildum i háskólanum, upp í Stjórnarráð. Það ber svo sannarlega að harma. Það var ekki framfaraspor. En hæfni dr. Gunnlaugs Snædals hefur ekki minnkað við það. — Ferðamenn Framhald af bls. 2 k'erðamenn er hingað komu í marz s.l. voru langflestir Banda- rikjamenn eða 1668, þá komu 231 frá V-Þýzkalandi, 215 frá Sviþjóð, 212 frá Danmörku, 166 frá Bret- landi og 120 frá Noregi. Frá öðr- um þjóðum komu færri en 100. — Líbanon Framhald af bls. 1 fundurinn hófst að hann markaði timamót og honum væri ætlað að staðfesta og leggja áherzlu á lýð- ræði og heilbrigð þingstörf. Sér- fræðingar segja að í frásögn út- varpsins hafi mátt ráða að Franjieh forseti muni fallast á að fara frá völdum ef hann fallist á að farið hafi verið að stjórnar- skrárlögum og þingsköp haldin. — Skákþing Framhald af bls. 48 ýmsir garpar meðal keppenda, svo sem Gunnar Gunnarsson, for- seti Skáksambandsins, Jón Þor- steinsson, Jóhann Örn Sigurjóns- son og svo kornungir og efnilegir skákmenn eins og Þröstur Bergmann og Jón L. Árnason. — 200 manns Framhald af bls. 48 Tveggja herb. íbúðirnar hjá Ein- hamri kostuðu 3,3 millj. kr. og þriggja herb. 3,8 m. kr. Gissur sagði að lokum að Ein- hamar hefði fengið úthlutað lóð- um í janúar s.l„ en þeim hefði fylgt sú kvöð að ekki mætti hefja framkvæmdir fyrr en i október n.k. En vegna góðrar aðstoðar ým- issa manna, og þá sérstaklega Alberts Guðmundssonar, hefði fengist að hefja framkvæmdir í vor. — Afmæli Framhald af bls. 15 búreksturinn að miklu, en Willi var og er önnum kafinn i sinum verzlunarviðskiptum. Eftir lát Þórs hefur hann búið einn með háæruverðugum góð- templara, hundinum Lappa, án búreksturs í þess orðs fyllstu merkingu, en bréfin, frímerkin og eggin halda áfram að streyma frá Halldórsstöðum og allar tekjur búsins eru í erlendum gjaldeyri án niðurgreiðslu. Sveitungar og aðrir vinir Willa munu ýmist heimsækja hann, eða hugsa til á afmælinu. Af miklu er að taka en fátt eitt tínt til, línum þessum fylgja beztu afmælisóskir. Gunnar Sigurðsson. — Maó Framhald af bls. 1 hefðu ekki viðurkennt ósigur sinn mvndu leggja út í „baráttu á banasænginni". 1 ritstjórnargrein Dagblaðs alþýðunnar segir að Teng hafi verið andsnúinn Mao Tse-tung I langan tíma. „Mao for- maður bjargaði honum (eftir niðurlægingu hans I menningar- byltingunni) og gaf honum tæki- færi til að hefja störf sín að nýju, en hann brást menntun og hjálp Maós.“ — DAS-hús Framhald af bls. 2 og maí á næsta ári verða tveir einbýlishúsavinningar. Miðum i Happdrætti DAS verður nú fjölgað um 10 þús- und og er sala þeirra þegar hafin í húsinu sjálfu, en hefst í umboðum eftir helgi. Jafn- framt verður vinningum fjölg- að I 500 á hverjum mánuði. Miðaverð verður 400 krónur á mánuði. Ferðavinningar verða 200, á 100 þúsund, 150 þúsund og 250 þúsund krónur hver, bílavinningar verða 100 sem áð- ur á 500 þúsund krónur, eina milljón króna og 1,5 milljón. Stórar litmyndir-stórkostleg vasavél Nýja FUJICA vasavélin frá Fuji OCKET FUJICA Myndirnar úr FUJICA vasavélinni eru bjartar og skýrar. FUJICA vasavélin er með mjög Ijósnæmri linsu, — laufléttur afsmellari kemur í veg fyrir hreyfðar og óskýrar mynd- ir. Og með FUJICOLOR F-ll litfilmunni er árangurinn tryggður, því FUJICOLOR F-ll er 20% Ijósnæmari en aðrar litfilmur. FUJICA vasavélinni fylgir litfilma og flasskubbur í fallegum gjafakassa. FUJICA vasavélin fæst i helztu Ijósmyndaverzlunum, — en aðeins í litlu magni vegna geysilegrar eftirspurnar, þar sem verðið er auðvitað það allrabezta. Einkaumboðá íslandi LJÓSMYNDAVÖRUR hf. Pósthólf 100 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.