Morgunblaðið - 29.04.1976, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1976
„Gullræningjarnir”:
Játa 14 inn-
brot í viðbót
Flugleiðir íhuga kaup
á 5 flutningaflugvélum
STJÓRN Flugleiða hefur
haft til athugunar undan-
farið hvort félagið eigi að
kaupa flugvélakost brezks
flutningaflugfélags,
Tradewind að nafni, og þá
hugsanlega í félagi við
sænska skipafélagið
Salenia, sem á Cargolux
með Flugleiðum.
Að því er Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi félagsins, tjáði
Morgunblaðinu í gær, eru vélar
brezka flugfélagsins af gerðinni
Cl-44 eða af sömu gerð og Rolls
Royce-vélarnar svonefndu, sem
Loftleiðir notuðu lengi á N-
Atlantshafsleiðinni, en Cargolux
tók síðan við. Sveinn sagði þó, að
eins og nú horfði væru taldar
fremur litlar líkur á því að af
þessum kaupum yrði.
Alþýðubankamálið:
Enn til athugunar
hjá saksóknara
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Þórðar Björnssonar, yfirsaksókn-
ara og spurðist fyrir um hvað liði
rannsókn Alþýðubankamálsins
svonefnda. Þórður svaraði því til
að verið væri að fara yfir málið af
Framhald á bls. 31.
Yfirlýsing stjórnar Vængja hf.:
Deilt um hvort samið skuli við
flugmenn beint eða við F.I.A.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt hafði áður aflað mér með viðtöl-
TVEIR piltar, 17 og 22 ára, sem
setið hafa I gæzluvarðhaldi hjá
lögreglunni I Hafnarfirði I tæpa
60 daga fyrir 9 stórþjófnaði og
innbrot, hafa fyrir stuttu játað á
sig 14 innbrot og þjófnaði til við-
bótar á árinu 1973. Stærstu inn-
brotin voru f Sanitas, þar sem
þeir brutu upp peningaskáp og
höfðu á brott með sér 55 þúsund
krónur og 25 þúsund króna þjófn-
aður I Tónabfói. Loks brutust þeir
inn f sprengiefnageymslu
Reykjavfkurborgar á Hólmsheiði
f september 1973 og stálu þar
miklu magni af sprengiefni.
Sumt af þvf sprengdu þeir um
miðjar nætur á Seltjarnarnesi
þetta sama haust. Vöknuðu Sel-
tirningar við sprengingarnar og
þóttu þær dularfullar og var
skrifað um þær f blöðin.
Morgunblaðið hefur áður skýrt
frá stórþjófnuðum þeim, sem pilt-
ar þessir játuðu að hafa framið á
sfðustu mánuðum. Voru það inn-
brot í bæjarskrifstofurnar á Sel-
tjarnarnesi, skrifstofur BP og
víðar og eitt eldra mál, stórþjófn-
aður á gullstöngum frá gullsmið í
Reykjavík. Samanlagt verðmæti
þýfis í þessum 9 innbrotum var
um 4'á milljón króna og kröfur
vegna skemmdarverka, sem þeir
unnu við innbrotin eru taldar
nema tæpum tveimur milljónum
króna.
Þegar piltarnir brutust inn í
Böðunarmálið:
SENDIMENN böðunarmanna í
Húnavatnssýslu áttu í gærdag
fundi með landbúnaðarráðherra
og starfsmönnum landbúnaðar-
ráðuneytisins vegna mótþróa
Björns bónda á Löngumýri við að
láta baða sauðfé sitt og þeirra
AÐALFUNDUR Skáksambands
Islands var haldinn f skákheimil-
inu við Grensásveg í Reykjavfk
laugardaginn 24. aprfl sl. Fund-
inn sóttu tæplega 50 fulltrúar frá
11 félögum vfða á landinu.
Forseti sambandsins, Gunnar
Gunnarsson, setti fundinn og
bauð fulltrúa velkomna. Minntist
hann í upphafi nokkurra skák-
manna, sem látizt höfðu á starfs-
árinu, en þeir voru Ari Guð-
mundsson, fyrsti forseti Skáksam-
bands íslands, Júiíus Bogason,
Geir Ólafsson og Skúli Thoraren-
sen. Fundarstjórar voru kjörnir
þeir Sigfús Kristjánsson, Kefla-
vík, og Haukur Henderson,
Reykjavík.
1 skýrslu forseta um störf Skák-
sambandsins á síðasta ári kom
fram, að skáklíf hefur staðið með
miklum blóma víða um land og
mikil og vaxandi þátttaka verið í
skákmótum, þótt nokkurs drunga
gæti að vísu á stöku stað.
Fjárhagur Skáksambands ís-
lands er nú með allra bezta móti
eftir erfiða stöðu fáein undanfar-
in ár.
Á aðalfundinum var samþykkt
inntaka tveggja félaga, Skákfé-
lagsins Mjölnis i Reykjavík og
Tafldeildar Ungmennasambands
Borgarfjarðar.
Við stjórnarkjör lýsti Gunnar
Gunnarsson yfir því, að hann gæfi
ekki kost á sér til endurkjörs, og
voru honum þökkuð mjög mikil
sprengiefnageymsluna höfðu þeir
á brott með sér 56 dynamittúbur,
900 eldhvettur og nokkuð magn af
öðrum hvellhettum. Sem fyrr
segir sprengdu þeir sumt af
þessu, úr öðru útbjuggu þeir
tímasprengjur og afgang-
inn grófu þeir í Ögmundar-
hraun við Grindavík. Fannst
sprengiefnið þegar grafið var
í hrauninu á dögunum og
er það komið í hendur réttra
eigenda. Ennfremur hefur
fundist skambyssa, sem piltarnir
höfðu stolið frá lögreglunni á Sel-
tjarnarnesi og grafið í Hafnar-
fjarðarhrauni. En 150 þúsund
krónur, sem þeir grófu í jörð í
Mosfellssveit hafa ekki fundist.
Ný [K'ninga-
PILTARNIR tveir, sem sitja
inni I Hafnarfirði fyrir marg-
vísleg afbrot, og skýrt er frá
hér á sfðunni, höfðu komið sér
upp góðum útbúnaði til inn-
brota og þjófnaða. Meðal ann-
ars fannst í fórum þeirra vél,
sem þeir höfðu sjálfir útbúið
með það [ huga sérstaklega, að
saga bök úr peningaskápum.
viðhorfa sem þessi ákvörðun
Björns hefur skapað 1 sýslunni.
Sendimennirnir eru þeir
Kristófer Kristjánsson, Köldu-
kinn, Gísli Pálsson, Hofi og
Stefán Jónsson, Kagaðarhóli, og
náði Morgunblaðið tali af Stefáni
Einar S. Einarsson
og farsæl störf í þágu Skáksam-
bandsins.
Forseti var einróma kjörinn
Einar S. Einarssón. Aðrir í stjórn,
sem skipt hefur með sér verkum,
eru Högni Torfason varaforieti,
Þráinn Guðmundsson ritari, Hálf-
dán Hermannsson gjaldkeri, Guð-
bjartur Guðmundsson umsjónar-
maður skákmóta, Ómar Jónsson
skákritari og Bjarki Bragason
unglingaleiðtogi og spjaldskrár-
ritari. Varamenn í stjórn eru Sig-
fús Kristjánsson, Sverrir Norð-
fjörð og Gunnar Finnlaugsson.
SAS-forstjóri
í heimsókn
FORSTJÓRI SAS I Danmörku,
Frede Ahlgreen Eriksen, er
væntanlegur hingað til lands i
stutta heimsókn. Ahlgreen Erik-
sen tók við forst jórastöðu hjá
SAS f Danmörku af Johannesi
Nielsen fyrir liðlega ári. Jafn-
framt þvi að verða forstjóri SAS f
Danmörku er hann aðili að æðstu
stjórn SAS í Stokkhólmi.
Sökum starfa sinna hjá SAS
kemst Frede Ahlgreen Eriksen
ekki hjá þvi að hafa afskipti af
þeim málum sem varða hagsmuni
SAS i þessum heimshluta segir í
fréttatilkynningu frá Islands-
deild SAS. Þessi Islandsferð er
farin til þess að heimsækja skrif-
stofu félagsins hér og til þess að
flytja fyrirlestur í Viðskipta-
fræðideild Háskóla íslands.
Verður fyrirlesturinn fluttur á
fimmtudag og nefnist Staða SAS i
alheimsflugmálum. Að fyrir-
lestrinum loknum svarar Frede
Ahlgreen Eriksen fyrirspurnum
nemenda í Viðskiptafræðideild-
inni.
í gærkvöldi til að spyrja nánar um
fundi þeirra þremenninga með
ráðuneytismönnum. Stefán sagði,
að þeir hefðu fyrst í gærmorgun
átt fund með landbúnaðarráð-
herra en síðan setið á fundum
með ráðuneytismönnum um mál-
ið.
Stefán sagði, að af hálfu ráðu-
neytisins hefðu verið lagðar fram
ákveðnar tillögur til lausnar mál-
inu, en hann kvaðst ekki geta
skýrt frá því í hverju þær væru
fólgnar, þar eð fundur yrði aftur
með ráðherra árdegis í dag, þar
sem þessar tillögur yrðu lagðar
fram.
Stefán sagði, að þeir þremenn-
ingar væru bærilega ánægðir með
Framhald á bls. 31.
yfirlýsing frá stjórn Vængja hf.
þar sem segir að vegna blaða-
mannafundar flugmanna Vængja
hf. vilji stjórnin koma á framfæri
eftirfarandi tveimur atriðum:
1 fyrsta lagi, að ágreiningur-
inn milli Vængja hf. og flug-
manna hafi alla tið staðið fyrst og
fremst um það hvort samið yrði
beint við flugmennina eða á veg-
um Félags ísl. atvinnuflugmanna.
I öðru lagi, að á miðvikudaginn
21. apríl hafi flugmenn fallið frá
þeirri kröfu sinni að semja á veg-
um F.Í.A. og lagt fram drög að
samningi. Föstudaginn 23. apríl
hafi Vængir hf. lagt fram gagntil-
boð, og flugmenn talið tilboð
þetta óaðgengilegt með öllu en að
lítt athuguðu máli að því er virt-
ist, því að mánudaginn 26. apríl
hafi fulltrúar þeirra fallist á það i
öllum meginatriðum fyrir milli-
göngu Eðvarðs Árnasonar, sem
gert hafi tilraun til málamiðlunar
sem hlutlaus aðili. Segir síðan í
yfirlýsingunni, að því miður hafi
flugmenn þó hlaupist frá samn-
ingum nokkrum klukkustundum
áður en hann skyldi undirritaður.
Vængir hf. leggja síðan fram
skýrslu Eðvarðs Árnasonar sem
sögð er nákvæm og hlutlaus frá-
sögn af þvi er gerðist og fer hún
hér á eftir;
Reykjavík, 27. apríl 1976
0 Síðast liðinn föstudag átti ég
tal við Hrein Hauksson stjórnar-
formann Vængja h/f um gang
samningamála flugfélagsins
Vængja h/f og flugmanna félags-
ins. 1 framhaldi af tali okkar
Hreins lánaði hann mér síðustu
samningstillögur flugmanna og
stjórnar Vængja h/f. Eftir að ég
var búinn að kynna mér þessar
tillögur ásamt vitneskju er ég
um við stjórnarmenn Vængja h/f
og flugmenn, freistaði það min, að
gera tilraun til að miðla málum
þar sem ágreiningur var ekki
ýkja mikill að mér fannst. Eftir að
ég hafði lýst sjónarmiðum mínum
fyrir Hreini Haukssyni s.l. mánu-
dagsmorgun, þá færði hann það í
tal við mig að ég gerði tilraun til
að miðla málum, ef hægt væri.
Eftir þetta samtal mitt við Hrein
fór ég út á flugvöll og hitti þar
Ómar Ólafsson flugstjóra. Rædd-
um við þessi samningamál á
breiðum grundvelli. Urðu þessar
umræður okkar Ómars til þess að
við öfluðum okkur ljósrita af of-
annefndum samningstillögum
beggja aðila, og ákváðum við síð-
an að halda með okkur fund til
þess að freista þess að ná sam-
komulagi. Þennan fund ákváðum
við síðan að halda kl. 13.00 þann
sama dag að Hófgerði 15, í Kópa-
vogi’á heimili Viðars Hjálmtýs-
sonar flugstjóra, og skyldi hann
einnig (Viðar) vinna að þessum
málum með okkur. Hófst þessi
fundur okkar á tilsettum tima.
Notuðum við til grundvallar
samningstillögur stjórnar Vængja
h/f. dagsett 23. apríl ’76, og samn-
ingstillögur flugmanna dagsettar
20. apríl ’76. Á þessum fundi tók-
um við fyrir alla liði sem ágrein-
ingur hafði verið um og ræddum
Framhald á bls. 31.
Landburður af
fiski í Eyjum
GEYSILEGUR afli var hjá Vest-
mannaeyjabátum I gær og barst
svo mikill afli á land, að vinnslu-
stöðvarnar hafa lent í erfið-
leikum með að vinna afiann
vegna manneklu, að því er Sigur-
geir Jónasson, fréttaritari Mbl. í
Eyjum, sagði í gærkvöldi.
Þá má geta þess, að f gær land-
aði trollbáturinn Surtsey um 80
tonnum af ýsu, sem er óvenju
mikill afli af þeim fiski. Þá voru
margir netabátanna f gær með
milli 30 og 40 tonn, og einnig
hefur verið mjög góð veiði á
handfæri.
Kristján
Pétursson
kærður
í SAMTALI við Morgunblaðið í
gær staðfesti Örn Clausen hæsta-
réttarlögmaður, að hann hefði
fyrir hönd tveggja varnarliðs-
manna kært Kristján Pétursson,
deildarstjóra í tollgæzlunni á
Keflavíkurflugvelli, fyrir varnar-
máladeild vegna ólöglegrar máls-
meðferðar. Væri málið nú hjá
saksóknara til ákvörðunar, en
Örn kvaðst að öðru leyti ekkert
vilja um málið segja.
Steypustöðvarnar
skerða lánskjör sín
STEYPUSTÖÐVARNAR f
Reykjavík hafa auglýst að þær
muni nú skerða úttektarlán til
viðskiptavina sinna. Að því er
Sigurður Jónsson hjá Breiðholti
tjáði Morgunblaðinu í gær hafa
stöðvarnar orðið að grípa til þess-
ara ráðstafana vegna þess að sem-
ent og söluskattur eru farin að
vega svo þungt í stevpuverðinu,
að stöðvarnar verða að fá greitt
sem þvf nemur strax.
Þá hafði Morgunblaðið einnig
samband við Víglund Þorsteins-
son hjá Steypustöð BM Vallá sem
kvað þessar ráðstafanir steypu-
stöðvanna koma út á þann hátt, að
nú væri aðeins lánaður um helm-
ingur af úttekt steypu í 90 daga
en áður hefði helmingur úttektar-
innar verið lánaður í 100—150
daga.
Hann kvað ástæðurnar fyrir
þessu vera margtvinnaðar og
raunar allt afleiðingu tveggja ára
óðaverðbólgu, sem hefði haft í för
með sér að æ erfiðara hefði orðið
fyrir steypustöðvarnar að lána út-
tektirnar til lengri tíma.
Þeir Sigurður og Víglundur
voru spurðir hvort ekki væri að
komast skriður á byggingariðnað-
inn með vorveðráttunni. Sigurður
kvað sér finnast heldur rólegt
ennþá, en Víglundur sagði að nú
væri að byrja á komast hreyfing á
byggingarframkvæmdir. Kvaðst
hann gera ráð fyrir, að steypusal-
an i apríl nú yrði svipuð og í fyrra
og að samdrátturinn í byggingar-
iðnaðinum væri að mestu fram
kominn en naumast væri von á
bata í bráð, og ekki væri gott að
segja hvaða áhrif þrengd lánakjör
steypustöðvanna ættu eftir að
hafa á byggingariðnaðinn.
Er ráðuneytið með
tillögur til lausnar?
Einar S. Einarsson kjörinn
forseti Skáksambandsins