Morgunblaðið - 11.04.1976, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. APRlL 1976
41
fclk f
fréttum
Oft veltir
lítil þúfa...
+ Kynleg en þó lítilfjörlega deila sem kom
upp á sjúkrahúsi einu f London olli miklu
fjaðrafoki innan heilbrigðismálaráðuneytis-
ins og nfu deildir þess voru önnum kafnar
við rannsókn málsins. Svo var mál með vexti
að sjúklingi, sem lá með öðrum á stofu, var
skipað að þvo sér um fæturna, eftir að þján-
ingabræður hans höfðu margkvartað yfir
ólyktinni. Sjúklingurinn neitaði harðlega að
þrffa á sér býfurnar og klagaði fyrir Barböru
Castle heilbrigðisráðherra þessa ósvffnu bón
sem hann sagði vera brot á grundvallar-
mannréttindum. Á meðan málið þvældist úr
einni deild í aðra f ráðuneytinu gafst sjúkl-
ingurinn upp á þrákelni sinni og þvoði á sér
lappirnar. En nú varð ekki aftur snúið, kerf-
ið hafði tekið við sér og sagt er að langur
vegur sé frá að þetta ómerkilega mál verði til
lykta leitt.
+ Audrey Hepburn grét fögr-
um tárum þegar kvikmyndin
um Hróa hött var frumsýnd f
New Vork á dögunum. Audrey
leikur frú Marian en sjálfan
Hróa hött leikur Sean Connery,
fvrrum James Bond.
+ Alan Longmuir kemur ekki
lengur fram á sviðinu með
hljómsveitinni Bay City Roll-
ers, en mun þess f stað vinna
fyrir hana á bak við tjöldin. t
hans stað kemur 17 ára gamall
lri, Ian Mitchell. Hinir meðlim-
irnir eru allir Skotar.
Við bjóðum nú verksmiðjuframleidd ibúðarhús úr steinsteypueiningum
eða timbri með mjög stuttum fyrirvara.
Hagkvæmar stærðir á steinsteypueiningunum gefa aukna möguleika
varðandi stærð og útlit húsanna eftir óskum kaupenda.
Bjóðum hagkvæma flutninga hvert á land sem er.
Sjáum um uppsetningu húsanna að öllu leyti eða aðstoðum við
uppsetningu eftir óskum.
Úrval byggingarnefndateikninga og allar vinnuteikningar fyrirliggjandi.
Hafið samband við sölumenn okkar í síma 86365.
HÚSASMIÐJAN HF.,
Súðarvogi 3
Kom
Þeir, sem hafa dvalið á
Ibiza eiga varla nokkur
orð til að lýsa ánægju
sinni, enda hefur Ibiza
oft verið nefnd
Paradís Miðjarðarhaf
Nú býður
ferðaskrifstofan Ú
sannkallaða úrvals
til Ibiza. Eyjan er
vinaleg, falleg og
gróðursæl; — þar vaxa
barrtré og möndlutré
hlið við hlið. Ibiza er
sólarstaður
fjölskyldunnar.
Tilvalinn staður til
hvíldar og skemmtunar,
jafnt fyrir einstaklinga
sem fjölskyldur.
Fáið eintak af
Ibiza-bæklingi okkar,
og kynnið ykkur Ibiza
ferðirnar.
Pantið Mallorcaferðina strax!
Mallorcaferðir okkar
eru oft á tíðum
uppseldar langt fram í
tímann. Þess vegna er
ráðlegt að hafa
samband við Úrval hið
fyrsta, þannig að hægt
sé að velja Mallorcaferð
á þeim tíma, sem
hentar best.
Urval veitir fúslega
allar upplýsingar
Mallorca.
Tryggið ykkur ei
af nýja Mallorca
bæklingnum okkar
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900